Kanarí með Kalla og Svönu
Gott fólk 60
Myndagallerí
Frábær ferð á góðu verði!
Beint flug með Icelandair
9. og 23.nóvember í 14 eða 28 nætur.
Nánari upplýsingar um dagskrá í boði eru á staðnum.
Fararstjórar: Svanhildur Davíðsdóttir og Karl Rafnsson.
Lækkaðu verð ferðarinnar um allt að 60.000 kr á mann með Vildarpunktum Icelandair
Skemmtidagskrá í sólinni. Léttar gönguferðir og ýmis afþreying. Ferðir fyrir fólk á besta aldri. Markmiðið er að bjóða upp á hagstæð kjör og góða þjónustu á þessum notalega og þægilega áfangastað.
Á Kanarí bjóðum við upp á úrval góðra hótela og fjölbreytta dagskrá.

Dagskráin samanstendur af morgunleikfimi, spilabingó, verslunarferðum, félagsvist og ýmsum skemmtilegum uppákomum. Minigolfið og kaffihúsaröltið eru alltaf á sínum stað. Einnig verður boðið upp á léttar og skemmtilegar gönguferðir.

Kalli og Svana hafa áralanga reynslu af fararstjórn með VITA. Þau hafa verið nokkur ár á Kanarí og eru löngu orðin þekkt fyrir sína frábæru dagskrá og ekki síður fyrir einstaka þjónustulund.
Upplifðu og njóttu í fallegu umhverfi með dásamlegar strendur, gæða gistingu á góðu verði og úrval af verslunum og veitingastöðum.
Kanarí með Kalla og Svönu
Frábær ferð á góðu verði!
Beint flug með Icelandair
9. og 23.nóvember í 14 eða 28 nætur.
Nánari upplýsingar um dagskrá í boði eru á staðnum.
Fararstjórar: Svanhildur Davíðsdóttir og Karl Rafnsson.
Lækkaðu verð ferðarinnar um allt að 60.000 kr á mann með Vildarpunktum Icelandair
Skemmtidagskrá í sólinni. Léttar gönguferðir og ýmis afþreying. Ferðir fyrir fólk á besta aldri. Markmiðið er að bjóða upp á hagstæð kjör og góða þjónustu á þessum notalega og þægilega áfangastað.
Á Kanarí bjóðum við upp á úrval góðra hótela og fjölbreytta dagskrá.

Dagskráin samanstendur af morgunleikfimi, spilabingó, verslunarferðum, félagsvist og ýmsum skemmtilegum uppákomum. Minigolfið og kaffihúsaröltið eru alltaf á sínum stað. Einnig verður boðið upp á léttar og skemmtilegar gönguferðir.

Kalli og Svana hafa áralanga reynslu af fararstjórn með VITA. Þau hafa verið nokkur ár á Kanarí og eru löngu orðin þekkt fyrir sína frábæru dagskrá og ekki síður fyrir einstaka þjónustulund.
Upplifðu og njóttu í fallegu umhverfi með dásamlegar strendur, gæða gistingu á góðu verði og úrval af verslunum og veitingastöðum.
-
Hagnýtar upplýsingar
-
Verslun og þjónusta
-
Flogið með Icelandair

Hagnýtar upplýsingar
Flug:
Flugtíminn er um fimm og hálf klukkustund. Flugvöllurinn heitir Gran Canaria (LPA).
Farangur:
Leyfilegt er að taka með sér 1 tösku sem vegur að hámarki 23 kg og er mest 158cm á lengd, ef flogið er á almennu farrými.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair.
Akstur:
Hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli og þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Frá flugvellinum til gististaða er um 20 mínútna akstur.
Landfræðileg lega:
Kanaríeyjar eru sjö talsins og er Gran Canaria sú þriðja stærst, 1.532 ferkílómetrar og liggur rúmlega 200 km út frá strönd Marokkó í Afríku.
Íbúafjöldi:
Á Kanaríeyjum búa samtals 2,1 milljón manns, þar af um 700 þúsund á Tenerife.
Tímamismunur:
Á veturna eru Kanaríeyjar í sama tímabelti og Ísland, en á sumrin eru eyjarnar klukkutíma á undan.
Mynt:
Evra.
Hraðbankar:
Mjög víða.
Greiðslukort:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort.
Hitastig og veður:
Kanaríeyjar státa af veðurblíðu og mildu loftslagi árið um kring þar sem hafgola og hafstraumar sjá um að halda hitanum jöfnum og þægilegum árið um kring. Það hefur því verið sagt að á Kanaríeyjum ríki eilíft vor með að jafnaði um 20-25°C á daginn.
Öryggi:
Á flestum baðströndum gilda ákveðnar öryggisreglur því ekki eru alls staðar starfsmenn á öryggisvakt. Öryggisreglur eru þannig:
• Rauður fáni: Bannað er að fara í sjóinn. Getur varðað sektum.
• Gulur fáni: Aðgát skal höfð við böð.
• Grænn fáni: Ládeyða, gott baðveður.
Tryggingar:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
Fararstjórar:
Íslenskir fararstjórar taka á móti farþegum á flugvelli og eru þeim innan handar allan dvalartímann. Upplýsingar um viðtalstíma og nauðsynleg símanúmer er að finna í upplýsingamöppum á gististöðum.
Rafmagn:
220 volt.
Apótek:
Á spænsku bera þau nafnið Farmacia og eru auðþekkt á stórum grænum krossi. Þau eru yfirleitt opin alla virka daga frá kl. 09:00 til 13:30 og frá 17:00 til 20:00 en þó er það aðeins breytilegt milli staða. Á laugardögum eru flest apótek opin fyrir hádegi. Yfirleitt er auðvelt að nálgast lyf í apótekum við minni háttar kvillum, en við bendum fólki á að hafa samband í neyðarsíma okkar ef það þarf á lækni að halda. Það er alltaf eitthvert apótek opið allan sólarhringinn og hægt er að fá upplýsingar hjá læknum, leigubílstjórum eða í móttöku gisti-staðar hvaða apótek er með næturvakt hverju sinni.
Bankar:
Eru opnir frá kl. 09:00 til 14:00 alla virka daga. Á laugardögum er opið frá kl. 09:00 til 12:00. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru hjá bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar verslað er út á kredit- og debetkort í búðum er orðið algent að biðja fólk um PIN númer korts líkt og á Íslandi.
Kranavatnið:
Er drykkjarhæft en það bragðast ekki vel. Við mælum með að keyptar séu vatnsflöskur í matvöruverslunum til drykkjar og matargerðar.
Mosquitoflugur:
Lifa á Tenerife og því er skynsamlegt að bera á sig svokölluð anti-mosquito krem eða úða þegar rökkva tekur (slík krem/úðar er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum). Við hvetjum ykkur til að leita hiklaust til læknis ef þið fátið slæmt bit.
Salt:
Í miklum hita þá eykst útgufun í líkamanum og við það töpum við salti. Afleiðingar saltskorts geta verið slappleiki, almennt orkuleysi og mikil svefnþörf. Fólk getur orðið veikt og jafnvel fallið í yfirlið. Ef það gerist þá er ráðlegt að leita læknis. Því getur verið mikilvægt að neyta meira salts er venjulega meðan á dvöl ykkar stendur hér. Ágætt er að borða saltaðar matvörur reglulega eins og til dæmis salthnetur, saltstangir eða kartöfluflögur. Mikilvægt er að gleyma ekki að gleyma ekki börnunum því þau þurfa líka á auknu salti að halda.
Siesta:
Hér tíðkast hjá mörgum að fara í hádegishlé, svokallaða siestu, um miðjan daginn og loka þá mörg þjónustufyrirtæki, skrifstofur og verslanir frá 13:30 í um það bil tvo tíma. Stórmarkaðir loka þó ekki um miðjan daginn.
Þjórfé:
Það er til siðs að gefa þjórfé ef fólk er ánægt með þjónustu sem því er veitt. Þó er enginn skyldugur til að gefa. Á veitingastöðum er ágætt að miða við 5-10% þjórfé. Herbergisþernum er yfirleitt gefið 5-10 evrur á viku og einnig er rútubílstjórum gefið þjórfé í lok sérferðar.
Þvottahús:
Heita á spænsku Lavandería og er þau að finna á sumum gististöðum. Einnig eru þvottahús oft í verslunarmiðstöðvum.

Verslun og þjónusta
Verslanir á Kanarí
Fjölmargar verslanir og verslunarkjarna er að finna á Ensku Ströndinni, Mas Palomas og höfuðborginni Las Palmas.
Margar verslanir eru á eyjunni og eru þær yfirleitt opnar virka daga frá kl. 09:30 - 13:30 og síðan frá 16:30 - 20:30.
Helstu verslunarkjarnar við Ensku ströndina eru:
EL TABLERO er ný verslunarmiðstöð sem opnaði í apríl 2013. El Tablero er staðsett rétt fyrir ofan Maspalomas svæðið og það tekur ekki nema í mesta lagi 10 mínútur að aka þangað frá þeim gististöðunum sem við bjóðum upp á. Í þessari verslunarmiðstöð má finna úrval verslana með þekktum vörumerkjum svo sem Zara, Pull and Bear, Stradivarius, Punt Roma, Timberland, Levis svo eitthvað sé nefnt. Úrval veitingastaða má finna í El Tablero auk þess sem stór matvörubúð Hiper Dino er á staðnum.
YUMBO CENTRUM er verslunarmiðstöð á Ensku ströndinni. Þar er úrval af veitingastöðum, verslunum og börum. Veitingastaðurinn Cosmos sem oftast er kallaður Klörubar er staðsettur í Yumbo.
CITA er við götuna Avenida de Alemania. Þar eru verslanir, barir, veitingastaðir, næturklúbbar og spilasalir.
KASBAH verslunarkjarninn býður upp á mikið af smáverslunum bæði inni sem og úti. Einnig eru þar veitingastaðir, barir, kaffihús og skemmtistaðir.
METRO er staðsett nálægt Kasbah, þar eru einnig verslanir, veitingastaðir og barir.
EL CHAPARAL er lítil verslunarmiðstöð með veitingastöðum, dúkaverslun og keramik verkstæði.
FARO 2 er nálægt Maspalomas hverfinu, rétt hjá tívoli. Þar er mikið af smáverslunum og veitingastöðum.
VARADERO er verslunarmiðstöð stutt frá vitanum á Meloneras svæðinu. Margar verslanir og matsölustaðir eru þar sem og í næsta nágrenni.
BELLAVISTA er verslunarmiðstöð í San Fernando hverfinu sem opin er allan daginn. Þar er að finna verslanir eins og Punto Roma, Pimkie, Stradivarius og matvörumarkaðurinn Hiper Dino er þar á efri hæðinni. Í San Fernando hverfinu eru einnig matvöruverslanirnar SPAR og MERCADONA og við Galdár götuna má finna margar smáverslanir.
Verslunarmiðstöð í Vecidario:
ATLÁNTICO er stór verslunarmiðstöð sem staðsett er í Vecindario og er hún opin allan daginn. Þar er mikið af þekktum verslunum eins og Zara, Bershka, Mango, Stradivarius, Punto Roma og Jack & Jones. Að auki er þar kvikmyndahús og úrval. Skyndibitastaða. Strætisvagnar númer 66 og 90 fara frá Ensku ströndinni og stoppa fyrir utan verslunarmiðstöðina.
Verslanir í Las Palmas:
EL CORTÉ INGLÉS er stór verslun með mikið vöruúrval og hægt að finna flesta hluti svo sem fatnað, skó, gjafavöru, snyrtivörur, rafmagnsvörur, matvörur o.fl. Verslunin er í tveimur húsum sem eru sitt hvoru megin við götuna Mesa y Lopez. Við sömu götu má einnig finna þekktar verslanir.
Í VEGUETA hverfinu eru göngugötur þar sem margar litlar verslanir eru staðsettar. Flestar verslanirnar loka í ,,siestunni” sem er frá kl. 13:30 – 16:30. Þarna eru m.a. verslanirnar H&M, Mango, Punto Roma, Bershka og Stradivarius.
LAS ARENAS er verslunarmiðstöð á þremur hæðum þar sem hægt er að finna úrval verslana.
EL MUELLE er staðsett við höfnina og þar er að finna hinar ýmsu verslanir. Þar má nefna meðal annars C&A, Zara, H&M, Bershka og Mango.
SIETE PALMAS er stór verslunarmiðstöð í útjaðri borgarinnar. Þar eru allar helstu verslanirnar en að auki er El Corté Inglés í nágrenninu.
Markaðir á Kanarí
Flesta daga vikunnar má finna útimarkaði á eyjunni. Þeir opna yfirleitt á milli kl. 08:00 og 09:00 og eru opnir til um það bil kl. 14:00. Athugið að á mörkuðunum þarf að greiða með peningum ekki greiðslukortum og er um að gera að reyna að prútta og freistast þannig að ná hagstæðari verðum.
Markaðir í nágrenni Ensku strandarinnar:
SAN FERNANDO markaðurinn er bæði á miðvikudögum og laugardögum. Markaðurinn er stutt frá Holiday World og hægt er að taka strætisvagn númer 72 til að komast þangað.
ARGUINEGUÍN er stór markaður sem opinn er alla þriðjudaga og föstudaga.
VECINDARIO hverfið er með markað sem að heimamenn eru duglegir að sækja. Hann er staðsettur við Avenida de Canarias og er opinn til kl. 14:00 á miðvikudögum. Hægt er að taka strætisvagn númer 66 og 90 frá Ensku ströndinni.
PUERTO DE MOGÁN er með markað á föstudögum. Þessi markaður er einn sá vinsælasti á eyjunni.
Markaðir í Las Palmas:
VEGUETA hverfið í Las Palmas er með sinn markað alla sunnudaga frá kl. 10:00 til 14:00.
LAS PALMAS RASTRO er nálægt strætóstoppistöðinni við San Telmo garðinn. Markaðurinn er einnig flóamarkaður og er opinn allar helgar frá kl. 10:00 til 14:00.
MOYA markaðurinn er á strætóstoppistöðinni ,,Estación de Guaguas” á sunnudögum frá kl. 08:00 til 14:00.
Verslun og prútt: Verðlag á Gran Canaria þykir hagstætt þar sem eyjan er fríhöfn. Þar er því gott að freista þess að gera góð kaup á varningi á borð við úr, skartgripi, myndavélar, hljómtæki og aðrar rafmagnsvörur. Hjá götusölum og á mörkuðum er svo um að gera að reyna fyrir sér í prútt-tækninni.
Söfn í Las Palmas
Nýlistasafnið (Centro Atlántico de Arte Moderno) er staðsett í Vegueta hverfinu og býður uppá fjölbreytilegar sýningar á verkum listamanna. Safnið er opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 10:00 - 21:00. Opnunartími á sunnudögum er frá kl. 10:00 - 14:00 en lokað er á mánudögum.
KÓLUMBUSARHÚSIÐ (Casa Museo de Colón) er í Vegueta hverfinu. Safnið er í húsi fyrsta landstjórans og er það tileinkað ferðum og landafundum Kólumbusar. Opnunartími er mánudaga til föstudaga kl. 09:00 - 19:00 og kl. 09:00 - 14:00 um helgar.
Pérez Galdós safnið (Casa Museo Pérez Galdós) í Triana hverfinu er staðsett í húsinu þar sem leikritaskáldið Benito Pérez Galdós fæddist árið 1843. Í safninu má finna
handrit, myndir og muni sem tilheyrðu skáldinu. Opið er mánudaga til föstudaga frá kl. 09:00 - 14:00.
KANARÍSAFNIÐ (Museo Canario) sýnir menningu og sögu frumbyggjanna. Opnunartími safnsins er mánudaga til föstudaga kl. 10:00 - 20:00 og um helgar kl. 10:00 - 14:00.
TÆKNISAFNIÐ (Museo Elder de la Ciencia y la Tecnología) er fjölbreytt tækniminjasafn þar sem meðal annars má sjá gamlar gerðir af orustuþotum, vélahlutum og bílum. Flugstjórnarklefi er á staðnum þar sem fólk getur sett sig í spor flugmanna og stýrt flugvél. Margir tilraunakassar eru á safninu þar sem fólk getur sjálft prófað og sannað eðlisfræðilegar uppfinningar. Einnig er bíósalur þar sem hinar ýmsu nýjungar eru sýndar í þrívídd. Þetta er skemmtilegt safn sem gaman er að skoða aftur og aftur. Tæknisafnið er opið frá þriðjudegi til sunnudags frá kl. 10:00 - 20:00 en lokað er alla mánudaga.
Samgöngur
Á Gran Canaria eru samgöngur góðar og því ættu flestir að geta komist leiðar sinnar.
Almenningsvagnar ganga yfirleitt á 15-40 mínútna fresti til flestra staða. Vagnarnir eru blágrænir að lit. Hægt er að kaupa strætókort en einnig taka vagnstjórar við greiðslu í peningum.
Vagn 01 Keyrir sveitavegi til Las Palmas og tekur það um það bil tvær klukkustundir.
Vagn 29 Sioux City.
Vagn 30 Las Palmas (hraðferð).
Vagn 32 Puerto de Mogán.
Vagn 32 & 39 Puerto Rico.
Vagn 72 Markaðurinn í San Fernando (sem er á miðvikudögum og laugardögum).
Vagn 45 Aqua Land og Palomitos Park (fer frá Ensku ströndinni).
Vagn 66 & 90 Vecindario (verslunarmiðstöðin Atlántico).
Vagn 70 Aqua Land og Palomitos Park (fer frá Maspalomas).
Leigubílar eru þægilegasti ferðamátinn. Þeir eru ekki dýrir og þá er auðvelt að finna. Bílarnir eru hvítir að lit og það logar grænt ljós á þeim ef þeir eru lausir.Hægt er að láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá fyrir sig en einnig er einfalt að veifa þeim út á götu. Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar og lengri vegalengdir. Góð regla að spyrja um verð áður en lagt er af stað í lengri ferðir.

Flogið með Icelandair
Afþreyingarkerfi um borð
Styttu þér stundir á leiðinni með bíómyndum, tónlist, eða þættinum sem þig langaði alltaf að sjá. Gæði og úrval fyrir alla aldurshópa. Í afþreyingarkerfinu geturðu horft á yfir 600 klukkustundir í formi nýrra og klassískra kvikmynda, sjónvarpsþátta og heimildarmynda og að auki geturðu hlustað á innlenda og erlenda tónlist. Þú ræður hvað þú horfir á því hver og einn hefur snertiskjá fyrir framan sig.
Á ferð með VITA nýtur þú afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Kanarí og aftur á leiðinni heim.
Þitt sæti - þitt ferðalag
Þú getur valið þitt sæti um borð í vélum Icelandair þegar þú ferðast með VITA. Hafðu ferðalagið eins og þú vilt hafa það.
Nýttu og njóttu Vildarpunkta
Hjá VITA geta félagar Icelandair Saga Club bæði safnað og notað Vildarpunkta þegar ferðast er í leiguflugi. Nota má allt að 100.000 Vildarpunkta fyrir hvern farþega. Viðskiptavinir VITA safna auk þess 2.300 Vildarpunktum fyrir valdar ferðir í leiguflugi ef bókað er á vefsíðu.
Saga Shop Collection
Saga Shop er verslun um borð þar sem í boði er fjölbreytt úrval af vörum á tollfrjálsu verði. Ferðalangar geta skoðað í rólegheitum vörulista Saga Shop og gengið frá kaupum á meðan á fluginu stendur.
Hægt er að skoða vöruúrval sem í boði er á vef Saga Shop.
Ekki er lengur hægt að greiða með reiðufé um borð í Icelandair vél. Hægt er að nota debet-, kreditkort og Vildarpunkta.
Wi-Fi um borð
Nú er hægt að tengjast þráðlausu Interneti í vélum Icelandair. Tengst er í gegnum gervihnött og því má búast við því að hraðinn sé svipaður og þegar 3G er notað á jörðu niðri. Tengingin er virk allt flugið, frá því að þú sest í sætið þitt og þar til þú gengur frá borði. Tengingin hentar vel til að skoða tölvupóst, vafra um vefinn og skoða samfélagsmiðla en ræður því miður illa við að streyma myndböndum eða vinnslu í gegnum VPN tengingu. Hægt er að kaupa aðgang að tengingunni um borð. Þeir farþegar sem eru bókaðir á Saga Premium eða eru Saga Club Gold meðlimir fá fría tengingu fyrir tvö tæki. Það er einfalt að tengjast þráðlausa netinu. Stilltu tækið á flugstillingu og virkjaðu svo Wi-Fi. Veldu "Icelandair Internet Access". Opnaðu vafra að eigin vali og veldu “Get Wi-Fi” til að fara í netgáttina og greiða fyrir tenginguna.
Nánari upplýsingar um virkni Wi-Fi tengingarinnar um borð má finna í Stopover Magazine
Gististaðir
Myndagallerí
Las Camelias, Playa del Inglés
Frábær staðsetning á Ensku ströndinni
Eitt vinsælasta hótel VITA á Kanarí
Í nágrenni Yumbo verslunarkjarnans
» Nánar

Las Camelias, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Las Camelias:
- Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið og á herbergjum.
- Starfsfólk notar grímu og hanska þar sem ekki er hægt að virða fjarlægðarreglu. Gestir þurfa einnig að nota grímu þar sem ekki er hægt að virða regluna.
- Sameiginleg svæði eru sprittuð reglulega yfir daginn.
- Áður en farið er út í hótelgarð er skófatnaður sótthreinsaður.
- Gestir hafa sérstakt aðgangskort að sameiginlegum svæðum.
- Íbúðir er sótthreinsaðar bæði fyrir komu og á meðan dvöl stendur.
Hér er myndband með helstu breytingum.
Íbúðir á Las Camelias hafa nýlega verið endurnýjaðar. Snyrtilegt, þægilegt og vistlegt íbúðahótel á frábærum stað á Ensku ströndinni. Eitt af vinsælustu hótelum VITA undanfarin ár.
Las Camelias stendur við hina fjölförnu og líflegu Tirajana-breiðgötu þar sem stutt er í veitingastaði og verslanir allt í kring. Einnig eru aðeins 250 metrar í Maspalomas golfvöllinn.
Stutt er í Yumbo verslunarmiðstöðina.
Íbúðirnar eru ekki mjög stórar, en þó hlýlegar og vel búnar. Þær eru með einu svefnherbergi og rúma allt að þrjá fullorðna. Þær eru með flísalögðu gólfi, eldhúshorni með ísskáp, rafmagnshellum, eldhúsáhöldum, örbylgjuofni og kaffivél.
Verönd eða svalir fylgja íbúðum. Í sömu byggingu er hlaðborðsveitingastaður og lítil matvöruverslun.
Allar íbúðir eru með síma og sjónvarp. Baðherbergið eru með sturtu. Hægt er að leigja öryggishólf. Þráðlaust internet er einnig gegn gjaldi.
Gestir hafa aðgang að þvottavél í húsinu.
Garðurinn er með ágætis sundlaug, sólhlífum og strandbekkjum. Ágætis hjólastólaaðgengi er á svæðinu og lyfta. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.
Ströndin er í rúmlega tíu mínútna göngufæri.
Las Camelias er fínt íbúðahótel á góðum stað með alla helstu aðstöðu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi
- Aðgengi fyrir fatlaða: Efri hæðir aðgengilegar með lyftu
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Íbúðir
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Los Tilos, Playa del Inglés
Einfalt og þægilegt
Í hjarta Ensku strandarinnar
Íbúðahótel
» Nánar

Los Tilos, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Los Tilos:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Los Tilos er einfalt og þægilegt íbúðahótel á frábærum stað á Ensku ströndinni, beint á móti Yumbo-verslunarmiðstöðinni. Aðeins 10 mínútna gangur á ströndina.
Í hótelinu eru 118 íbúðir, 39 fermetrar að stærð, með einu svefnherbergi og svefnsófa í stofu, ætlaðar allt að fjórum einstaklingum. Íbúðirnar á jarðhæðinni eru með verönd og góðu aðgengi fyrir hjólastóla. Innréttingar eru einfaldar og í eldri kantinum en allar vistarverur er mjög þrifalegar og þægilegar. Flísar eru á gólfum. Í eldhúskrók er allt til alls, góður ísskápur, helluborð, örbylgjuofn, hraðsuðuketill og brauðrist auk allra nauðsynlegra eldhúsáhalda. Sjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf og þráðlaus nettenging eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er sturta. Alls staðar eru svalir, með útsýni yfir hótelgarðinn.
Íbúðir eru þrifnar 5 x í viku og skipt um handklæði 3 x í viku.
Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, önnur fyrir fullorðna og hin fyrir börnin, með ágætri sólbaðsaðstöðu í kring. Þar er einnig veitingastaður sem býður upp á létta rétti og að sjálfsögðu bar.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólkið er þekkt fyrir að leggja sig fram um að veita góða þjónustu. Farangursgeymsla er í móttökunni.
Los Tilos íbúðahótelið er stórgóður kostur fyrir þá sem kjósa einfalda gistingu á þægilegu og þrifalegu hóteli með góðri þjónustu. Hótelið er í hjarta Ensku strandarinnar, 10 mínútur frá ströndinni. Yumbo-verslunarmiðstöðin er beint á móti hótelinu og veitingastaðir, verslanir, kaffihús og barir allt um kring. Stutt er í alla afþreyingu, vatnasport, golf og fleira.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Miðbær: Við Ensku ströndina
- Veitingastaðir: Léttir réttir á hóteli og veitingastaðir allt um kring
- Strönd: 10 min frá strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Ísskápur
- Verönd/svalir
Fæði
- Án fæðis
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef
FI1513
5,5 klst
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Evra
Gengi
-
Bjórverð
Meðalverð 4-6 EUR
Enska Ströndin
Enska ströndin
Playa del Ingles, sem er á suðurhluta eyjunnar, er stærsti og lang vinsælasti dvalarstaður ferðamanna á Gran Canaria. Þetta svæði býður upp á fjölbreytta þjónustu og afþreyingu.
Englendingar voru fjölmennustu ferðamennirnir á þessum slóðum eftir að svæðið var byggt upp sem ferðamannastaður upp úr 1950 og dregur ströndin því heiti sitt af því. Enska ströndin, sem teygir sig sjö kílómetra frá San Agustin í austri til Maspalomas í vestri, státar m.a. af hvers kyns vatnasporti, íþróttaaðstöðu og góðum golfvöllum sem og verslunarmiðstöðvunum Yumbo, Cita og Kasbah, aragrúa kaffihúsa, fjölbreyttri veitingahúsaflóru, börum, næturklúbbum, diskótekum og skemmtistöðum fyrir fólk á öllum aldri.
Fjarlægðir frá Ensku ströndinni í skemmtigarða.
Skemmti- og fjölskyldustaðurinn Holiday World
Það eru einungis um 5 km frá ensku ströndinni í skemmtigarðinn Holiday World eða um 3-5 mínútna akstur.
Palmitos Park
Skemmtilegur dýragarður sem er staðsettur í um 16 km fjarlægð eða um 10-15 mínútna aksturfjarlægð frá Ensku ströndinni og ganga strætisvagnar þangað oft á dag.
Dýragarðurinn Cocodrilo Park
Þetta er annar garður sem er í um 25 km fjarlægð eða um 25-30 mínútna akstursfjarlægð frá Ensku ströndinni, hýsir aðallega ótal krókódíla og önnur skyld dýr.
Sioux City
Gamall tökustaður fyrir kúrekamyndir, staðsettur um 6 km fyrir utan San Agustin eða í um 5-10 mínútna akstursfjarlægð.
Aqualand
Skemmtilegur vatnsrennibrautargarður ofan við Maspalomas. Fjarlægðin er um 7 km og akstur tekur um 10-15 mínútur.
Mundo Aborigen
Frumbyggjasafnið er staðsett í um 6 km fjarlægð frá Ensku ströndinni í átt að Fataga.
Hangar 37
,,Airsoft" leikir á velli með ýmiss konar felustaði og hindranir. Völlurinn er um 8 km frá Ensku ströndinn og tekur um 5-7 mínútur að keyra þangað.
Angry Birds Garður
Þessi garður er með úrval leiktækja fyrir yngri kynslóðina. Fjarlægðin frá Ensku ströndinni er um 23 km og aksturinn um 15-20 mínútur.
Maspalomas
Í túnfæti Ensku strandarinnar liggur Maspalomas með sínum gylltu sandbylgjum og fagurri strönd.
Í beinu framhaldi rís Meloneras-hverfið sem er aðeins nýrra en í kringum Ensku ströndina.
Þarna er byggðin öllu lágreistari og umgjörðin öll rólegri. Báðir staðirnir státa af verslunum, veitingahúsum, kaffihúsum, börum, golfvöllum og strandgötum, sem gaman er að rölta um.
Skemmti- og fjölskyldustaðurinn Holiday World
Skemmtigarðurinn Holiday World er í Maspalomas.
Palmitos Park
Skemmtilegur dýragarður sem er staðsettur í um 12 km fjarlægð eða um 5-10 mínútna aksturfjarlægð frá Maspalomas.
Dýragarðurinn Cocodrilo Park
Þetta er annar garður sem er í um 30 km fjarlægð eða um 20-30 mínútna akstursfjarlægð frá Ensku ströndinni.
Sioux City
Gamall tökustaður fyrir kúrekamyndir, staðsettur um 8 km frá Maspalomas eða í um 10 mínútna akstursfjarlægð.
Aqualand
Skemmtilegur vatnsrennibrautargarður ofan við Maspalomas. Fjarlægðin er um 5 km eða um 5-7 mínútna akstur.
Mundo Aborigen
Frumbyggjasafnið er staðsett í um 10 km fjarlægð frá Maspalomas í átt að Fataga. Akstur tekur um 10-15 mínútur.
Hangar 37
,,Airsoft" leikir á velli með ýmiss konar felustaði og hindranir. Fjarlægðin er um 10 km frá Maspalomas og akstur tekur um 5-10 mínútur.
Angry Birds Garður
Þessi garður er með úrval leiktækja fyrir yngri kynslóðina. Hann er um 20 km frá Maspalomas og aksturinn þangað tekur 15-20 mínútur.
Las Palmas
Upplifðu borgarferð og afslöppun í sömu ferð.
Borgin
Borgin kemur skemmtilega á óvart en hún hefur svo langtum meira upp á að bjóða heldur en venjulegar stórborgir gera. Það má sega að borgin hafi þrjú miðsvæði, en fyrst er að nefna nyrsta svæðið. Þar er frábær 3km strandlengja með góðri göngugötu sem gaman er að rölta meðfram. Ströndin er með öllu sem hægt er að hugsa sér og er klettabelti fyrir utan þar sem hægt er að synda út í og snorkla. Frá Parque Santa Catalina torgi er hægt að fara í rómantíska hestvagnaferð um borgina. Einnig er yndislegt að borða við smábátahöfnina Muelle deportivo þar sem fallegt útsýni er yfir hafnarsvæðið í Las Palmas. Að lokum er frábært að hella sér út í kvöld og næturlífið og taka smá „Salsa eða Latinó“ stuð. Matarstemmingin í Las Palmas er öll flóran, allt frá skyndibitastöðum, góðum tapasbörum upp í dýrindis veitingastaði.
Elsta svæðið
Vegueta er elsta svæðið en þar er dómkirkjan, Kólembusarsafnið og karabíska þjóðminjasafnið staðsett, menningin í hnotskurn. Gaman er að skoða matvörumarkaðinn og þar nálægt er einnig ein stærsta göngugata, Triana með öllum helstu verslunum, m.a H&M, Zara og Desigual.
Þriðja svæðið
Mesa y Lopes, þar sem verslunin El Corte Ingles er ásamt flottum verslunum á heimsmælikvarða. Við spænska torgið við enda breiðgötunnar eru frábærir veitingastaðir, bæði stórir og smáir.
Stórverslunarkjarnar
Hægt er að finna stórverslunarkjarna rétt fyrir utan borgina og má þar helst nefna Las Arenas og El Mirador sem státa af fjölda verslanna.
Ath. að ferðalangar verða sjálfir að sjá um að koma sér til og frá flugvelli og ekki er fararstjóri á staðnum. Það tekur um hálftíma að keyra frá flugvellinum til Las Palmas.
Karl Rafnsson
Karl er fæddur og uppalinn á Hornafirði. Hann hefur starfað óslitið í ferðageiranum frá 1991.
Eftir stúdentspróf frá Kennaraháskóla Íslands útskrifaðist hann sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1977. Þá tók við kennsla í Reykjavík í 15 ár þar sem Karl kenndi í Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ og Melaskólanum.
Frá 1991og fram til þessa dags hefur Karl starfað óslitið í ferðageiranum, og þá sem hótelstjóri, lengst af á Icelandair Hótel Klaustri. Einnig hefur hann starfað á Icelandair Hótel Flúðum og á Selfossi, hótel Víking/Fjörukránni í Hafnarfirði sem og á Hótel Eddu Laugum, Neskaupsstað. Nú síðast starfaði Karl á Höfn í Hornafirði.
Karl hefur verið fararstjóri hjá Vita frá 2012 og starfað í Portúgal, á Gran Canaria og í Dublin.
Svanhildur Davidsdottir
Svanhildur hefur unnið sem fararstjóri allt frá árinu 1991. Hún hefur starfað um víða veröld og deilt þekkingu sinni til áhugasamra Íslendinga.
Svanhildur hefur starfað sem fararstjóri meðal annars á Mallorca, Portúgal, Benidorm, Sardiníu, Kúbu, Barcelona, Lissabon, Sevilla, Tenerife og nú síðast á Kanarí.
Ekki má gleyma Dublin en segja má að þar þekki Svanhildur, sem oftast er kölluð Svana í „bransanum“, hvern krók og kima. Hún hefur dvalið þar reglulega og fór fyrir ótal ferðum fyrir ýmsar ferðaskrifstofur á árum áður. Svana er nú einn af aðalfararstjórum í ferðum VITA þangað.
Undanfarin ár hefur Svana einnig starfað í hótelrekstri á Íslandi ásamt manni sínum, lengst af á Icelandair Hótel Klaustri, en einnig á Hótel Flúðum, Selfossi og Hótel Eddu Höfn.