fbpx Jógaferð til Tenerife | Vita

Jógaferð til Tenerife

með Jógastúdíó

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Mjúk jógaferð þar sem áherslan er lögð á heilsu,hamingju og hugarró.

20. - 27. maí, 7 nætur
Fararstjórar eru Drífa og Hrafnhildur hjá Jógastúdíó

Ferðalýsing

Miðvikudagur 20. maí. 

Flogið út með Icelandair kl. 9:30. Lendum á Tenerife klukkan 15:40 að staðartíma.
Förum í rútu á hótel Sensimar Arona Gran Hotel & Spa. Þetta er fjögurra stjörnu lúxus hotel þar sem allt er til alls og fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir þá sem vilja, s.s sundleikfimi, líkamsrækt, spænskukennsla og margt annað. 
Þegar við höfum skilað af okkur töskum hittumst við í andyrinu og förum yfir dagskrána, skoðum hótelið og jógasalinn sem er á hótelinu. 
Gistingin er með hálfu fæði, morgunmat og kvöldmat.
Eftir kvöldmat er um að gera að fara snemma í háttinn eða taka létta göngu meðfram ströndinni og safna orku fyrir komandi viku.
Kvöldmatarhlaðborðið er opið frá klukkan 18.30 til 21.30 alla daga. 


tenerfe_yoga_3.jpg

Fimmtudagur 21. maí.
Við hefjum daginn snemma klukkan 08.15 með mjúku yin yoga og náum úr okkur flugþreytunni. Eftir jógatímann er morgunmatur en morgunverðarhlaðborð er opið frá klukkan 08.00 til 10.00 alla daga. 
Frjáls tími er yfir daginn. Klukkan 17.15 hittumst við aftur og förum í endurnærandi hatha jógatíma áður en við höldum út í kvöldið.


tenerfe_yoga_1.jpg

Föstudagur 22. maí
Ferð til vínbónda með Svala hjá Tenerife ferðum, þar sem boðið verður upp á vínsmökkun og dásamlegan Canary mat.
Ferðin er innifalin í verðinu.


tenerfe_yoga_4.jpg

Laugardagur 23. maí.
Sofið út eftir skemmtilegan föstudag. Frjáls tími er yfir daginn. Klukkan 17.15 fyrirlestur með Hrafnhildi þar sem hún verður með styrkleikavinnustofu í anda jákvæðrar sálfræði og aðferðir til streitulosunar. Endað er á endurnærandi slökun

Sunnudagur 24. maí.
Morguninn byrjar á ljúfum jógatíma klukkan 08:15 og förum þaðan í morgunmat. Frjáls tími er yfir daginn. Klukkan 17:15 er fyrirlestur með Drífu þar sem hún kafar dýpra ofan í jógafræðin og jógatími í kjölfarið.


tenerife_almennt_12.jpg

Mánudagur 25. maí.
Jógatími klukkan 08.15. Frjáls tími er yfir daginn. Klukkan 17.15 hittumst við aftur í slökun og tónheilun.

Þriðjudagur 26. maí.
Þetta er síðasti heili dagurinn okkar á eyjunni svo við ætlum að nýta hann vel. Morguninn byrjar á ljúfum hatha jógatíma til að koma sér í gang fyrir daginn. Við hvetjum alla til að njóta þess að slaka á og hlaða sig vel fyrir heimferðina. Frjáls tími er yfir daginn. Samvera síðasta kvöldið, nánari dagskrá síðar.


sensimar_arona_gran_spa_7.jpg

Miðvikudagur 27. maí.  
Heimferðardaginn byrjum við á jógatíma til að mýkja okkur upp fyrir komandi ferðalag. Eftir morgunamatinn klárum við að pakka og taka okkur saman, rúta kemur svo að sækja okkur og keyrir okkur út á flugvöll en við eigum flug heim klukkan 16:40 og áætluð lending í Keflavík er klukkan 21:00.

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef TFS

  5 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun