Kosta Ríka - áramótaferð

Sólrík og friðsæl náttúruparadís

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Kosta Ríka, áramótaferð. 

28.desember - 10.janúar
Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson

Ferð okkar til Kosta Ríka hefst og endar í höfuðborginni, San José, en í þessari ferð til fyrirheitna lands Kristófers Kólumbusar býðst tækifæri til fagna áramótum við Karíbahafið, dást að eldfjöllum og stöðuvötnum inn í miðju landi, flatmaga á ströndinni við Kyrrahafið, heilsa upp á letidýr og apa, smakka nýmalað kaffi að hætti heimamanna, baða sig í lóni í frumskóginum og margt fleira. Við munum komast að því af hverju landið er stundum nefnt,Sviss Mið-Ameríku‘ á meðan við njótum lífsins í þessari friðsælu paradís. Loks reynum við að tileinka okkur kjörorð heimamanna, ,Pura Vida‘ (eða ,tært líf‘).

Dags Flug Staður Brottför Staður Dags Koma
28.desember FI    873 Keflavík 17:15 Dallas 28.desember 19:40
29.desember AA 1053 Dallas 09:00 San José 29.desember 13:13
10.janúar AA 2436 San José 08:54 Dallas 10.janúar 13:05
10.janúar FI    872 Dallas 16:00 Keflavík 11.janúar 06:00

Föstudagur 28. desember   FLUG FRÁ ÍSLANDI TIL DALLAS
Brottför frá Íslandi er kl. 17.15 og lent í til Dallas, Texas í USA kl. 19.40 að staðartíma. Þar bíður Héðinn Svarfdal fararstjóri og fylgir ykkur á Hyatt Regency DFW til hvíldar eftir flugið.
Matur:  M

Laugardagur 29. desember   FLUG FRÁ DALLAS TIL SAN JOSÉ 
Flugið frá Dallas fer í loftið kl. 9.00 þennan dag og lent verður kl. 13.13 á alþjóðlega flugvellinum Juan Santamaria í San José, höfuðborg Kosta Ríka. Þar mun staðbundinn fararstjóri fylgja okkur á Crowne Plaza Corobici hótelið. Frjáls tími seinni part dags, en Héðinn fararstjóri býður áhugasömum upp á gönguferð um nærliggjandi svæði.
Matur: M/H/K

Sunnudagur 30. desember   SAN JOSÉ
Frægasta afurð Kosta Ríka er án efa kaffi. Því er við hæfi eftir morgunmat að heimsækja ,Doka Coffee Plantation‘, en hér er um að ræða kaffibúgarð fyrir norðan borginna sem býður upp á einstakt tækifæri til að kynnast framleiðslu kaffis. Búgarðurinn hefur verið rekinn af Vargas-fjölskyldunni frá Alajuela allar götur síðan 1931, en í heimsókn okkar munum við kynnast bæði kaffiframleiðslu og einnig ýmiskonar ólíkri framreiðslu. Í heimsókninni gefst jafnframt tækifæri til að skoða fiðrildagarð þar sem fimmtán tegundir fiðrilda fara í gegnum sín ýmsu lífskeið. Í bakaleiðinni munum við aka um höfuðborgina og bjóða upp á tækifæri til að kynnast betur miðborginni.
Matur: M/H/K

Máudagur 31. desember   EKIÐ TIL TORTUGUERO & SIGLT AÐ HÓTELI
Í dag liggur leið okkar út úr borginni og í átt að Tortuguero á austurströndinni. Þá munum við fara í gegnum Braulio Carrillo-þjóðgarðinn þar sem finna má bæði fjölbreytt lífríki í fagurgrænum gróðri. Einnig munum við keyra fram hjá blómlegum ökrum og í gegnum ýmis þorp og bæi. Eftir því sem við nálgumst Karíbahafið hækkar hitastigið smám saman og rakastigið sömuleiðis. En það verður samt áfram mjög notalegt!
Rútuferðin endar við höfnina, en þaðan ferja bátar okkur á hótelið okkar. Á tveggja tíma langri siglingu þræðum við skurðina sem liggja í gegnum regnskóginn. Úr bátnum fáum við tækifæri til að dást að hinum ýmsu plöntum og dýrum sem finna má á þessu svæði, en sérstaklega má nefna fjölbreytt fuglalífið. Við komuna á hótelið verður haldinn kynningarfundur þar sem dagskráin verður tíunduð áður en boðið verður upp á hádegismat.
Haldið verður hátíðlega upp á áramótin við Karíbahafið!
Matur: M/H/K

Þriðjudagur 1. janúar   TORTUGUERO
Tortuguero er einstakur vettvangur fyrir náttúruunnendur og munu þeir því sjálfsagt fagna því að geta byrjað nýtt ár á því að skoða ýmis konar spendýr, fugla og skriðdýr í þessari jarðnesku paradís. En í dag byrjum við á að þræða smærri skurði sem finna má á svæðinu. Tortuguero býður upp á beina snertingu við móður náttúru, en stór hluti þjóðgarðsins eru strandlengjur og þar verpa t.d. sæskjaldbökur frá júlí fram í september. Eftir ferðina verður boðið upp á gómsætan morgunverð.
Seinni hluta dags er Tortuguero-þorpið heimsótt, en þar kynnumst við lífsháttum íbúa á svæðinu og einnig hvernig nokkrum grasrótarsamtökum hefur tekist að vernda sæskjaldbökurnar sem verpa árlega á þessari vernduðu strandlengju.
Matur: M/H/K

Miðvikudagur 2. janúar   ARENAL ELDFJALLIÐ
Eftir afslappaða morgunstund ferðumst við með bát til Caño Blanco/Pavona. Þaðan ökum við til Guapiles þar sem við gæðum okkur á hádegisverði.  Eftir matinn liggur næst leið okkar um láglendið í norðri, en þá gefst tækifæri til að njóta þess að aka í gegnum ýmsa bæi, eins og t.d. Puerto Viejo de Sarapiqui. Að auki er útsýnið skemmtilegt á milli bæja, enda fara fjöllin að blasa við og eins er ýmis konar ræktun á þessum slóðum. Þar má nefna helst ananas, banana, sykurreyr og fleira. Áfangastaðurinn er bærinn La Fortuna, þar sem hið fræga Arenal eldfjall blasir við. Við innritum okkur á Arenal Manoa hótelinu og kvöldið er frjálst. Auðvelt er að finna eitthvað ætilegt og skemmtilegt að gera í miðbæ La Fortuna,
Matur: M/H

Fimmtudagur 3. janúar   SVÆÐIÐ UMHVERFIS ARENAL ELDFJALLIÐ
Í dag kynnumst við náttúrunni allt í kringum Arenal eldfjallið, en við byrjum á s.k. ,Mirador Arenal 1968 Park’ og þar er útsýnið hreinlega stórbrotið. Fyrir framan okkur er eldfjallið, vinstra megin hraunið frá gosinu 1968 og Arenal-vatn hægra megin. Þetta þrefalda útsýni þykir einstakt og nú þarf bara að rifja upp hvar víðsýnisstillingin er á myndavélinni! Hádegismatur upp á eigin spýtur bíður í bænum og frjáls tími og/eða hvíld tekur við. En á þessum slóðum þykja hverir bjóða upp á besta hugsanlega endi á góðum degi – og einmitt í ,Tabacon Hot Springs‘ verður í boði kvöldmatur.
Matur: M/K

Föstudagur 4. janúar   MONTEVERDE SKÝJASKÓGUR & CARRILLO STRÖND
Um morguninn kveðjum við Arenal svæðið og fikrum okkur í átt aða Monteverde skýjaskóginum. Í byrjun ferðar njótum við útsýnisins yfir Arenal-vatn, en svo liggur leiðin upp á við í um Tilarán-fjallagarðinn. Á leið vestur í átt að ströndinni heimsækjum við Los Pumas-dýrabjörgunarfélag, en starfsemi þess má rekja til 1960 þegar hvað mest var höggvið niður af skóglendi í Guanacaste-héraði. Á þeim tímum fengu mörg dýr sem misstu heimkynni sín hvimleitt hlutverk sem gæludýr eða söluvara á ólöglegum alþjóðlegum mörkuðum. Í dag sér s.k. Hagnauer Foundation um að kosta starfsemi Las Pumas. Að þeirri heimsókn lokinni höldum við áfram ferð okkar að Kyrrahafsströndinni í Playa Carrillo þar sem við innritum okkur á Nammbu Beach hótelinu.
Matur: M/H/K

Laugardagur 5. janúar   CARRILLO STRÖND Í GUANACASTE
Strendur Guanacaste-héraðs eru margrómaðar í landinu vegan fegurðar og eru strendurnar í Sámara og Carrillo alls engar undantekningar. Raðir pálmatrjáa skreyta kríthvíta Carrillo ströndina sem er alla jafna ekki margmenn, þ.a.l. býðst hér  kjörið tækifæri til afslöppunar. Á meðan setið er á ströndinni þykir alls ekki amalegt að líta um öxl upp til fjallagarðanna í fjarska – og ekki bara út á hafið bláa hafið.
Ströndin í Carrillo er ekki jafn ,þróuð’ og sumar nærliggjandi strendur og þykir mörgum það einmitt kostur, enda eru tækifærin því enn betri til að njóta þess að synda, fara á kajak, stunda ,snorkeling‘, ,paddleboarding‘ og margt fleira. 
Matur: M/H/K

Sunnudagur 6. janúar   EKIÐ SUÐUR TIL MANUEL ANTONIO 
Þegar við höfum klárað morgunmatinn leggjum við af stað í átt að ekki síðri fegurð í Manuel Antonio. Framundan er gullfalleg útsýnisferð á leið okkar (um 5 tíma akstur, með hvíldarstoppum), þar sem við þræðum sjávarsíðuna. 
Við komuna á Parador Resort & Spa seinni part dags býðst tækifæri til að njóta þess sem hótelið hefur upp á að bjóða áður en við borðum þar saman kvöldmat.
Matur: M/H/K

Mánudagur 7. janúar   MANUEL ANTONIO ÞJÓÐGARÐURINN
Það er eiginlega varla hægt að heimsækja þennan miðhluta Kosta Ríka án þess að heimsækja Manuel Antonio þjóðgarðinn. Þó hann sé sá smæsti í landinu er hann jafnframt einn sá vinsælasti. Enda eru þar að finna bæði gullfallegar hvítar strendur og sígrænan skóg. Garðurinn er stútfullur af ýmis konar gróðri, lónum og mýrum, en einnig eru þar 109 tegundir spendýra og 184 afbrigði fugla. Eitt annað sem er mjög vinsælt að skoða á þessum slóðum er s.k. Punta Catedral, en þar er um að ræða höfða með skóglendi ofan á og virkar sem skil á milli tveggja strandlengja.
Í Manuel Antonio má finna frumskóg, strendur og kóralrif sem bjóða upp á heimkyni letidýra, igúana, apa og endalausra fiskategunda. Það er því margt að sjá og njóta!
Matur: M

Þriðjudagur 8. janúar   STRÖNDIN Í JACÓ
Í dag höldum við áfram að skoða strandlengju Kyrrahafsins í Kosta Ríka og næst á dagskrá er hin margrómaða strönd í Jacó. Það tekur um 1,5 klst. að aka þangað frá Manuel Antonio með fram sjávarsíðunni. Jacó er fallegur og líflegur strandbær, þekktur fyrir að bjóða upp á bæði tækifæri til kvöldskemmtunar og ýmis konar dægradvalar. Frjáls tími í Jacó tekur við eftir að hafa innritað okkur á Crocs Beach Resort, en fararstjóri mun lóðsa áhugasama um bæinn.
Matur: M

Miðvikudagur 9. janúar   FRJÁLS DAGUR Í JACÓ & EKIÐ TIL SAN JOSÉ
Það er ekki að ástæðulausu að Jacó er orðin gríðarlega vinsæll áfangastaður, enda fullyrða heimamenn að Jacó bjóði upp á eitthvað fyrir alla. Það er jú m.a. hægt að fara á brimbretti, hestbak, veiðar, fjórhjól, kajak, bátsferð og ,rafting‘ … nú eða bara slappa af á ströndinni. Í dag er frjáls dagur, en fararstjóri getur boðið upp á aukaferðir fyrir áhugasama.
Þegar tekur að rökkva liggur svo leiðin aftur til höfuðborgarinnar San José, þar sem gist er á Crowne Plaza Corobici hótelinu okkar nóttina fyrir brottför heim til Íslands.
Matur: M

Fimmtudagur. 10. janúar   BROTTFÖR TIL ÍSLANDS FRÁ SAN JOSÉ
Eftir morgunmat á hótelinu verður farið með rútu á Juan Santamaria flugvöllinn (SJO). Þaðan liggur leiðin heim til Íslands í gegnum Dallas, en lent verður heima á Íslandi kl. 7 næsta dag (fös.)
Matur: M
 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef íkon mynd af flugvél SJO

    Eftirmiðdagsflug

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði