Kanarí

Veðursæld allt árið um kring

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Veðursæld og þægilegt loftslag! Frábært fyrir alla fjölskylduna. 

Fararstjóri í sumar er Kristín Jónasdóttir

Á Kanarí er hlýr sjór og frábær strandlengja. Þá má nefna gott úrval fjölbreyttra veitingastaða og fjölda verslana.

Íslenskir „Kanarífuglar“ pakka gjarnan niður sumarkjólum, stuttbuxum, sundfötum og sólaroliu á meðan skammdegi og snjóskaflar gera landanum lífið leitt hér heima. Ástæðan er einföld - að halda á heitari mið, hlaða batteríin og njóta lífsins í sól og sælu.

Kanaríeyjar eru einnig vinsæll áfangastaður yfir sumartímann.
Eyjarnar búa yfir töfrandi sjarma sem virkar sem sterkt aðdráttarafli á sólþyrsta ferðamenn.

VITA býður upp á gistingu á nokkrum mismunandi stöðum, þar á meðal: 

Við Ensku ströndina
Á Maspalomas Meloneras svæðinu

Hér er allt til alls og því allar forsendur til staðar fyrir fullkomið frí!

Sjá upplýsingar um hina ýmsu afþreyingu á Kanarí undir ,,Afþreying". 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Umsögn um Kanarí

Við höfum ferðast ansi víða í gegnum árin, meðal annars til Kanarí á ári hverju yfir svartasta skammdegið hér heima síðastliðin tíu ár. Nú er árleg Kanaríeyjaferð orðin hluti af okkar tilveru, eins og fjölmargra annarra í okkar vina- og kunningjahópi enda er eyjan einstaklega notaleg heim að sækja. Andrúmsloftið er afslappað, veðurfarið dásamlegt, gestrisnin mikil og maturinn afbragðs góður. Að okkar mati er Kanarí staður fyrir alla aldurshópa, allt frá ungum börnum upp í aldraða ellibelgi.

- Særún Sigurgeirsdóttir og Ingvar Hólmgeirsson.

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél LPA

  5:30 klst.

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði