Kanarí
Ljúf og lokkandi
Myndagallerí
Skoða tilboðKanarí! Veðursæld og þægilegt loftslag.
Góð hótel, skemmtun, friðsæld og fegurð.
Flogið með Icelandair.
Jólaflug 22. desember. Millilent á Tenerife, farþegar til Kanarí þurfa ekki að fara frá borði.
Almennar sóttvarnir gilda á öllum hótelum sem VITA er með samning við. Handsprittun, grímunotkun þar sem við á og 1-2 metra fjarlægðarregla. Herbergi eru sótthreinsuð á milli gesta.
Staðurinn þar sem þú uppgötvar leyndarmál Kanaríeyja. Hvort sem þú ert að leita að slökun eða fjöri. Upplifðu og njóttu alls sem Kanarí hefur uppá að bjóða.

Gistimöguleikar af öllum stærðum og gerðum. Allt frá einföldum og hagstæðum íbúðahótelum yfir í lúxus hótel.
Betri ferð fyrir betra verð.

VITA býður upp á gistingu á nokkrum mismunandi stöðum, þar á meðal:
Við Ensku ströndina
Sól og sandur á daginn og fjör á kvöldin. Stór hótel, verslunarmiðstöðvar, veitingastaðir og líflegur miðbær. Markaðir þar sem hægt er að kaupa allskonar varning. Hér er um að ræða allar tegundir ferðamanna, fjölskyldur, vinahópar, pör, einstaklingar, allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Á Maspalomas / Meloneras svæðinu

Kanarí
Eyjan tilheyrir spænskum eyjaklasa í Atlantshafi úti fyrir Norðvestur-Afríku. Þar er oftast ylvolgur sjór og frábær strandlengja með svörtum og hvítum ströndum.
Suðurströndin er sérstaklega lífleg en þar er að finna Playa del Inglés eða Ensku ströndina, Maspalomas svæðið, Purto Rico og Playa de Mogán.
Höfuðborgin, Las Palmas, er á norð-vesturstöndinni. Gott úrval veitingastaða og verslana er víðsvegar um eyjuna, allt frá skyndibita upp í dýrindis veitingastaði.

Afþreying
Eyjan er vinsæll áfangastaður allt árið um kring fyrir sólþyrsta ferðamenn. Hún býr yfir töfrandi sjarma og úrval afþreyingu. Hægt er að stunda alls kyns útivist og vatnasport þar sem lofthiti er oftast yfir 20 gráður yfir vetrartímann og heitara yfir sumarið. Sjávarhiti er einnig frá 18-22 gráðum. Kafarar, brimbrettakappar, göngu- og hjólreiðafólk, klifrarar og ævintýrafólk almennt flykkist því til Kanarí. Á meðal áhugamanna um adrenalín eru þeir sem elska að slappa af og njóta þess að dorma á ylvolgri strönd með kaldan drykk við hönd.
Stærri og smærri strendur eru um allt á eyjunni. Hvort sem líflegar og fjörugar henta eða rólegar og fámennar. Allar útgáfur finnast á Kanarí.
Fyrir börnin eru garðar eins og Aqualand Maspalomas, Palmitos Park, Angry Birds Activity Park, Adventure Park Hangar 37, Gran Karting Club, Holiday World og Sioux City svo eitthvað sé nefnt.

Golf á sér svo langa sögu á Kanarí og þar er að finna góða golfvelli sem golfarar ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Hér er allt til alls og því allar forsendur til staðar fyrir fullkomið frí! Fararstjórar VITA eru til taks og geta aðstoðað við að bóka skoðunarferðir. Þeir geta einnig gefið upplýsingar um þjónustu og stofnanir á svæðinu.
Auðvelt er að keyra á eigin vegum um eyjuna og upplagt að leiga bílaleigubíl ef áhugi er fyrir því. Almenningssamgöngur eru líka fínar og hagstæð leið til að skoða sig um.
Sjá upplýsingar um hina ýmsu afþreyingu á Kanarí undir "Afþreying".
Kanarí
Kanarí! Veðursæld og þægilegt loftslag.
Góð hótel, skemmtun, friðsæld og fegurð.
Flogið með Icelandair.
Jólaflug 22. desember. Millilent á Tenerife, farþegar til Kanarí þurfa ekki að fara frá borði.
Almennar sóttvarnir gilda á öllum hótelum sem VITA er með samning við. Handsprittun, grímunotkun þar sem við á og 1-2 metra fjarlægðarregla. Herbergi eru sótthreinsuð á milli gesta.
Staðurinn þar sem þú uppgötvar leyndarmál Kanaríeyja. Hvort sem þú ert að leita að slökun eða fjöri. Upplifðu og njóttu alls sem Kanarí hefur uppá að bjóða.

Gistimöguleikar af öllum stærðum og gerðum. Allt frá einföldum og hagstæðum íbúðahótelum yfir í lúxus hótel.
Betri ferð fyrir betra verð.

VITA býður upp á gistingu á nokkrum mismunandi stöðum, þar á meðal:
Við Ensku ströndina
Sól og sandur á daginn og fjör á kvöldin. Stór hótel, verslunarmiðstöðvar, veitingastaðir og líflegur miðbær. Markaðir þar sem hægt er að kaupa allskonar varning. Hér er um að ræða allar tegundir ferðamanna, fjölskyldur, vinahópar, pör, einstaklingar, allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Á Maspalomas / Meloneras svæðinu

Kanarí
Eyjan tilheyrir spænskum eyjaklasa í Atlantshafi úti fyrir Norðvestur-Afríku. Þar er oftast ylvolgur sjór og frábær strandlengja með svörtum og hvítum ströndum.
Suðurströndin er sérstaklega lífleg en þar er að finna Playa del Inglés eða Ensku ströndina, Maspalomas svæðið, Purto Rico og Playa de Mogán.
Höfuðborgin, Las Palmas, er á norð-vesturstöndinni. Gott úrval veitingastaða og verslana er víðsvegar um eyjuna, allt frá skyndibita upp í dýrindis veitingastaði.

Afþreying
Eyjan er vinsæll áfangastaður allt árið um kring fyrir sólþyrsta ferðamenn. Hún býr yfir töfrandi sjarma og úrval afþreyingu. Hægt er að stunda alls kyns útivist og vatnasport þar sem lofthiti er oftast yfir 20 gráður yfir vetrartímann og heitara yfir sumarið. Sjávarhiti er einnig frá 18-22 gráðum. Kafarar, brimbrettakappar, göngu- og hjólreiðafólk, klifrarar og ævintýrafólk almennt flykkist því til Kanarí. Á meðal áhugamanna um adrenalín eru þeir sem elska að slappa af og njóta þess að dorma á ylvolgri strönd með kaldan drykk við hönd.
Stærri og smærri strendur eru um allt á eyjunni. Hvort sem líflegar og fjörugar henta eða rólegar og fámennar. Allar útgáfur finnast á Kanarí.
Fyrir börnin eru garðar eins og Aqualand Maspalomas, Palmitos Park, Angry Birds Activity Park, Adventure Park Hangar 37, Gran Karting Club, Holiday World og Sioux City svo eitthvað sé nefnt.

Golf á sér svo langa sögu á Kanarí og þar er að finna góða golfvelli sem golfarar ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Hér er allt til alls og því allar forsendur til staðar fyrir fullkomið frí! Fararstjórar VITA eru til taks og geta aðstoðað við að bóka skoðunarferðir. Þeir geta einnig gefið upplýsingar um þjónustu og stofnanir á svæðinu.
Auðvelt er að keyra á eigin vegum um eyjuna og upplagt að leiga bílaleigubíl ef áhugi er fyrir því. Almenningssamgöngur eru líka fínar og hagstæð leið til að skoða sig um.
Sjá upplýsingar um hina ýmsu afþreyingu á Kanarí undir "Afþreying".
-
Hagnýtar upplýsingar
-
Afþreying
-
Verslun og þjónusta

Hagnýtar upplýsingar
Flug:
Flugtíminn er um fimm og hálf klukkustund.
Flogið er með Icelandair
Jólaflug 22. desember. Millilent á Tenerife, farþegar til Kanarí þurfa ekki að fara frá borði.
Farangur:
Leyfilegt er að taka með sér eina innritaða tösku ef flogið er á almennu farrými. Hún má að hámarki vega 23 kg og heildarumfang (lengd + breidd + hæð) má ekki vera meira en 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair.
Akstur:
Hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli og þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Frá flugvellinum til gististaða er um 20 mínútna akstur.
Landfræðileg lega:
Kanaríeyjar eru sjö talsins og er Gran Canaria sú þriðja stærst, 1.532 ferkílómetrar og liggur rúmlega 200 km út frá strönd Marokkó í Afríku.
Íbúafjöldi:
Á Kanaríeyjum búa rúmlega 2,1 milljón manns, þar af um 850 þúsund á Kanarí.
Tímamismunur:
Á veturna eru Kanaríeyjar í sama tímabelti og Ísland, en á sumrin eru eyjarnar klukkutíma á undan.
Mynt:
Evra.
Hraðbankar:
Mjög víða.
Greiðslukort:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort.
Hitastig og veður:
Kanaríeyjar státa af veðurblíðu og mildu loftslagi árið um kring þar sem hafgola og hafstraumar sjá um að halda hitanum jöfnum og þægilegum árið um kring. Það hefur því verið sagt að á Kanaríeyjum ríki eilíft vor með að jafnaði um 20-25°C á daginn.
Öryggi:
Á flestum baðströndum gilda ákveðnar öryggisreglur því ekki eru alls staðar starfsmenn á öryggisvakt. Öryggisreglur eru þannig:
• Rauður fáni: Bannað er að fara í sjóinn. Getur varðað sektum.
• Gulur fáni: Aðgát skal höfð við böð.
• Grænn fáni: Ládeyða, gott baðveður.
Tryggingar:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
Fararstjórar:
Íslenskir fararstjórar taka á móti farþegum á flugvelli og eru þeim innan handar allan dvalartímann. Upplýsingar um viðtalstíma og nauðsynleg símanúmer er að finna í upplýsingamöppum á gististöðum.
Rafmagn:
220 volt.
Apótek:
Á spænsku bera þau nafnið Farmacia og eru auðþekkt á stórum grænum krossi. Þau eru yfirleitt opin alla virka daga frá kl. 09:00 til 13:30 og frá 17:00 til 20:00 en þó er það aðeins breytilegt milli staða. Á laugardögum eru flest apótek opin fyrir hádegi. Yfirleitt er auðvelt að nálgast lyf í apótekum við minni háttar kvillum, en við bendum fólki á að hafa samband í neyðarsíma okkar ef það þarf á lækni að halda. Það er alltaf eitthvert apótek opið allan sólarhringinn og hægt er að fá upplýsingar hjá læknum, leigubílstjórum eða í móttöku gisti-staðar hvaða apótek er með næturvakt hverju sinni.
Bankar:
Eru opnir frá kl. 09:00 til 14:00 alla virka daga. Á laugardögum er opið frá kl. 09:00 til 12:00. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru hjá bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar verslað er út á kredit- og debetkort í búðum er orðið algengt að biðja fólk um PIN númer korts líkt og á Íslandi.
Kranavatnið:
Er drykkjarhæft en það bragðast ekki vel. Við mælum með að keyptar séu vatnsflöskur í matvöruverslunum til drykkjar og matargerðar.
Mosquitoflugur:
Lifa á Kanarí og því er skynsamlegt að bera á sig svokölluð anti-mosquito krem eða úða þegar rökkva tekur (slík krem/úðar er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum). Við hvetjum ykkur til að leita hiklaust til læknis ef þið fátið slæmt bit.
Salt:
Í miklum hita þá eykst útgufun í líkamanum og við það töpum við salti. Afleiðingar saltskorts geta verið slappleiki, almennt orkuleysi og mikil svefnþörf. Fólk getur orðið veikt og jafnvel fallið í yfirlið. Ef það gerist þá er ráðlegt að leita læknis. Því getur verið mikilvægt að neyta meira salts er venjulega meðan á dvöl ykkar stendur hér. Ágætt er að borða saltaðar matvörur reglulega eins og til dæmis salthnetur, saltstangir eða kartöfluflögur. Mikilvægt er að gleyma ekki að gleyma ekki börnunum því þau þurfa líka á auknu salti að halda.
Siesta:
Hér tíðkast hjá mörgum að fara í hádegishlé, svokallaða siestu, um miðjan daginn og loka þá mörg þjónustufyrirtæki, skrifstofur og verslanir frá 13:30 í um það bil tvo tíma. Stórmarkaðir loka þó ekki um miðjan daginn.
Þjórfé:
Það er til siðs að gefa þjórfé ef fólk er ánægt með þjónustu sem því er veitt. Þó er enginn skyldugur til að gefa. Á veitingastöðum er ágætt að miða við 5-10% þjórfé. Herbergisþernum er yfirleitt gefið 5-10 evrur á viku og einnig er rútubílstjórum gefið þjórfé í lok sérferðar.
Þvottahús:
Heita á spænsku Lavandería og er þau að finna á sumum gististöðum. Einnig eru þvottahús oft í verslunarmiðstöðvum.

Afþreying
Á Kanarí þarf engum að leiðast því þar gefst ferðafólki á öllum aldri kostur á fjölbreyttri skemmtun og afþreyingu. Á suðurhluta eyjunnar eru flestir ferðamannastaðirnir eins og
Playa del Ingels, Maspalomas, Meloneras, Purto Rico og Playa de Mogán.
Þar er mannlífið fjölbreytt og gaman er að heimsækja róleg fjallaþorp í nágrenninu á milli þess sem menn slaka á, sleikja sól og stunda vatnasport eða aðra góða hreyfingu. Á norður hluta eyjunnar er höfuðborgin Las Palmas sem er sjöunda stærsta borg Spánar. Borgin býður upp á fjölbreytta afþreyingu eins og söfn, tónlistarhús, verslanir, veitingastaði, fallega strönd og hafnarsvæði. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fjölmargar frábærar gönguleiðir
Eyjan þykir ákjósanlegur áfangastaður fyrir göngugarpa, enda er ekki amalegt að fara gangandi um náttúru sem ber merki mikillar eldvirkni. Eyjan þykir spennandi fyrir hjólreiðafólk auk þess sem hægt er að fara í skipulagðar hesta-, jeppa- og úlfaldaferðir. Golf á sér að sama skapi langa sögu á Gran Canaria og er þar að finna góða golfvelli sem forfallnir golfarar ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara.
Skemmtigarðar og önnur afþreying
Skemmti- og fjölskyldustaðurinn HOLIDAY WORLD
Tívolí í Maspalomas. Þar er ýmis afþreying í boði fyrir unga sem aldna og af nógu að taka. Þar má nefna m.a: Rússibana, fallturn, parísarhjól, leiktækjasali, góðan keilusal, bari og veitingastaði. Athugið að tívolíið opnar kl. 18:00. Strætisvagnar ganga reglulega til Holiday World.
PALMITOS PARK
Vinsæll dýragarður þar sem hægt að skoða apa, fugla, og fiðrildi svo eitthvað sé nefnt. Fuglasýningar eru haldnar reglulega yfir daginn. Vinsamlega kynnið ykkur tímasetningar á sýningunum þegar komið er í garðinn. Til að komast í Palmitos Park þá er hægt er að taka strætisvagn númer 45/451 frá Ensku ströndinni og númer 70/701 frá Puerto Rico og Meloneras. Opnunartími er alla daga frá kl. 10:00 til 18:00.
SIOUX CITY
Gamall tökustaður fyrir kúrekamyndir er staðsettur aðeins fyrir utan San Agustin (Enska ströndin). Þessi skemmtilegi garður býður upp á fjölbreyttar sýningar og er opinn alla daga nema mánudaga frá kl. 10:00 til 17:00. Á föstudagskvöldum er grillveisla kl. 20:00. Eftir matinn eða um kl. 22:00 hefst síðan sýning. Þeir sem hafa áhuga þurfa að panta fyrirfram. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá fararstjórum á viðtalstímum. Þeir sem vilja fara í garðinn á eigin vegum geta tekið strætisvagn númer 29.
AQUALAND
Skemmtilegur vatnsrennibrautargarður ofan við Maspalomas. Í garðinum eru fjölbreyttar sundlaugar og rennibrautir af öllum stærðum og gerðum auk þess sem þar eru sólbekki til afnota. Einnig er hægt að spila minigolf í garðinum. Hægt er að leigja læsanlega skápa meðan á dvöl stendur. Ef veður leyfir þá er opið alla daga frá kl. 10:00 til 17:00. Strætisvagn númer 45/451 gengur frá ensku ströndinni og vagnar númer 70/701 frá Puerto Rico og Meloneras.
COCODRILO PARK
Krókódílagarðurinn er skemmtilegur dýragarður, staðsettur nálægt Arinaga. Þar er hægt að skoða krókódíla, fugla, bengal tígrisdýr, apa og fleiri dýr. Fuglasýningar eru haldnar nokkrum sinnum yfir daginn. Opnunartími er frá sunnudegi til föstudags frá kl. 10:00 til 18:00.
MUNDO ABORGIEN
Frumbyggjasafnið er staðsett í um 6 km fjarlægð frá Ensku ströndinni í átt að Fataga. Á þessu safni er að finna styttur af frumbyggjum og eftirlíkingar af byggð þeirra. Safnið er opið frá kl. 09:00 til 18:00 og eru útskýringar á ensku. Til að komast í safnið þá er hægt er að taka strætisvagn númer 18.
GO-KART
Go-Kart brautir eru bæði fyrir utan San Agustin og Maspalomas. Skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna.
HANGAR 37
Þetta er fyrsti garðurinn í Evrópu sem sérhæfir sig í svokölluðum ,,Airsoft" leikjum. Leiktækin svipa til ,,Paintball" þar sem lið keppa og völlurinn er með ýmiss konar felustaði og hindranir. Hann er skreyttur með flugvélapörtum, trukkum og ýmiss konar búnaði sem minnir á hernumin svæði.
Byssurnar eru skyldar loftbyssum og garðurinn á að vera fyrir flestalla aldurshópa.
ANGRY BIRDS GARÐUR
Þessi garður er með úrval leiktækja fyrir börn á öllum aldri. Klifurgrindur, kassabílar/hjólabílar, risa trampólín, litlir fótboltavellir, ,,ziplines" og möguleiki á að prófa rafdrifnar vespur. Einnig er ágætis veitingaaðstaða og krikket aðstaða svipað og mini golf.
GULI KAFBÁTURINN
Liggur við höfnina í Puerto de Mogán. Það er bæði ánægjulegt og fræðandi að fara þangað og komast í kynni við hið margbrotna dýralíf neðansjávar. Kafbátafyrirtækið býður uppá ókeypis rútuferðir nokkrum sinnum á dag frá San Agustin, Ensku ströndinni, Maspalomas og Meloneras. Nánari upplýsingar um stað og stund er hægt að fá hjá gestamóttöku hótelsins eða í viðtalstímum hjá fararstjórum. Einnig er hægt að taka strætisvagn númer 1 sem gengur til Puerto de Mogán.
KÖFUN
Köfun er í boði fyrir byrjendur sem og lengra komna. Padi köfunarskólinn býður upp á að sækja viðkomandi á hótelið, köfunarkennslu, allan útbúnað og tryggingar. Í lok dags er fólki síðan ekið aftur upp á hótel. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá gestamóttöku hótelsins eða í viðtalstímum fararstjóra.
KAYAK, BRIM-OG SELGBRETTI
Fyrir þá sem hafa áhuga á sjósporti. Opið er frá kl. 09:30 til 17:00 en athugið að opnunartíminn getur verið breytilegur og fer það eftir veðri og aðstæðum. Kennsla fyrir byrjendur er á mánudögum og fimmtudögum kl. 12:00. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá gestamóttöku hótelsins eða á viðtalstímum fararstjóra.
ÚLFALDAREIÐ
Camello safari á sandöldum Maspalomas er skemmtileg upplifun. Sérstök sæti eru útbúin á hverjum úlfalda og sitja þar tveir farþegar hverju sinni. Opið er frá kl. 09:00 – 16:30 en nánari upplýsingar er hægt að fá hjá gestamóttöku hótelsins eða á viðtalstímum fararstjóra.
FALLHLÍFARSTÖKK
Spennandi kostur fyrir þá sem vilja fá adrenalínið til að flæða um líkamann. Kennsla fer fram á jörðu niðri og að henni lokinni er farið af stað. Hægt er að stökkva alla daga en að sjálfsögðu fer það eftir veðri og vindum. Frekari upplýsingar er hægt að fá í gestamóttöku hótelsins eða hjá fararstjórum.
SJÓSTANGVEIÐI
Öðru nafni (White Marlin) er í boði frá Puerto Rico. Farið er með reyndum fiskimönnum á 12 metra löngum Cata 356 báti. Veiðitíminn er frá kl. 09:00 – 15:00 eða 15:00 – 20:00. Innifalið eru ferðir til og frá hóteli, leiga á veiðarfærum, beita og léttar veitingar. Nánari upplýsingar er hægt að fá í gestamóttöku hótelsins eða í viðtalstímum fararstjóra
GARBO´S
Skemmtistaður sem býður uppá dans og skemmtisýningu ásamt þriggja rétta kvöldverði. Í þessari skemmtilegu sýningu eru þjónarnir í aðalhlutverki allan tímann og sjá um að syngja, dansa og skemmta sýningargestum auk þess sem þeir þjóna til borðs. Nánari upplýsingar og pantanir eru í viðtalstímum fararstjóra.
Golf
Gran Canaria er draumastaður golfarans. Hér eru margir góðir vellir og eru nokkrir þeirra staðsettir nálægt okkar gististöðum. Hér að neðan er listi yfir nokkra golfvelli. Athugið að yfirleitt þarf að panta rástíma fyrirfram.
Golfvellir sem eru í nágrenni Ensku strandarinnar:
Campo de Golf Maspalomas
Þetta er 18 holu golfvöllur í Maspalomas hverfinu. Völlurinn er par 73 og hægt er að leigja allan búnað sem og kennara á staðnum. Einnig er verslun, veitingastaður og snakk barir á svæðinu.
Meloneras Golf
Nýjasti golfvöllurinn sem var hann opnaður vorið 2006. Þessi 18 holu völlur er staðsettur meðfram sjónum í Meloneras hverfinu og er hann par 71. Hægt er að leigja allan útbúnað og að auki er golfskóli á svæðinu.
Salobre South - Salobre North
Þetta eru tveir 18 holu vellir sem hvor um sig eru par 7. Þeir eru staðsettir í fallegu umhverfi á milli Arguineguin og Maspalomas. Á svæðinu er golfskóli, kylfuleiga, verslun, veitingastaður o.fl.
Anfi Tauro Golf er 9 og 18 holu golfvöllur sem staðsettur er í fallegu umhverfi rétt fyrir utan Puerto Rico (nálægt Playa de Cura). Golfskóli er á staðnum og hægt er að leigja allan útbúnað.
Golfvellir í nágrenni Las Palmas:
Real Club del Golf Las Palmas
Elsti golfvöllur Spánar. Þessi 18 holu völlur er par 71 og er í u.þ.b. 15 mínútna akstursfjarlægð frá Las Palmas. Á svæðinu er golfskóli, kylfuleiga, æfingavöllur, púttvellir og veitingastaður svo eitthvað sé nefnt.
Oasis Golf
Oasis Golf er skemmtilegur par 3, pitch & put völlur í u.þ.b. 10. mínútna akstursfjarlægð frá Las Palmas. Golfvöllurinn er lítill 18 holu, par 54 og er hann sá eini á eyjunni sem er flóðlýstur á kvöldin. Kylfuleiga er á staðnum ásamt verslun og veitingastað.
El Cortijo Club de Campo
Þessi völlur er 18 holu golfvöllur, par 72 í fallegu umhverfi og hafa alþjóðleg golfmót verið haldin þar. Á vellinum er verslun, golfskóli, æfinga- og púttvöllur og hægt er að leigja allan útbúnað.

Verslun og þjónusta
Verslanir á Kanarí
Fjölmargar verslanir og verslunarkjarna er að finna á Ensku Ströndinni, Mas Palomas og höfuðborginni Las Palmas. Verslanirnar eru yfirleitt opnar virka daga frá kl. 09:30 - 13:30 og síðan frá 16:30 - 20:30.
Helstu verslunarkjarnar við Ensku ströndina eru:
EL TABLERO er ný verslunarmiðstöð sem opnaði í apríl 2013. El Tablero er staðsett rétt fyrir ofan Maspalomas svæðið og það tekur ekki nema í mesta lagi 10 mínútur að aka þangað frá þeim gististöðunum sem við bjóðum upp á.
Í þessari verslunarmiðstöð má finna úrval verslana með þekktum vörumerkjum svo sem Zara, Pull and Bear, Stradivarius, Punt Roma, Timberland, Levis svo eitthvað sé nefnt. Úrval veitingastaða má finna í El Tablero auk þess sem stór matvörubúð Hiper Dino er á staðnum.
YUMBO CENTRUM er verslunarmiðstöð á Ensku ströndinni. Þar er úrval af veitingastöðum, verslunum og börum.
CITA er við götuna Avenida de Alemania. Þar eru verslanir, barir, veitingastaðir, næturklúbbar og spilasalir.
KASBAH verslunarkjarninn býður upp á mikið af smáverslunum bæði inni sem og úti. Einnig eru þar veitingastaðir, barir, kaffihús og skemmtistaðir.
METRO er staðsett nálægt Kasbah, þar eru einnig verslanir, veitingastaðir og barir.
EL CHAPARAL er lítil verslunarmiðstöð með veitingastöðum, dúkaverslun og keramik verkstæði.
FARO 2 er nálægt Maspalomas hverfinu, rétt hjá tívoli. Þar er mikið af smáverslunum og veitingastöðum.
VARADERO er verslunarmiðstöð stutt frá vitanum á Meloneras svæðinu. Margar verslanir og matsölustaðir eru þar sem og í næsta nágrenni.
BELLAVISTA er verslunarmiðstöð í San Fernando hverfinu sem opin er allan daginn. Þar er að finna verslanir eins og Punto Roma, Pimkie, Stradivarius og matvörumarkaðurinn Hiper Dino er þar á efri hæðinni. Í San Fernando hverfinu eru einnig matvöruverslanirnar SPAR og MERCADONA og við Galdár götuna má finna margar smáverslanir.
Verslunarmiðstöð í Vecidario:
ATLÁNTICO er stór verslunarmiðstöð sem staðsett er í Vecindario og er hún opin allan daginn. Þar er mikið af þekktum verslunum eins og Zara, Bershka, Mango, Stradivarius, Punto Roma og Jack & Jones. Að auki er þar kvikmyndahús og úrval. Skyndibitastaða. Strætisvagnar númer 66 og 90 fara frá Ensku ströndinni og stoppa fyrir utan verslunarmiðstöðina.
Verslanir í Las Palmas:
EL CORTÉ INGLÉS er stór verslun með mikið vöruúrval og hægt að finna flesta hluti svo sem fatnað, skó, gjafavöru, snyrtivörur, rafmagnsvörur, matvörur o.fl. Verslunin er í tveimur húsum sem eru sitt hvoru megin við götuna Mesa y Lopez. Við sömu götu má einnig finna þekktar verslanir.
Í VEGUETA hverfinu eru göngugötur þar sem margar litlar verslanir eru staðsettar. Flestar verslanirnar loka í ,,siestunni” sem er frá kl. 13:30 – 16:30. Þarna eru m.a. verslanirnar H&M, Mango, Punto Roma, Bershka og Stradivarius.
LAS ARENAS er verslunarmiðstöð á þremur hæðum þar sem hægt er að finna úrval verslana.
EL MUELLE er staðsett við höfnina og þar er að finna hinar ýmsu verslanir. Þar má nefna meðal annars C&A, Zara, H&M, Bershka og Mango.
SIETE PALMAS er stór verslunarmiðstöð í útjaðri borgarinnar. Þar eru allar helstu verslanirnar en að auki er El Corté Inglés í nágrenninu.
Markaðir á Kanarí
Flesta daga vikunnar má finna útimarkaði á eyjunni. Þeir opna yfirleitt á milli kl. 08:00 og 09:00 og eru opnir til um það bil kl. 14:00. Athugið að á mörkuðunum þarf að greiða með peningum ekki greiðslukortum og er um að gera að reyna að prútta og freistast þannig að ná hagstæðari verðum.
Markaðir í nágrenni Ensku strandarinnar:
SAN FERNANDO markaðurinn er bæði á miðvikudögum og laugardögum. Markaðurinn er stutt frá Holiday World og hægt er að taka strætisvagn númer 72 til að komast þangað.
ARGUINEGUÍN er stór markaður sem opinn er alla þriðjudaga og föstudaga.
VECINDARIO hverfið er með markað sem að heimamenn eru duglegir að sækja. Hann er staðsettur við Avenida de Canarias og er opinn til kl. 14:00 á miðvikudögum. Hægt er að taka strætisvagn númer 66 og 90 frá Ensku ströndinni.
PUERTO DE MOGÁN er með markað á föstudögum. Þessi markaður er einn sá vinsælasti á eyjunni.
Markaðir í Las Palmas:
VEGUETA hverfið í Las Palmas er með sinn markað alla sunnudaga frá kl. 10:00 til 14:00.
LAS PALMAS RASTRO er nálægt strætóstoppistöðinni við San Telmo garðinn. Markaðurinn er einnig flóamarkaður og er opinn allar helgar frá kl. 10:00 til 14:00.
MOYA markaðurinn er á strætóstoppistöðinni ,,Estación de Guaguas” á sunnudögum frá kl. 08:00 til 14:00.
Verslun og prútt: Verðlag á Gran Canaria þykir hagstætt þar sem eyjan er fríhöfn. Þar er því gott að freista þess að gera góð kaup á varningi á borð við úr, skartgripi, myndavélar, hljómtæki og aðrar rafmagnsvörur. Hjá götusölum og á mörkuðum er svo um að gera að reyna fyrir sér í prútt-tækninni.
Söfn í Las Palmas
Nýlistasafnið (Centro Atlántico de Arte Moderno) er staðsett í Vegueta hverfinu og býður uppá fjölbreytilegar sýningar á verkum listamanna. Safnið er opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 10:00 - 21:00. Opnunartími á sunnudögum er frá kl. 10:00 - 14:00 en lokað er á mánudögum.
KÓLUMBUSARHÚSIÐ (Casa Museo de Colón) er í Vegueta hverfinu. Safnið er í húsi fyrsta landstjórans og er það tileinkað ferðum og landafundum Kólumbusar. Opnunartími er mánudaga til föstudaga kl. 09:00 - 19:00 og kl. 09:00 - 14:00 um helgar.
Pérez Galdós safnið (Casa Museo Pérez Galdós) í Triana hverfinu er staðsett í húsinu þar sem leikritaskáldið Benito Pérez Galdós fæddist árið 1843. Í safninu má finna
handrit, myndir og muni sem tilheyrðu skáldinu. Opið er mánudaga til föstudaga frá kl. 09:00 - 14:00.
KANARÍSAFNIÐ (Museo Canario) sýnir menningu og sögu frumbyggjanna. Opnunartími safnsins er mánudaga til föstudaga kl. 10:00 - 20:00 og um helgar kl. 10:00 - 14:00.
TÆKNISAFNIÐ (Museo Elder de la Ciencia y la Tecnología) er fjölbreytt tækniminjasafn þar sem meðal annars má sjá gamlar gerðir af orustuþotum, vélahlutum og bílum. Flugstjórnarklefi er á staðnum þar sem fólk getur sett sig í spor flugmanna og stýrt flugvél. Margir tilraunakassar eru á safninu þar sem fólk getur sjálft prófað og sannað eðlisfræðilegar uppfinningar. Einnig er bíósalur þar sem hinar ýmsu nýjungar eru sýndar í þrívídd. Þetta er skemmtilegt safn sem gaman er að skoða aftur og aftur. Tæknisafnið er opið frá þriðjudegi til sunnudags frá kl. 10:00 - 20:00 en lokað er alla mánudaga.
Samgöngur
Á Gran Canaria eru samgöngur góðar og því ættu flestir að geta komist leiðar sinnar.
Almenningsvagnar ganga yfirleitt á 15-40 mínútna fresti til flestra staða. Vagnarnir eru blágrænir að lit. Hægt er að kaupa strætókort en einnig taka vagnstjórar við greiðslu í peningum.
Vagn 01 Keyrir sveitavegi til Las Palmas og tekur það um það bil tvær klukkustundir.
Vagn 29 Sioux City.
Vagn 30 Las Palmas (hraðferð).
Vagn 32 Puerto de Mogán.
Vagn 32 & 39 Puerto Rico.
Vagn 72 Markaðurinn í San Fernando (sem er á miðvikudögum og laugardögum).
Vagn 45 Aqua Land og Palomitos Park (fer frá Ensku ströndinni).
Vagn 66 & 90 Vecindario (verslunarmiðstöðin Atlántico).
Vagn 70 Aqua Land og Palomitos Park (fer frá Maspalomas).
Leigubílar eru þægilegasti ferðamátinn. Þeir eru ekki dýrir og þá er auðvelt að finna. Bílarnir eru hvítir að lit og það logar grænt ljós á þeim ef þeir eru lausir. Hægt er að láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá fyrir sig en einnig er einfalt að veifa þeim út á götu. Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar og lengri vegalengdir. Góð regla að spyrja um verð áður en lagt er af stað í lengri ferðir.
Gististaðir
Kort
Myndagallerí
Las Camelias, Playa del Inglés
Frábær staðsetning á Ensku ströndinni
Eitt vinsælasta hótel VITA á Kanarí
Í nágrenni Yumbo verslunarkjarnans
» Nánar

Las Camelias, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Las Camelias:
- Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið og á herbergjum.
- Starfsfólk notar grímu og hanska þar sem ekki er hægt að virða fjarlægðarreglu. Gestir þurfa einnig að nota grímu þar sem ekki er hægt að virða regluna.
- Sameiginleg svæði eru sprittuð reglulega yfir daginn.
- Áður en farið er út í hótelgarð er skófatnaður sótthreinsaður.
- Gestir hafa sérstakt aðgangskort að sameiginlegum svæðum.
- Íbúðir er sótthreinsaðar bæði fyrir komu og á meðan dvöl stendur.
Hér er myndband með helstu breytingum.
Íbúðir á Las Camelias hafa nýlega verið yfirfarðar og endurnýjaðar. Snyrtilegt, þægilegt og vistlegt íbúðarhótel á frábærum stað á Ensku ströndinni. Eitt af vinsælustu hótelum VITA undanfarin ár.
Las Camelias stendur við hina fjölförnu og líflegu Tirajana-breiðgötu þar sem stutt er í veitingastaði og verslanir allt í kring. Einnig eru aðeins 250 metrar í Maspalomas-golfvöllinn.
Stutt er í Yumbo-verslunarmiðstöðina.
Íbúðirnar eru tiltölulega litlar, en þó hlýlegar og vel búnar. Þær eru með einu svefnherbergi og rúma allt að þrjá fullorðna. Þær eru með flísalögðu gólfi, eldhúshorni með ísskáp, rafmagnshellum, eldhúsáhöldum, örbylgjuofni og kaffivél.
Verönd eða svalir fylgja íbúðum. Í sömu byggingu er hlaðborðsveitingastaður og lítil matvörubúð.
Allar íbúðir eru með síma og sjónvarp. Baðherbergi eru með sturtu. Hægt er að leigja öryggishólf. Þráðlaust internet er einnig gegn gjaldi.
Gestir hafa aðgang að þvottavél í húsinu.
Garðurinn er með ágætis sundlaug, sólhlífum og strandbekkjum. Ágætis hjólastólaaðgengi er á svæðinu og lyfta. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.
Ströndin er í rúmlega tíu mínútna göngufæri.
Las Camelias er fínt íbúðahótel á góðum stað með alla helstu aðstöðu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi
- Aðgengi fyrir fatlaða: Efri hæðir aðgengilegar með lyftu
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Íbúðir
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Roque Nublo, Playa del Inglés
Einfalt íbúðahótel
Upphituð sundlaug
Stutt í verslun og þjónustu
» Nánar

Roque Nublo, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Roque Nublo:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Roque Nublo er einfalt íbúðahótel sem er vel staðsett skammt hjá Yumbo verslunarkjarnanum. Einnig er stutt í alla þjónustu, verslanir og veitingastaði. Enska ströndin er í um 10 mínútna göngufjarlægð. Maspalomas sandöldurnar eru í um 1 km fjarlægð.
Íbúðirnar hafa allar eldhúskrók með örbylgjuofn, brauðrist og kaffivél. Sjónvarp og þráðlaust net er að kostnaðarlausu. Hægt er að leiga öryggishólf gegn gjaldi. Allar íbúðir eru með svalir eða verönd.
Garðurinn býður upp á ágætis sólbaðsaðstöðu og ein upphituð sundlaug. Einnig er minigolf á svæðinu.
Á hótelinu er veitingastaður og bar. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er einnig smávöruverslun.
Roque Nublo stendur við Tirajana götuna þar sem margir veitingastaðir og barir eru. Hótelið hefur átt miklum vinsældum að fagna á meðal Íslendinga undanfarin ár.
Á kvöldin getur tónlist frá börum borist inn í íbúðirnar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu
- Strönd: 1,5 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging: Frí nettenging á öllum svæðum hótelsins
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Ísskápur
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Los Tilos, Playa del Inglés
Einfalt og þægilegt
Í hjarta Ensku strandarinnar
Íbúðahótel
» Nánar

Los Tilos, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Los Tilos:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Los Tilos er einfalt og þægilegt íbúðahótel á frábærum stað á Ensku ströndinni, beint á móti Yumbo-verslunarmiðstöðinni. Aðeins 10 mínútna gangur á ströndina.
Í hótelinu eru 118 íbúðir, 39 fermetrar að stærð, með einu svefnherbergi og svefnsófa í stofu, ætlaðar allt að fjórum einstaklingum. Íbúðirnar á jarðhæðinni eru með verönd og góðu aðgengi fyrir hjólastóla. Innréttingar eru einfaldar og í eldri kantinum en allar vistarverur er mjög þrifalegar og þægilegar. Flísar eru á gólfum. Í eldhúskrók er allt til alls, góður ísskápur, helluborð, örbylgjuofn, hraðsuðuketill og brauðrist auk allra nauðsynlegra eldhúsáhalda. Sjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf og þráðlaus nettenging eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er sturta. Alls staðar eru svalir, með útsýni yfir hótelgarðinn.
Íbúðir eru þrifnar 5 x í viku og skipt um handklæði 3 x í viku.
Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, önnur fyrir fullorðna og hin fyrir börnin, með ágætri sólbaðsaðstöðu í kring. Þar er einnig veitingastaður sem býður upp á létta rétti og að sjálfsögðu bar.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólkið er þekkt fyrir að leggja sig fram um að veita góða þjónustu. Farangursgeymsla er í móttökunni.
Los Tilos íbúðahótelið er stórgóður kostur fyrir þá sem kjósa einfalda gistingu á þægilegu og þrifalegu hóteli með góðri þjónustu. Hótelið er í hjarta Ensku strandarinnar, 10 mínútur frá ströndinni. Yumbo-verslunarmiðstöðin er beint á móti hótelinu og veitingastaðir, verslanir, kaffihús og barir allt um kring. Stutt er í alla afþreyingu, vatnasport, golf og fleira.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Miðbær: Við Ensku ströndina
- Veitingastaðir: Léttir réttir á hóteli og veitingastaðir allt um kring
- Strönd: 10 min frá strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Ísskápur
- Verönd/svalir
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Turbo Club Apartments, Playa del Inglés
Huggulegt íbúðahótel
Góður staður í Maspalomas
Allt innifalið
» Nánar

Turbo Club Apartments, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Turbo Club:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Turbo Club Apartments er huggulegt íbúðahótel á mjög góðum stað í Maspalomas. Ókeypis skutla á ströndina sem er í 3,5 km fjarlægð. Ókeypis almenningsbílastæði við hótelið. Veitingastaður, mínígolf og skemmtidagskrá á hótelinu og stutt í lífið og fjörið á Ensku ströndinni. Allt innifalið.
120 snyrtilegar 35 fermetra íbúðir sem voru gerðar upp árið 2016 eru í íbúðastamstæðunni, í ellefu tveggja hæða byggingum umkringdum görðum. Íbúðirnar rúma frá tveimur fullorðum til tveggja fullorðinna og tveggja barna. Innréttingar eru smekklegar, í mildum litum og gráar flísar á gólfum.
Íbúðirnar eru búnar loftkælingu og flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum. Alls staðar er lítill eldhúskrókur með hellum, ísskáp og helstu eldhúsáhöldum. Öryggishólf fæst gegn gjaldi. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og handklæði.
Þrif eru þrisvar í viku. Við allar íbúðir eru svalir eða verönd með borði og stólum. Þráðlaus nettenging er gegn gjaldi á sameiginlegum svæðum.
Hlaðborðsveitingasalur er á hótelinu þar sem morgunverður, hádegis- og kvöldverður er borinn fram og kaffi og kökur um miðjan dag.
Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, önnur upphituð yfir vetrartímann, auk sérlaugar fyrir börnin. Sundlaugarbarinn býður upp á svalandi drykki frá morgni og langt fram á kvöld. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar með sólbekkjum og sólhlífum. Leiksvæði er fyrir börnin og krakkaklúbbur. Starfsfólk sér um skemmtidagskrá sex daga vikunnar á útisviði en einnig er diskótek inni. Mínígolf og tennisvöllur.
Gestamóttakan opin frá kl. 8 til kl. 20, en húsvörður er á svæðinu á kvöldin og nóttunni. Kjörbúð, bílaleiga, mótorhjól- og reiðhjólaleiga er í hótelinu. Gestir hafa aðgang að þvottavélum og þurrkurum gegn gjaldi en einnig er hægt að panta þurrhreinsun.
Þægileg íbúðasamstæða á góðum stað í Maspalomas. Ókeypis skutla er á ströndina, sem er í 3,5 km fjarlægð, þrisvar á dag. Þeir sem leigja bíl njóta þess að ókeypis almenningsbílastæði eru alveg við hótelið. Stutt er iðandi mannlíf, verslanir og veitingastaði á Ensku ströndinni.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 33 km
- Strönd: Ókeypis skutla á ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging: Gegn gjaldi á sameiginlegum svæðum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
Cordial Sandy Golf, Maspalomas
Smáhýsi
Stór garður
Stutt frá Maspalomas golfvellinum
» Nánar

Cordial Sandy Golf, Maspalomas
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á :
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Cordial Sandy Golf eru smáhýsi sem eru staðsett beint á móti Green Golf og eru þau einnig stutt frá Maspalomas golfvellinum. Hótelið er vel útbúið. Húsin eru björt og rúmgóð m.a. með eldhúskrók, ísskáp, brauðrist og kaffivél.
Það er viftuspaði inn í herbergjum en ekki loftkæling.
Greiða þarf fyrir afnot af sjónvarpi. Garðurinn er nokkuð stór og skartar góðri sólbaðsaðstöðu, sundlaug, barnalaug og barnaleiksvæði.
Nettenging er við sundlaug.
Syturhótelið Green Golf er beint á móti en þar má finna litla kjörbúð. Gestir Sandy Golf geta notað þjónustu Green Golf kjósi þeir svo.
Þar er hægt að kaupa morgunmat og hálft fæði.
Fara þarf niður á strönd eða í miðbæinn eftir verslun og veitingastöðum.
Sundlaugabarinn á Sandy Golf er opinn frá 11-18 en barinn á Green Golf lengur.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 35 km
- Miðbær: 2 km
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
- Strönd: 1,5 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Lyfta
- Gestamóttaka: Á daginn
- Íbúðir: Smáhýsi með einu svefnherbergi
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
HD Parque Cristobal, Playa del Inglés
Einstaklega fjölskylduvænt
Góð barnalaug með leiktækjum
Skemmtidagskrá
» Nánar

HD Parque Cristobal, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

HD Parque Cristobal er sjarmerandi smáhýsagarður á frábærum stað á Ensku ströndinni. Aðstæður í garðinum eru góðar og gestir hafa aðgang að líkamsrækt og heilsulind. Stutt er í verslun, þjónustu og veitingahús. Tilvalið hótel fyrir fjölskyldufólk.
Smáhýsin eru snyrtileg og er hægt að fá þau ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum. Smáhýsi með einu svefnherbergi er 48,56 m2 og rúmar allt að þrjá fullorðna, og smáhýsi með tveimur svefnherbergjum er 56,70 m2 og rúmar allt að fimm fullorðna.
Hægt er að panta sérstakar krakkasvítur eða fjölskylduíbúðir hannaðar með þarfir smáfólks í huga. Þessar 57 m² íbúðir hafa sitt eigið garðsvæði, setustofu með svefnsófa og eru vel útbúnar.
Í smáhýsunum er fín eldunaraðstaða með ískáp, örbylgjuofni, kaffivél og fl. Að auki er loftvifta, öryggishólf, sjónvarp, sími og verönd með húsgögnum og sólbekkjum.
Einnig er hægt er að sérpanta sérstök smáhýsi með aðstöðu fyrir fatlaða. Vinsamlega hafið samband við skrifstofuna ef óskað er eftir slíkum smáhýsum.
Í garðinum eru tvö sundlaugarsvæði, annars vegar er stór aðalsundlaug og hins vegar er barnalaug með litlum rennibrautum og vatnaleiksvæði. Boðið er upp á barnaklúbb og unglingaklúbb. Á daginn eru ýmislegar skemmtanir á vegum hótelsins og á kvöldin er oft lifandi músík og skemmtanir fram eftir kvöldi.
Hótelið býður upp á ýmiskonar afþreyingu sem að gestir hafa aðgang að, t.d. líkamsrækt, fitness, borðtennis, tennis, minigolf, blak, strandblak, fótbolta, körfubolta og fleira.
Veitingastaður er á hótelinu fyrir gesti með fæði. Hótelgestir geta líka keypt morgunverð og einnig kvöldverð á "a la Carte" veitingastaðnum þar sem gestir geta pantað sér borð á.
Ströndin er í um 2 km fjarlægð en hótelið er með skutlu á sínum vegum sem keyrir á milli hótels og strandar þrisvar sinnum á dag, gestum að kostnaðarlausu. Aqualand er í 6 km fjarlægð, Palmitos Park í 14 km fjarlægð og golfvöllurinn Maspalomas í 2 km fjarlægð.
Tilvalið fjölskylduhótel þar sem að allir í fjölskyldunni finna eitthvað við sitt hæfi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
- Strönd: 2 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi í gestamóttöku
- Íbúðir: Smáhýsi með einu eða tveimur svefnherbergjum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Rey Carlos, Playa del Inglés
Einfalt og þægilegt
Snyrtilegar íbúðir
Frábær staðsetning
» Nánar

Rey Carlos, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Rey Carlos:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Rey Carlos er einfalt og þægilegt íbúðahótel á frábærum stað á Ensku ströndinni. Nokkurra mínútna gangur á ströndina. Fjöldi veitingastaða og verslana er í götunum í kring.
VITA hefur eingöngu verið með superior íbúðirnar yfir vetrarmánuði sem eru uppgerðar.
Í hótelinu eru 160 snyrtilegar íbúðir og herbergi með einu svefnherbergi sem rúma frá einum og upp í þrjá einstaklinga.
Í íbúðunum eru tvær rafmagnshellur, pottur og steikarpanna. Engin ofn er í eldhúsinu. Borðbúnaður miðast við þrjá í íbúð. Einnig er kaffivél, lítill kælir og þráðlaus net- tenging, en greiða þarf fyrir afnot af henni.
Allar íbúðir eru með síma og sjónvarp með gervihnattarásum. Gjald er tekið fyrir fjarstýringu á sjónvarpi sem er skilað í lok dvalar.
Loftkæling er yfir sumarmánuðina.
Í herbergjum er aðeins einfaldari aðstaða en þar er kaffivél og lítill kælir.
Hægt er að leigja öryggishólf. Á baðherbergi er sturta. Við allar vistarverur eru svalir, búnar húsgögnum.
Íbúðirnar eru þrifnar 5 x í viku, alla virka daga.
Veitingastaðurinn á hótelinu býður upp á heita og kalda rétti af hlaðborði.
Ágætir barir eru á hótelinu.
Sundlaug með sérsvæði fyrir börnin og nuddpottur eru í hótelgarðinum. Sólbekkir og sólhlífar eru allt um kring. Á eyju í sundlauginni er Robinson-barinn og þar er í boði úrval kokteila og allra handa svalandi drykkja.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og boðið er upp á þvotta-, þurrhreinsi og strauþjónustu. Einnig eru hárgreiðslu- og snyrtistofa auk hjólaleigu.
Rey Carlos er í hjarta Ensku strandarinnar. Veitingastaðir og verslanir eru í götunum í kring og nokkrar mínútna gangur er í Yumbo verslunarmiðstöðina.
Þar að auki er stutt í ýmiss konar afþreyingu, vatnasport af öllu tagi, tennis- og golfvelli, gönguferðir og fleira sem starfsfólk hótelsins aðstoðar við að bóka og skipuleggja.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 36 km
- Miðbær: Í hjarta Ensku strandarinnar.
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
- Strönd: Nokkrar min á strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Eugenia Victoria & Spa, Playa del Inglés
Góð heilsulind
Rúmgóð herbergi
Stutt á ströndina
» Nánar

Eugenia Victoria & Spa, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Eugenia Victoria & Spa er snyrtilegt og vel staðsett hótel í miðbæ Ensku strandarinnar en ströndin er í um tíu mínútna göngufjarlægð. Stutt er að ganga í San Fernando, sem gjarnan er kallað „spænska hverfið.
Aðstaða á hótelinu er góð og gestir hafa aðgang að huggulegri og rúmgóðri heilsulind. Þar er til dæmis finnskt gufubað, nuddpottur, sundlaug með nuddstútum og hvíldarherbergi. Einnig er hægt að panta nudd og snyrtimeðferðir gegn gjaldi. Líkamsræktaraðsta er á hótelinu.
Herbergi hótelsins eru rúmgóð og rúma mest þrjá fullorðna (með aukarúmi). Hægt er að velja um hálft fæði eða allt innifalið (matur og drykkir).
Herbergin á 6. - 8. hæð eru vinsælust á þessu hóteli vegna staðsetningarinnar og býðst farþegum að bóka þessi herbergi gegn vægu aukagjaldi.
Sundlaugagarðurinn er skemmtilega hannaður með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Miðbær: Í göngufæri
- Veitingastaðir: Í göngufæri
- Strönd: 1 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi
- Herbergi: Hótelherbergi - ATH einbýli er ekki með svölum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
Sunny Village, Playa del Inglés
Þægileg og einföld íbúðasamstæða
Frábær staðsetning
Stutt í afþreyingu
» Nánar

Sunny Village, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Sunny Village:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Einföld og þægileg íbúðasamstæða á einstaklega góðum stað á Ensku ströndinni, rétt við Yumbo-verslunarmiðstöðina. Veitingastaðir, barir og verslanir í götunum í kring.
10 mínútna gangur er niður á ströndina.
Sunny Village samanstendur af 32 smáhýsum með einu svefnherbergi, stofu og eldhúskrók, og rúma þau allt að þrjá einstaklinga. Alls staðar er verönd með húsgögnum. Innréttingar eru einfaldar, í mismunandi litum og stíl. Flísar eru á gólfum. Loftkæling er í öllum smáhýsunum og flatskjársjónvarp með gervihnattarásum. Í eldhúskrók er ísskápur, helluborð, örbylgjuofn, brauðrist og kaffivél og að sjálfsögðu fylgja öll nauðsynleg eldhúsáhöld. Öryggishólf og þráðlaus nettenging eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er sturta og hárþurrka fæst gegn gjaldi.
Í hótelgarðinum er sundlaug og heitur pottur. Í kringum laugina er ágætis sólbaðsaðstaða með nóg af sólbekkjum og sólhlífum. Á sundlaugarbarnum er hægt að njóta morgunverðar undir beru lofti. Yfir daginn og fram á kvöld er þar hægt að gæða sér á léttu snarli og öllum gerðum af svalandi drykkjum.
Í gestamóttökunni er hægt að leigja bíl og skipta gjaldeyri. Starfsfólk aðstoðar við miðakaup og veitir upplýsingar um afþreyingu og fleira. Móttaka er lokuð að næturlagi.
Sunny Village er þægileg og einföld íbúðasamstæða með öllum helstu nauðsynjum. Staðsetningin er frábær, mitt á Ensku ströndinni, 100 metra frá Yumbo-verslunarmiðstöðinni.
Barir, veitingastaðir og verslanir með iðandi lífi og fjöri er allt um kring. Stutt er í afþreyingu af öllum gerðum, meðal annars er aðeins rúmur kílómetri í Maspalomas-golfvöllinn.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 34 km
- Miðbær: 100 metra frá Yumbo-verslunarmiðstöðinni.
- Strönd: Í göngufæri við Ensku ströndina
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Íbúðir
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Hárþurrka: Gegn gjaldi
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Riu Don Miguel, Playa del Inglés
Hótelið er fyrir 18 ára og eldri
Glæsilegur sundlaugagarður
Staðsett nálægt Yumbo
» Nánar

Riu Don Miguel, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Riu Don Miguel er gott þriggja stjörnu hótel á Ensku ströndinni. Hótelið stendur við Tirajana breiðgötuna svo þaðan sem stutt er í alla þjónustu og verslun. Ströndin er í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá hótelinu en í stórum garði hótelsins er hægt að stunda ýmis konar afþreyingu.
ATH. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.
Garðurinn er með stórri sundlaug ásamt borðtennis, biljarð, fótboltaspili og tennisvelli. Í garðinum er einnig bar þar sem hægt er að svala þorstanum eða fá sér létta rétti.
Herbergin eru björt og notaleg og búin öllum helstu nauðsynjum, s.s. síma, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi) og loftviftu, að ógleymdum fínum svölum. Svefnpláss er fyrir þrjá fullorðna. Öll herbergin líkt og sameiginlega aðstaðan eru ný uppgerð. Hálft fæði er innifalið í gistingu á Riu Don Miguel.
Farþegar VITA hafa verið sérstaklega ánægðir með þjónustu og viðmót starfsfólksins á hótelinu og þykir andrúmsloftið þar einstaklega gott.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Miðbær: 300 m
- Veitingastaðir: 150 m
- Strönd: 1,5 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging: Gegn gjaldi
- Herbergi: Hótelherbergi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Verönd/svalir
- Minibar
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Green Field Hotel, Playa del Inglés
Þægilegt og gott íbúðahótel
Stutt á strönd
Finn garður og verönd með sólbekkjum
» Nánar

Green Field Hotel, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Green Field er einfalt og þægilegt íbúðahótel á líflegum stað á Ensku ströndinni, aðeins 5 mínútna gangur niður á strönd. Afþreying á hótelinu og veitingastaðir, verslanir og barir í götunum í kring.
Í hótelinu eru 324 stúdíó og íbúðir með einu svefnherbergi. Standard stúdíó eru 23 fermetrar og rúma tvo fullorðna, Superior stúdíó og íbúðir eru 33 fermetrar og rúma þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn. Íbúðirnar eru þannig ekki stórar. Innréttingar eru stílhreinar og fallegar, í millibrúnum við og hvítum og túrkisbláum lit. Parkett er á gólfum. Alls staðar eru svalir búnar húsgögnum.
Loftkæling og upphitun er alls staðar, sími og flatskjársjónvarp með gervihnattarásum. Í litlum eldhúskrók er helluborð, ísskápur, brauðrist, kaffivél og nauðsynleg eldhúsáhöld. Öryggishólf er gegn gjaldi. Þráðlaus nettenging er ókeypis. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og handklæði.
Morgunverður er af hlaðborði í veitingasal og í hádeginu og á kvöldin svigna borðin undan heitum og köldum réttum, spænskum jafnt sem alþjóðlegum. Á setustofubarnum er lifandi tónlist flest kvöld. Starfsfólk sér um afþreyingu innan og utan dyra frá morgni til kvölds.
Í hótelgarðinum er góð sundlaug, nuddpottur og sérlaug fyrir börnin. Á sundlaugarbarnum fást hamborgarar, pitsur og snarl auk svalandi drykkja. Sólbaðsaðstaðan er hin fínasta með bekkjum og sólhlífum, bæði í kringum laugina en einnig á stórri verönd á 3. hæð. Nektarverönd er á 8. hæð.
Vinsamlega athugið að sundlaugargarður snýr í átt að umferðargötu en steyptur veggur er þar á milli.
Líkamsræktaraðstaðan er með nýjum tækjum, gufubaði og jóga- og teygjutímum á morgnana. Snyrtistofan býður fjölda meðferða og hægt er að panta nudd.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bíla- og reiðhjólaleiga auk þvottaþjónustu. Lítil kjörbúð er í hótelinu.
Green Field er á frábærum stað og góður kostur fyrir þá sem vilja geta slakað á en líka slett úr klaufunum í lífinu og fjörinu í miðbænum. Aðeins 400 metrar niður á strönd og nóg er af veitingastöðum, verslunum og afþreyingu af öllu tagi í léttri göngufjarlægð. Ókeypis bílastæði eru við hótelið.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
- Strönd: 400 m niður á strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Loftkæling: og upphitun
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Beverly Park, Playa del Inglés - San Agustin
Einföld gisting
Fimm sundlaugar
Gróinn hótelgarður
» Nánar

Beverly Park, Playa del Inglés - San Agustin
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Beverly Park:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Beverly Park hótelið er á frábærum stað, 100 metra frá ströndinni. Það tilheyrir San Agustin en 15 - 20 mínútur gangur er á Ensku ströndina og í miðbæinn með verslanir, veitingastaði og iðandi mannlíf.
Í hótelinu eru 469 herbergi sem taka frá tveimur og upp í fjóra einstaklinga. Herbergin eru einföld, ekki stór og komin nokkuð til ára sinna. Allar vistarverur hafa síma, sjónvarp með gervihnattarásum og svalir. Á herbergjum er ekki ísskápur en starfsfólk aðstoðar gesti við að taka á leigu ísskáp ef þeir kjósa svo. Loftkæling er yfir sumarmánuði. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur. Þráðlaust netsamband er í sameiginlegum rýmum á hótelinu. Öryggishólf eru í gestamóttöku.
Hlaðborðsveitingastaður er í hótelinu og þar fæst úrval alþjóðlegra rétta bæði í hádeginu og á kvöldin. Við sundlaugina er opinn snarlbar fram eftir degi. Þar er einnig hægt að næla sér í ljúfan drykk til að kæla sig niður – eða hita sig upp fyrir kvöldið. Á setustofubarnum er lifandi tónlist fram eftir kvöldi.
Fimm sundlaugar eru í hótelgarðinum, þrjár fyrir fullorðna og tvær busllaugar fyrir börnin. Hótelgarðurinn er gróinn og þar eru sólbekkir og sólhlífar. Krakkaklúbbur er starfræktur við hótelið og sérstakt leiksvæði er fyrir börnin.
Í heilsulindinni eru tveir nuddpottar og gufubað og boðið er upp á nuddmeðferðir. Einnig er hárgreiðslu- og snyrtistofa í hótelinu.
Engum þarf að leiðast á Hotel Beverly Park, starfsfólk sér um skemmtidagskrá á daginn og kvöldin. Auk þess er tennisvöllur við hótelið og minigolfvöllur og í leikjaherbergi er billjarð- og borðtennisborð.
Hótelið er aðeins 100 metra frá ströndinni og því stutt að fara fyrir þá sem kjósa frekar að leggjast í sandinn en við sundlaugarbakkann. Verslunarmiðstöð er í nokkurra mínútna fjarlægð og kortersgangur að strönd með veitingastöðum, verslunum og fjörugu mannlífi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Miðbær: 15 min
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni (enska ströndin)
- Strönd: 100 metrar
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Nettenging: Í sameiginlegum rýmum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Í gestamóttöku
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Abora Continental, Playa del Inglés
Fallegt hótel
Ljóst og litríkt
Stór hótelgarður
» Nánar

Abora Continental, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Abora Continental er fallegt og reisulegt hótel á frábærum stað í miðbæ Playa del Inglés, eða á ensku ströndinni, vinsælustu ferðamannaströndinni á þessari sólríku eyju, Gran Canaria.
Á hótelinu eru rétt tæplega 400 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Herbergin eru fallega og skemmtilega innréttuð með ljósum húsgögnum en litríkum veggjum og púðum inn á milli. Parket er á gólfum í herbergjunum. Flest herbergin eru með svalir eða verönd með útihúsgögnum. Baðherbergin eru snyrtileg og flísalögð en þar er sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Þegar kemur að veitingum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því boðið er upp á morgunmat, hádegismat og kvöldmat á girnilegu hlaðborði þar sem fjöldinn allur er af valkostum til dæmis salöt, ávextir, kjöt, súpur o.s.frv. Nokkrum sinnum í viku eru þemakvöld á veitingastaðnum. Á hótelinu er líka snakkbar sem er opinn yfir daginn. Vinsamlega tilkynnið fæðuóþol eða ofnæmi við innritun á hótelið.
Í sundlaugargarðinum er bar með skemmtilegu útisvæði þar sem er fullkomið að setjast niður með kaffi, kokteil eða svalandi drykk og njóta þess að vera í fríi. Einnig er bar í anddyri hótelsins.
Hótelgarðurinn er stór og hentar vel fyrir sóldýrkendur sem vilja helst flatmaga við sundlaugina allan daginn. Þar eru tvær sundlaugar og fjórir heitir pottar. Þeir sem vilja vera aðeins virkari í fríinu geta farið í ræktina á hótelinu, í vatnazumba eða aðra hreyfingu og svo hentar staðsetning hótelsins afar vel fyrir alls konar íþróttaiðkun, vatnaíþróttir og gönguferðir. Hótelið stærir sig af því að hugsa vel um börn Leiktæki eru fyrir börnin í garðinum og einnig borðtennisborð, billjarðborð og margt fleira til afþreyingar en krakkaklúbbur er á hótelinu fyrir börn á aldrinum 4-12 ára.
Hótelið hentar vel fyrir flestar tegundir ferðamanna, hvort sem þeir eru mjög virkir eða vilja bara slaka á. Stutt er í allt á Playa del Inglés en ljúft veðurfar gerir staðsetninguna frábæra fyrir þá sem vilja eiga eftirminnilegt frí á einstökum stað.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 28 km
- Strönd: Stutt á ensku ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Abora Buenaventura, Playa del Inglés
Þægilegt hótel
Alls kyns afþreying
Stutt á strönd
» Nánar

Abora Buenaventura, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Þetta hótel breyttist 1. nóvember 2019 í Abora Buenaventura en hét áður IFA Buenaventura.
Abora Buenaventura er gott hótel á frábærum stað á Ensku ströndinni, stutt í er iðandi mannlífið í miðbænum, 300 metrar í næstu verslunar- og afþreyingarmiðstöð og nokkurra mínútna gangur á ströndina.
Í hótelinu eru 664 rúmgóðar vistarverur. Herbergin eru 42 fermetrar og rúma tvo til þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn. Innréttingar eru einfaldar og þægilegar, í ljósum við og basti. Flísar eru á gólfum. Öll herbergin eru búin sjónvarpi með gervihnattarásum og síma. Öryggishólf og þráðlaus nettenging fæst gegn gjaldi. Hárþurrka er á baðherbergjum. Við öll herbergin eru svalir með húsgögnum, útsýni er ýmist yfir sundlaugargarðinn eða út á hafið.
Hlaðborðsveitingastaðirnir eru tveir, á La Guitarra er ríkulegt úrval heitra og kaldra rétta frá öllum heimshornum, en á Pic Nic er sjálfsafgreiðsla og afslappað andrúmsloft. Vinsamlega tilkynnið fæðuóþol eða ofnæmi við innritun.
Eins og nafnið gefur til kynna er áherslan á Bjórbar Freddy‘s jú, bjór, en einnig snarl og skemmtun. Á Fundabarnum er gott að setjast niður með kaffi eða kaldan drykk og æfa sig í billjarð eða pílukasti.
Sundlaugargarðurinn er gróinn og þar eru tvær sundlaugar auk busllauga fyrir börnin. Sólbaðsaðstaðan er góð með sólbekkjum og sólhlífum. Sundlaugarbarirnir eru tveir. Yfir daginn er stanslaust stuð á Honolulu-barnum, enda er hann á svæðinu þar sem starfsfólk hefur ofan af fyrir hótelgestum með ýmiss konar afþreyingu. Meiri rólegheit eru á Banana-barnum. Á kvöldin er lifandi tónlist, Dj eða karókí. Hægt er að leigja handklæði og kostar það um 5 evrur sem fást endurgreiddar við skil.
Snyrti- og hárgreiðslustofa, skartgripaverslun og minjagripaverslun eru í hótelinu auk líkamsræktaraðstöðu og austurlenskrar nuddstofu. Móttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk aðstoðar við leigu á bílum og gjaldeyrisskipti.
Abora Buenaventura er þægilegt hótel á frábærum stað. Alls kyns afþreying er í boði yfir daginn, boltaíþróttir, blak og vatnspóló, köfun og tenniskennsla. Stutt er í líf og fjör í miðbænum, veitingastaðir eru allt um kring og verslunar- og afþreyingarmiðstöð í næsta nágrenni. Auk þess sem aðeins tekur nokkrar mínútur að rölta niður á strönd.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Strönd: Í göngufjarlægð
- Veitingastaðir: Á hóteli og næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
Caybeach Meloneras
Vefsíða hótels

Caybeach Meloneras er hugguleg og snyrtileg íbúðagisting stutt frá ströndinni á Meloneras svæðinu. Verslanir, kaffihús og veitingastaðir í stuttu göngufæri. Enska ströndin er í 10 mín keyrslufjarlægð frá hótelinu og eru tveir golfvellir í nágrenninu.
Íbúðirnar eru ýmist á einni eða tveimur hæðum og taka þær minni allt að þremur fullorðnum og einu barni og þær stærri allt að fimm fullorðnum og barni. Innréttingar eru einfaldar og er loftkæling, sími, sjónvarp, rúmgóð stofa, og eldhús með hellum, ísskáp og öllum nauðsynlegum áhöldum til eldamennsku og er hárþurrka á baðherbergjum. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi. Í tveggja hæða smáhýsum eru tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi og tvö sjónvörp. Athugið að gervihnattarásir á ensku kunna að vera gegn gjaldi. Þráðlaust netsamband er gegn gjaldi. Við íbúðirnar er annað hvort verönd eða svalir með garðhúsgögnum.
Þrif eru 5 x í viku, skipt á rúmfötum 1 x í viku og handklæðaskipti eru 2 x í viku.
Morgunverður, hádegis- og kvöldverður eru í boði af hlaðborði, þema er mismunandi eftir kvöldum.
Þrjár sundlaugar eru við hótelið, þar af ein ætluð börnum. Í sundlaugargarðinum eru sólbekkir og sólhlífar og þar er hægt að ná sér í snarl og allar gerðir ljúffengra drykkja á sundlaugarbarnum. Afþreyingu af ýmsu tagi er í boði fyrir börnin. Sérstakt leiksvæði er fyrir þau.
Heilsulind er á hótelinu með líkamsræktaraðstöðu, nuddpottum, gufubaði og þurrgufu. Þar er einnig hægt að panta nudd.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er hraðbanki, bílaleiga, myntþvottahús og kjörbúð með öllum helstu nauðsynjum.
Einföld og þægileg íbúðagisting á frábærum stað á Meloneras svæðinu. Ströndin og sandöldurnar í Maspalomas eru stutt frá. Stutt er í verslanir, veitingastaði, kaffihús og allar gerðir afþreyingar, þar á meðal golfvelli. Ekki skemmir fyrir að nóg er af léttri afþreyingu við hótelið, mínígolf, billjarð og margt fleira.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 37 km
- Miðbær: Um 7 km eru í miðbæ Ensku strandarinnar og Yumbo.
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Sjónvarp: Gervihnattarásir á ensku kunna að vera gegn gjaldi.
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Cordial Green Golf, Maspalomas
Notaleg smáhýsi
Tilvalið fyrir fjölskylduna
Miðsvæðis í Maspalomas
» Nánar

Cordial Green Golf, Maspalomas
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Cordial Green Golf:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Cordial Green Golf er skemmtilegur smáhýsagarður sem er aðeins steinsnar frá golfvellinum í Maspalomas. Húsin eru smekklega innréttuð og mjög heimilisleg. Green Golf er tilvalið fyrir fjölskylduna. Í garðinum eru tvær stærðarinnar sundlaugar, barnalaug og barnaleiksvæði og ýmis önnur afþreying.
Öll húsin eru á tveimur hæðum, á neðri hæðinni er eldhúskrókur og stofa og á efri hæðinni er svefnherbergi.
Smáhýsagarðurinn er á rólegum stað miðsvæðis í Maspalomas, rúmum tveimur kílómetrum frá ströndinni. Lítil kjörbúð þar sem versla má allar helstu nauðsynjar er við gestamóttökuna en einnig er verslun í 500 metra fjarlægð í Faro II verslunarmiðstöðinni. Hægt er að kaupa morgunverð eða hálft fæði á staðnum.
Green Golf býður uppá akstursþjónustu og keyrir gesti sína að ströndinni eftir pöntunum en einnig eru aðeins 200 metrar í næstu strætó stoppistöð.
Aksturþjónusta Green Golf er nokkuð ör eða eins og hér segir:
Á Maspalomas ströndina fimm sinnum á morgnana, síðasta ferð kl. 12:45
Til baka frá Maspalomas ströndinni sex sinnum á dag á milli kl. 12:00 og 16:45
Til miðsvæðis Playa del Ingles tvisvar sinnum á morgnana og tvisvar sinnum síðdegis
Til baka frá miðsvæði Playa del Ingles einu sinni á morgnana og tvisvar sinnum síðdegis.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 35 km
- Miðbær: 2 km
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi: Smáhýsi með einu svefnherbergi
- Nettenging: Þráðlaus
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Cordial Mogan Valle
Íbúðahótel
Stutt í verslanir og veitingastaði
Stór sundlaugagarður
» Nánar

Cordial Mogan Valle
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Cordial Mogan Valle:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Cordial Mogan Valle er þriggja stjörnu íbúðahótel á góðum stað, í um 10 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni en mun styttra frá verslunum og veitingastöðum. Puerto de Mogán höfnin er í um 1 km fjarlægð.
Allar vistarverur hótelsins eru smekklegar og er fjölbreytt afþreying í boði fyrir alla fjölskylduna.
Hægt er að velja á milli tveggja tegunda af íbúðum, en þær eiga það sammerkt að vera með einu svefnherbergi og virkilega rúmgóðar og huggulegar. Minni íbúðirnar eru 52 fermetrar að stærð með 19 fermetra svölum. Stærri íbúðirnar eru 77 fermetrar með 28 fermetra svölum. Í íbúðunum er eldhúskrókur með öllum helstu eldhúsáhöldum, rafmagnskatli, örbylgjuofni og ísskáp. Fæði er ekki innifalið í gistingu en hægt er að fá morgunverð eða hálft fæði sé þess óskað.
Sundlaugagarðurinn er stór og makindalegur og skartar meðal annars þremur sundlaugum, barnalaug, barnaleiksvæði, tennisvelli, heilsulind og aðstöðu til líkamsræktar. Einnig er hægt að dást að fjallaútsýni úr garðinum. Þá eru nokkrir barir og góður veitingastaður á hótelinu.
Verslunarmiðstöð með matvörumarkaði er í næsta nágrenni.
Möguleiki er að sérpanta íbúðir með aðstöðu fyrir fatlaða.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 54 km
- Miðbær: 600 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Arguineguín Park by Servatur
Á yndislegum og rólegum stað
10 min á strönd
Góður hótelgarður
» Nánar

Arguineguín Park by Servatur
Vefsíða hótels

Arguineguín Park er glæsilegt íbúðahótel á yndislegum, rólegum stað í hlíðum Argueineguín á hinni sólríku suðvesturströnd Gran Canaria. 10 mínútna gangur á ströndina.
Í samstæðunni eru 263 rúmgóðar tveggja og þriggja herbergja íbúðir í fjórtán fimm hæða byggingum. Hægt er að velja um fimm gerðir af íbúðum, 65 til 135 fermetrar að stærð, sem rúma frá þremur fullorðnum og allt að sjö fullorðnum og tveimur börnum. Innréttingar eru nútímalegar og einstaklega smekklegar, í ljósum litum. Parket eða flísar á gólfum.
Allar íbúðirnar eru vel útbúnar, með fullbúinni eldhúsinnréttingu, eldhúsborði og stólum, ofni, örbylgjuofni, helluborði, kaffivél, uppþvottavél, ísskáp og öllum nauðsynlegum áhöldum. Loftkæling og upphitun er í öllum íbúðum, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og ókeypis þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er stór sturta, hárþurrka og baðvörur.
Rúmgóðar svalir eða verönd búin húsgögnum erum við allar íbúðirnar. Útsýni yfir hafið er frá flestum íbúðum.
Veitingastaðurin er í hótelinu sem býður upp á úrval spænskra rétta af matseðli í hádeginu og á kvöldin.
Hótelgarðurinn er glæsilegur, með tveimur sundlaugum auk barnalaugar og allt um kring er sólbaðsaðstaða með bekkjum, sólhlífum og balíbeddum. Á sundlaugarbarnum eru í boði léttir réttir af ýmsum gerðum auk svalandi drykkja.
Glæsileg íbúðasamstæða á rólegum stað, 10 mínútna gang frá Las Marañuelas-ströndinni á suðvesturhluta Gran Canaria. Stutt frá eru bæirnir Anfi del Mar og Patalavaca þar sem verslanir, barir og veitingastaðir eru á hverju strái.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 40 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
- Strönd: 10 min gangur á Las Marañuelas ströndina
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Loftkæling: og upphitun
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Abora Catarina Hotel, Playa del Inglés
Vel staðsett í göngufæri við CITA verslunarkjarnann
Fjölbreytt afþreying
Góður kostur fyrir fjölskyldur
» Nánar

Abora Catarina Hotel, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Abora Catarina er fjölskylduhótel með öllu inniföldu á miðri Ensku ströndinni (Playa del Inglés) á Gran Canaria, skammt frá hinum tilkomumiklu Maspalomas-sandöldum sem teljast meðal helstu náttúruundra Spánar. Hótelið fékk nýverið yfirhalningu og er stefnan að bjóða uppá skemmtilega og fjölskylduvæna stemningu. Einnig er boðið uppá svæði einungis fyrir fullorðna sem er með öllu inniföldu.
Á hótelinu eru flottar sundlaugar, skemmtidagskrá bæði inni og úti og barnadagskrá fyrir mismunandi aldurshópa. Markmiðið er að upplifunin sé bæði skemmtileg en einnig afslöppuð.
Á hótelinu eru um 410 rúmgóð herbergi, 36 fm á stærð. Í hverju herbergi eru tvö rúm (eða tvöfalt rúm) og svefnsófi. Baðherbergi eru með sturtu. Hárþurrka er á öllum herbergjum. Herbergin eru með gervihnattasjónvarp, síma, smábar, öryggishólfi (gegn gjaldi), loftkælingu (á sumrin) og þráðlaustu netsambandi.
Á aðalveitingastaðnum á hótelinu er lagt upp með fjölbreytta rétti á hlaðborði kvölds og morgna. Einnig er sérstakt svæði fyrir börnin og ,,food court". Á því svæði er hægt að fá ítalskan mat, þar er hamborgarastaður og heilsuhorn. Hægt er að kaupa hálft fæði – morgunverð og kvöldverð.
Fimm sundlaugar eru við hótelið og er ein þeirra barnalaug sem er upphituð á veturna. Við sundlaugarbarinn er einnig verönd og svo er bar við gestamóttökuna.
Hægt er að fá alls kyns drykki á þeim báðum, ýmsa ávaxtasafa og kokteila. Einnig fást svokallaðir ,,premium drinks" á góðu verði.
Í Gestamóttöku og á barnum er frítt þráðlaust net.
Ekki skortir afþreyingu. Hægt er að nýta líkamsræktina og skrá sig í tíma eða fara í vatnsleikfimi. Einnig geta hótelstarfsmenn mælt með afþreyingu í nágrenninu.
Hægt er að fá barnapössun (gegn gjaldi).
Strætó gengur niður á strönd og á Lopesan Meloneras-golfvöllinn.
Abora Catarina er hannað til að mæta þörfum flestra og bjóða uppá einstaklega fjölbreytta þjónustu. Stemningin á að vera létt og skemmtileg og hönnun og andrúmsloft samkvæmt því.
Hver og einn á að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og garðurinn er algjört ævintýraland með pálmatrjám og fallegum gróðri.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
- Strönd: 100 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
HL Suitehotel, Playa del Inglés
Fyrir 18 ára og eldri
Glæsilegt hótel við ströndina
Björt herbergi
» Nánar

HL Suitehotel, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á HL Suitehotel :
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
HL Suitehotel er glæsilegt hótel, frábærlega staðsett í hjarta Ensku strandarinnar, aðeins 200 metra frá sjónum. Aðeins ætlað 18 ára og eldri. Verslanir og veitingastaðir í götunum í kring og korters gangur í Yumbo-verslunarmiðstöðina.
Í hótelinu eru 260 rúmgóð og björt herbergi og svítur sem ætluð eru einum eða tveimur fullorðnum. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, í ljósum við og dempuðum litum. Öll nútímaþægindi eru að sjálfsögðu til staðar, stillanleg loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar og aðstaða til að laga te og kaffi. Öryggishólf er gegn gjaldi en þráðlaus nettenging er að kostnaðarlausu. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur.
Í veitingasal er boðið upp á kalda og heita rétti af og hægt er að fylgjast með kokkunum laða fram það besta úr fersku hráefni úr nærsveitum. Setustofubar er opinn allan daginn og við sundlaugina er einnig snarl- og drykkjabar. Á þakveröndinni er bar með frábæru útsýni, nuddpottar og sólbaðsaðstaða með sérsvæði fyrir þá sem kjósa að njóta sólarinnar naktir.
Tvær sundlaugar eru við hótelið, önnur upphituð. Allt um kring er sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum. Skemmtidagskrá með lifandi tónlist er í boði flest kvöld vikunnar.
Líkamsræktaraðstaðan er á efstu hæð og ekki ónýtt að gleyma sér yfir útsýninu á meðan haldið er í formið á hlaupabrettinu. Svo er bara að njóta þess að slaka á í innisundlauginni, gufubaði eða nuddi í heilsulindinni og láta stjana við sig í einhverri af þeim fjölmörgu snyrti- og nuddmeðferðum sem í boði eru.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bílaleiga og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.
Nýuppgert nútímalegt hótel á frábærum stað á Ensku ströndinni, aðeins fyrir fullorðna. Verslanir, veitingastaðir og alls kyns afþreying er allt um kring og nokkurra mínútna gangur í verslunarmiðstöðvar eins og Yumbo og fleiri. Aðeins 200 metrar niður á strönd þar sem hægt er að leggjast í sandinn eða stunda vatnasport af ýmsu tagi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Strönd: við ensku ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Loftkæling: og upphitun
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Labranda Marieta, Playa del Inglés
Aðeins ætlað fullorðnum
150 m frá sjó
Stílhreint
» Nánar

Labranda Marieta, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Labranda Marieta er mjög gott hótel, 150 metra frá sjónum á Ensku ströndinni. Aðeins ætlað fullorðnum.
Veitingastaðir og heilsulind á hótelinu og fjöldi veitingastaða og verslana í nokkurra mínútna göngufjarlægð. Almenningssamgöngur rétt við hótelið.
Í hótelinu eru 192 tveggja manna herbergi. Innréttingar eru stílhreinar, herbergin í ljósum og notalegum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling, 43 tommu flatskjár með gervihnattarásum, háhraða nettenging, sími og smábar. Öryggishólf er gegn gjaldi. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Við öll herbergi eru svalir búnar húsgögnum, sum með sjávarsýn.
Á aðalveitingastaðnum La Cascada er hlaðborð með innlendum og alþjóðlegum réttum. Hægt er að fylgjast með kokkunum leika listir sínar og þema er mismunandi í matargerðinni eftir kvöldum. Hægt er að sitja bæði inni og undir beru lofti. Á þakverönd er barinn Zeus þar sem boðið er upp á ljúffenga drykki og létta rétti auk útsýnis til allra átta.
Í hótelgarðinum eru þrjár laugar með sólbaðsaðstöðu og sérstöku VIP svæði. Þar er einnig Coco Loco barinn þar sem hægt er að gæða sér á kökum, kaffi og svalandi drykkjum. Afþreying er í boði yfir daginn og lifandi tónlist á kvöldin.
Heilsulind er í hótelinu með nuddpottum, gufubaði, þurrgufu og flotsvæði og heitum bekkjum, og boðið er upp á úrval nudd- og líkamsmeðferða. Líkamsræktaraðstaðan er ágæt og hægt er að fara í jóga og tai chi.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bílaleiga og þurrhreinsun.
Hótelið er aðeins ætlað fullorðnum og því gefst hér bæði fullkomið tækifæri til að slaka á hlaða batteríin eða sletta ærlega úr klaufunum í iðandi mannlífinu á Ensku ströndinni. Stutt á ströndina og verslunarmiðstöðvar í léttu göngufæri.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 29 km
- Strönd: Við Ensku ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Loftkæling: og upphitun
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
Labranda Bronze Playa, Playa del Inglés
Mjög gott hótel við strönd
Góð aðstaða og dagskrá
Veitingastaður og þrír barir
» Nánar

Labranda Bronze Playa, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Labranda Bronze Playa er mjög gott hótel rétt við sjóinn á Ensku ströndinni. Veitingastaðir og verslanir í götunum í kring og stutt í alla afþreyingu. Almenningssamgöngur stutt frá hótelinu.
Í hótelinu eru 178 fallega innréttuð 36 fermetra herbergi sem rúma allt að þremur fullorðnum eða tvo fullorðna og tvö börn. Innréttingar eru í millibrúnum við og ljósum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar eru svalir eða verönd búin húsgögnum.
Loftkæling og upphitun er alls staðar, sími, 39 tommu flatskjársjónvarp með USB-tengi og gervihnattarásum, smábar, hraðsuðuketill og öryggishólf. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur.
Á Cactus Lounge er morgunverður, hádegis- og kvöldverður af hlaðborði og hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum. Ferskt pasta og nýbakaðar pitsur eru í boði og hægt er að panta glútenlausa rétti. Kökur og kruðerí, samlokur og snarl fæst yfir daginn. Barirnir eru þrír, kokteilbarinn Strelitzia og Palm Beach eru opnir á kvöldin og fram yfir miðnætti og Coconut við sundlaugina er opinn til kl. 18.
Í hótelgarðinum er fullorðinslaug, barnalaug og nuddpottur. Allt um kring eru sólbekkir og sólhlífar. Hægt er að fá baðhandklæði við laugina. Dagskrá er yfir daginn meðal annars með jóga og vatnaleikfimi og á kvöldin eru sýningar, lifandi tónlist og bingó. Gestir geta nýtt sér líkamsræktaraðstöðuna á systurhótelinu Labranda Marieta rétt hjá.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.
Labranda Bronze Playa er á frábærum stað stutt frá ströndinni og ekki er langt í lífið og fjörið í miðbænum með alla sína bari, veitingahús og verslanir. Almenningssamgöngur stoppa stutt frá hótelinu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 29 km
- Strönd: Stutt frá ensku ströndinni
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
- Líkamsrækt: Á systurhóteli Labranda Marieta rétt hjá
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Loftkæling: og upphitun
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
Nayra, Playa del inglés
Nútímalegt hótel
Einungis fyrir 18 ára og eldri
Við hliðina á Yumbo.
» Nánar

Nayra, Playa del inglés
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Nayra:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Nayra er bókstaflega í hjarta Ensku strandarinnar, við hliðina á Yumbo-verslunarmiðstöðinni. Aldurstakmark 18 ár. Verslanir og veitingastaðir í götunum í kring og aðeins 15 mínútna gangur á ströndina. Fullkomin slökun eða fjör og læti út í eitt, þitt er valið.
Þetta hótel fékk ,,Travellers Choice" stimpilinn árið 2020.
Í hótelinu eru 46 rúmgóð herbergi, ætluð einum eða tveimur fullorðnum. Innréttingar eru í nútímalegum naumhyggjustíl í hvítum litum með skæru áklæði. Alls staðar er háskerpusjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, sími og að sjálfsögðu loftkæling og upphitun. Á baðherbergjum er stór sturta með gólfflísum sem ekki verða hálar þó þær vökni, hárþurrka, snyrtispegill og ókeypis baðvörur. Við öll herbergi er verönd eða svalir með húsgögnum og útsýni yfir sundlaugina.
Ókeypis háhraða þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu gestum að kostnaðarlausu.
Morgunverðarhlaðborð er í boði í veitingasal alla morgna frá klukkan 8 til 11.
Í hótelgarðinum er sundlaug, sem er upphituð yfir vetrarmánuðina, með fínni sólbaðsaðstöðu, með sólbekkjum, sólhlífum og meira að segja nokkrum balíbeddum þar sem er aldeilis hægt að slaka vel á. Sundlaugarbarinn býður upp á svalandi drykki frá kl. 11 til 19 auk þess sem þar fæst snarl og léttir heitir og kaldir réttir.
Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, með nýjum tækjabúnaði, og hægt er að panta nuddmeðferðir innan sem utan dyra.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.
Það er óhætt að segja að Nayra sé á frábærum stað á Ensku ströndinni. 15 metra frá Yumbo-verslunarmiðstöðinni og 15 mínútna gangur frá ströndinni. Ótal veitingastaðir og verslanir eru í götunum allt um kring og lifandi næturlíf. Flest herbergi snúa inn að hótelgarðinum. Nokkur eru með lokaðri verönd sem snýr út að götu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 33 km
- Veitingastaðir: Allt um kring
- Strönd: Nálægt Ensku ströndinni
Aðstaða
- Sundlaug
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Veitingastaðir: Sundlaugarbar með heitum og köldum réttum
- Heilsulind: Hægt að panta nuddmeðferðir
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Loftkæling: og upphitun
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Servatur Waikiki, Playa del Inglés
Rúmgóð og snyrtileg herbergi
Góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk
Ókeypis skutla á ströndina
» Nánar

Servatur Waikiki, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Servatur Waikiki er fínasta hótelsamstæða á frábærum stað í hjarta Ensku strandarinnar. Nokkurra mínútna gangur í miðbæinn. Ókeypis skutla á ströndina sem er í 1,5 km fjarlægð. Góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk.
Í samstæðunni eru 513 herbergi í fimm sjö hæða, hringlaga byggingum. Herbergin eru 25 fermetrar, Standard eða Superior, og ætluð allt að þremur einstaklingum. Innréttingar eru snyrtilegar, í ljósum og líflegum litum. Flísar eru á gólfum. Góðar svalir eru búnar húsgögnum.
Alls staðar er loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf og ókeypis þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka, snyrtispegill og baðvörur. Á Superior herbergjum er aðstaða til að laga kaffi og te, stærra sjónvarp, baðsloppar og inniskór.
Morgunverður, hádegis- og kvöldverður er af hlaðborði með réttum frá öllum heimshornum. Hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum. Nokkrir barir eru í hótelinu.
Sundlaugin er stór og sólbekkir og sólhlífar um allan hótelgarðinn. Við sundlaugina er bar þar sem mikið úrval fæst af léttum réttum og svalandi drykkjum. Krakkaklúbbur er starfræktur og sérsvæði er fyrir börnin, busllaug með vatnsrennibrautum og ævintýragarði. Tölvuleikja- og bíóherbergi er fyrir eldri börn. Dagskrá er einnig fyrir fullorðna með zumba-tímum og vatnasporti, og skemmtunum og lifandi tónlist á kvöldin.
Líkamsræktaraðstaðan er með nýjum tækjum og útsýni yfir laugina.
MaiTai-heilsustofan er aðeins ætluð fullorðnum og þar er hægt að slaka á í friði og ró í heitum potti, hvíldarhreiðri eða nuddi. Góð verönd er með sólbaðsaðstöðu með balíbeddum og sólbekkjum.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta en einnig hafa gestir aðgang að þvottavélum og þurrkurum gegn gjaldi.
Gott hótel á frábærum stað í hjarta Ensku strandarinnar. Tvær verslunarmiðstöðvar eru í nokkurra mínútna göngufjarlægð og miðbærinn einnig með sitt iðandi mannlíf og afþreyingu. 1,5 km eru niður á strönd en ókeypis skutla flytur gesti hótelsins þangað. Á hótelinu er næg afþreying fyrir börn og fullorðna en líka rými til slökunar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 34 km
- Miðbær: Nokkurra mínútna gangur í miðbæ
- Strönd: Ókeypis skutla á strönd
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Loftkæling: og upphitun
- Kaffivél: Í superior herbergjum
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Barbacan Sol, Playa del Inglés
Í göngufæri frá Jumbo verslunarkjarnanum
Íbúðir og smáhýsi í boði
Eitt vinsælasta hótel VITA á Kanarí
» Nánar

Barbacan Sol, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Barbacan Sol er mjög skemmtilegt og vel viðhaldið íbúðahótel hefur verið mikið sótt af íslenskum sólardýrkendum um langt skeið.
Hótelið er staðsett miðsvæðis, rétt hjá Ensku ströndinni. Það er þekkt fyrir heimilislegt andrúmsloft og góða þjónustu. Yumbo verslunarmiðstöðin er í um 200 m fjarlægð og gyllta ströndin er í um 1 km fjarlægð.
Á hótelinu eru bæði íbúðir og smáhýsi. Íbúðirnar eru með einu eða tveimur svefnherbergjum. Allar íbúðirnar eru með vel búnu eldhúsi og rúmgóðum svölum.
Vegna lögunar og legu hótelsins er mjög misjafnt hversu mikil sól skín á svalir herbergjanna, einhverjar svalir eru með sól allan daginn en aðrar fá ekki sól.
Smáhýsin eru aðeins stærri en íbúðirnar, öll með tveim svefnherbergjum og tveim baðherbergjum. Þau dreifast um garðinn við hótelið, við hvert smáhýsi er verönd og eins er sólbaðsaðstaða ( með sólbekkjum) á þaki húsanna.
Hægt er að velja um að vera án fæðis á sumrin, bæta við morgunverði eða hálfu fæði. Á veturna er morgunverður innifalinn. Einnig er hægt að bæta við hálfu fæði ( morgunverði og kvöldverði).
Barbacan Sol er með hlaðborðsveitingastað, a la carte veitingastað, sundlaugarbar og huggulega setustofu með verönd sem er opin á kvöldin líka.
Garðurinn er mjög skemmtilega hannaður með sundlaug, barnalaug og heitum pottum. Á hótelinu er skemmtidagskrá yfir daginn og mjög góð aðstaða er til ýmis konar íþróttaiðkunar, meðal annars minigolf og strandblak.
Golfvöllurinn á Maspalomas er rétt hjá og einnig Cita Shopping Center. Barbacan Sol er vel staðsett og gott hótel.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Miðbær: 300 m
- Veitingastaðir: 150 m
- Strönd: 1,5 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Íbúðir: Íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum eða smáhýsi
- Aðgengi fyrir fatlaða: Efri hæðir aðgengilegar með lyftu
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Vital Suites, Playa del Inglés
Gott hótel á frábærum stað
Rólegt svæði
Góð heilsulind
» Nánar

Vital Suites, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Vital Suites:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Vital Suites er gott hótel á frábærum stað á ensku ströndinni á Kanarí. Útsýni er yfir golfvöllinn í Maspalomas. Einnig er fallegt útsýni yfir sandöldurnar og vitann. Stór innisundlaug og heilsulind. Nokkurra mínútna gangur í miðbæinn á Ensku ströndinni, Yumbo-verslunarmiðstöðina og korter niður á strönd.
Í hótelinu eru 56 herberg, um 60 fermetrar að stærð, ætlaðar allt að þremur fullorðnum. Innréttingar eru nútímalegar og stílhreinar, í hvítum og ljósum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling, smábar, sími, tvö flatskjársjónvörp með gervihnattarásum, þráðlaus nettenging, vaskur, hraðsuðuketill, örbylgjuofn og leirtau. Öryggishólf er gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker og sturta, hárþurrka, baðsloppar og baðvörur.
Morgunverður er borinn fram á veitingastaðnum Panorama í sundlaugargarðinum, með útsýni yfir Maspalomas-golfvöllinn og sandöldurnar. Frá hádegi og fram á kvöld eru miðjarðarhafsréttir í boði af matseðli auk sérvaldra víntegunda. Eldhúsið er opið frá 13 til 18 en barinn er opinn fram á kvöld.
Í hótelgarðinum er góð sundlaug með fallegri brú og sérlaug fyrir börnin.
Það sem gerir þetta þægilega hótel enn betra en ella er heilsulindin sem er af bestu gerð. Innilaugin er 500 fermetrar með 34°C saltvatni, nuddtúðum og fossum. Boðið er upp á gufuböð og þurrgufu, leirböð, ilmolíugufuböð og nudd-, líkams- og snyrtimeðferðir af öllum gerðum. Þar er einnig líkamsræktaraðstaða. Hægt er að panta einkaþjálfara, sjúkraþjálfara og sjúkranuddara.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónusta, farangursgeymsla og hjólaleiga.
Vital Suites henta öllum þeim sem vilja næra líkama og sál, á rólegu svæði, með golfvöllinn á aðra hönd og Ensku ströndina á hina. Stórgóð heilsulind þar sem boðið er upp fjölda meðferða. Tíu mínútna gangur í Yumbo-verslunarmiðstöðina, korter niður á strönd og allra handa afþreying á láði og legi allt um kring.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 33 km
- Miðbær: Nokkurra mínútna gangur í miðbæ Ensku strandarinnar.
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnasundlaug
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Club Maspalomas Suites and Spa
Góðar sundlaugar
Einungis fyrir fullorðna
Stutt í afþreyingu og verslanir
» Nánar

Club Maspalomas Suites and Spa
Vefsíða hótels

Club Maspalomas Suites and Spa er hugguleg íbúðasamstæða í rólegu hverfi sem heitir Campo International Maspalomas á Kanarí.
Einungis fyrir fullorðna.
Húsin henta vel fyrir einn, tvo eða þrjá fullorðna. Í hverju húsi er eitt svefnherbergi og flísalagt baðherbergi með sturtu. Hægt er að panta herbergi með svefnsófa. Allar íbúðir eru með loftkælingu og upphitun.
Stofan er með gæða húsgögnum og snjallsjónvarpi. Hverri íbúð fylgir verönd með garði og húsgögnum. Í íbúðunum er ókeypis internet tenging.
Á svæðinu eru tvær sundlaugar, önnur upphituð, og umhverfis þær er stór hellulagður pallur með ókeypis sólstólum og sólhlífum. Stóra sundlaugin er með braut til að synda. Fyrir ofan aðra sundlaugina er sólbaðsaðstaða.
Hótelið hefur yfirbragð heilsuhótels þar sem auðvelt er að stunda líkamsrækt og heilsulindin er vel útbúin með hengirúmum, nuddi, gufubaði og ísgosbrunn.
Annars vegar er girnilegur hlaðborðsveitingastaður á svæðinu og hins vegar a la carte veitingahús. Einnig er bar við sundlaugarnar.
Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Ókeypis skutla er á Maspalomas ströndina milli kl. 9 og 17 alla daga. Þar sem einnig er að finna veitingahús og bari við allra hæfi.
Club Maspalomas Suites and Spa er fyrir alla sem vilja huga að heilsunni í rólegu umhverfi. Staðsetningin er aðeins frá miðsvæði Maspalomas en lítið mál að taka t.d. leigubíl.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 32 km
- Miðbær: 1 km frá Playa del Ingles
- Strönd: 1,5 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Minibar: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Faro, a Lopesan Collection hotel, Maspalomas
Fallegt útsýni
Hótel ætlað fullorðnum
Rómuð matargerð
» Nánar

Faro, a Lopesan Collection hotel, Maspalomas
Vefsíða hótels

Faro, a Lopesan Collection hotel er glæsilegt hótel á frábærum stað í Maspalomas. Nokkur skref eru niður á ströndina og útsýnið yfir sandöldurnar og hafið er óviðjafnanlegt. Hótelið er ætlað fullorðnum.
Í hótelinu eru 182 rúmgóðar og bjartar vistarverur sem skiptast í herbergi og 20 junior svítur sem rúma tvo til þrjá fullorðna. Einnig eru 6 x herbergi í ,,dbl deluxe" flokknum með hjólastólaaðgengi.
Innréttingar eru stílhreinar, dökkur viður í bland við dempaða og bjarta liti. Teppi eru á gólfum. Nútímaþægindi eins og loftkæling, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og kaffivél eru í öllum vistarverum. Hárþurrka, baðsloppar og baðvörur eru á baðherbergjum. Öryggishólf og þráðlaus nettenging fást gegn gjaldi. Einnig er fyllt á smábar gegn gjaldi. Við öll herbergi eru svalir búnar húsgögnum.
Matargerðin á hótelinu er rómuð. Veitingastaðurinn Cafe Panorama býður upp á gómsætt sætabrauð og ljúffenga rétti af matseðli. Á Tamarona er morgunverðarhlaðborð og á kvöldin svigna borðin undan kræsingum, jafnt þjóðlegum sem alþjóðlegum. Á Café de Paris fást heimabakaðar kökur og kruðerí í bland við ljúffengt kaffi og samlokur. Á píanóbarnum Gánigo er ekki amalegt að slaka á í lok dags og njóta gullfallegs útsýnisins með svalandi drykk við hönd og njóta lifandi tónlistar, taka jafnvel nokkur spor.
Í hótelgarðinum er sundlaug og fínasta sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Á þakveröndinni er sólbaðsaðstaða og sundlaug.
Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, auk hárgreiðslustofu, verslana og þvottaþjónustu. Móttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk aðstoðar við bílaleigu og gjaldeyrisskipti.
Faro hótelið er við suðurenda Laspalomas-strandarinnar, rétt við vitann sem hótelið dregur nafn sitt af. Þeir sem hvorki kjósa sundlaugarbakkann né nektarveröndina geta baðað sig í söltum sjónum og notið þess að finna sandinn á milli tánna á ströndinni sem er alveg við hótelið. Nóg er af annarri afþreyingu í nágrenninu, vatnasport, köfun, hestaferðir, tennis og ekki má gleyma golfvöllunum en hótelgestir fá afslátt á tveimur þeirra.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 36 km
- Strönd: Við strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi á sérstökum svæðum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Maspalomas Princess
Mjög gott og fjölskylduvænt
Stílhreint og snyrtilegt
Nokkrar sundlaugar og barnalaugar
» Nánar

Maspalomas Princess
Vefsíða hótels

Maspalomas Princess er mjög gott og fjölskylduvænt hótel á rólegum stað í hjarta Maspalomas á Kanarí, stutt frá sandöldunum frægu. Strætó stoppar fyrir utan hótelið og því tekur aðeins nokkrar mínútur að komast í iðandi mannlífið á Ensku ströndinni.
Í hótelinu eru 439 rúmgóð herbergi sem rúma tvo fullorðna og eitt barn og svítur sem rúma tvo fullorðna og tvö börn. Hægt er að fá samliggjandi fjölskylduherbergi.
Innréttingar eru stílhreinar og snyrtilegar, í hvítum og brúnum litum. Plastparket er á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun og flatskjársjónvarp með gervihnattarásum.
Smábar, öryggishólf og þráðlaus nettenging eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og baðvörur. Alls staðar er verönd eða svalir búnar húsgögnum.
Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal alla morgna, í hádeginu og á kvöldin. Á La Hacienda snýst valið um alþjóðlega rétti af matseðli og tapasrétti í hádeginu. Nokkrir barir eru bæði innan og utan dyra þar sem hægt er að snæða létta rétti, snarl og að sjálfsögðu gæða sér á ljúffengum drykkjum. Á píanóbarnum er lifandi tónlist fimm kvöld vikunnar.
Sundlaugarnar í hótelgarðinum eru sex, þar af eru tvær ætlaðar börnum. Aðallaugin er hönnuð eins og sjávarlón með strönd í kring. Allt um kring er fínasta sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Nokkrar brýr liggja yfir laugina og þar eru eyjar með bar og vellíðunaraðstöðu og með gufuböðum og þurrgufu og hægt er að fá nudd undir beru lofti.
Starfsfólk sér um afþreyingu frá morgni til kvölds og m.a. er hægt að stunda vatnsleikfimi, körfubolta, fótbolta, strandblak, borðtennis og tefla á risa taflborði.
Krakkaklúbbur er fyrir börnin. Líkamsræktaraðstöðuna geta gestir nýtt sér að kostnaðarlausu.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta, bíla- og hjólaleiga, kjörbúð og apótek.
Maspalomas Princess er mjög gott hótel í hjarta Maspalomas. Hér er allt til alls og þar að auki stoppa tveir strætóar fyrir utan hótelið svo að aðeins tekur nokkrar mínútur að komast í lífið og fjörið á Ensku ströndinni og skoða sig um í öðrum bæjum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 34 km
- Miðbær: Í hjarta Maspalomas
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Loftkæling: og upphitun
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
Lopesan Costa Meloneras Spa og Casino
4 stjörnu hótel með 5 stjörnu aðstöðu.
Rúmgóð herbergi
Fjölbreytt skemmtidagská
» Nánar

Lopesan Costa Meloneras Spa og Casino
Vefsíða hótels

Lopesan Costa Meloneras er fjögurra stjörnu glæsihótel á besta stað í Meloneras sem er heill heimur út af fyrir sig. Ótal afþreyingarmöguleikar og stærðarinnar sundlaugagarður.
Herbergi hótelsins eru rúmgóð og afar vel útbúin. Þau taka allt að þrjá gesti en einnig eru svítur í boði á hótelinu.
Hægt er að velja um morgunverð eða hálft fæði.
Sundlaugagarðurinn er einstaklega glæsilegur, með fjórum sundlaugum, nuddpottum og meira að segja lítilli strönd.
Fjölbreytt skemmtidagskrá er fyrir alla aldurshópa og á kvöldin er boðið upp á lifandi tónlist og skemmtun. Á hótelinu eru auk þess sex veitingastaðir, nokkrar sérvöruverslanir, keilusalur, nokkrir barir og skemmtistaður, hárgreiðslustofa, minigolf og fleira. Að ógleymdri fullkominni heilsulind þar sem hægt er að stunda fjölbreytta líkamsrækt eða einfaldlega láta dekra við sig.
Lopesan Costa Meloneras býður upp á sannkallaða lúxusgistingu og veitir öllum þeim sem dvelja þar ógleymanlega upplifun.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 35 km
- Miðbær: 250 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu
- Strönd: 200 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: gegn gjaldi
- Herbergi: Hótelherbergi, JS svítur, Senior Svítur.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Riu Palace Oasis, Maspalomas
Fallegt umhverfi
Gróðursæll og góður hótelgarður
Þrjár sundlaugar
» Nánar

Riu Palace Oasis, Maspalomas
Vefsíða hótels

Riu Palace Oasis er glæsilegt hótel á Maspalomas ströndinni. Góður matur, heilsulind og fallegt umhverfi – allt sem þarf til að slaka á í fríi við sjávarsíðuna.
Á hótelinu eru 415 herbergi sem skiptast í tveggja manna herbergi og herbergi fyrir tvo fullorðna og eitt til tvö börn. Herbergin eru rúmgóð og björt, með ljósmáluðum veggjum og stórum gluggum. Innréttingar eru klassískar og gefa herberginu nýtískulegt en hlýlegt yfirbragð. Húsgögn eru úr ljósum viði og parket er á gólfum. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp með gervihnattarásum, vifta, teketill, sími og straujárn. Út frá öllum herbergjum eru svalir eða verönd með útihúsgögnum. Baðherbergin eru flísalögð og mjög snyrtileg. Þar eru sturta, hárþurrka, helstu snyrtivörur og sloppur.
Hótelið kemur svo sannarlega á óvart þegar kemur að matargerð en fjölbreyttir valkostir eru í boði hverju sinni. Þrír veitingastaðir eru á hótelinu þar sem úrvalið samanstendur meðal annars af spænskum og alþjóðlegum réttum en einnig má finna nýstárlega matargerð. Morgunmatur er borinn fram á girnilegu hlaðborði en einnig er hægt að panta sérstaka rétti og fylgjast með því þegar þeir eru undirbúnir. Þrír barir eru á hótelinu en þar er jafnt hægt að panta bragðgóða og svalandi drykki sem og snarl og létta rétti.
Hótelgarðurinn er heillandi. Hann er gróðursæll en í honum eru meira en þúsund pálmatré. Þrjár sundlaugar eru í garðinum, sólbaðsverönd og góð svæði til að sitja og slaka á. Í garðinum eru líka barnasundlaug og leiksvæði fyrir börnin. Þeir sem vilja eyða deginum í að leika sér í sandinum, stunda vatnaíþróttir eða bara slaka á við sjóinn komast svo auðveldlega niður á gyllta sandströndina í gegnum hótelgarðinn.
Ýmislegt er um að vera á hótelinu en þar má meðal annars finna heilsulind þar sem er hægt að slaka á, fara í gufu, nuddpott eða panta meðferðir. Þar er einnig góð líkamsræktarstöð. Á kvöldin eru settar upp sýningar og lifandi tónlist spiluð. Yngsta kynslóðin getur tekið þátt í barnaklúbbi sem er starfræktur yfir sumartímann.
Riu Palace Oasis hótelið er fullkominn staður til að eiga ógleymanlegt frí á Gran Canaria.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 34 km
- Strönd: Við Maspalomas strönd, stutt á Ensku ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Vifta
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Fullt fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Mogan Princess & Beach Club
Vefsíða hótels

Mogan Princess & Beach Club er gott hótel á fallegum stað í hlíðum Taurito-dalsins. Fallegt útsýni yfir Atlantshafið og Puerto de Mogán. Ókeypis skutla nokkrum sinnum á dag niður á Taurito-ströndina og þar er strandklúbbur á vegum hótelsins. Þetta hótel er með allt innifalið.
Í hótelinu eru 212 rúmgóðar vistarverur. Hægt er að velja um tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi og svítur sem rúma allt að þrjá fullorðna og barn. Innréttingar eru klassískar og smekklegar, í ljósum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og smábar. Öryggishólf og straujárn eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker og sturta, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Við öll herbergin er verönd eða svalir búnar húsgögnum, með útsýni yfir hafið.
Ókeypis þráðlaus nettenging er við gestamóttökuna og á aðalsundlaugarsvæðinu.
Morgun-, hádegis- og kvöldverður er borinn fram á hlaðborðsveitingastaðnum Princess. Snarl og drykkir af ýmsu tagi eru í boði á La Choza og það sama má segja um Beach Club, klúbbinn sem hótelið rekur við ströndina. A diskóbarnum er skemmtilegt að fá sér ljúfan drykk eða dilla sér við tónlist en starfsfólk sér um skemmtiatriði öll kvöld.
Sundlaugarnar eru þrjár, á aðalveröndinni er stór sundlaug, sem er hituð upp yfir vetrarmánuðina, og sérlaug fyrir börnin. Þriðja laugin er útsýnislaug sem aðeins er opin fullorðnum. Starfsfólk sér um að hafa ofan af fyrir yngri jafnt sem eldri gestum yfir daginn með leikfimi og leikjum.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er m.a. þvotta- og þurrhreinsiþjónusta, bílaleiga og lítil kjörbúð með helstu nauðsynjum.
Mogan Princess er á fallegum stað í Taurito-dalnum. Ókeypis skutla er nokkrum sinnum á dag niður á sandströndina og einu sinni á dag til þorpsins Puerto de Mogán. Athugið að þar sem hótelið er byggt utan í fjallshlíð getur þurft að ganga nokkurn spöl innan hótelsins sjálfs og nokkuð er um tröppur þó að lyftur séu þar líka.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 52 km
- Strönd: Ókeypis skutla á Taurito ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnadagskrá
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Minibar
- Hárþurrka
- Loftkæling: og upphitun
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
Cordial Mogan Playa
Suðrænt yfirbragð
Steinsnar frá ströndinni
Nokkrir veitingastaðir
» Nánar

Cordial Mogan Playa
Vefsíða hótels

Cordial Mogan Playa er einkar fallegt fjögurra stjörnu hótel sem er með suðrænu yfirbragði, staðsett steinsnar frá ströndinni. Aðstaðan á hótelinu er framúrskarandi góð og stendur gestum til boða ótal möguleikar á íþróttaiðkun og meðferðum til að bæta vellíðan.
Herbergin eru fyrsta flokks og sérstaklega vel búin. Hægt er að velja á milli þess að hafa hálft fæði innifalið í gistingu eða eingöngu morgunmat. Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir, hver öðrum betri.
Garðurinn er stór og fallegur með frábærri sólbaðsaðstöðu sem og möguleikum á hverskyns afþreyingu. Í garðinum eru tvær stórar sundlaugar, barnalaug, og barnaleiksvæði. Hótelgestir geta tekið handklæði af herbergjum og notað í garðinum og á ströndinni gegn tryggingu. Þá er glæsilegur tennisvöllur á hótelinu, skvassvöllur og meira að segja keilubraut. Þá er að sjálfsögðu glæsileg heilsulind og góð almenn aðstaða til líkamsræktar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 54 km
- Miðbær: 150 m
- Strönd: Við ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnasundlaug
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Suites & Villas by Dunas, Maspalomas
Fjölskylduvænt
Íbúðahótel
Hálft fæði eða allt innifalið
» Nánar

Suites & Villas by Dunas, Maspalomas
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Suites & Villas by Dunas:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Suites & Villas by Dunas er glæsilegt og fjölskylduvænt íbúðahótel á góðum stað í Maspalomas nálægt golfvellinum og þjóðgarðinum. Nærumhverfi hótelsins er rólegt en stutt er í fjörið við ströndina fyrir þá sem vilja það.
Á hótelinu eru eins til tveggja herbergja svítur, fjölskyldusvítur og villur sem henta ólíkum hópum ferðamanna. Í þeim er allt sem þarf til að njóta frísins í sólinni; loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp með gervihnattastöðvum og lítill ísskápur, verönd með útihúsgögnum og útsýni yfir garðinn. Í villunum eru auk þess eldhús með örbylgjuofni. Hönnun hótelsins er einstök þarna um slóðir því það er í lágreistum byggingum sem staðsettar eru í gríðarstórum og fallegum hótelgarði.
Hægt er að kaupa hálft fæði eða allt innifalið. Morgunmatur er borinn fram á girnilegu hlaðborði á veitingastað þar sem einnig er boðið upp á hádegis- og kvöldverð. Á morgnana eru bæði kaldir og heitir réttir í boði. Réttirnir eru að mestu alþjóðlegir en notað er gott hráefni og ferskt sjávarfang frá svæðinu. Á daginn er snarlstaður opinn við sundlaugina þar sem hægt er að ná sér í gos og bjór til að kæla sig niður í sólinni og svo er bar í anddyri hótelsins. Einnig er rekið kaffihús á hótelinu þar sem hægt er að fá kaffi, kökur og kokteila en það er sjálfstætt og því eru réttirnir þar ekki innifaldir í verðinu.
Í hótelgarðinum er góð aðstaða til sólbaðsiðkunar, þrjár sundlaugar sem eru upphitaðar á veturna og heitur pottur. Umhverfi garðsins er náttúrulegt, með pálmatrjám og fallegum plöntum. Góð aðstaða er fyrir börn á hótelinu. Í garðinum er vatnsleikjasvæði og skemmtilegt leiksvæði, þar er starfræktur krakkaklúbbur og haldnar eru skemmtanir fyrir börn. Á hótelinu er svo líkamsræktarstöð, upplýstur tennisvöllur og hægt að panta ýmsar dekurmeðferðir, til dæmis nudd og húðmeðferðir.
Dunas: Hotel Suites & Villas hentar sérstaklega vel fyrir pör, fjölskyldur og golfara sem vilja rólegan og friðsamlegan stað til að slaka á og hafa opið svæði í kringum sig.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 35 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
- Strönd: Stutt á strönd, 1 km í Maspalomas strönd
- Miðbær: Í göngufjarlægð
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Dunas, Maspalomas Resort
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Dunas, Maspalomas Resort:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Dunas, Maspalomas Resort eru frábær smáhýsi og svítur á fallegum og rólegum stað í Maspalomas. Golfið er í göngufjarlægð, einnig þjóðgarðurinn og stutt á ströndina fyrir þá sem elska að slaka á við sjávarsíðuna.
Á hótelinu eru smáhýsi (e. bungalows) sem eru eins til þriggja herbergja fyrir allt að 7 manns. Einnig er hægt að bóka comfort smáhýsi sem taka 3 gesti.
Smáhýsin eru með öllu því sem þarf til að eiga gott og afslappandi frí í sólinni. Þar er frítt internet, eldunaraðstaða, stofa með flatskjársjónvarpi og baðherbergi. Hönnunin er klassísk og stílhrein, veggir eru ljósmálaðir og flísar eru á gólfum. Verönd með útihúsgögnum er við smáhýsin svo gestir geta notið sólarinnar án þess að fara frá húsinu.
Gestir á hótelinu eru með fæði innifalið. Morgunmatur er framreiddur af hlaðborði með fjölbreyttum réttum, bæði köldum og heitum. Á sama veitingastað er einnig hægt að fá hádegis- og kvöldverð. Að mestu leyti er boðið upp á fjölbreytta alþjóðlega rétti með mismunandi þema frá degi til dags út frá ferskasta hráefni og sjávarfangi hverju sinni. Yfir daginn er hægt að fá sér léttar veitingar við sundlaugina á snarlbarnum en annar bar er í anddyri hótelsins. Einnig er hægt að skella sér á kaffihús á hótelinu og panta kaffi, kökur eða jafnvel kokteila en reksturinn á kaffihúsinu er sjálfstæður og því eru réttirnir þar ekki innifaldir í verðinu.
Hótelið deilir hótelgarði og aðstöðu með Hotel Dunas: Suites & villas svo gestir geta notið alls þess sem er í boði í þessum gríðarstóra og fallega hótelgarði sem er að mörgu leyti einstakur fyrir Maspalomas. Í hótelgarðinum er nóg af plássi til að njóta sólarinnar, fjórar góðar sundlaugar en þar af eru tvær sérstaklega fyrir börn, tennisvellir og vatnsleikjasvæði og annað leiksvæði fyrir börnin. Allt þetta er staðsett í fallegu og gróðursælu umhverfi. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða svo það er engin ástæða til að sleppa ræktinni í fríinu. Hægt er að bóka nudd og aðrar meðferðir til að slaka enn betur á og svo er ýmis afþreying í boði á hótelinu, meðal annars skemmtikraftar og diskótek.
Hotel Maspalomas Resort er frábær valkostur fyrir alla ferðahópa sem koma til Maspalomas, hvort sem sóst er í golfið, gönguferðir, sólina eða fjölskyldufjör.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 33 km
- Miðbær: Á rólegum stað í Maspalomas, miðsvæði í um 15 min göngufjarlægð
- Strönd: Stutt á strönd, 1 km í Maspalomas strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
H10, Playa Meloneras Palace
Stór og flottur garður
Stutt á ströndina
Barnalaug
» Nánar

H10, Playa Meloneras Palace
Vefsíða hótels

H10, Playa Meloneras Palace er stórglæsilegt hótel sem notið hefur fádæma vinsælda hjá Íslendingum undanfarin ár. Hótelið er staðsett við ströndina í Meloneras og er búið öllum þeim þægindum sem hugurinn girnist. Óhætt er að fullyrða að gæði og þjónusta séu höfð í hávegum á öllum vígstöðvum hótelsins.
Hægt er að velja um hálft fæði eða "allt innifalið" með gistingunni. Tveir veitingastaðir eru á hótelinu Tamadaba, sem býður upp á morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð, er sá veitingastaður sem er "innifalinn" í gistingunni og A la carte veitingastaðurinn Gaudí. Gestir hótelsins fá 20% afslátt af veitingum á Gaudí.
Herbergin eru mjög nýtískuleg og bera það með sér að hugsað hefur verið fyrir hverju smáatriði. Þau eru auk þess afar vel útbúin, með öryggishólfi, gervihnattarsjónvarpi, síma og loftkælingu - svo eitthvað sé nefnt.
Garðurinn er glæsilegur, með tveimur sundlaugum og barnalaug og frábærri sólbaðsaðstöðu. Auk þessa er fjölbreytta afþreyingu að finna á hótelinu, hvort sem gestir horfa í því sambandi til íþróttaiðkunar eða skemmtunar. Þá er golf-völlur í stutt frá hótelinu.
Þá er að sjálfsögðu fullbúin heilsulind er á hótelinu sem gestir hafa aðgang að. Þar er tilvalið að láta dekra við sig í þægilegu umhverfi auk þess sem hægt er að kaupa ýmiskonar slökunar- og vellíðunarmeðferðir gegn gjaldi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 35 km
- Miðbær: 1 km
- Veitingastaðir: 800 m
- Strönd: Við strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Frí þráðlaus tenging á almenningssvæðum
- Herbergi: Hótelherbergi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
Lopesan Baobab resort, Meloneras
Einstakur garður
Lúxus hótel
8 upphitaðar sundlaugar
» Nánar

Lopesan Baobab resort, Meloneras
Vefsíða hótels

Nýlegt og hreinlega óviðjafnanlegt fimm stjörnu lúxushótel á Meloneras svæðinu. Hótelið er hluti af Lopesan-hótelkeðjunni sem einnig rekur lúxushótelin Villa del Conde og Costa Meloneras á Kanarí sem margir Íslendingar hafa átt góð kynni við. Gisting á Baobab er einfaldlega upplifun út af fyrir sig og er VITA stolt af því að geta boðið viðskiptavinum upp á þetta einstaka hótel.
Hönnun hótelsins er í Afríkönskum stíl og ber umhverfið og vistarverur þess greinileg merki. Þessi sérstaka hönnun skapar virkilega hlýlegt og sjarmerandi umhverfi sem hentar sérstaklega vel til afslöppunar og endurnæringar á líkama og sál.
Herbergi hótelsins eru glæsileg og fallega innréttuð. Hönnun þeirra er nútímaleg en jafnframt undir sterkum afrískum áhrifum. Herbergin eru innréttuð í mildum brúnum lit sem skapar sérstakt andrúmsloft og á að skapa vellíðan hjá gestum. Herbergjunum fylgja meðal annars svalir eða verönd, loftkæling, hárþurrka, sími, flatskjár, öryggishólf gegn gjaldi, mini bar og internet aðgangur (gegn gjaldi).
Hótelið hefur sérstaklega gott aðgengi fyrir fatlaða, auk þess sem 20 herbergi hótelsins eru sérstaklega hönnuð fyrir fatlaða. Á þeim eru stærri dyr, meira gólfpláss og húsgögn sem eru sérstaklega valin með tilliti til fatlaðra.
Sérpanta þarf herbergi með aðgengi fyrir fatlaða - vinsamlega hafið samband við skrifstofu VITA sé óskað eftir því.
Hægt er að velja á milli þess að fá hálft fæði eða eingöngu morgunverð með gistingunni. Á hótelinu eru þrír veitingastaðir og er úrvalið afar fjölbreytt. Í boði eru klassískir og alþjóðlegir réttir en einnig sérhannaðir og framandi réttir sem eiga rætur sínar að rekja til Afríku. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Garðurinn er sérlega glæsilegur. Í honum má finna gerviströnd og hvorki fleiri né færri en átta upphitaðar sundlaugar. Iðandi á rennur um garðinn þar sem hægt að fljóta um á kút og láta sig dreyma. Börnum er gert sérstaklega hátt undir höfð. Fyrir þau hefur verið skapaður sérstakur heimur, Panchi World, þar sem að möguleikinn á því að láta sér leiðast er einfaldlega ekki fyrir hendi. Sundlaugagarðurinn er í raun veröld út af fyrir sig þar sem gestir eru alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.
Fyrir þá sem vilja spila golf er Baobab tilvalinn kostur. Tveir golfvellir eru í innan við þriggja kílómetra fjarlægð og ef pantað er með fyrirvara mun hótelið sjá fyrir flutningi golfvöllinn - án endurgjalds.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 35 km
- Miðbær: 1 km
- Strönd:
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging: Já gegn gjaldi
- Herbergi: Hótelherbergi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Lopesan Villa del Conde, Meloneras
Stendur við strandgötuna í Meloneras
Fimm sundlaugar
5 veitingastaðir
» Nánar

Lopesan Villa del Conde, Meloneras
Vefsíða hótels

Lopesan Villa del Conde er fimm stjörnu lúxushótel sem stendur við strandgötuna í Meloneras. Á Villa Del Conte er allur aðbúnaður framúrskarandi góður og má með sanni segja að allt sé til alls. Villa Del Conte er fyrir vandláta sólardýrkendur sem vilja aðeins það besta.
Hótelið hefur allt sem ferðamenn geta búist við að fá á fimm stjörnu hóteli, vistarverur eru sannarlega á heimsmælikvarða og hugsað er fyrir hverju smáatriði. Herbergin eru rúmgóð og einkar smekkleg.
Hótelgarðurinn er fallegur og hýsir m.a. fimm sundlaugar , strönd, barnalaug, heilsulind, mini-golf, fimm veitingastaði og bari. Allstaðar er þjónustan fyrsta flokks. Villa Del Conte er frábært hótel sem veldur engum vonbrigðum.
ATH. Möguleiki er að sérpanta herbergi með aðstöðu fyrir fatlaða.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 35 km
- Miðbær: 350 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu
- Strönd: 50 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Frítt í sameiginlegum rýmum hótelsins, gegn gjaldi á herbergjum: 8 EUR á dag eða 5,60 EUR á dag fyrir 7 daga eða meira. Annars 1 EUR fyrir klst.
- Herbergi: Hótelherbergi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef
LPA
5:30 klst.
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Evra
Gengi
Enska Ströndin
Enska ströndin
Playa del Ingles, sem er á suðurhluta eyjunnar, er stærsti og lang vinsælasti dvalarstaður ferðamanna á Gran Canaria. Þetta svæði býður upp á fjölbreytta þjónustu og afþreyingu.
Englendingar voru fjölmennustu ferðamennirnir á þessum slóðum eftir að svæðið var byggt upp sem ferðamannastaður upp úr 1950 og dregur ströndin því heiti sitt af því. Enska ströndin, sem teygir sig sjö kílómetra frá San Agustin í austri til Maspalomas í vestri, státar m.a. af hvers kyns vatnasporti, íþróttaaðstöðu og góðum golfvöllum sem og verslunarmiðstöðvunum Yumbo, Cita og Kasbah, aragrúa kaffihúsa, fjölbreyttri veitingahúsaflóru, börum, næturklúbbum, diskótekum og skemmtistöðum fyrir fólk á öllum aldri.
Fjarlægðir frá Ensku ströndinni í skemmtigarða.
Skemmti- og fjölskyldustaðurinn Holiday World
Það eru einungis um 5 km frá ensku ströndinni í skemmtigarðinn Holiday World eða um 3-5 mínútna akstur.
Palmitos Park
Skemmtilegur dýragarður sem er staðsettur í um 16 km fjarlægð eða um 10-15 mínútna aksturfjarlægð frá Ensku ströndinni og ganga strætisvagnar þangað oft á dag.
Dýragarðurinn Cocodrilo Park
Þetta er annar garður sem er í um 25 km fjarlægð eða um 25-30 mínútna akstursfjarlægð frá Ensku ströndinni, hýsir aðallega ótal krókódíla og önnur skyld dýr.
Sioux City
Gamall tökustaður fyrir kúrekamyndir, staðsettur um 6 km fyrir utan San Agustin eða í um 5-10 mínútna akstursfjarlægð.
Aqualand
Skemmtilegur vatnsrennibrautargarður ofan við Maspalomas. Fjarlægðin er um 7 km og akstur tekur um 10-15 mínútur.
Mundo Aborigen
Frumbyggjasafnið er staðsett í um 6 km fjarlægð frá Ensku ströndinni í átt að Fataga.
Hangar 37
,,Airsoft" leikir á velli með ýmiss konar felustaði og hindranir. Völlurinn er um 8 km frá Ensku ströndinn og tekur um 5-7 mínútur að keyra þangað.
Angry Birds Garður
Þessi garður er með úrval leiktækja fyrir yngri kynslóðina. Fjarlægðin frá Ensku ströndinni er um 23 km og aksturinn um 15-20 mínútur.
Maspalomas
Í túnfæti Ensku strandarinnar liggur Maspalomas með sínum gylltu sandbylgjum og fagurri strönd.
Í beinu framhaldi rís Meloneras-hverfið sem er aðeins nýrra en í kringum Ensku ströndina.
Þarna er byggðin öllu lágreistari og umgjörðin öll rólegri. Báðir staðirnir státa af verslunum, veitingahúsum, kaffihúsum, börum, golfvöllum og strandgötum, sem gaman er að rölta um.
Skemmti- og fjölskyldustaðurinn Holiday World
Skemmtigarðurinn Holiday World er í Maspalomas.
Palmitos Park
Skemmtilegur dýragarður sem er staðsettur í um 12 km fjarlægð eða um 5-10 mínútna aksturfjarlægð frá Maspalomas.
Dýragarðurinn Cocodrilo Park
Þetta er annar garður sem er í um 30 km fjarlægð eða um 20-30 mínútna akstursfjarlægð frá Ensku ströndinni.
Sioux City
Gamall tökustaður fyrir kúrekamyndir, staðsettur um 8 km frá Maspalomas eða í um 10 mínútna akstursfjarlægð.
Aqualand
Skemmtilegur vatnsrennibrautargarður ofan við Maspalomas. Fjarlægðin er um 5 km eða um 5-7 mínútna akstur.
Mundo Aborigen
Frumbyggjasafnið er staðsett í um 10 km fjarlægð frá Maspalomas í átt að Fataga. Akstur tekur um 10-15 mínútur.
Hangar 37
,,Airsoft" leikir á velli með ýmiss konar felustaði og hindranir. Fjarlægðin er um 10 km frá Maspalomas og akstur tekur um 5-10 mínútur.
Angry Birds Garður
Þessi garður er með úrval leiktækja fyrir yngri kynslóðina. Hann er um 20 km frá Maspalomas og aksturinn þangað tekur 15-20 mínútur.
Las Palmas
Upplifðu borgarferð og afslöppun í sömu ferð.
Borgin
Borgin kemur skemmtilega á óvart en hún hefur svo langtum meira upp á að bjóða heldur en venjulegar stórborgir gera. Það má sega að borgin hafi þrjú miðsvæði, en fyrst er að nefna nyrsta svæðið. Þar er frábær 3km strandlengja með góðri göngugötu sem gaman er að rölta meðfram. Ströndin er með öllu sem hægt er að hugsa sér og er klettabelti fyrir utan þar sem hægt er að synda út í og snorkla. Frá Parque Santa Catalina torgi er hægt að fara í rómantíska hestvagnaferð um borgina. Einnig er yndislegt að borða við smábátahöfnina Muelle deportivo þar sem fallegt útsýni er yfir hafnarsvæðið í Las Palmas. Að lokum er frábært að hella sér út í kvöld og næturlífið og taka smá „Salsa eða Latinó“ stuð. Matarstemmingin í Las Palmas er öll flóran, allt frá skyndibitastöðum, góðum tapasbörum upp í dýrindis veitingastaði.
Elsta svæðið
Vegueta er elsta svæðið en þar er dómkirkjan, Kólembusarsafnið og kararíska þjóðminjasafnið staðsett, menningin í hnotskurn. Gaman er að skoða matvörumarkaðinn og þar nálægt er einnig ein stærsta göngugata, Triana með öllum helstu verslunum, m.a H&M, Zara og Desigual.
Þriðja svæðið
Mesa y Lopes, þar sem verslunin El Corte Ingles er ásamt flottum verslunum á heimsmælikvarða. Við spænska torgið við enda breiðgötunnar eru frábærir veitingastaðir, bæði stórir og smáir.
Stórverslunarkjarnar
Hægt er að finna stórverslunarkjarna rétt fyrir utan borgina og má þar helst nefna Las Arenas og El Mirador sem státa af fjölda verslanna.
Ath. að ferðalangar verða sjálfir að sjá um að koma sér til og frá flugvelli og ekki er fararstjóri á staðnum. Það tekur um hálftíma að keyra frá flugvellinum til Las Palmas.