fbpx Kína, Suður Kórea og Japan | Vita

Kína, Suður Kórea og Japan

Celebrity Millennium

Uppselt

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Kína, Suður Kórea og Japan

Celebrity Millennium
23. október – 11. nóvember 2019
Fararstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir

Shanghai og Beijing, Kína – Seoul og Jeju Island, Suður Kóreu - Kobe, Mt. Fuji og Tokyo, Japan.

Stutt ferðalýsing:
Flogið verður frá Keflavík til Shanghai 23. október með millilendingu í Helsinki. Áætluð lending á Pudong  flugvelli við Shanghai kl. liðlega 7 að morgni 24.október.
Flogið er með Finnair og vart hægt að fá þægilegra tengiflug milli Íslands og Kína eða Japan þar sem flugleiðin liggur yfir pólinn og styttir leiðina talsvert.
Dvalið í Shanghai og farið í ferðir áður en haldið er til skips og siglt af stað síðdegis 26.október.
Nú tekur við einn dagur á siglingu. Fyrsti áfangastaðurinn er síðan Seoul í Suður Kóreu þar sem stoppað verður einn dag. Við fáum síðan annan siglingadag áður en siglt verður áfram til Tianjin, sem er hafnarborg Beijing. Á milli þessara borga eru 170 km og tekur u.þ.b. þrjár klst að aka á milli.
Hægt er að bæta 3ja daga/2ja nátta dvöl í Beijing við pakkann. Þeir sem vilja það ekki eiga kost á að bóka dagsferðir. Við fáum síðan annan siglingadag áður en siglt er til Jeju eyju í Suður Kóreu.
Þá er stefnan tekin á Japan og  haldið til Kobe sem er á sunnanveðri Honshu-ey sem er  fimmta stærsta borg Japans og myndar þétta stórborgarbyggð með grannborgunum Kuoto og Osaka. Í Kobe er stoppað yfir nótt.
Áfram siglt til Shimizu, en þar gefur að líta hæsta og frægasta fjall Japans, hina rómuðu ginnhelgu og snætypptu eldkeilu Fuji.  Siglingin endar í Tokyo þann 9.nóvember, gist um borð í Millennium í eina nótt áður en við flytjum okkur á hótel Chinzanso síðustu tvær næturnar. Farið í ferðir 9. og10. nóvember.

Flugtafla

Dagur  Flugnúmer Brottför  Kl. Áfangastaður Kl. 
23. október AY 992 Keflavík 09:25 Helsinki 15:50
23. október AY 087 Helsinki 17:20 Shanghai 07:10+1
11. nóvember AY 074 Tokyo 11:55 Helsinki 15:10
12. nóvember AY 993 Helsinki  16:10 Keflavík 18:00

Siglingatafla

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
26.október Shanghai (Baoshan), Kína   20:00
27.október Á siglingu    
28.október Seoul (Incheon) Suður Kóreu 07:00 19:00
29.október Á siglingu    
30.október Peking (Tianjin) Kína 06:00  
31.október  Peking (Tianjin) Kína    
1.nóvember Peking (Tianjin) Kína   18:00
2.nóvember Á siglingu    
3.nóvember Jeju eyja, Suður Kóreu 08:00 18:00
4.nóvember Á siglingu    
5.nóvember Kobe, Japan 09:00  
6.nóvember Kobe, Japan   17:00
7.nóvember Mt. Fuji (shimizu), Japan 11:00 19:00
8.nóvember Tokyo (Yokohama), Japan 09:00  
9.nóvember Tokyo (Yokohama), Japan    

celebrity_millennium.jpg

Celebrity Millennium
er í svokölluðum „Millennium" flokki hjá Celebrity Cruises, sem er næsthæsti klassi skipafélagsins. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika.
Skipið fór í sína jómfrúarferð árið 2000 og allt tekið í gegn árið 2016 og aftur í mars 2019.  Millennium er 91.000 lestir tæplega 300 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Aquaspa er heilsulind með nuddpottum, gufu, sauna, persneskum garði og sólarium með glerþaki. Ótal sérfræðingar bjóða ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir gegn gjaldi.

Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir á vegum skipsins, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn.

Dagskrá og ferðatilhögun.


shanghai_2.jpg

Shanghai
Fjölmennasta borg í Kína og fjölmennasta eiginlega borg (þegar útborgir eru ekki taldar með) í heimi með um 18 milljónir íbúa. Ævintýraleg borg þar sem mikil sprenging hefur orðið í uppbyggingu en auðvelt að komast að gömlum merkum minjum. Miðja borgarinnar er Bund hverfið við ána Huangpu, en við þessa rómuðu gönguleið meðfram ánni standa uppgerðar art deco-, nýklassískar og beaux-arts framhliðar húsa svo og fjölmargar verslanir og barir. Yfir lágreistar byggingarnar er frábært útsýni til Pudong-geimaldarturnanna.


shanghai_4.jpg

Miðvikudagur 23. október og fimmtudagur 24.október  -  Keflavík – Helsinki – Shanghai.
Lagt af stað 23.október með morgunflugi Finnair til Helsinki þar sem skipt er um vél og haldið áfram til Shanghai. Áætluð lending í Shanghai er kl. 07:10 24.október.
Ekið á Grand Central Hotel Shanghai. Morgunverður og hvíld á hóteli.
Síðdegis heimsækjum við eitt frægasta svæði Shanghai, verslunargötuna Nanjing-stræti og Bund-svæðið. Þaðan er hægt að njóta útsýnis yfir Pu-ánna að nýja Pudong-hluta borgarinnar, en stærstu skýjakljúfar Kína eru þar að finna.
Kvöldið frjálst.


shanghai_1.jpg

Föstudagur 25. október . Gamla Shanghai
Gamla Shanghai er í brennidepli í dag, en við heimsækjum búddistahof sem kennt er við stórt líkneski úr jaði,  Jade Buddha Temple,  áður en leiðin liggur að garðinum sem var í eigu aðalsættar sem bjó í borginni. Í kringum garðinn er svo að finna líflegan, gamlan markað með ýmis konar verslunum, en þar verður boðið upp á frjálsan tíma (og einnig möguleg heimsókn í tehús fyrir áhugasama). Eftir hádegismatinn heimsækjum við svo silkiverksmiðju og helsta minjasafn borgarinnar.
Kvöldið frjálst.


shanghai_3.jpg

Laugardagur 26. október –  Ekið til hafnar og siglt af stað.
Celebrity Millennium liggur við höfnina í Baoshan og stutt að fara.
Innritun fer fram við skipshlið og öll þjónusta til reiðu nema verslanir og spilavíti sem opna ekki fyrr en komið er á haf út. Um borð bíður okkar hádegisverður. 


celebrity_millennium2.jpg

Sunnudagur 27.október.  Siglingadagur
Fararstjóri fer með hópinn í kynnisferð um skipið. Endilega læra sem fyrst hvar er hægt að borða og drekka og dansa – og slappa af – og hvað er í búðunum, hvar er spilavítið o.s.frv. o.s.frv.
Ef sólin skín heillar sundlaugardekkið og mjúkir bekkir, enda eru þjónar á þönum í kring um okkur.

Mánudagur 28. október - Seoul (Incheon), Suður Kóreu
Incheon er þriðja stærsta borg Suður-Kóreu og stærsta hafnarborgin á vesturströndinni. Höfuðborgin Seoul er blanda af nútímalegum skýjakljúfum, glæsilegum mannvirkjasamstæðum (eins og Ólympíuþorpinu frá 1988), fornum höllum, búddahofum og friðsælum görðum. Þar má njóta eftirminnilegra stunda, eins og að sitja á garðbekk og horfa á sólina setjast við hafsbrún, tifa tánum í fíngerðum, silfruðum sandi, sitja á fjöruklöppum meðfram ströndinni, renna fyrir fisk og hrífast af ljóskerum, sveipuðum rauðu og bláu silki, sem lýsa upp trén á kvöldin. Einnig er skemmtileg reynsla  að ganga upp á topp Bukhan-fjalls.

Þriðjudagur 29. október – á siglingu
Njótið alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi. Látið dekra við ykkur hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist. Eitt er víst að það er nóg að borða og drekka.


Celebrity Millennium_Celebrity_ sigling_coffeelounge_3.jpg

Miðvikudagur 30.október til föstudagsins 1.nóvember – Tianjin.
Fyrsti áfangastaðurinn er Tianjin, sem er hafnarborg Beijing. Á milli þessara borga eru 170 km og tekur u.þ.b. þrjár klst að aka á milli.  Hægt er að kaupa 3ja daga/2ja nátta dvöl í Beijing um leið og ferðin er bókuð. Sjá nánar undir kaflanum um skoðunarferðir.
Þeir sem vilja það ekki eiga kost á að bóka dagsferðir á vegum skipafélagsins og eru þær ferðir með enskumælandi leiðsögumönnum.

Laugardagur 2.nóvember – á siglingu
Njótið alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi. Látið dekra við ykkur hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist. Eitt er víst að það er nóg að borða og drekka.


celebrity_millennium1.jpg

Sunnudagur 3.nóvember - Jeju Island – Suður Kóreu
Hitabeltiseyjarparadís Suður-Kóreu er heillandi með sendnum ströndum, vaggandi pálmatrjám og stórfenglegu eldfjallalandslagi. Langi fólk ekki að flatmaga á ströndinni þarf því ekki að leiðast því að fossar, söfn, smáþorp, froskköfun, gönguferðir og fjöldi hátíða halda öllum við efnið.  Unun er að kafa og skoða lífið í sjónum og á kóralrifunum undan strönd hins kyrrláta bæjar Seogwipo eða rölta neðanjarðar í gegnum lengsta hraunhelli á jörðinni, í Manjanggul. Einnig er hægt að ganga um bæinn og njóta umhverfisins.

Mánudagur 4.nóvember  - dagur á siglingu.
Algjör lúxus að fá heilan dag til að sigla um framandi höf og njóta matar, drykkja og afþreyingar um borð í Celebrity Millennium.


kobe_japan_1.jpg

Þriðjudagur 5.nóvember og miðvikudagur 6.nóvember  – Kobe, Japan
Í þessari 1.5 milljón manna borg er margt að sjá og reyna. Þar má til dæmis nefna Hafnarturninn, 108 metra hátt stólagrindarmannvirki þaðan sem sést vítt til allra átta. Í Kobe er við hæfi að bragða hið rómaða nautakjöt sem kennt er við borgina og á engan sinn líka. Saki eða hrísgrjónabrennivín er þjóðardrykkur Japana og þeir sem vilja fræðast nánar um sakibruggun og hefðir geta gert það í Hakutsuru-sakísafninu. Dveljum í Kobe í eina nótt og einn og hálfan dag og boðið uppá ferðir til Kyoto og Osaka.


tokyo_3_1900x620.jpg

Fimmtudagur 7.nóvember - Fuji-fjall (Shimizu), Japan
Á heiðskírum dögum, einkum að vetrarlagi, sést Fuji-fjall (Fuji-san á japönsku) alla leið frá Tokyo, 100 kílómetra í burtu. Þegar hæsta fjall Japans skartar snjóhettu er það hin fullkomna póstkortsmynd af eldfjallskeilu. Þetta rómaða fjall er eitt frægasta tákn Japans, á því hefur hvílt helgi síðan í fornöld og konum var bannað að koma þangað allt fram á öndverða 20 öld.


tokyo_2.jpg

Föstudagur 8.nóvember - Tokyo, Japan
Tókýó (Yókóhama), Japan – skoðunarferð um Yokohama
Þótt Tókýó sé ein stærsta og æðisgengnasta borg heimsins hefur henni samt tekist að halda í töluverða skilvirkni og aðdráttarafl. Innan um endalaus suðandi ljósaskilti og kaplaflækjur í lofti má í borginni sjá sumt af því tilkomumesta í byggingarlist heimsins, glæsilegar verslanir og fjögurra stjarna veitingastaði. En það þarf ekki að fara langt út fyrir ysinn og þysinn í borginni til þess að finna allt annan heim. Í litlum bæjum og þorpum umhverfis hana fæst innsýn í auðuga menningu og gamlar hefðir Japana. Þar getur að líta fjölda íbúðarhúsa úr timbri, forn hof, helgistaði og keisaralega garða. Allt frá skarkala stórborgarinnar til kyrrlátra bonsaitrjágirtra hverfa er Tokyo heilt rannsóknarefni í unaðslegum andstæðum.

Komið til hafnar í Yokohama snemma morguns og farið í skoðunarferð um Yokohama.
Í dag sjáum við Yamashita garðinn og Shin-Yokohama Ramen safnið fyrir mat. Eftir hádegisverð sjáum við Kirin Yokohama bjórþorpið, Minatomirai og Rauða Yokohama tígulsteinahúsið.
Ekið til skips þar sem gist er um nóttina.

Brottför kl. 10:00
Lengd ferðar: u.þ.b. 6klst.
Innifalið: Akstur, aðgangseyrir og hádegisverður.
Þessi ferð er innifalin í verði ferðarinnar.


japan.jpg

Laugardagur 9.nóvember. – Yokohama- Tokyo
Farið frá borði kl. 9. Á dagskrá er að heimsækja Asakusa Hofið og Nakamise verslunargötuna. Eftir hádegisverð er siglt frá Asakusa til Hamarkyu eftir Sumita ánni.og farið í Hamarikyu Onshi Teien garðin. Ferðin endar á hótel Chinzanso, þar sem við gistum næstu tvær næturnar.

Brottför kl. 9:00
Lengd ferðar: u.þ.b. 6 klst.
Innifalið: Akstur, aðgangseyrir og hádegisverður.
Þessi ferð er innifalin í verði ferðarinnar.


tokyo_cherryblossom.jpg

Sunnudagur 10.nóvember  –  Tokyo, skoðunarferð.
Rútan kemur og sækir hópinn og farið í Imperial Palace Easte Garden og farið að Regnbogabrúnni (Odaiba seaside park).  Eftir hádegisverð er ekið í Meiji Jingu Shrine hofið og síðan er frjáls tími í Omotesando og Harajuku svæðinu.
Komið á hótelið um kl. 15:00 og gist um nóttina.

Brottför kl. 9:00
Lengd ferðar: u.þ.b. 6 klst.
Innifalið: Akstur, aðgangseyrir og hádegisverður.
Þessi ferð er innifalin í verði ferðarinnar.


japan_2.jpg

Mánudagur 11.nóvember – Tokyo – Helsinki – Keflavík.
Eftir morgunverð, kveðjum við hótelið og ökum út á flugvöll.  Áætluð brottför flugs AY074 er kl. 11:55. Flogið með Finnair til Helsinki og lent þar kl. 15:20. Flogið áfram til Keflavíkur með Icelandair og er áætluð lending í Keflavík kl. 18:00 sama dag.

Sjá nánari ferðalýsingu

Uppselt

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef PVG

  10

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun