Kenya

Safari og strönd

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Spennandi staðir og einstök upplifun

3. - 15. nóvember 2018.
Fararstjórar eru Elín Þorgeirsdóttir og Borgar Þorsteinsson

Í þessari  fjölbreyttu ævintýraferð  til Kenya  munum við kanna marga spennandi staði og komast i tæri við einstakt dýralíf og heillandi menningu Austur Afríku.  Við skoðum okkur um í höfuðborg Kenya , Nairobi  og förum m.a. til „Sheldricks Elephant Orphanage“, „Giraffe Center“ og á Carnivore veitingastaðinn. Eftir dvölina í Nairobi er ekið að Naivasha vatni þar sem að flóðhestar eiga sín heimkynni auk margra fuglategunda. Frægasti þjóðgarður Kenya, Masai Mara, verður líka  heimsóttur og von á að sjá ótrúlegt dýralíf eins og það gerist best í Afríku. Seinni hluti ferðarinnar er dvalið við Indlandshafið þar sem að gist verður á hinu glæsilega hóteli Swahili Beach við Diani ströndina.
Ferðinni líkur svo í hafnarborginni Mombasa.

Flugtafla

 

Útflug

  Brottför     Koma
3. nóvember FI450 Keflavík 07:55 London Heathrow 3. nóvember 11:10
3. nóvember KQ101 London Heathrow 17:25 Nairobi 3. nóvember 05:00+1
15. nóvember KQ625 Mombasa 04:20 Nairobi 15. nóvember 05:20
15. nóvember KQ100 Nairobi 09:30 London Heathrow 15. nóvember 15:30
15. nóvember FI455 London Heathrow 20:30 Keflavík 15. nóvember 23:40

Ferðatilhögun

Laugardagur 3. nóvember. Keflavík – London - Nairobi
Flogið frá Keflavík til London og áfram til Nairobi þar sem lent er snemma á sunnudagsmorgni.


kenya_nairobi_istock.jpg

Sunnudagur 4. nóvember. Nairobi
Lent snemma morguns í Nairobi, höfuðborg Kenya og ekið á hótel Hilton Garden Inn í Nairobi. Notum daginn til að slaka á og jafna okkur eftir flugið. Kvöldmatur snæddur á hótelinu.
Máltíðir: K

Mánudagur 5. nóvember.  Nairobi
Við förum rólega af stað til að byrja með borðum morgunmat og leggjum svo í hann um kl 10:00. Fyrst er ekið að fílaathvarfinu, „Sheldricks Elephant Orphanage“. Gestir fá að vera viðstaddir í einn klukkutíma á meðan að munaðarlausir fílskálfar leika lausum hala (innan gerðis) og þiggja pela hjá starfsmönnum. Litlu greyin hafa orðið viðskila við móður sína af ýmsum ástæðum og oft  er veiðiþjófnaði um að kenna.
Hádegismatur snæddur á veitingastað í Karen hverfinu og að honum loknum heimsækjum við „Giraffe Center „ sem að sér um að vernda gíraffa og fjölga þeim. Gestir standa upp á palli og geta gefið þeim að borða úr lófa (eða munni !). Komið nokkuð snemma aftur upp á hótel þannig að allir hafa tíma til að gera sig klár fyrir kvöldið þegar farið verður út að borða á Carnivore veitingastaðinn sem að er með þeim frægari í Kenya. Hér er kjöt framreitt á spjótum og geta allir borðað nægju sína og vel það. Það er einnig hugsað fyrir grænmetisætum.
Máltíðir: M, H, K


kenya_borgar_almennt_5.jpg

Þriðjudagur 6. nóvember. Nairobi – Naivasha vatn
Nú hefst ferðalagið fyrir alvöru. Morgunmatur snæddur og svo stökkvum við um borð í 4x4 safaríjeppa og ökum að Naivasha vatni sem er í Sigdalnum mikla (The Great Rift Valley). 
Ferðin ætti ekki að taka meira en 3 klukkutíma en í Kenya er vissara að reiða sig ekki um of á nákvæmar tímasetningar því umferðin er töluvert ólík því sem að gerist á Íslandi!  Dvalið á Naivasha Simba hótelinu sem að er alveg við vatnið. Mikið fuglalíf og þegar skyggja tekur koma flóðhestar upp úr vatninu til að bíta gras. Við getum spilað það eftir eyranu hvað hver og einn vill gera þennan eftirmiðdag, það eru margir bæir og þorp allt í kring og kannski vilja einhverjir stinga nefinu inná afríska búllu, fá sér drykk og kíkja á mannlífið.
Máltíðir: M, H, K


kenya_naivasha_istock.jpg

Miðvikudagur 7. nóvember. Naivasha vatn
Á þessum slóðum er þó nokkuð um verndarsvæði fyrir dýr og við göngum um eitt þeirra í fylgd innfædds leiðsögumanns. Þarna er von á að sjá gíraffa, antilópur, sebrahesta o.fl. tegundir.
Seinnipart dags bíðst þeim sem vilja að fara í klukkutíma bátsferð um smærra vatn sem að liggur rétt við Naivasha vatnið. Oft má sjá erni og flamingófugla auk flóðhesta sem að stinga höfðinu letilega upp úr vatninu  Sumir kjósa að slaka á við hótelið og njóta umhverfisins þannig að þessi ferð er auka .
Máltíðir: M, H, K


kenya_naivasha_simba_hotel_6.jpg

Fimmtudagur 8. nóvember.   Naivasha vatn – Masai Mara
Við leggjum snemma af stað á jeppunum í átt að Masai Mara þjóðgarðinum sem að er í u.þ.b 5 til 6 klukkutíma fjarlægð. Staðurinn sem að við við völdum til að dvelja á heitir Ashnil Mara og er svokallað " Luxory tented camp". Gist er í lúxus tjöldum sem að eru með prívat snyrtingu og sturtu. Skoðunarferð síðdegis og komið til baka fyrir myrkur. Það er ævintýri líkast að sitja með drykk í hönd undir tindrandi stjörnubjörtum himni og hlusta á hljóð næturinnar.
Máltíðir: M, H, K


kenya_masai_mara_istock.jpg

Föstudagur 9. nóvember. Masai Mara
Í safarí er mikið atriði að fara snemma af stað  og við förum um borð í jeppana við sólarupprás rétt fyrir kl. 7:00. Á þessum tíma eru dýrin enn spræk enda hitinn minni en yfir hádaginn. Við getum átt von á að sjá fíla, gíraffa, sebrahesta, hýenur og hrægamma. Einnig eru töluverðar líkur á að sjá ljón auk annara kattardýra.
Hádegismatur er snæddur á Ashnil og svo er slakað á þar til að farið er aftur í aðra könnunarferð seinni partinn. Fyrir þá sem sem ekki vilja slaka á þá er í boði að skoða Masai þorp þar sem að Masai fólkið heldur til. Aukaferð sem að tekur u.þ.b. 2 klst. og kostar Usd 60 á mann.
Máltíðir: M, H, K


kenya_naivasha_simba_hotel_1.jpg

Laugadagur 10. nóvember. Masai Mara – Diani ströndin
Um morguninn gefst tækifæri í eitt safarí í viðbót og farið snemma að venju. Um hádegi er ekið út að malarvelli í hjarta garðsins þar sem að við stígum um borð í 20 manna flugvél og fljúgum til Diani strandar sem að er við Indlandshafið. Hér er dvalið á hinu glæsilega Swahili Beach Hotel.
Máltíðir: M, K
Til siðs er að borga bílstjórum 4x4 bílana þjórfé og við miðum við 50 dollara á mann.


kenya_swahili_beach_1.jpg

Laugardagur 11. nóvember. Diani ströndin við Indlandshaf
Dásamlegt er að dvelja við Indlandshafið. Pálmatrén sveigjast til og frá í hlýrri golunni og það hægir á öllum takti. Swahili Beach er vel staðsett og auðvelt að fara í búðir, kaffihús og markaði frá hótelinu annað hvort gangandi eða með þríhjóla leigubílum (Tuk Tuk) sem eru út um allt. Alls kyns varningur og minjagripir eru í boði við ströndina og hér gildir að prútta!
Máltíðir: M, K
Ath. að við getum skipt út kvöldmat fyrir hádegismat ef að við förum út að borða annarstaðar á kvöldin.


kenya_diani_beach_istock.jpg

Sunnudagur 12. nóvember.  Diani ströndin við Indlandshaf
Eftir ævintýri dagsins höfum við okkur til (þarf ekki kjólföt) og förum út að borða í kóralhelli sem að breytt hefur verið í glæsilegan veitingastað( www.alibarbours.co ). Eins og áður kom fram þá getum við skipt út kvöldmat fyrir hádegismat á Swahili Beach hótelinu þannig að þetta kvöld greiðum við hvert og eitt fyrir sig kvöldmatinn. Skemmtilegur endir á dvölinni við strendur Indlandshafs.
Máltíðir: M, H


kenya_swahili_beach_10.jpg

Mánudagur 13. nóvember. Diani ströndin – Mombasa
Það er 2ja til 3ja klst. ferð að hótelinu í Mombassa . Ekið í norður frá Diani og farið yfir Likonisundið á ferjupramma til að komast að Mombasa sem er eyja. Gist á hótel Tamarind Village við Nyali sundið.
Máltíðir: M, K

Þriðjudagur 14. nóvember. Mombasa
Mombasa er forn verslunarborg þar sem að alls kyns menning hefur blandast saman í gegnum aldirnar. Við skoðum Fort Jesus virkið sem reist var af Portúgölum fyrr á öldum og einnig verður farið í gönguferð um gamla bæinn þar sem að framandi lykt, litir og hávaði blandast saman. Hér höldum við hópinn, það gefast tækifæri til að kaupa varning annarstaðar. Daginn klárum við svo í Akamba útskurðar „þorpinu " sem er svæði þar sem að mörg hundruð útskurðarmeistarar vinna að list sinni. Hér er tilvalið að kaupa allskyns minjagripi, styttur o.fl. Um kvöldið förum við svo um borð í skútu sem að siglir út á Nyali sundið og þiggjum grillaðan fisk og annað góðgæti og siglum svo í land við undirspil hljómsveitar.
Máltíðir: M, K


kenya_fort_jesus_istock.jpg

Fimmtudagur 15. nóvember. Heimferð
Lagt af stað í flug frá Mombasa til Nairobi kl. 4:20. Áfram flogið til London kl. 9:30 og lent á Heathrow kl.15:30. Flogið heim með Icelandair um kvöldið.

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél NAI

  24 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  KSh

  Kenýskur Shillingur

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði