fbpx Kraków, Póllandi | Vita

Kraków, Póllandi

Á heimsminjaskrá UNESCO

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Ein elsta borg í Póllandi, skemmtileg og fjölbreytt!

7. - 10. nóvember
Fararstjórar eru Agnieszka Szczodrowska og Guðmundur V. Karlsson

Kraków er æðisleg borg sem hægt er að njóta á fjölbreyttan hátt. Þetta er næststærsta og ein elsta borgin í Póllandi og er hún staðsett á bökkum ánnar Vistula sem er lengsta á landsins.
Borgin rekur sögu sína aftur til 7. aldar en gamli bærinn er á heimsminjaskrá UNESCO.
Í borginni er fjölmargt forvitnilegt að sjá, ekki síst þegar ferðamenn gefa sér tíma til að ganga um og uppgötva borgina á eigin vegum. Göturnar eru vel merktar og auðvelt er að nota almenningssamgöngur, t.d. strætisvagna og sporvagna. Íbúar borgarinnar eru vinalegir og taka vel á móti ferðafólki. Ef veðrið er gott er tilvalið að fara í göngu um Planty, grænt svæði með trjám og bekkjum sem liggur umhverfis gamla bæinn. Einnig er dásamlegt að ganga meðfram ánni þar sem er fallegt útsýni yfir til kastalans. Svo er hægt að halda í suðurátt, yfir brúna til að heimsækja hefðbundið hverfi, Kazimierz, þar sem venjulegt fólk býr. Eða bara ganga um þessi mögnuðu stræti gamla bæjarins, kíkja inn í litlar búðir, taka þátt í fótboltaleik í garðinum eða fá sér bjór á heillandi piwnika (pöbb).   
Wawel kastalinn er meginaðdráttarafl borgarinnar en í gamla bænum eru einnig háir kirkjuturnar, áhugaverð söfn og hið mikla Rynek Główny sem er stærsta markaðstorg í Evrópu. Kastalinn stóð sem pólitískt og menningarlegt hjarta Póllands út 16. öldina og er því eins konar þjóðartákn. Hann er núna safn með fimm mismunandi deildum sem innihalda; krúnudjásn og vopnabúr, hallarsali, konunglegar íbúðir, Lost Wawel sýninguna á fornminjum Wawel og sýningu á austurlenskri list. Miðar eru keyptir inn á hverja sýningu fyrir sig og eru sýningarnar á hallarsölum og konunglegum vistarverum mest spennandi af þeim en best af öllu er þó bara að ganga um kastalasvæðið.
Í Kazimierz sem áður var gyðingahverfi, endurspegla leifar af samkomuhúsum (e. synagogues) hörmungar 20. aldar á meðan lífleg torg og hliðargötur tákna endurnýjun 21. aldarinnar. Á þessu svæði og um allan gamla bæinn eru hundruð veitingastaða, bara og klúbba. 
Það býr þó meira að baki þessari gömlu konunglegu höfuðborg en saga og næturlíf. Þegar gengið er í gegnum gamla bæinn er ekki laust við að samhljómurinn í rólegum hliðargötum, eðlilegum arkítektúr og birtunni, sýni ferðamönnum hina sönnu hlið Póllands. Á slíkum stundum sýnir Kraków fullkomna blöndu af fortíð og nútíð sem er mikilvægur hluti af hverri heimsókn til Póllands. 


krakow_poland_2.jpg

Sagan
Eftir að hið sjálfstæða Pólland var endurbyggt eftir fyrri heimsstyrjöldina blómstraði Kraków en harmleikurinn hélt þó áfram í seinni heimsstyrjöldinni. Þá var borgin hertekin af Þjóðverjum sem myrtu menntaelítu borgarinnar og slátruðu tugþúsundum gyðinga í helförinni. 
Kommúnistastjórnin sem komst til valda eftir stríðið ýtti undir aukna óhamingju með því að byggja gríðarstórt og mengandi álver við Nowa Huta sem er aðeins um 10km frá gamla bænum.
Kraków, og þá sérstaklega frægasti íbúi borgarinnar, Karol Wojtyla sem varð síðar páfinn Jóhannes Páll II, léku mikilvægt hlutverk í andkommúnistahreyfingu sjöunda og áttunda áratugarins. Augljóst er að íbúar Kraków bera mikið stolt í garð þessa fyrrum páfa. Í dag er Kraków aftur í uppsveiflu og er nú næststærsta borg landsins og aðalferðamannastaður þess.
Afþreying
Í Kraków er lifandi menningarsamfélag, sérstaklega þegar kemur að leikhúsi, tónlist og myndlist. Þar eru haldnar fjölmargar árlegar listahátíðir. Borgin hefur einnig góða djassklúbba og listræn kvikmyndahús. Hið yfirgripsmikla pólska og enska tímarit, Karnet (www.karnet.krakow.pl) er hægt að fá á hvaða ferðamannaskrifstofu sem er og í því er birt dagskrá allra viðburða í borginni. 

Matur og menning
Á pólskum mælikvarða er Kraków himnaríki þegar kemur að mat. Gamli bærinn er fullur af skemmtilegum stöðum sem iðka mismunandi matarlistir og bjóða upp á fjölbreytt úrval af alþjóðlegum réttum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Í Kazimierz er einnig að finna fjöldann allan af veitingastöðum sem sumir bjóða upp á gyðingamáltíðir. Þar er líka skemmtileg matarvagnamenning á Skwer Judah (þar sem göturnar Wąska og św Wawrzyńca mætast).
Kóngurinn í saltkringlum
Eitt af aðaleinkennismerkjum Kraków eru standar á næstum hverju götuhorni sem selja obwarzanek (ob-va-zhan-ek), eða stórar ljúffengar saltkringlur. Pólsku saltkringlurnar eru líkar þeim þýsku en stærri og þéttari en hið venjulega þýska brauðmeti og eru búnar til með þeim hætti að deiginu er snúið saman áður en það er bakað. 
Það að gæða sér á einni slíkri saltkringlu er opinberlega einstök upplifun Kraków því Evrópusambandið hefur samþykkt að skrá hina hógværu obwarzanek saltkringlu á lista yfir afurðir sem eru verndaðar á grundvelli uppruna. Það bannar öllum nema þeim sem staðsettir eru í borginni að framleiða saltkringlur og kalla þær slíku nafni. 


krakow_poland_4.jpg

Verslun
Gamli bærinn í Kraków er með fjöldann allan af búðum sem selja allt frá venjulegum stuttermabolum og upp í stórkostlega kristalsmuni. Verslunarhverfið er Rynek Glówny og augljósasti staðurinn til að byrja (eða mögulega enda) verslunarferðina í Kraków er hinn gríðarstóri minjagripamarkaður í Cloth hill í miðju verslunarhverfisins. 
Fornmunir og flóamarkaðir
Á flóamarkaðnum sem haldinn er á laugardagsmorgun á Plac Nowy í Kazimierz er hægt að finna allt frá ryðguðum stríðsminjum að fallegum safngripum. Ef stefnan er sett á listagallerí er best að svipast um í kringum ul. Josefa.

Samgöngur
Kraków verður alltaf auðveldari og auðveldari yfirferðar fyrir reiðhjólafólk. Hjólastígar eru beggja megin árinnar og ná umhverfis gamla bæinn í Planty garðinum. Einnig er hægt að hjóla á skemmtilegum stígum sem ná út í sveitalandslagið í kringum borgina. Á upplýsingaskrifstofum InfoKraków er hægt að nálgast frí kort yfir hjólaleiðir. 
Mælt er með því að panta leigubíla frekar með símtali heldur en að kalla í þá á götum úti. Þannig er hægt að velja fyrirtæki sem hafa áreiðanlega bílstjóra og tala ensku. Leigubílar ættu að vera með mæli sem ætti að byrja í  7zł og hækka um 2.30zł á hvern kílómetra eða 3.50zł á kílómetrann frá kl. 22-6 og á sunnudögum. 
Almenningssamgöngur Kraków reka skilvirkt kerfi af strætisvögnum og sporvögnum sem ganga frá kl. 5 á morgnana til kl. 23 á kvöldin. Miðaverðið er mismunandi eftir tíma dagsins. 
Flestir af ferðamannastöðum borgarinnar eru í gamla bænum eða í stuttri göngufjarlægð frá honum svo þeir sem dvelja þar ættu ekki að þurfa að nota strætisvagna eða sporvagna oft. Athugið að sporvagnar fara oft aðrar leiðir á sumrin þar sem sporin eru uppfærð og löguð á þeim tíma. 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef FF

  3 - 4 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  zloty, PLN

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun