fbpx Kosta Ríka | Vita

Kosta Ríka

Friðsæld og upplifun

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Friðsæl Paradís. Upplifðu og njóttu!

2. - 17. mars 2020
Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson

Verið hjartanlega velkomin til Kosta Ríka! Í þessari ferð til fyrirheitna lands Kristófers Kólumbusar, Kosta Ríka, býðst tækifæri til að sjá eldfjöll og skjaldbökur, flatmaga á ströndinni við Kyrrahafið, heilsa upp á letidýr og apa, smakka súkkulaði að hætti heimamanna, baða sig í hveri upp í fjöllunum og margt fleira. Við reynum við að tileinka okkur kjörorð heimamanna, ,Pura Vida‘ (eða ,tært líf‘), á meðan við komumst að því af hverju landið er stundum nefnt Sviss Mið-Ameríku‘ og njótum lífsins í þessari friðsælu paradís.


costa_rica_red_macaw_-_central_pacific_coast.jpg

Dags Flug Staður Brottför Staður Dags Koma
 2. mars FI 603 Keflavík 17:15 Toronto 2. mars 18:20
 3. mars AC 1734 Toronto 07:40 Liberia 3. mars 11:55
15. mars AC 1807 San José 23:20 Toronto 16. mars 06:30
17. mars FI 602 Toronto 20:30 Keflavík 18. mars 06:05

Mánudagur 2. mars. Keflavík - Toronto
Flogið með Icelandair til Toronto og gist á hótel Sheraton Gateway Airport um nóttina.


toronto_1.jpg

Þriðjudagur 3. mars. Lent í Kosta Ríka
Flogið snemma morguns með Air Canada og áætluð lending um hádegi á alþjóðlega flugvellinum í Líbería. Þaðan mun rúta flytja hópinn til Tamarindo, vinsæll og margrómaður strandbær í Guanacaste héraði. Akstur þangað mun taka um 1,5 klst.
Héðinn fararstjóri mun sjá til þess að innritun á Tamarindo Diria Beach Resort hótelinu gangi klakklaust fyrir sig, en svo býðst tækifæri að koma sér fyrir og hvílast fyrir sameiginlegan kvöldverð á hótelinu.
Hótelið er staðsett miðsvæðis í bænum og alveg við ströndina.
Innifalið: Kvöldverður


kosta_rika_tamarindo.jpg

Miðvikudagur 4. mars. Strendur, leiruviður og skjaldbökur
Eftir morgunverð á hótelinu verður boðið upp á hálfsdags leiðangur á hina glæsilegu Flamingo-strönd, en á þeirri leið verður m.a. ekið í gegnum heimabæ fararstjórans (Brasilito).
Seinni part dags verður svo farið í spennandi leiðangur um leiruviðarárós (e. mangrove estuary) og skjaldbökur heimsóttar á ströndinni. En í Kosta Ríka er gríðarleg áhersla lögð á að vernda skjaldbökurnar og heimkynni þeirra.
Innifalið: Morgunverður.


kosta_rika_strond.jpg

Fimmtudagur 5. mars. Frjáls dagur í Tamarindo
Það getur verið dásamlegt að liggja bara á ströndinni, kíkja í búðir eða ráfa um svæðið. En áhugasamir geta einnig valið aukaferð (gegn greiðslu) á tvíbytnu (e. catamaran) þaðan sem m.a. verður hægt verður að synda, ,snorkla’ og njóta sólarlagsins um borð.
Tækifæri gefst til að sigla á kajak.
Innifalið: Morgunverður.

Brottför: 13:30.
Tímalengd: 4 – 5 klukkustundir.
Verð: 15.000 kr.
Innifalið: Akstur, innlendur staðarleiðsögumaður, búnaður til að snorkla, opinn bar, kajak og íslensk fararstjórn.
Lágmarksþáttaka eru 15 farþegar.


kosta_rika_catamaran.jpg

Föstudagur 6. mars. Haldið til fjalla
Eftir morgunverð liggur leið okkar austur upp í fjöllin til Monteverde, en áætlað er að aksturinn taki um 4,5 klst. Sameiginlegur kvöldmatur verður í boði á hótelinu okkar, sem heitir El Establo hotel.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður.


kosta_rika_monteverde.jpg

Laugardagur 7. mars. Skýjaskógurinn við Monteverde
Í dag verðum við í skýjunum! Við munum heimsækja s.k. ‘Santa Elena Cloud Forest Biological Reserve’. Þar munum við hverfa inn í mistinn sem umlykur þetta svæði sem er í 1.600 metra hæð fyrir ofan sjávarmál og skoða dýr og gróður, áður en við njótum saman hádegisverðar á veitingastaðnum Bon Appetite.
Innifalið: Morgun og hádegisverður.


kosta_rika_cloud_forest.jpg

Sunnudagur 8. mars. Eldfjöll og hengibrýr
Í dag kynnumst við náttúrunni allt í kringum Arenal eldfjallasvæðið, en þar er útsýnið hreinlega stórbrotið. Nú þarf bara að rifja upp hvar víðsýnisstillingin á myndavélinni er að finna! Einnig verður farið á Arenal-vatn, rölt um hengibrýrnar og ferðarykið skolað af í hverunum á svæðinu. Hádegismatur er innifalinn.
Innifalið: Morgun og hádegisverður.


kosta_rika_monteverde2.jpg

Mánudagur 9. mars. Jaco & Quepos
Í dag höldum við áfram að skoða strandlengju Kyrrahafsins í Kosta Ríka. Við yfirgefum við El Establo hótelið og höldum suður á boginn í átt að Manuel Antonio í Quepos. Ferðalagið mun taka okkur um fjórar klukkustundir.
Hádegismatur á El Jardin veitingastaðnum er innifalinn á leiðinni, en við stöldrum einnig við á Jaco-ströndinni þar sem frjálst tími býðst.
Jacó er fallegur og líflegur strandbær, þekktur fyrir að bjóða upp á alls kyns afþreyingu. Svo liggur leiðin áfram til Quepos, þar sem við munum innrita okkur á Parador Resort & Spa.
Kvöldmatur verður í boði á hótelinu.
Innifalið: morgun-, hádegis og kvöldverður.


costa_rica_jaco_beach_4.jpg

Þriðjudagur 10. mars. Manuel Antonio þjóðgarðurinn
Það er eiginlega varla hægt að heimsækja þennan miðhluta Kosta Ríka án þess að heimsækja Manuel Antonio þjóðgarðinn. Þó hann sé sá smæsti í landinu er hann jafnframt einn sá vinsælasti. Enda eru þar að finna bæði gullfallegar hvítar strendur og sígrænan skóg. Garðurinn er stútfullur af ýmis konar gróðri, lónum og mýrum, en einnig eru þar 109 tegundir spendýra og 184 afbrigði fugla. Eitt annað sem er mjög vinsælt að skoða á þessum slóðum er s.k. Punta Catedral, en þar er um að ræða höfða með skóglendi ofan á og virkar sem skil á milli tveggja strandlengja.
Í Manuel Antonio má finna frumskóg, strendur og kóralrif sem bjóða upp á heimkyni letidýra, igúana, apa og endalausra fiskategunda. Það er því margt að sjá og njóta!
Innifalið: Morgun og hádegisverður.


kosta_rika_dyralif.jpg

Miðvikudagur 11. mars. Frjáls dagur í Quepos
Tilvalið að skreppa á fallegar og unaðslegar slóðir í grennd við þjóðgarðinn. En einnig verður boðið upp aukaferð (gegn greiðslu) í svo kallað ,zip-line’ sem er tilvalið fyrir þá sem vilja örva aðeins hjartsláttinn!
Innifalið: Morgunverður.

"Zip-line" ferð
Brottför: 07:00
Tímalengd: 4  klukkustundir.
Verð: 12.900 kr.
Innifalið: Akstur, innlendur staðarleiðsögumaður, búnaður, hádegisverður og íslensk fararstjórn.
Lágmarksþáttaka eru 15 farþegar.


kosta_rika_zip_line.jpg

Fimmtudagur 12. mars. Uvita og hvalaskoðun
Akstur suður til Uvita eftir morgunmatinn tekur um klukkustund, en þar munum við fá tækifæril til að fara í hvala- og höfrungaskoðun á hafi úti. Þar er einnig stórmerkileg strandlengja, sem er einmitt eins og hvalasporður í laginu, en svæðið allt í kring er einnig þekkt fyrir eitt fjölbreyttasta lífríki heims.
Kvöldverður verður í boði á hótelinu þennan dag.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður. 


kosta_rika_hofrungar.jpg

Föstudagur 13. mars. Dýrabjörgunarstöð og matreiðslunámskeið
Við munum heimsækja dýrin í ‚Si Como No Wildlife‘ dýrabjörgunarstöðinni í dag, en starfsemi margra slíkra stöðva má rekja til áttunda áratugar síðustu aldar þegar hvað mest var höggvið af skóglendi í landinu. Á þeim tímum fengu mörg dýr sem misstu heimkynni sín hvimleitt hlutverk sem gæludýr eða söluvara á ólöglegum alþjóðlegum mörkuðum. En í dag er auðvitað gríðarleg áhersla lögð á að vernda heimkynni dýranna og Kosta Ríka er eitt fárra suðræna landa þar sem skóglendi eru að stækka. Að þeirri heimsókn lokinn áður en við fáum svo tækifæri til að læra að elda mat að hætti heimamanna.
Innifalið: Morgun og hádegisverður.


kosta_rika_dyralif1_2.jpg

Laugardagur 14. mars. Frjáls dagur í Quepos
Héðinn fararstjóri verður ykkur auðvitað innan handar með allt skipulag, eftir þörfum. Kannski laðar annað hvort sundlaugarbakkinn ykkur til sín eða gullfallegar strendurnar. Eða kannski langar ykkur frekar að fara á t.d. sjókajak, fjórhjól eða jafnvel hestbak?
Innifalið: Morgunverður.


kosta_rika_quepos.jpg

Sunnudagur 15. mars - mánudags 16. mars. Höfuðborgin, súkkulaði og næturflugið til Toronto
Í dag höldum við norðaustur til höfuðborgarinnar, San José. Á leiðinni munum við fá að kynnast súkkulaðigerð og sögu þess, skoða aðeins höfuðborgina og snæða saman kvöldverð. Það er ekið á alþjóðlega flugvöllinn Juan Santamaria (SJO). Þaðan er flogið til Toronto og ekið beint á hótel Sheraton Centre Toronto þar sem morgunverður bíður. Hvíld er svo tekin til hádegis.
Síðdegis er skoðunarferð um borgina þar sem við heimsækjum m.a. CN Turninn.
Kvöldið er frjálst.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður. 


toronto_2.jpg

Þriðjudagur 17.mars. Dagsferð að Niagara fossunum og næturflugið heim til Íslands
Eftir morgunverð er tékkað útaf hótelin og farið í dagsferð að Niagara fossunum. Eftir ferðina er ekið beint útá flugvöll og flogið heim með Icelandair.
Brottför er áætluð kl. 20:30 og lent í Keflavík kl. 06:05 að morgni 18.mars.
Innifalið: Morgunverður. 


niagara-falls.jpg

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verð og innifalið

  • Hótel í ferðinni

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef SJO

    Eftirmiðdagsflug

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun