Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg

Ógleymanleg upplifun fyrir unga knattspyrnuiðkendur

 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  219.500 kr    *

 • Flug

Myndagallerí

Ógleymanleg upplifun

VITA sport skipuleggur ferðir í Knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg þar sem aðstæður, aðbúnaður og þjálfun er á heimsmælikvarða.

Í knattspyrnuskólanum fá ungir knattspyrnuiðkendur smjörþefinn af því hvernig það er að æfa eins og atvinnumaður, auk þess sem dagurinn er brotinn upp með skemmtilegum samverustundum, skemmti- og skoðunarferðum um svæðin þar sem skólarnir eru. Skólinn er fyrir stráka á aldrinum 13 til 16 ára.

Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg hefur notið mikilla vinsælda á meðal ungra knattspyrnuiðkenda á Íslandi, enda fá þeir smjörþefinn af því hvernig það er að æfa við aðstæður eins og þær gerast allra bestar. Skólinn er staðsettur í Lokeren í Belgíu.

Allir knattspyrnusnillingarnir fara í hraða- og snerpuprófun sem belgíski úrvalsdeildarklúbburinn Club Brugge mun standa fyrir.

Námskeðin verða tvö árið 2017:

- 13. - 20. apríl
- 30. júlí - 6. ágúst

Þjálfunin

Þjálfarar skólans eru í hópi þeirra fremstu í unglingaþjálfun í Belgíu. Sumarið 2016 verður Henny De Regt, fyrrverandi þjálfari hjá Ajax í Hollandi, sérstakur gestaþjálfari. Er þetta í fjórða skipti sem ungum knattspyrnuiðkendum frá Íslandi gefst tækifæri að æfa undir stjórn þrjálfara frá félagi sem býr yfir eins mikilli hefð í unglingastarfi og Ajax.

Rik Van Cauter er yfirþjálfari skólans. Hann er fyrrverandi atvinnumaður með Lokeren. Hann hefur æðstu gráðu Konunglega þjálfaraskólans í Belgíu.

Chris Van Puyvelde er með æðstu gráðu konunglega þjálfaraskólans auk þess sem hann hefur UEFA Pro Licence gráðu. Hann hefur þjálfað félgö (Club Brugge, Lokeren, Heerenveen og Olypiakos Piaeus) á sínum þjálfaraferli og á rúmlega 70 leiki í Champions League. Markmannsþjálfari er Paul Van Hemerlrijke. Hann er með æðstu gráðu konunglega þjálfaraskólans. Allir markmenn sem koma fá kennslu frá þessum frábæra markmannsþjálfara.

Sjúkraþjálfari skólans er Stany Rogiers. Hann hefur séð um meiðsli leikmanna Lokeren í 28 ár og verið 9 ár með belgíska landsliðið. Skólastjóri skólans er sem fyrr Kristján Bernburg. Kristján er búsettur í Lokeren og sér hann um að allt gangi snurðulaust fyrir sig.

Æfingaaðstaða og uppbygging æfinga

Æft er á gervigrasi. Æft er tvisvar á dag. Mikil áhersla lögð á að innleiða tækni, aga og einbeitingu hjá drengjunum. Allir þjálfararnir hafa mikla reynslu sem atvinnumenn og bera vinnubrögð þeirra þess merki. Æfingarnar eru mjög markvissar en um leið eiga þjálfararnir mjög auðvelt með að ná til ungra knattspyrnumanna með skemmtilegum aðferðum og viðheldur léttleika í hópnum.

Afþreying

Ýmislegt er gert sér til dundurs á milli æfinga. Farið verður í go-kart og klifur. Auk þess er boðið upp á fræðslu á kvöldin um ýmislegt sem hjálpar ungum knattspyrnumönnum að bæta sig. Verðlaun verða veitt fyrir besta herbergið, framfarir og til leikmanna sem hafa skarað fram úr á meðan skólinn stendur yfir.

Sjá nánari ferðalýsingu
 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  219.500 kr    *

 • Flug

Knattspyrnuskóli KB

Mæli eindregið með KB skólanum , þar er unnið af miklum metnaði og fagmennsku.
Strákarnir mínir voru báðir svo ánægðir að þeir vildu hiklaust fara aftur.

Svava Mathiesen, okt 2014

 

Ég kynntist Kristjáni stofnanda og eigenda K.B skólans þegar ég var 17 ára þegar ég fór út til Lokeren þar sem ég fékk að æfa og spila í viku tíma. Mikill öðlingsmaður hann Kristján og hugsaði hann einkar vel um mig þegar ég var þar. Þess vegna fannst mér ekkert mál þegar sonur minn vildi fara í knattspyrnuskólann hjá honum. Ég vissi það af góðri reynslu að hann væri í frábærum höndum.

Útkoman hjá guttanum var svo fyrirsjáanleg. Hann vill helst vera í K.B skólanum í hverjum mánuði. „Þjálfararnir frábærir, æfingarnar skemmtilegar, maturinn góður, aðstaðan til fyrirmyndar“.
Þannig að knattspyrnuskóli K.B fær 5 stjörnur frá guttanum. Ef einhverjir eru að hugsa um að senda barnið sitt í K.B skólann með VITA þá þurfið þið ekki að hugsa ykkur lengur um. Barnið þitt er í góðum höndum alveg frá því það leggur af stað og þangað til það kemur til það kemur til baka.

Þórhallur Dan Jóhannsson, okt 2014

- Svava Mathiesen, okt 2014 - Þórhallur Dan Jóhannsson, okt 2014

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef -> BRU

  3 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði