Krít
Vinalega eyjan, einstök upplifun
Myndagallerí
Krít, flogið með Icelandair!
Náttúrufegurð, einstök matargerð og sólríkir dagar á paradísareyjunni Krít.
Lækkaðu verð ferðarinnar með Vildarpunktum
Slökun á bekk við sólgyllta strönd á Krít og hræra helst hvorki legg né lið er engu líkt. Eins dásamlega og það hljómar þá býður Krít einnig upp á endalausa afþreyingu. Sjósund, köfun, allt hugsanlegt sjósport, hjólreiðar, göngur um fjöll og gljúfur, siglingar, skemmtigarða og hinar ýmsu skoðunarferðir. Allt þetta og meira til er að finna á Krít.
Verslun
Í Chania eru skemmtilegir markaðir og spennandi litlar verslanir. Kaupglaðir geta valið úr glæsilegum skartgripum, leðurtöskum, skóm, beltum og handunnum leirmunum. Þar eru einnig stærri búðir eins og H&M, Bershka, Zara, Stradivarius og Pull and Bear en það er ekki mikið um fatakeðjur á eyjunni.
Sagan
Saga Krítar er auðugri en margra nágranna hennar og nær 4.000 ár aftur í tímann. Reyndar er Krít eignaður heiðurinn af því að vera vagga nútíma siðmenningar. Ummerki sem styðja þá staðhæfingu má finna í höllinni í Knossos – Krítverjarnir sem þar bjuggu voru meðal hinna fyrstu sem tileinkuðu sér tísku, samkvæmi og kvenréttindi.
Ef hugurinn stendur til skoðunarferða er enginn staður betri en fagra eyjan Krít til að skoða rómverskar rústir, mínóískar hallir og fagrar býsanskar kirkjur. Vinsælast er þó að heimsækja eyjuna frægu og fögru, Santorini og einnig hefur færst í vöxt að gestir eyjunnar læri matreiðslu af Krítverjum.
Ströndin
Við ströndina teygir gylltur sandurinn anga sína marga kílómetra. Hótel, barir, verslanir og veitingastaðir raða sér eftir strandlengjunni og bíða þess að þjóna þörfum sumarferðamanna.
Chania
Flogið er til Chania, sem er önnur stærsta borg Krítar og sem var höfuðborg eyjarinnar til forna.
Miðbærinn er þægilegur yfirferðar og má segja að miðjan sé Feneyska höfnin, er þar standa veitingastaðir í röðum og notalegt að setjast niður og horfa á mannlífið.
Upp af höfninni eru litlar göngugötur þar sem auðvelt er að drekka í sig gríska stemmningu í litlu búðunum og t.d. kaupa ólífuolíuna sem hvergi er betri en einmitt á Krít.
Snotur gallerí, fataverslanir, skartgripa- og leðurverslanir eru á hverju götuhorni. Ekki má heldur gleyma að Chania er borg með allri þjónustu og þar búa Krítverjar – ekki bara ferðamann.
Ef stefnan er tekin vestur frá Chania er endað í Platanias, vinsælum ferðamannabæ sem iðar af lífi allan daginn og langt fram á kvöld.

Platanias
Þetta svæði er 14 km frá Chania og strætó gengur meðfram ströndinni og er byggð milli staðanna er nánast samfelld með veitingastöðum, verslunum, börum og kaffihúsum. Ferðaþjónustan blómstrar og sólþyrstir ferðalangar fá allt frá sandölum og ermalausum bol upp í vandaða minjagripi úr smiðju heimamanna.

Rethymnon
Þriðji stærsti bærinn á Krít er Rethymnon en hann er í um klukkutíma akstri frá flugvelli í Chania. Rethymnon státar líka af Feneyskri höfn, göngugötum og úrval veitingastaða er við höfnina og meðfram ströndinni. Einn af mörgum góðum kostum Rethymnon er að í bænum er breið og falleg sandströnd.

Á Krít mætast gamli og nýi tíminn á heillandi máta og líkt og að ganga inn í annan heim að rölta um þröngar steinilagðar götur bæjanna. Ys og þys borgarlífsins hverfur og sjarmi liðinna tíma tekur yfir. Hér er auðvelt að gleyma sér tímunum saman við að skoða minjar frá því að eyjan laut yfirráðum Feneyinga og síðar Tyrkja.
Ferðir verða í boði með íslenskum fararstjóra (sjá nánar undir skoðunarferðir).
Á eigin vegum:
Vatnsleikjagarðurinn Limnoupolis
Rétt fyrir utan Chania er vatnsleikjagarður, Limnoupolis, með leiktækjum, rennibrautum, klifurvegg og veitingastað. Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Takið með ykkur sundföt, handklæði, sólarvörur og hatta.
Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna
Köfun, Hjólreiðaferðir & Jeppasafarí - farþegar hafa kost á því að fara í köfun eða á köfunarnámskeið. Einnig er hægt að fara í hjólreiðaferðir. Hægt er að skoða bæklinga um þessa þjónustu í fararstjóramöppunni á hótelum. Fararstjóri aðstoðar við pöntun, ef þess er óskað.
Í Chania og Platanias er fararstjóri á vegum VITA, en þeir sem kjósa að dvelja í Rethymnon eru á eigin vegum, en með þjónustunúmer fararstjóra.
Flogið með Icelandair
Láttu þér líða vel og njóttu afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Krítar og aftur á leiðinni heim.
Veldu þitt sæti
Þú getur valið þitt sæti um borð í vélum Icelandair þegar þú ferðast með VITA. Hafðu ferðalagið eins og þú vilt hafa það!
Afþreyingarkerfi um borð
Yfir 600 klukkustundir af afþreyingarefni um borð í vélum Icelandair. Þú getur horft á nýjar eða klassískar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og heimildarmyndir. Einnig er hægt að hlusta á innlenda og erlenda tónlist. Þú ert með snertiskjá fyrir framan þig og ræður ferðinni.
Safnaðu Vildarpunktum
Viðskiptavinir VITA safna auk þess 2.300 Vildarpunktum fyrir valdar ferðir í leiguflugi ef bókað er á vefsíðu.
Krít
Krít, flogið með Icelandair!
Náttúrufegurð, einstök matargerð og sólríkir dagar á paradísareyjunni Krít.
Lækkaðu verð ferðarinnar með Vildarpunktum
Slökun á bekk við sólgyllta strönd á Krít og hræra helst hvorki legg né lið er engu líkt. Eins dásamlega og það hljómar þá býður Krít einnig upp á endalausa afþreyingu. Sjósund, köfun, allt hugsanlegt sjósport, hjólreiðar, göngur um fjöll og gljúfur, siglingar, skemmtigarða og hinar ýmsu skoðunarferðir. Allt þetta og meira til er að finna á Krít.
Verslun
Í Chania eru skemmtilegir markaðir og spennandi litlar verslanir. Kaupglaðir geta valið úr glæsilegum skartgripum, leðurtöskum, skóm, beltum og handunnum leirmunum. Þar eru einnig stærri búðir eins og H&M, Bershka, Zara, Stradivarius og Pull and Bear en það er ekki mikið um fatakeðjur á eyjunni.
Sagan
Saga Krítar er auðugri en margra nágranna hennar og nær 4.000 ár aftur í tímann. Reyndar er Krít eignaður heiðurinn af því að vera vagga nútíma siðmenningar. Ummerki sem styðja þá staðhæfingu má finna í höllinni í Knossos – Krítverjarnir sem þar bjuggu voru meðal hinna fyrstu sem tileinkuðu sér tísku, samkvæmi og kvenréttindi.
Ef hugurinn stendur til skoðunarferða er enginn staður betri en fagra eyjan Krít til að skoða rómverskar rústir, mínóískar hallir og fagrar býsanskar kirkjur. Vinsælast er þó að heimsækja eyjuna frægu og fögru, Santorini og einnig hefur færst í vöxt að gestir eyjunnar læri matreiðslu af Krítverjum.
Ströndin
Við ströndina teygir gylltur sandurinn anga sína marga kílómetra. Hótel, barir, verslanir og veitingastaðir raða sér eftir strandlengjunni og bíða þess að þjóna þörfum sumarferðamanna.
Chania
Flogið er til Chania, sem er önnur stærsta borg Krítar og sem var höfuðborg eyjarinnar til forna.
Miðbærinn er þægilegur yfirferðar og má segja að miðjan sé Feneyska höfnin, er þar standa veitingastaðir í röðum og notalegt að setjast niður og horfa á mannlífið.
Upp af höfninni eru litlar göngugötur þar sem auðvelt er að drekka í sig gríska stemmningu í litlu búðunum og t.d. kaupa ólífuolíuna sem hvergi er betri en einmitt á Krít.
Snotur gallerí, fataverslanir, skartgripa- og leðurverslanir eru á hverju götuhorni. Ekki má heldur gleyma að Chania er borg með allri þjónustu og þar búa Krítverjar – ekki bara ferðamann.
Ef stefnan er tekin vestur frá Chania er endað í Platanias, vinsælum ferðamannabæ sem iðar af lífi allan daginn og langt fram á kvöld.

Platanias
Þetta svæði er 14 km frá Chania og strætó gengur meðfram ströndinni og er byggð milli staðanna er nánast samfelld með veitingastöðum, verslunum, börum og kaffihúsum. Ferðaþjónustan blómstrar og sólþyrstir ferðalangar fá allt frá sandölum og ermalausum bol upp í vandaða minjagripi úr smiðju heimamanna.

Rethymnon
Þriðji stærsti bærinn á Krít er Rethymnon en hann er í um klukkutíma akstri frá flugvelli í Chania. Rethymnon státar líka af Feneyskri höfn, göngugötum og úrval veitingastaða er við höfnina og meðfram ströndinni. Einn af mörgum góðum kostum Rethymnon er að í bænum er breið og falleg sandströnd.

Á Krít mætast gamli og nýi tíminn á heillandi máta og líkt og að ganga inn í annan heim að rölta um þröngar steinilagðar götur bæjanna. Ys og þys borgarlífsins hverfur og sjarmi liðinna tíma tekur yfir. Hér er auðvelt að gleyma sér tímunum saman við að skoða minjar frá því að eyjan laut yfirráðum Feneyinga og síðar Tyrkja.
Ferðir verða í boði með íslenskum fararstjóra (sjá nánar undir skoðunarferðir).
Á eigin vegum:
Vatnsleikjagarðurinn Limnoupolis
Rétt fyrir utan Chania er vatnsleikjagarður, Limnoupolis, með leiktækjum, rennibrautum, klifurvegg og veitingastað. Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Takið með ykkur sundföt, handklæði, sólarvörur og hatta.
Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna
Köfun, Hjólreiðaferðir & Jeppasafarí - farþegar hafa kost á því að fara í köfun eða á köfunarnámskeið. Einnig er hægt að fara í hjólreiðaferðir. Hægt er að skoða bæklinga um þessa þjónustu í fararstjóramöppunni á hótelum. Fararstjóri aðstoðar við pöntun, ef þess er óskað.
Í Chania og Platanias er fararstjóri á vegum VITA, en þeir sem kjósa að dvelja í Rethymnon eru á eigin vegum, en með þjónustunúmer fararstjóra.
Flogið með Icelandair
Láttu þér líða vel og njóttu afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Krítar og aftur á leiðinni heim.
Veldu þitt sæti
Þú getur valið þitt sæti um borð í vélum Icelandair þegar þú ferðast með VITA. Hafðu ferðalagið eins og þú vilt hafa það!
Afþreyingarkerfi um borð
Yfir 600 klukkustundir af afþreyingarefni um borð í vélum Icelandair. Þú getur horft á nýjar eða klassískar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og heimildarmyndir. Einnig er hægt að hlusta á innlenda og erlenda tónlist. Þú ert með snertiskjá fyrir framan þig og ræður ferðinni.
Safnaðu Vildarpunktum
Viðskiptavinir VITA safna auk þess 2.300 Vildarpunktum fyrir valdar ferðir í leiguflugi ef bókað er á vefsíðu.
-
Hagnýtar upplýsingar
-
Afþreying
-
Skoðunarferðir
-
Flogið með Icelandair

Hagnýtar upplýsingar
FLUGVÖLLUR
Flogið er á Chania International, "Ioannis Daskalogiannis" flugvöllinn.
FLUG:
Flogið er með Icelandair
Farangur:
Leyfilegt er að taka með sér eina innritaða tösku ef flogið er á almennu farrými. Hún má að hámarki vega 23 kg og heildarumfang (lengd + breidd + hæð) má ekki vera meira en 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair.
SAMGÖNGUR:
Hægt er að bóka rútu með VITA til og frá flugvelli. Nú er einnig í boði rúta til Rethymno.
Leigubílar: Eru þægilegur ferðamáti og þá er oftast auðvelt að finna, en þeir eru gráir eða bláir að lit. Þegar um lengri vegalengdir er að ræða er gott að fyrirfram semja um ákveðið verð eða fá upplýsingar hjá hóteli hvað verðbilið sé á slíkri ferð. Leigubílstjórar mega taka aðra farþega upp í bílinn.
Strætó: Vagnar í mismunandi litum ganga um bæina og út á strendurnar. Kynnið ykkur áætlun vagnanna í þjónustumöppum Vita sem eru á hótelunum, starfsfólk í gestamóttökum er einnig reiðubúið til aðstoðar.
Bílaleigubílar: Rétt er að hafa í huga að væntanlegur ökumaður þarf að hafa gilt ökuskírteini og vegabréf. Við árekstur þarf alltaf að kalla til lögreglu og fylla út skýrslu, bæði fyrir bílaleiguna og leigutaka.
Sýna þarf vegabréf og ökuskírteini þeirra sem ætlað að aka bílnum. Mikilvægt er að bílaleigusamningurinn sé í bílnum, enda getur lögreglan sektað ökumann bílaleigubíls um allt að 1.500 evrur ef hann er ekki til staðar. Flestar bílaleigur hafa einnig aldurstakmark á leigutaka og er oftast miðað við 21 árs aldur.
TAX FREE:
Hægt er að fá virðisaukaskattinn endurgreiddan.
Endurgreiðslan skiptist í:
4% Nauðsynjavörur
8% Matur
18% s.s raftæki, föt, barnavörur, hjól og s.fr.
Nauðsynlegt er að fá tilskilda pappíra merkta Tax Free og kassastrimil þegar varan er keypt. Fyllið í reitina nafn, heimilisfang, númer vegabréfs, bankareiknings eða kreditkortanúmer svo að endurgreiðslan skili sér rétt.
Vöruna þarf svo að hafa með sér til tollvarða á flugvelli auk kvittana, vegabréfs og brottfararspjalds til að fá pappíra stimplaða. Svo má pakka vörunni og fara með töskurnar í innritun. Inní fríhöfninni er svo þjónustuborð sem á stendur tax free. Þangað er farið með stimpluðu kvittunina og þá er hægt að fá endurgreitt. Ef þjónustuborðið er lokað eru pappírar settir í þar til gerðan póstkassa.
TÖLVUR OG INTERNET:
Flest hótel bjóða upp á aðgang að netinu, annaðhvort frítt eða gegn gjaldi. Einnig er frítt Wifi á mörgum börum og skemmtistöðum.
Bankar: Eru opnir frá kl. 08:00 til 14:30 mánudaga til fimmtudaga og frá 08:00 til 14:00 á föstudögum. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru tengd bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar kort eru notuð í verslunum getur komið fyrir að beðið sé um að sýna vegabréf eða ökuskírteini til staðfestingar og þar þarf ávallt að stimpla inn PIN.
GJALDMIÐILL:
Evra
GREIÐSLUKORT:
Tekið er við greiðslukortum víðast hvar en ekki allsstaðar. Ef kort týnist eða er stolið verður að loka því umsvifalaust með því að hringja í neyðarsíma greiðslukortafyrirtækja á Íslandi.
APÓTEK:
Bera nafnið Farmakio á grísku og eru auðþekkt á grænum krossi. Þau eru yfirleitt opin alla virka daga á sömu tímum og verslanir en þó er það aðeins breytilegt milli staða. Yfirleitt er auðvelt að nálgast lyf í apótekum við minni háttar kvillum.
LÆKNISÞJÓNUSTA:
Ef grunur leikur á veikindum skal hiklaust leita til læknis. Sama á við ef slys verða. Ef óskað er eftir aðstoð læknis hringið í þjónustunúmer fararstjóra (eða neyðarsíma utan þjónustutíma). Bendum á starfsfólk í gestamóttöku hótelanna sem ávallt er tilbúið til að aðstoða gesti sína.
Allir sem hafa greitt ferðina með kreditkorti frá Mastercard eða Visa hafa sjúkrahústryggingu sem gild er á öllum einkasjúkrahúsum í Grikklandi, svo framarlega að sjúklingur sé ekki veikur áður en ferðin hefst eða veikindin séu krónísk.
MOSKÍTÓ:
Lifa á Krít og því er skynsamlegt að nota krem til varnar – ekki síst þegar rökkva tekur. Slík krem/úða er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum. Við hvetjum alla til að leita hiklaust til læknis ef um slæm bit er að ræða.
HÓTEL OG UMGENGNI:
Á öllum gististöðum eru ákveðnar reglur um umgengni og mikilvægt að fylgja þeim. Yfirleitt er ætlast til að ró sé komin á um miðnætti. Ef gestir virða þessar reglur að vettugi er hætta á að þeim verði vísað frá gististaðnum. Ákveðnar reglur gilda einnig um umgengni í sundlaug og garði. Mikilvægt er að virða þessar reglur sem eru settar með öryggi gesta í fyrirrúmi.
Húsbúnaður í íbúðum. Hverri íbúð á að fylgja nægilegt magn af eldunaráhöldum og borðbúnaði miðað við fjölda í gistingunni. Ef eitthvað vantar uppá þá skal gera athugasemdir við starfsfólk í gestamóttöku.
Sum íbúðahótel taka tryggingargjald, 100 til 150 evrur á íbúð sem er svo greitt til baka daginn áður en farið er heim. Þetta er til tryggingar gegn hugsanlegum skemmdum og til að lyklum sé skilað á brottfarardegi.
ÞJÓRFÉ:
Samkvæmt lögum er þjórfé innifalið í verði, en samt er venja að skilja eftir um það bil 5-10% af heildarupphæð til þjóna, hreingerningafólks og bílstjóra, ef ánægja er með þjónustuna.
KRANAVATN:
Er drykkjarhæft en það bragðast ekki vel. Mælt er með að nota flöskuvatn til drykkjar og matargerðar.
RAFMAGN:
Er 220 volt. Hægt er að nota öll algengustu rafmagnstæki hér eins og á Íslandi.

Afþreying
Vatnsleikjagarðurinn Limnoupolis - Rétt fyrir utan Chania er vatnsleikjagarður, Limnoupolis, með leiktækjum, rennibrautum og veitingastað.
Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Takið með ykkur sundföt, handklæði, sólarvörur og hatta.
Hér er hægt að skoða myndbönd úr garðinum.
Aðrir garðar og staðir sem bjóða uppá afþreyingu eru:
Mega Place - Þessi staður er nálægt Chania og býður einnig uppá ýmsa afþreyingu eins og keilu, billiard, leikvelli, tölvuleiki. Þaðan er flott útsýni yfir Souda bay og White mountains.
Platanias - Yndislegur lítill bær með alls kyns afþreyingarmöguleikum. Góðir veitingastaðir og kaffihús.
Fun Trains - Lest sem fer útsýnisferð og hentar börnum og fullorðnum á öllum aldri. Á vefsíðunni er hægt að skoða skemmtilegt myndband úr ferðunum.
Í Chania og Platanias er fararstjóri á vegum Vita, en þeir sem kjósa að dvelja í Rethymnon eru á eigin vegum, en með þjónustunúmer fararstjóra.

Skoðunarferðir
Hægt er að skrá sig í eftirfarandi ferðir hjá fararstjóra.
Athugið að lágmarksþátttöku þarf til að íslenskur fararstjóri fari með í ferð.
Falassarna – strandferð. Hálfsdagsferð
Eftirmiðdagsferð til að njóta sólsetursins á einni fallegustu strönd Krítar sem staðsett er á vesturhluta eyjunnar á Gramvousa höfðanum. Ströndin hefur verið valin ein af bestu ströndum Krítar og hefur unnið til verðlauna sem slík. Allir fá sólbekk og hægt er að fara í ýmis konar vatna sport (kostar aukalega). Þessi ferð er eingöngu á laugardögum. Lagt er af stað síðdegis á milli klukkan 15:30 og 16:30, komið til Falassarna um kl. 17:15 og gefinn frjáls tími til kl. 20:30. Komið til baka á milli kl. 21:00 - 21:45.
Innifalið: Rúta
Verð fullorðnir: 40 evrur
Verð börn: 20 evrur
Santorini. Heilsdagsferð
Ævintýrasigling til eyjarinnar Santorini sem talin er ein fegursta eyja í heimi. Hún samanstendur af fimm eyjum, en þær eru það sem eftir stendur af upprunalegu eyjunni sem sprakk í loft upp ca. 1600 f.Kr. Þetta sprengigos, er hið stærsta í sögunni og olli miklu tjóni um allt Eyjahaf.
Nú er Santorini falleg perla í djúpbláu hafi og ógleymanleg sjón fyrir alla fagurkera. Svartur gígbarmur, hvít hús, heiðblá þök og bjartur himinn.
Dulúð, sögur og munnmæli hafa alltaf einkennt Santorini og eyjan hefur frá upphafi vega laðað til sín gesti.
Siglt er frá Rethymno.
Innifalið: Akstur, sigling og skoðunarferð um eyjuna
Verð fullorðnir: 195 evrur
Verð börn 4-10,99 ára: 97,50 evrur
Krítverskt matreiðslunámskeið
Fyrir þá sem eru hrifnir af krítverskum mat er tilvalið að taka þátt í matreiðslunámskeiði uppí sveit hjá frú Krisulu og Helenu í þorpinu Metochi, suður af Kissamos.
Farið er inn á heimili gömlu konunnar þar sem hún og dóttir hennar kenna okkur krítverska matargerð og fræða okkur um leið um hráefnin sem koma öll úr garðinum hjá þeim.
Við lærum að matreiða gemista sem eru fylltar paprikur og tómatar, tzatziki sem er grísk jógúrtsósa, dakos sem er mezes (forréttur), grískt salat og kalitsunia sem er vinsælasti eftirrétturinn á Krít.
Allir borða saman í lokin og skola dásemdunum niður með sveitavíni og raki.
Krítversk matargerð er rómuð um allan heim og því tilvalið að breyta til og nota eftirmiðdaginn í að kynnast henni, sveitarmenningunni á Krít og því yndislega fólki sem byggir þessa eyju.
Þátttakendur eru sóttir á gististað um 16:00 í eftirmiðdaginn, og skilað heim aftur um klukkan 22:00.
Athugið að mæðgurnar geta ekki tekið við fleirum en sex í einu.
Verð fullorðnir: 80 evrur
Verð börn 4-11,99 ára: 40 evrur
Knossos og Heraklion
Heilsdagsferð
Ekið frá Chania til Heraklion þar sem við ferðumst aftur í tímann og lítum nánar á Mínosarmenninguna, fyrstu hámenningu í Evrópu. Þegar gengið er um minjarnar í Knossos hvarflar hugurinn auðveldlega aftur í tímann að goðasögum og munnmælum um hetjuna Þeseif og ófreskjuna Mínotavros. Þegar við höfum skoðað þessa margrómuðu höll á þessum fagra stað er ekið til höfuðborgar Krítar, Heraklion, þar sem gefinn er frjáls tími til að kynnast borgarlífinu. Þeir sem vilja geta heimsótt fornminjasafnið með fararstjóra, en þar eru stórkostlegir munir úr gulli, silfri, fílabeini og keramik, úr langri sögu Krítar, ásamt lifandi skrautlegum veggjamálverkum úr höllinni í Knossos.
Verð fullorðnir: 54 evrur
Verð börn 5-12,99 ára: 27 evrur
Innifalið: Akstur og leiðsögn
Ekki innifalið og greiðist á staðnum: Aðgangseyrir inn í Knossos frá 24,99 ára 15 evrur. 65 ára og eldri greiða 8 evrur inn í Knossos. Frjálst val fyrir þá sem vilja fara og skoða fornminjasafnið í Heraklion, það kostar 5 evrur.
Samariagljúfrið – gönguferð! Heilsdagsferð (Ath. einnig hægt að fara með án þess að ganga gljúfrið)
Heilsdagsferð
Samaria, stærsta gljúfur í Evrópu. Í því er að finna stórbrotna og einstaka fegurð, þar sem náttúruunnendum gefst frábært tækifæri til útivistar. Gljúfrið var gert að þjóðgarði árið 1962 og þar eru meðal annars heimkynni Kri Krí sem er villt friðuð geitategund. Hægt er að ganga lengri eða skemmri leið í gljúfrinu. Ekið er að Omalossléttunni í Hvítufjöllum sem er 1200 m hæð. Þar er lítið kaffihús þar sem hægt er að kaupa morgunverð eða kaffi. Gangan sjálf er 16,7 km í gegnum gljúfrið og hefst hún á 600 tréþrepum - allt niður í móti. Hápunktur göngunnar er þegar komið er að "Járnhliðinu", en þar er gljúfrið þrengst, aðeins örfáir metrar milli brattra gljúfurveggjanna. Gangan endar í litlar þorpinu Agia Roumeli, en þar gefst tími fyrir hádegisverð og sjóbað í Líbýska hafinu áður en haldið er heim, fyrst með báti og síðan rútu.
Takið með ykkur gönguskó sem styðja vel við ökkla, göngustafi, húfu, vatnsflösku og nesti. Þeir sem vilja fara í sjóinn taka með sundföt og handklæði.
Athugið að þeir sem ekki vilja ganga gljúfrið geta samt sem áður farið með í ferðina og ferðast þá með rútu og báti til Agia Roumeli þar sem hópurinn sameinast. Bátsferðin kostar 15 evrur ef gljúfrið er ekki gengið.
Innifalið í verði: Akstur og enskumælandi fararstjórar
Ekki innifalið og greitt á staðnum: Aðgangseyrir í gljúfrið 5 evrur fyrir 19-64,99 ára, frítt inn í gljúfrið fyrir 65 ára og eldri. Bátsferð fullorðnir 13 evrur á mann / börn 0-11,99 ára 6,50 evrur á mann. Allur matur greiðist á staðnum
Verð fullorðnir: 40 evrur
Verð börn 5-12,99 ára: 20 evrur
Elafonissi - strandferð. Heilsdagsferð
Ferð til einnar fegurstu strandar á Krít er einstakt tækifæri til að njóta þess sem suðvesturhluti eyjarinnar hefur að bjóða. Eyjan Elafonissi liggur skammt undan landi og aðeins yfir grunnt sund að fara. Auðvelt er að komast út í eyjuna með því vaða fagurbláan, kristaltæran sjóinn og er það ævintýri í sjálfu sér.
Ferðin hefst í Chania og þaðan er haldið til vesturs og beygt út af norðurstrandarveginum til suðurs þar sem farið er um sveitir með litlum þorpum og ólífulundum. Fyrsti viðkomustaður er Agia Sofia þar sem getur að líta litla kirkju og helli með ótal dropasteinum í lofti og gólfi. Upp í hellinn liggja allmörg þrep en útsýni yfir Topoliagljúfur er hrífandi og því vel þess virði að klífa tröppurnar. Í litlu kaffihúsi er hægt að fá sér verðskuldaðan kaffibolla og léttan morgunverð.
Næst verður klaustrið Chrissoskalitissa heimsótt en nafnið merkir „gullið þrep“. Klaustrið er byggt inn í klettavegg og eru klaustur og hellir umlukin sjó.
Komið er til Elafonissi um hádegi og þar er ferðalöngum frjálst að liggja í sólbaði og skoða sig um meðan dvalið er á staðnum. Nóg er af litlum matkrám á svæðinu þar sem hægt er að fá sér hádegismat eða aðra hressingu. Haldið er aftur til Chania kl. 15:00. Á leiðinni til baka er komið við í þorpinu Ptamida en áætluð koma til Chania er kl. 18:00.
Hafið með ykkur: Hatt, sólarvörn, handklæði, vatn og sundföt.
Innifalið í verði: Akstur og enskumælandi fararstjórar
Verð fullorðnir: 40 evrur
Verð börn 5-12 ára: 20 evrur
Gramvoussa - sigling. Heilsdagsferð
Einstök skoðunar- og skemmtiferð sem enginn má missa af! Sjóræningjaeyjan og feneyska virkið Gramvoussa, kristaltær sjórinn og hvítur kóralsandurinn í Baloslóni gera að verkum að tíminn virðist standa í stað á þessari heillandi siglingarleið til norðvesturodda Krítar.
Báturinn leggur úr höfn í Kissamos kl. 10:20. Siglt er framhjá fornu skipasmíðastöðinni í Tarsanas og fegurð Krítar blasir alls staðar við á þessari klukkustundar löngu siglingu til Gramvoussa. Þar er stoppað í tvær klukkustundir og hægt er að fara annað hvort upp í feneyska kastalann, eða fá sér sundsprett á lítilli strönd rétt hjá. Næst er siglt í um það bil 15 mín. til náttúruparadísarinnar Balos. Þar er dvalið í þrjár klukkustundir, en staðurinn er verndaður af Evrópusambandinu. Þar sem að það er enginn höfn í Baloslóninu, mun skipið leggjast við akkeri og þaðan er farið á bátum inn í lónið. Ströndin þar er einstök og eins og úr öðrum heimi, þar sem að skiptast á gullin og bleikur sandur. Haldið er til baka klukkan 16:30. Lagt að í höfninni í Kissamos kl. 17:45 og þaðan er tekin rúta til hótela.
Hafið með ykkur: Hatt, sólarvörn, handklæði, vatn, sundföt, létta peysu og nesti fyrir þá sem vilja.
Innifalið: Akstur og bátferð
Ekki innifalið: Sveitarfélagsgjald 1 evra
Verð fullorðnir: 55 evrur
Verð börn 5-12 ára: 27,50 evrur
Loutraki flói - snorkl og róðrabretti (Paddleboard)
Snorklað og farið á róðrabretti í kristal tærum sjónum. Eftir stutta kennslu á brettið er hægt að skoða hella sem liggja meðfram strandlengjunni eða bara svamla um og snorkla.
Verð fullorðnir og börn: 65 evrur
Lágmarksaldur er 15 ára
Jeppasafarí og vínsmökkun
Hálfsdagsferð u.þ.b. 4-6 klst.
Einstök skoðunarferð um hina fallegu Manousakis vínekru þar sem farið er yfir víngerðarferlið, skoðað með eigin augum hvernig víngerð fer fram og síðan notið. Ferðin felur í sér einstaka vínupplifun og er fyrsti áfangastaðurinn Vatolakos hæðin þar sem Manousakis vínekran er. Farið er um spennandi slóða upp á topp hæðarinnar eða upp um 660 metra. Þetta er stórbrotinn staður þar sem útsýni er til allra átta en þaðan er sérstaklega fallegt til norðurhluta Krítar. Vínekran, ferska loftið og náttúrulegt umhverfið hjálpast að við að gera stundina einstaka. Ferðinni er því næst haldið um Manousakis víngerðina. Skoðunarferðin hefst hjá gömlu fjölskylduheimili Manousakis fjölskyldunnar og svo er gengið um garðinn að gömlu og nýju víngerðunum. Í framleiðslurýminu er farið yfir víngerðarferlið frá upphafi til töppunar. Vínkjallarinn er heimsóttur en þar eru vínin geymd og látin eldast. Boðið er upp á smökkun á vínum víngerðarinnar og meðlæti af svæðinu, t.d. ostabakka eða léttan hádegisverð.
Verð fullorðnir, 13 ára og eldri: 95 evrur
Verð börn, 12 ára og yngri: 75 evrur
Jeppasafarí og ostagerð
Heildagsferð u.þ.b. 6-7 klst.
Í þessari ferð gefst einstakt tækifæri til að skoða hefðbundin þorp Krítar, njóta stórbrotins útsýnis til allra átta og kynna sér lífshætti krítverskra hirðingja í hefðbundnum smalakofum "Mitato". Farið er yfir sögu og hefðir eyjarinnar, hitt íbúa hennar, upplifum rómaða gestrisni þeirra og smökkum á bragðgóðum ostum og þjóðlegum réttum. Dagurinn byrjar í Rethymnon borg en þaðan er haldið í suðausturátt í gegnum þorpin í Milopotamos og svæði þar sem gróðurinn ilmar dásamlega. Útsýnið er einstakt allt ferðalagið að hinu sögufræga Helepa klaustri sem var nokkurs konar hæli fyrir uppreisnarmenn í borgarstyrjöldum en það er fyrsti viðkomustaður ferðarinnar. Hjá klaustrinu er frábær staður til að taka myndir af hæstu tindum Krítar og sveitabæjum í dalverpinu. Því næst er ferðinni haldið í átt að "Mitato" en þar er æðislegt útsýni til allra átta. Stundum má ná myndum af örnum og villigeitum. Vegurinn leiðir hópinn að hinu hefðbundna hirðingjaskýli eða smalakofa þar sem kynntir eru lífshættir smalanna og ostagerðarferli þeirra. Eigandinn tekur á móti hópnum og býður upp á skot af raki, sem er sterkt vín með anísbragði, ásamt ferskum ostum. Þegar svengdin fer að segja til sín er haldið á hefðbundna krá í Axos þorpi, þar sem krítverskir réttir eru bornir á borð. Heimamenn eru rómaðir fyrir gestrisni sína og nóg er af mat og víni. Eftir máltíðina er nægur tími til að fá sér kaffisopa. Á leiðinni til baka er farið eftir malbikuðum vegi sem liggur aftur til Rethymnon.
Verð fullorðnir, 13 ára og eldri: 95 evrur
Verð börn, 12 ára og yngri: 75 evrur
Jeppasafarí og leyndardómurinn um vín og ólífur
Heildagsferð u.þ.b. 7-8 klst.
Þessi ævintýraferð um menningarheim Krítar hefst á heimsókn í ólífu myllu og svo verður haldið í áhugaverða skoðunarferð um vínekru þar sem kannaðar eru mögulegar ástæður fyrir langlífi Krítverja. Við munum sjá 3000 ára gamalt ólífutré og fá sögusýningu um ólífur. Þegar svengdin fer að segja til sín verður haldið á litla bæjarkrá í krítverskan hádegisverð. Heimamenn eru rómaðir fyrir gestrisni sína og nóg er af mat og víni. Á leiðinni til þorpsins Mesavlia er farið hjá Deliana dalnum þar sem eru fallegir lækir og mikill og fallegur gróður. Hægt er að taka myndir af kindum og geitum á leið að Ag. Paraskevi kapellunni þar sem staldrað verður við. Á leiðinni til baka verður farið um falleg þorp og ólífuekrur.
Verð fullorðnir: 89 evrur
Verð börn 8-12 ára: 69 evrur
Imbros gljúfrið - ganga
Verð fullorðnir: 40 evrur
Verð börn 5-12,99 ára: 20 evrur
Aðgangur í gljúfur 2,50 evrur aukalega fyrir 12 ára og eldri
Súper snorkl með Blue Adventure
Mjög skemmtileg snorklferð þar sem farið er frá gömlu höfninni í Chania með hraðbát sem siglir fyrst inn í flóa rétt hjá Akrotiri hæðinn. Þar er farið úr bátnum og snorklað í tærum sjónum. Síðan er farið með bátnum á annan stað og stoppað við pínulitla eyju þar sem hægt er að halda áfram að snorkla eða hægt að fara í sólbað á eyjunni. Farþegar eru sóttir og skilað á hótel fyrir og eftir ferðina.
Verð fullorðnir og börn: 70 evrur á mann
Köfun (discover scuba diving) með Blue Adventures / Verð 95 evrur á mann
Preveli pálmaströndin - Strandferð. Heilsdagsferð
Þessi ferð hefst klukkan 8 um morguninn og komið er til baka á hótel á milli klukkan 18:30 og 19:30. Preveli ströndin er ein af frægustu ströndum Krítar ásamt Elafonissi og Falasarna. Preveli ströndin er á suðurhluta Krítar og þar er hægt að synda í kristaltærum sjónum ásamt því að sjá næst stærsta skóg af pálmatrjám á Krít. Farið er í þessa ferð á þriðjudögum.
Verð fullorðnir: 40 evrur
Verð börn 5-12 ára: 20 evrur
Bátur 11,99 ára og eldri 12 evrur
Bátur 0-11,99 ára 6 evrur

Flogið með Icelandair
Afþreyingarkerfi um borð
Styttu þér stundir á leiðinni með bíómyndum, tónlist, eða þættinum sem þig langaði alltaf að sjá. Gæði og úrval fyrir alla aldurshópa. Í afþreyingarkerfinu geturðu horft á yfir 600 klukkustundir í formi nýrra og klassískra kvikmynda, sjónvarpsþátta og heimildarmynda og að auki geturðu hlustað á innlenda og erlenda tónlist. Þú ræður hvað þú horfir á því hver og einn hefur snertiskjá fyrir framan sig. Á ferð með VITA nýtur þú afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair.
Þitt sæti - þitt ferðalag
Þú getur valið þitt sæti um borð í vélum Icelandair þegar þú ferðast með VITA. Hafðu ferðalagið eins og þú vilt hafa það.
Nýttu og njóttu Vildarpunkta
Hjá VITA geta félagar Icelandair Saga Club bæði safnað og notað Vildarpunkta þegar ferðast er í leiguflugi. Nota má allt að 100.000 Vildarpunkta fyrir hvern farþega. Viðskiptavinir VITA safna auk þess 2.300 Vildarpunktum fyrir valdar ferðir í leiguflugi ef bókað er á vefsíðu.
Wi-Fi um borð
Nú er hægt að tengjast þráðlausu Interneti í vélum Icelandair. Tengst er í gegnum gervihnött og því má búast við því að hraðinn sé svipaður og þegar 3G er notað á jörðu niðri. Tengingin er virk allt flugið, frá því að þú sest í sætið þitt og þar til þú gengur frá borði. Tengingin hentar vel til að skoða tölvupóst, vafra um vefinn og skoða samfélagsmiðla en ræður því miður illa við að streyma myndböndum eða vinnslu í gegnum VPN tengingu. Hægt er að kaupa aðgang að tengingunni um borð. Þeir farþegar sem eru bókaðir á Saga Premium eða eru Saga Club Gold meðlimir fá fría tengingu fyrir tvö tæki. Það er einfalt að tengjast þráðlausa netinu. Stilltu tækið á flugstillingu og virkjaðu svo Wi-Fi. Veldu "Icelandair Internet Access". Opnaðu vafra að eigin vali og veldu “Get Wi-Fi” til að fara í netgáttina og greiða fyrir tenginguna.
Nánari upplýsingar um virkni Wi-Fi tengingarinnar um borð má finna í Stopover Magazine
Gististaðir
Kort
Myndagallerí
Atrion Resort, Agia Marina
Í hjarta Agia Marina
Góð aðstaða
Þægilegt og nútímalegt
» Nánar

Atrion Resort, Agia Marina
Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á frábærum stað í hjarta Agia Marina. Góð aðstaða fyrir alla fjölskylduna. Stutt er í veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu.
Í samstæðunni eru 52 nýuppgerð herbergi með stílhreinum, nútímalegum innréttingum, í dökkum við og hvítum og brúnum litum. Einnig eru 35 stúdíó sem eru nútímaleg, í dempuðum litum og með líflegum fylgihlutum.
Ekkert skortir á þægindin, allar vistarverur eru með loftkælingu, stafrænu flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, öryggishólfi, ísskáp, síma og hraðsuðukatli. Matarkrókur er í stúdíóum með örbylgjuofni, kaffivél og hellum. Eldhúskrókur með öllu er í íbúðunum. Hárþurrka og ókeypis baðvörur eru á baðherbergjum. Svalir búnar húsgögnum eru við allar vistarverur og einnig þráðlaus nettenging sem fæst gegn vægu gjaldi, mismunandi eftir staðsetningu. Það þarf að greiða fyrir nettengingu á staðnum. Athugið þó að nettengingin er oft fremur hæg.
Morgunverður og kvöldverður er borinn fram á hlaðborðsveitingastaðnum. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því þar eru bæði bornir fram hefðbundnir grískir réttir auk alþjóðlegra. Barirnir eru tveir, annar í setustofunni og hinn við sundlaugina. Þar er snarl og léttir réttir í boði fram eftir degi auk svalandi drykkja.
Hótelgarðurinn er gróðursæll og þar er hægt að taka góðan sundsprett í 40 metra laug á meðan börnin busla í sinni laug. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar, sólbekkir og sólhlífar. Leikvöllur fyrir börnin er á grænni flöt við hótelið og þar er einnig góð aðstaða fyrir foreldrana til að fylgjast með börnum sínum, nú eða taka þátt í leikjunum með þeim.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn, þar er töskugeymsla, bílaleiga og starfsfólk gefur leiðbeiningar um skoðunarferðir.
Atrion er á góðum stað í hjarta Agia Marina, aðeins 30 metra frá ströndinni með gylltum sandi og tærum sjó. Stutt er í verslanir, veitingastaði og iðandi mannlíf og þeir sem hafa ekki eirð í sér til að fara snemma í háttinn þurfa ekki að örvænta því nóg er af næturklúbbum og börum í nágrenninu.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 1,5 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 4.5 km
- Veitingastaðir: Stutt í verslanir og veitingastaði
- Strönd: 200 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Íbúðir
- Nettenging: Gegn gjaldi og getur verið hæg
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Oscar Suites and Village, Agia Marina
Vel búnar og góðar íbúðir
Góður matur
Huggulegt og vel staðsett
» Nánar

Oscar Suites and Village, Agia Marina
Vefsíða hótels

Fjölskylduvænt og vel staðsett íbúðahótel með fyrirtaks íbúðum. Hótelið er í hjarta Agia Marina, í léttu göngufæri við Platanias. Stutt á strönd, verslanir og veitingastaðir allt um kring. Nútímaleg hönnun og umhverfisvernd haldast í hendur á þessu fallega hóteli.
Í hótelinu eru 60 smekklegar og rúmgóðar íbúðir. Stúdíó rúma tvo til þrjá einstaklinga, íbúðir með einu svefnherbergi rúma fjóra og íbúðir með tveimur herbergjum og tveimur baðherbergjum eru á tveimur hæðum og rúma allt að fimm. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, í dökkum við og björtum litum. Flísar eru á gólfum. Allar vistarverur eru búnar loftkælingu, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum og síma. Í eldhúskrók er ísskápur, örbylgjuofn, hellur, kaffivél, hraðsuðuketill og tilheyrandi áhöld. Á baðherbergjum er hárþurrka og sturta. Verönd eða svalir eru við allar íbúðirnar. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.
Morgunverður er borinn fram á veitingastaðnum Valentino Pasta & Grill og samanstendur af bæði heitum og köldum valkostum. Í hádeginu er boðið upp á létta rétti og sælkerarétti af matseðli á kvöldin. Áhersla er á ferskt hráefni af heimaslóðum, lífrænt ef kostur er, og matreiðslan er fjölbreytt, grísk í bland við alþjóðlega.
Litrík blóm og pálmatré prýða hótelgarðinn og þar eru tvær sundlaugar, báðar með afmörkuðu svæði fyrir börn. Sólbekkir og sólhlífar eru kringum sundlaugarnar. Snarl- og drykkjabar er í garðinum með úrvali ljúffengra veitinga.
Ágæt líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, með nýjum tækjum, og hægt er að panta nudd.
Oscar Village er á frábærum stað í Agia Marina, rétt við gyllta sandströndina. Verslanir og veitingastaðir eru í næstu götum og miðbær Platanias er í léttu göngufæri. Strætó sem gengur til næstu bæja stoppar fyrir utan hótelið. Hægt er að leigja bíl á hótelinu og þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.
Þess má geta að þegar hótelið var gert upp árið 2013 var áhersla lögð á fallega hönnun og umhverfisvæn byggingarefni og endurvinnslu.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 3 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 29 km - 30 - 40 mín akstur
- Miðbær: Í miðbæ Platanias - 10 km til Chania
- Strönd: 2 - 300 m
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Ilianthos Village - Agia Marina
Íbúðir
Örfá skref á ströndina
Úrval vatnaíþrótta
» Nánar

Ilianthos Village - Agia Marina
Vefsíða hótels

Ilianthos Village er fallegt íbúðahótel á baðströndinni Agia Marina sem hefur hlotið viðurkenningar hreinleika og fjölbreytt úrval vatnasports. Stutt er í verslanir, veitingahús og fjörlegt og skemmtilegt mannlíf á kvöldin.
Íbúðir á hótelinu eru 41, ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum með tvöföldum rúmum svo og setustofu með tveimur svefnsófum og rúma allt að 6 manns. Vel búin eldhúsaðstaða er í öllum íbúðum, setustofa og gott baðherbergi með baðkari. Íbúðirnar eru búnar loftkælingu, hárþurrku, síma, útvarpi, sjónvarpi, ísskáp (hægt er að sérpanta smábar), kaffigræjum, öryggishólfi og húsgögn eru á svölum.
Á hótelinu er veitingasalur þar sem boðið er upp á morgunverð. Hægt er að velja um tvo bari, aðalbarinn og sundlaugarbarinn. Á sundlaugarbarnum er hægt að fá snarl og ís auk heitra og kaldra drykkja.
Að sjálfsögðu er sundlaug við hótelið og einnig barnalaug svo og sandströnd með sólbekkjum og sólhlífum. Greiða þarf fyrir sólbekkina á ströndinni. Netsamband er í „nethorninu" og aðgangur er bæði að spilaherbergi og líkamsræktaraðstöðu. Nuddpottur er á sundlaugarsvæðinu og einnig er hægt að komast í sána, greiða þarf sérstaklega fyrir bæði nuddpottinn og sauna. Borðtennis- og billjardaðstaða er á hótelinu og ýmsar vatnaíþróttir eru aðgengilegar beint fyrir framan hótelið. Séð hefur verið fyrir því að aðgengi fyrir fólk í hjólastólum er mjög gott.
Hægt er að panta bæði barnapössun og nudd og herbergisþjónusta er frá klukkan 8 á morgnana til miðnættis.
Hótelið er mjög vel í sveit sett. Það stendur alveg við ströndina og allt sem máli skiptir eins og verslanir veitingahús í göngufæri. Ekki tekur nema 20 mínútur að aka til Chania, 60.000 manna borgar á vesturhluta Krítar. Borgin hefur upp á allt það að bjóða sem hugurinn girnist, nútímalegar verslunargötur og gamlan borgarhluta sem hefur haldið sínu gamla feneyska yfirbragði og stíl, veitingahús, bari og skemmtistaði af öllu tagi auk kyrrlátra almenningsgarða fyrir þá sem það kjósa.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 3 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 24 km
- Miðbær: 10 km frá Chania
- Strönd: Á ströndinni
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Nettenging: Á sameiginlegum svæðum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Thalassa Beach Resort, Agia Marina
Eingöngu fyrir fullorðna
Glæsilegt útsýni
Slökun og notalegheit
» Nánar

Thalassa Beach Resort, Agia Marina
Vefsíða hótels

Thalassa beach resort í Agia Marina er rólegt hótel sem er eingöngu fyrir fullorðna. Glæsilegt útsýni er frá hótelinu yfir á Thodorou eyju. Hér má upplifa á eigin skinni hina frægu grísku gestrisni, í stuttri göngufjarlægð frá ströndinni og yndislegu veðurfari.
Á hótelinu eru 81 herbergi sem skiptast í tveggja manna herbergi og svítur. Herbergin eru fallega hönnuð en í þeim eru stórir gluggar sem hleypa birtunni inn. Á gólfunum er dökkt og hlýlegt parket, húsgögn eru úr ljósum við og veggir ljósmálaðir. Í öllum herbergjum eru loftkæling, internet, sjónvarp með gervihnattastöðvum, öryggishólf, lítill ísskápur og sími. Öllum herbergjum fylgja svalir með útihúsgögnum og frá sumum þeirra er fallegt útsýni út á hafið. Baðherbergi eru með baðkari og sturtu, helstu snyrtivörum, stækkunarspegli, síma og hárþurrku.
Á hótelinu er veitingastaður þar sem pantaður er matur af girnilegum matseðli. Í hótelgarðinum er snarlbar þar sem hægt er að panta léttari rétti og fjölbreytta drykki, jafnvel án þess að fara upp úr sundlauginni. Á strandbarnum er svo hægt að fá sér gríska smárétti og auðvitað drykki.
Hótelgarðurinn státar af fallegri sundlaug með frábæru útsýni. Við sundlaugina er hægt að sitja í notalegu umhverfi og spjalla eða fá sér eitthvað í svanginn. Sólbekkir og sólhlífar eru á sérstökum sólbaðssvæðum.
Þar sem engin börn koma á hótelið og lágmarksaldur er 16 ára er einstaklega rólegt þar og hótelið því frábær staður til að slaka aðeins á. Hægt er að fara í jógatíma við sundlaugina eða til dæmis sækja matreiðslunámskeið og læra að elda grískan mat. Á hótelinu er heilsulind þar sem er innisundlaug og hægt er að bóka nudd og aðrar meðferðir. Ýmis afþreying er á hótelinu, allt frá skipulagðri dagskrá á daginn til lifandi tónlistar við sundlaugina á kvöldin. Listasalur er á hótelinu og eru þar settar upp fjölbreyttar sýningar.
Í heildina er Thalassa beach resort gott hótel þar sem fullorðnir geta slakað á og notið þess að vera í fríi við sjávarsíðuna.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
- Strönd: Á ströndinni í Agia Marina
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Iolida Beach, Agia Marina
Íbúðagisting með öllu inniföldu
Rétt við strönd
Tveir veitingastaðir
» Nánar

Iolida Beach, Agia Marina
Vefsíða hótels

Iolida Beach er flott fjögurra stjörnu íbúðahótel með öllu inniföldu í hjarta Agia Marina, vinsæls strandbæjar stutt frá Chania, aðeins fáein skref frá ströndinni.
Í hótelbyggingunum tveimur, sem eru tengdar með glergangi, blandast saman nútímaleg byggingarlist og þjóðleg einkenni og hún rennur óaðfinnanlega saman við umhverfið. Við ströndina eru lágreistar byggingar, ein sundlaug og barnalaug, en handan við aðalgötuna er 9 hæða bygging ásamt sundlaug og barnalaug. Hótelið er tilvalið fyrir pör eða fjölskyldur sem vilja slaka á í friðsælu andrúmslofti. Tvær sundlaugar eru fyrir fullorðna og tvær fyrir börn.
Á hótelinu eru 139 íbúðir og stúdíó, mjög huggulega innréttað, með öllum nútímaþægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, netaðgangi, hárþurrku og öryggishólfi svo að fátt eitt sé talið. Til að tryggja góðan nætursvefn er tvöfalt gler í gluggum. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir þar sem hægt er að velja úr úrvali rétta og svo er að sjálfsögðu sundlaugarbarinn þar sem hægt er að velja úr fjölda drykkja og kokteilum allan liðlangan daginn.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30km, 30 mín akstur
- Miðbær: Í miðbæ Agia Marina í göngufæri við Platanias
- Strönd: Í göngufæri
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
Indigo Mare, Platanias
Falleg íbúðargisting
Á ströndinn í Platanias
Sól og strönd
» Nánar

Indigo Mare, Platanias
Vefsíða hótels

Falleg og þægileg íbúðasamstæða á frábærum stað nokkur skref frá ströndinni í Platanias, sem er líflegur bær með verslunum og veitingastöðum.
Í samstæðunni eru 88 rúmgóðar vistarverur sem skiptast í svítur og íbúðir sem rúma frá tveimur og upp í fjóra einstaklinga, allar með eldhúskrók. Innréttingar eru snyrtilegar og flísar eru á gólfum. Loftkæling og upphitun er í öllum vistarverum, einnig sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og öryggishólf. Eldhúskrókur er vel útbúinn, þar er ísskápur, hellur og allur nauðsynleg áhöld til að elda og matast. Á baðherbergjum er hárþurrka og ýmist sturta eða baðker. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu. Við allar vistarverur er verönd eða svalir búnar húsgögnum.
Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal en á kvöldin er annað hvort hlaðborð eða kvöldverður af matseðli sem samanstendur af 4 réttum og hefur hver réttur tvo mismunandi valkosti. Fer það eftir fjölda gesta á hótelinu hverju sinni hvort val er um hlaðborð eða af matseðli. Við sundlaugina er veitingastaður og bar og þar eru bornar fram steikur auk léttari rétta yfir daginn.
Sundlaug er við samstæðuna með sólbaðsaðstöðu og busllaug fyrir börnin. Auk þess eru aðeins nokkur skref niður á ströndina sem tilheyrir hótelinu og þar er nóg er af bekkjum og sólhlífum. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin. Billjarð- og borðtennisborð eru í hótelinu.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla og boðið er upp á gjaldeyrisskipti og strauþjónustu. Verslun er í samstæðunni og þar er hægt að kaupa hefðbundið hráefni og matvöru úr smiðju heimamanna, olíu, vín og annað ljúfmeti.
Indigo Mare íbúðasamstæðan er einstaklega vel staðsett á gullfallegri ströndinni í Platanias. Bærinn er líflegur, þar eru verslanir, veitingastaðir og barir á hverju strái og aðeins tekur nokkrar mínútur að rölta að aðaltorgi bæjarins. Við ströndina er hægt að stunda vatnasport ýmiss konar og um korter tekur að aka inn í Chania-borg þar sem er áhugavert að skoða gamla bæinn sem er einstaklega fallegur.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 1,5 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 34 km
- Miðbær: 20 mín, 15 km til Chania
- Strönd: Við strönd
- Veitingastaðir: í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
Fæði
- Hálft fæði
- Án fæðis
Omega Platanias Village, Platanias
Vefsíða hótels

Omega Platanias Villages er einfalt og þægilegt íbúðahótel, vel staðsett í Platanias og í göngufæri við ströndina. Nóg er af verslunum, veitingastöðum og börum allt um kring.
Hægt er að velja á milli stúdíó íbúða sem rúma tvo einstaklinga eða íbúð með einu svefnherbergi sem rúmar allt að fjóra. Allar íbúðirnar eru vel útbúnar með litlu eldhúsi með öllu tilheyrandi ásamt sófa, sjónvarpi, eldhúsborði og stólum, loftkælingu og öryggishólfi. Greiða þarf fyrir loftkælingu á staðnum en öryggishólf er án gjalds. Íbúðirnar eru þrifnar 6 sinnum í viku, skipt er um handklæði þrisvar í viku og um rúmföt tvisvar sinnum í viku. Í hótelgarðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar með bekkjum og sólhlífum. Á hótelinu er veitingastaður sem bíður upp á grískan og alþjóðlegan mat og sundlaugarbar þar sem hægt er að kaupa sér morgunverð, snarl og drykki.
Fjarlægðir
- Strönd: 500 metrar
- Flugvöllur: 30 km
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Loftkæling: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Erato Beach, Platanias
Eingöngu fyrir 17 ára og eldri
Íbúðahótel
Við ströndina
» Nánar

Erato Beach, Platanias
Vefsíða hótels

Erato Beach er fallegt íbúðahótel staðsett á frábærum stað alveg við ströndina í Platanias.
Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna og bíður upp á bæði stúdíó íbúðir fyrir tvo til þrjá og íbúðir með einu svefnherbergi fyrir allt að fjóra. Íbúðirnar eru snyrtilegar og innréttaðar á látlausan hátt, allar með sófa, sófaborði, sjónvarpi, litlum setkrók og litlu eldhúsi. Loftkæling og upphitun er í öllum íbúðunum. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk aðstoðar við miðakaup eða leigu á bíl eða hjóli. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, einn við sundlaugina og hinn með útsýni yfir aðalgötuna í Platanias.
Hótelið er sérstaklega hannað til að einangra hávaða frá umhverfinu og því góður kostur fyrir þá sem vilja slaka vel á í fríinu. Einnig er þó valkostur að komast í iðandi mannlífið á strandgötunni þar sem nóg er af veitingastöðum, börum og verslunum.
Fjarlægðir
- Strönd: Við ströndina
- Veitingastaðir: Allt um kring
- Flugvöllur: 30 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Sunrise Village, Platanias
Rúmgóð stúdíó og íbúðir
"Allt innifalið"
Leiksvæði fyrir börnin
» Nánar

Sunrise Village, Platanias
Vefsíða hótels

Gott, nútímalegt íbúðahótel, ofarlega í Platanias þannig að það þarf að ganga upp brekku. Hótelið er um 550 m frá strönd.
Þjónustan er notaleg og máltíðir eru innifaldar.
Á hótelinu eru 65 rúmgóðar og smekklegar vistarverur sem skiptast í 28 fermetra stúdíó sem rúma allt að þrjá einstaklinga, og 50 til 56 fermetra íbúðir á einni eða tveimur hæðum sem rúma allt að fimm. Innréttingar eru stílhreinar og ljósar í bland við bjarta og skæra liti. Flísar eða parkett er á gólfum. Allar vistarverur eru búnar þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi með gervihnattarásum og öryggishólfi. Eldhúskrókurinn er lítill en þar er ísskápur, hellur, hraðsuðuketill og eldhúsáhöld. Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og baðvörur. Við allar íbúðir eru svalir búnar húsgögnum. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.
Morgunverðarhlaðborðið er ríkulegt með heitum og köldum réttum. Í hádeginu er áherslan á gríska og Miðjarðarhafsrétti og á kvöldin er ýmist grískt, ítalskt eða grillþema og skemmtiatriðin á kvöldin eru í takt við það. Við eldamennskuna er mikið lagt upp úr að nota ferskt hráefni úr næsta nágrenni. Á setustofubarnum er ljúft að slaka á eftir langan dag í sólinni áður en sest er að snæðingi.
Í hótelgarðinum er sundlaug með afmörkuðu svæði fyrir börnin og sólbekkjum. Sundlaugarbarinn sér um að hvorki börn né fullorðnir þurfi að þjást af þorsta eða þörf fyrir snarl. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin og starfsfólk sér um afþreyingu.
Sunrise Village er gott fjölskylduhótel, nýlegt, snyrtilegt og þjónustan notaleg.
Fallegi bærinn Hania er í 10 kílómetra fjarlægð og þangað er auðvelt að komast með bílaleigubíl eða almenningssamgöngum.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 1,5 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 24 km, 30 - 40mín akstur
- Miðbær: 700m frá miðbæ Platanias
- Strönd: 500 m
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Íbúðir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
Sunset Suites, Platanias
Hagstæður kostur fyrir fjölskyldur
Þægilegur sundlaugargarður
Stutt í verslanir og veitingahús
» Nánar

Sunset Suites, Platanias
Vefsíða hótels

Fjölskylduvænt og þægilegt íbúðahótel í 2 byggingum, 150 metrar í Platanias-ströndina. Stutt í verslanir, veitingahús og stemninguna í miðbæ Platanias.
Í hótelinu eru 60 rúmgóðar íbúðir, allt frá stúdíóum sem rúma tvo til þrjá fullorðna og upp í íbúðir sem rúma tvo til fjóra einstaklinga. Innréttingar eru látlausar og snyrtilegar, flísar eru á gólfum. Íbúðirnar eru búnar sjónvarpi, síma og loftkælingu og öryggishólfi. Greiða þarf fyrir loftkælingu á staðnum og einnig þarf að leiga öryggishólf. Í eldhúskrók er ísskápur, hellur og nauðsynlegustu áhöld til matargerðar. Á baðherbergjum er hárþurrka. Svalir eru við allar íbúðirnar.
Þráðlaus nettenging er á sundlaugasvæðinu, gestum að kostnaðarlausu, en er takmörkuð inni í íbúðunum.
Í hótelgarðinum er sundlaug og barnalaug. Sólbaðsaðstaða er góð, sólbekkir og sólhlífar eru umhverfis sundlaugarnar. Garðurinn er lítill og rólegur en mjög notalegur.
Sunset Suites er á frábærum stað í Platanias, 150 metra frá gylltum sandinum við ströndina. Í götunum í kring eru verslanir, veitingastaðir og barir á hverju strái og stutt er í miðbæinn. Hægt er að leigja bíl til að skoða nágrennið en auk þess stoppar strætó, sem gengur á 20 mínútna fresti, rétt við hótelið og því auðvelt að skreppa í skoðunarferð til bæjanna í kring.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 1,5 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 27km - 30-40 mín akstur
- Miðbær: Í miðbæ Platanias - 10 km til Chania
- Strönd: 150 m
- Veitingastaðir: Allt í kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Nettenging: Á opnum svæðum, næst ekki endilega í íbúðunum.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Loftkæling: Gegn gjaldi
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Porto Platanias Village Resort, Platanias
Falleg Íbúðasamstæða
Í hjarta Platanias
Stutt frá strönd
» Nánar

Porto Platanias Village Resort, Platanias
Vefsíða hótels

Falleg íbúðasamstæða á frábærum stað í hjarta hins líflega bæjar Platanias. Veitingastaðir, verslanir og krár allt um kring og aðeins 200 metrar niður á strönd.
Þessi skemmtilega hótelsamstæða er byggð eins og lítið þorp með fallegum gróðri og hellulögðum stígum á milli bygginga. Í samstæðunni eru 164 bjartar vistarverur sem skiptast í stúdíóíbúðir sem rúma allt að þrjá og íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum sem rúma frá fjórum og upp í sex einstaklinga. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, flísar á gólfum. Lítill eldhúskrókur með ísskáp, helluborði, hraðsuðukatli og kaffivél auk tilheyrandi áhalda er í öllum vistarverum. Flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími og öryggishólf er til staðar og loftkæling er stillanleg. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Verönd eða svalir búnar húsgögnum eru við allar íbúðir. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.
Morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum er í veitingasal. Í hádeginu og á kvöldin er þar einnig boðið upp á fjölbreytt úrval hefðbundinna krítverskra og alþjóðlegra rétta af hlaðborði. Á veitingastaðnum í sundlaugargarðinum fást Miðjarðarhafsréttir af matseðli.
Sundlaugarnar eru tvær, önnur er heilir 850 fermetrar en hin alveg passleg fyrir börnin að busla í. Sólbaðsaðstaðan er hin ágætasta með sólbekkjum og sólhlífum kringum laugina. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin. Sundlaugarbarinn sér til þess að enginn ætti að ofþorna og býður einnig upp á snarl og létta rétti.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á gjaldeyrisskipti, þvottaþjónustu og bílaleigu. Þar er einnig lítil kjörbúð. Gestum hótelsins býðst að nota vel útbúna heilsulind systurhótelsins, Porto Platanias Resort & Spa, sem stendur hinum megin við götuna.
Porto Platanias er á einstaklega góðum stað í hjarta bæjarins, stutt frá ströndinni. Verslanir, veitingastaðir og barir eru í nærliggjandi götum. Aðeins 9 kílómetrar eru til Chania, sem er einstaklega sjarmerandi bær með nógu að skoða, stærri verslunum og iðandi mannlífi, og þangað er auðvelt að komast með almenningssamgöngum.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 3 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 25 km
- Miðbær: 9 kílómetrar til Chania
- Strönd: Stutt á strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Heilsulind: Gestum hótelsins býðst að nota vel útbúna heilsulind systurhótelsins, Porto Platanias Resort & Spa, sem stendur hinum megin við götuna.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Fullt fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Porto Platanias Beach Resort and Spa, Platanias
Mjög gott og vel staðsett hótel með frábærum sundlaugargarði
Mikið við að vera fyrir börnin
Fimm laugar
» Nánar

Porto Platanias Beach Resort and Spa, Platanias
Vefsíða hótels

Gott hótel á frábærum stað við miðbæinn og ströndina í Platanias. Herbergi og fjölskylduherbergi og hægt að velja um hálft fæði eða hafa "allt innifalið".
Herbergin eru fyrir tvo til þrjá (ungabarn telst líka sem þriðji aðili) og herbergi á tveimur hæðum "Maisonette" sem tekur fjóra. Í þeim er loftkæling, sjónvarp, þráðlaust internet gegn gjaldi, ísskápur (smábar ef óskað er), öryggishólf og svalir. Á baðherbergjum er baðkar með sturtu, baðsloppar, inniskór og hárþurrka.
Í garðinum eru fimm laugar, en auk þess er hótelið við góða strönd, þar sem eru sólstólar og -hlífar. Fyrir börnin eru barnalaug, leiksvæði og klúbbur með dagskrá fyrir 5-12 ára. Ein laugin í garðinum er ætluð eingöngu fyrir fullorðna.
Í heilsulindinni eru upphituð laug, nuddpottur, sauna og gufubað. Þar er hægt að fá fjölda snyrti-, vellíðunar- og heilsumeðferða. Einnig góð líkamsrækt.
Einn aðalveitingastaður með hlaðborði í morgun-, hádegis- og kvöldverð. Yfir sumartímann er svo annað svæði með sérstökum þemakvöldum. Við sundlaugina er veitingastaður með létta hádegisrétti.
Fimm barir; við móttökuna, tveir í sundlaugargarðinum, við ströndina og á þaki hótelsins.
Þráðlaust internet án endurgjalds í móttöku og á börum. Lítil verslun.
Tveir tennisvellir sem staðsettir eru við bílastæði hótelsins. Hægt er að bóka tíma í afgreiðslu hótelsins gegn gjaldi.
Hótelið útvegar sundlaugar-/strand handklæði fyrir þá sem óska gegn tryggingu sem er endurgreidd þegar handklæðum er skilað.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 29 km - 30 - 40 mín akstur
- Strönd: Við ströndina
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
- Miðbær: Í miðbæ Platanias - 10 km til Chania
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
Minoa Palace, Platanias
Frábær kostur fyrir pör
Æðisleg aðstaða fyrir börn
Eitt besta hótelið í Platanias
» Nánar

Minoa Palace, Platanias
Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel í stórum og fallegum garði. Frábær aðstaða, framúrskarandi þjónusta, dýrindis matur – eitt besta hótelið í Platanias
Herbergi eru rúmgóð og í þeim öllum eru loftkæling, gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet, smábar, öryggishólf og svalir. Á baðherbergjum eru baðsloppar og hárþurrka.
Herbergi eru í þremur byggingum, aðalbyggingu, hliðarbyggingu (2ja hæða hliðarbyggingu sem hótelið kallar "bungalows) og "Imperial herbergi" í byggingu neðan við aðalgötuna og liggur við ströndina.
Imperial byggingin er tengd við hótelið með göngubrú.
Í sundlaugargarðinum eru fjórar laugar og tveir nuddpottar. Einnig tennisvöllur og lítill fótboltavöllur. Fyrir börnin er barnalaug, leiksvæði, leikherbergi og klúbbur fyrir 4-10 ára.
Í heilsulindinni er upphituð innilaug með grynnra svæði fyrir börnin, sauna og nuddpottur. Gestir hótelsins hafa aðgang að vel búinni líkamsrækt. Í boði að fá andlits-, snyrti-, vellíðunar- og heilsumeðferðir. Við ströndina er hægt að prófa ýmis vatnasport.
Fjórir veitingastaðir eru á hótelinu, Elia, Thalassa, Ta Nissia og Galazio. Í boði er morgunverður, hálft fæði eða fullt fæði. Hálft fæði samanstendur af morgunverði og kvöldverði af hlaðborði án drykkja á veitingastaðnum Elia. Fullt fæði samanstendur af morgunverði, hádegisverði og kvöldverði af hlaðborði án drykkja á veitingastaðnum Thalassa eða á "a la carte" veitingastaðnum Ta Nissia í hádeginu. Ef gestir í hálfu eða fullu fæði vilja fara á sérréttastaðinn Galazio fá þeir 40% afslátt af matseðli án drykkja. Gestir þurfa að hafa samband við móttöku hótelsins áður. Fjórir barir eru á hótelinu; píanóbar í móttökunni, sundlaugarbar, snarlbar við ströndina og sjónvarpsbar. Einnig matvöruverslun.
Hótelið er beggja vegna við aðalgötuna í Platanias og er brú þar yfir.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 4 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 29 km - 30 - 40 mín akstur
- Miðbær: í miðbæ Platanias
- Strönd: 50 - 200 m
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
Fæði
- Fullt fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Golden Bay Suites, Agia Apostoli
Vefsíða hótels

Golden Bay Suites hótelið er heillandi hótel á fallegum stað við Agios Apostoli ströndina í um 4 km fjarlægð frá Chania. Fallegt útsýni til sjávar og vingjarnlegt viðmót gera dvölina þar dásamlega.
Á hótelinu eru 42 svítur, íbúðir og stúdíóíbúðir. Allar vistarverur eru bjartar og rúmgóðar, klassískir litir eru á veggjum og húsgögnum og innréttingar eru nútímalegar. Flísar eru á gólfum. Á öllum herbergjum er loftkæling, internet, sjónvarp, kaffivél og ketill, sími, ísskápur og öryggishólf. Hverri íbúð eða svítu fylgja svalir eða verönd með garðhúsgögnum og annað hvort er útsýni til sjávar eða út í garðinn. Baðherbergin eru flísalögð, þar eru hárþurrka, stækkunarspegill og helstu snyrtivörur
Á hótelinu er veitingastaður þar sem hægt er að njóta matar og drykkjar innandyra eða úti á veröndinni. Útsýnið út á hafið er stórkostlegt svo engin ástæða er til að flýta sér að borða. Sérstaða veitingastaðarins eru klassískir réttir úr hreinu gæðahráefni og drykkirnir eru ljúffengir. Á hótelinu er matvöruverslun sem hentar vel þeim sem vilja sjá sjálfir um matargerð og ef gestir vilja fara út að borða eru veitingastaðir í göngufæri við hótelið. Einnig er auðvelt að taka strætó eða leigubíl til Chania og njóta alls þess sem gamli bærinn og Feneyska höfnin hafa uppá að bjóða.
Hótelgarðurinn er góður með fallegri og svalandi sundlaug og nóg af bekkjum til að leggjast á og sleikja sólina en þar sem hótelið stendur á ströndinni má segja að strandlengjan sé partur af hótelgarðinum. Aðeins þarf að taka nokkur skref til að finna heitan sandinn undir iljum sér og leika sér í flæðarmálinu.
Í heildina er Golden Bay Suites hótelið hentugt fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna, bæði þá sem vilja slaka á í ótrúlegu umhverfi og þá sem ferðast með fjölskyldu og vilja meira stuð. Frí bílastæði eru við hótelið svo hægt er að leigja bíl og keyra um eyjuna. Stutt er í skemmtigarða og vatnaíþróttir, dagsferðir út fyrir borgina eru vinsælar, sem og gönguferðir og fjallgöngur í fallegu umhverfi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 km
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
- Strönd: Við strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Helios apartments, Agia Apostoli
Lágreist og heillandi íbúðahótel
Yndislegur staður
Góð sundlaug og barnalaug
» Nánar

Helios apartments, Agia Apostoli
Vefsíða hótels

Helios apartments er lágreist og heillandi íbúðahótel sem er staðsett á yndislegum stað í úthverfi Chania. Gylltar og fallegar sandstrendur, blár hafflöturinn, frábært veðurfar og fallegt landslag umlykur.
Hótelið samanstendur af 27 íbúðum sem skiptast í eins til tveggja herbergja íbúðir og stúdíóíbúðir. Íbúðirnar eru bjartar, snyrtilegar og rúmgóðar með hvítmáluðum veggjum og flísum á gólfum. Húsgögn eru klassísk og innréttingarnar eru í ljósum við. Í öllum íbúðum er nettenging, sjónvarp, lítið eldhús með ísskáp og öllu því helsta sem þarf til léttrar matargerðar og setustofa. Loftkælingu og öryggishólf er hægt að fá gegn aukagjaldi. Í sumum herbergjum eru svalir með útihúsgögnum. Á baðherbergjum eru baðkar eða sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Í hótelgarðinum er snarlbar þar sem hægt er að fá sér svalandi drykki til að kæla sig niður í sólinni, ís, kaffi og létta rétti. Herbergisþjónusta er í boði á hótelinu og einnig eru góðir veitingastaðir, kaffihús, búðir og barir í nágrenni við hótelið svo hér ætti enginn að vera svangur. Í hótelgarðinum er góð sundlaug og önnur minni, barnalaug. Þar er aðstaða til sólbaðsiðkunar og hægt að fá sólstóla og sólhlífar. Umhverfið er fallegt og gróið. Inni á hótelinu er gestamóttaka þar sem starfsfólk er alltaf tilbúið til að aðstoða gesti við að gera fríið ógleymanlegt.
Hótelið er fullkomið fyrir alla sem vilja slaka á og endurnæra sig á daginn en á sama tíma geta komist í líflega skemmtanamenningu á kvöldin. Í næsta nágrenni við hótelið er garður þar sem er mikið af furutrjám og tröllatrjám (e. eucalyptus). Miðbær Chania og gamli bærinn sem er vel varðveittur eru aðeins í stuttri fjarlægð en þar er fallegt hafnarsvæði og viti sem gaman er að skoða. Frí bílastæði eru við hótelið svo hér er um að gera að leigja sér bíl og skoða sig um á eyjunni.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 24 km
- Strönd: 250 m á Glaros strönd
- Veitingastaðir: Herbergisþjónusta og veitingastaðir allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Gestamóttaka
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Hárþurrka
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Domes Noruz, Autograph Collection, Agia Apostoli
Glæsilegt og hlýlegt
Á kyrrlátum stað
Aðeins ætlað fullorðnum
» Nánar

Domes Noruz, Autograph Collection, Agia Apostoli
Vefsíða hótels

Glæsilegt og hlýlegt hönnunarhótel, aðeins ætlað fullorðnum, á kyrrlátum stað með beinu aðgengi að gylltri sandströnd. Aðeins nokkrar mínútur með leigubíl í iðandi mannlífið í Chania. Fullkomin slökun og lúxus.
Í hótelinu eru 83 rúmgóðar vistarverur af ýmsum gerðum, allt frá 32 fermetra herbergjum sem rúma tvo upp í 80 fermetra svítur sem rúma fjóra fullorðna. Innréttingar eru fallega hannaðar, hlýlegar og nútímalegar, með áherslu á millibrúnan við og bláa liti. Parkett og flísar á gólfum. Alls staðar er 49 tommu flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, loftkæling, sími, öryggishólf, straubretti og straujárn, aðstaða til að laga kaffi og te og ókeypis þráðlaus nettenging. Fyllt er á smábar gegn gjaldi. Matarkrók fylgja diskar og glös. Á baðherbergi er sturta, hárþurrka, náttsloppar og inniskór. Við allar vistarverur er stór verönd með baðkeri, nuddpotti eða einkasundlaug.
Á Zeen er boðið upp á ljúffenga rétti af matseðli á morgnana, í hádeginu og á kvöldin og er áherslan á nútímalega krítverska matargerð. Athugið að panta þarf borð á veitingastaðnum. Á setustofubarnum eru allar gerðir drykkja í boði.
Tvær sundlaugar eru í hótelgarðinum og sólbaðsaðstaðan er til fyrirmyndar, með bekkjum, þægilegum beddum og nægum handklæðum og við sundlaugarbarinn er hægt að njóta snarls og svalandi drykkja. Ekki skemmir fyrir að útsýnið nær yfir himinblátt hafið til nærliggjandi eyja. Auk þess er beint aðgengi að gylltri sandströndinni fyrir neðan hótelið með bekkjum, sólhlífum, sandi og hlýjum sjó til að næra líkama og sál.
Að sjálfsögðu er heilsulind í hótelinu, með innilaug, gufubaði, þurrgufu, nuddpotti og líkamsræktaraðstöðu og boðið er upp á nudd- og andlitsmeðferðir.
Þvotta- og þurrhreinsiþjónusta er í hótelinu, bílaleiga og önnur almenn þjónusta.
Domes Noruz er fullkominn kostur fyrir þá sem þrá að slaka á í sönnum lúxus á hóteli sem var opnað árið 2016. Öll hönnun innan sem utan dyra er til fyrirmyndar og það sama má segja um þjónustu og aðbúnað. Aðeins nokkurra mínútna bílferð er í litríkt mannlífið og menningarumhverfið í Chania.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Miðbær: Aðeins nokkrar min með leigubíl til Chania
- Strönd: Við gyllta sandströnd
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Aðgengi fyrir fatlaða: Á flestum stöðum nema að sundlaug.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Minibar: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Theartemis Palace, Rethymnon
Glæsilegt hótel í Rethymnon
Herbergi
Stutt á strönd
» Nánar

Theartemis Palace, Rethymnon
Vefsíða hótels

Þetta snyrtilega fjögurra stjörnu hótel er vel staðsett í Rethymnon, aðeins í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá bænum og ströndinni.
Herbergin eru rúmgóð og snyrtileg og rúma allt frá tveimur fullorðnum til tveggja fullorðna og tveggja barna. Á öllum herbergjum er loftkæling, internet, sjónvarp með gervihnattastöðvum, ísskáp, öryggishólf og kaffivél. Hægt er að velja á milli eingöngu morgunverðar, hálfs fæðis eða allt innifalið.
Á hótelinu er líkamsræktarstöð þar sem fólk getur haldið áfram sinni venjulegu rútínu þó það sé í fríi. Einnig er þar heilsulind þar sem hægt að panta hinar ýmsu meðferðir, til dæmis nudd og aðrar heilsumeðferðir eða snyrtimeðferðir. Í heildina er um að ræða frábært hótel fyrir alls konar ferðamenn. Staðsetningin er skemmtilegt því hótelið er beint fyrir ofan Rethymnon sandströndina, en einnig er stutt að fara inn í miðbæðinn til að skoða það helsta í sögu og menningu svæðisins.
Fjarlægðir
- Strönd: 7 mín gangur
- Veitingastaðir: Allt um kring
- Miðbær: Rethymnon, rétt hjá
- Flugvöllur: 1klst og 10 mín akstur
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Handklæði fyrir hótelgarð: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Bio Suites, Rethymnon
Mjög snyrtilegt íbúðahótel
Fjölskylduvænt
Í rólegu umhverfi
» Nánar

Bio Suites, Rethymnon
Vefsíða hótels

Bio Suites er umhverfisvænt íbúðahótel í rólegu umhverfi í Rethymnon. Stutt er að ganga á ströndina og aðeins 10 mín gangur er niður að höfn. Hótelið bíður upp á mjög góða heilsulind þar sem hægt er að fara í gufubað og heitan pott gegn gjaldi. Einnig er hægt að kaupa sér nudd og aðrar heilsumeðferðir. Flott líkamsræktaraðstaða er á hótelinu ásamt tveimur sundlaugum, flottu leiksvæði fyrir börnin og gestamóttöku sem opin er allan sólarhringinn. Einnig er læknisþjónusta í boði fyrir gesti hótelsins ef á þarf að halda. Bio Suites er frábær kostur fyrir fjölskyldur.
Hægt er að velja um stúdíó íbúðir og íbúðir með einu og tveimur svefnherbergjum sem rúma allt að 5 manns. Allar íbúðirnar eru með eldhúskrók og stofu ásamt örbylgjuofni, sjónvarpi og loftkælingu. Hótelgestir hafa aðgang að þráðlausu interneti á öllu hótelinu.
Fjarlægðir
- Strönd: 200 metrar
- Veitingastaðir: Í göngufæri
- Flugvöllur: 70 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Gufubað: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Creta Palace, Rethymnon
Glæsileg hótelsamstæða í Rethymnon
Veitingahús, kaffihús og barir
Sundlaugargarður og einkaströnd
» Nánar

Creta Palace, Rethymnon
Vefsíða hótels

Glæsilegra gerist það ekki. Lúxushótelsamstæða við Rethymnon-ströndina, 5 kílómetra frá iðandi mannlífinu í miðbænum.
Í samstæðunni eru 335 vistarverur, allt frá herbergjum og svítum upp í smáhýsi og sérbýli með einkasundlaugum, og rúma frá þremur upp í sex einstaklinga. Innréttingar eru í mismunandi stíl, hvítir litir áberandi með gylltu, við og björtum litum í bland. Ýmist er viðarparkett eða steinflísar á gólfum. Loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, hljómtæki, rafrænt öryggishólf, ísskápur, þráðlaus nettenging og smábar sem fyllt er á gegn gjaldi er í öllum vistarverum. Á baðherbergjum eru baðsloppar, inniskór, hárþurrka og baðvörur. Svalir eða verönd fylgja og er útsýni ýmist yfir hótelgarðinn eða á haf út.
Kalla mætti hótelið himnaríki sælkerans því að hér eru heilir 10 veitingastaðir, kaffihús og barir, hver með sína áherslu og andrúmsloft. Hægt er að velja um asíska, krítverska og alþjóðlega og lífræna matargerð, steikur og sjávarrétti, allt unnið úr besta fáanlega hráefni. Þess má geta að hótelið hefur verið verðlaunað fyrir matargerðina.
Saltvatnslaug og ferskvatnslaug eru við hótelið með góðri sólbaðsaðstöðu og eins eru sólbekkir og sólhlífar á einkaströnd hótelsins. Krakkaklúbbur er starfræktur og sérstök laug með rennibrautum er fyrir börnin. Skemmtidagskrá með lifandi tónlist og viðburðum er á kvöldin.
Heilsulindin er heilir 2.000 fermetrar og þar er líkamsræktaraðstaða, öldulaug, gufuböð af ýmsu tagi, hvíldarhreiður, snyrtistofa, boðið er upp á andlits- og líkamsmeðferðir, paranudd og Ayurveda-meðferðir til að næra bæði líkama og sál. Og hver væri ekki til í að prófa súkkulaðimeðferðina?
Í gestamóttöku er boðið upp á þurrhreinsun og þvottaþjónustu. Þar er hraðbanki, gjafavöruverslanir og sérverslun með kræsingar úr smiðju heimamanna.
Creta Palace er einstök hótelsamstæða, hér er allt sem hægt er að biðja um til að njóta frídaganna, hvort sem um er að ræða í mat eða drykk, við slökun, hreyfingu eða aðra afþreyingu. Tennisvellir eru á svæðinu og vatnasport af ýmsu tagi er á vegum hótelsins. Aðeins tekur nokkrar mínútur að aka inn í miðbæ Rethymno til að skoða gamla bæinn og kíkja í verslanir eða á veitingahús.
Vinsamlega athugið að fararstjóri VITA er staðsettur í Chania en hægt er að ná í hann í þjónustusíma.
Ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 4 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 72 km - 1klst og 10 mín akstur
- Miðbær: 4km til Rethymnon
- Strönd: Einkaströnd við hótelið
- Veitingastaðir: Á hóteli og í nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
- Íbúðir
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Swell Boutique Hotel, Rethymnon
Glæsilegt og vel staðsett
Við ströndina í Rethymnon
Huggulegt hótel
» Nánar

Swell Boutique Hotel, Rethymnon
Vefsíða hótels

Swell Boutique hótelið stendur á glæsilegum stað á ströndinni við bæinn Rethymnon á Krít. Stutt er frá hótelinu í allt það helsta á svæðinu og hótelið hefur rólegt yfirbragð.
Á hótelinu eru 27 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og svítur af nokkrum stærðum. Herbergin eru rúmgóð, snyrtileg og klassísk en hönnunin er mínímalísk og nútímaleg í senn. Á öllum herbergjum eru loftkæling, internet, sjónvarp með gervihnattastöðvum, ísskáp, síma, öryggishólfi og tekatli. Út frá öllum herbergjum eru svalir með góðum útihúsgögnum og útsýni til sjávar. Baðherbergin eru flísalögð og með frábærri sturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum.
Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á ferskt hráefni frá svæðinu en áhersla er lögð á þekkta gríska rétti og gríska matarmenningu. Morgunverður er borinn fram á girnilegu hlaðborði. Einnig er bar í hótelgarðinum þar sem hægt er að fá svalandi drykki og ljúffengt snarl.
Hótelgarðurinn er lítill, þar sem ströndin er í bakgarði hótelsins. Þó er í garðinum lítil upphituð sundlaug og eitthvað af sólbekkjum. Á hótelinu er líkamsræktarstöð þar sem fólk getur haldið áfram sinni venjulegu rútínu þó það sé í fríi. Einnig er þar heilsulind þar sem hægt er að fara í sánu, tyrkneskt bað og fleira en einnig er hægt að panta meðferðir, til dæmis nudd og aðrar heilsumeðferðir eða snyrtimeðferðir.
Í heildina er um að ræða frábært hótel fyrir alls konar ferðamenn. Starfsfólk hótelsins er reynslumikið, kurteist og alltaf tilbúið að hjálpa gestum að gera fríið ógleymanlegt. Staðsetning er skemmtileg því hótelið er beint fyrir ofan Rethymnon sandströndina einnig er stutt að fara inn í miðbæinn til að skoða það helsta í sögu og menningu svæðisins.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 37,1 km
- Strönd: Rétt við ströndina
- Veitingastaðir: Allt um kring
- Miðbær: Rethymnon, rétt hjá
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Kaffivél: aðstaða til að gera kaffi eða te
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Atrium Ambiance City Hotel, Rethymnon
Eingöngu fyrir fullorðna
Stutt á ströndina
Snyrtilegt
» Nánar

Atrium Ambiance City Hotel, Rethymnon
Vefsíða hótels

Þetta glæsilega fjögurra stjörnu hótel sem er aðeins ætlað fullorðnum er vel staðsett í Rethymnon, í örstuttu göngufæri við Rethymno ströndina.
Hótelið er á fjórum hæðum og á því eru um 120 herbergi sem rúma tvo til þrjá. Hægt er að velja á milli standard, superior eða deluxe herbergja, ýmist með sundlaugarsýn eða ekki. Á öllum herbergjum er loftkæling, internet, sjónvarp, lítill ísskápur, setkrókur og hárþurrka.
Á hótelinu er hægt að finna margskonar afþreyingu, t.d. líkamsræktarstöð, billjard eða borðtennis og hægt er að panta sér tíma í nuddi. Í hverri viku skipuleggur hótelið svo ýmsa afþreyingu á kvöldin s.s. lifandi gríska tónlist, dans, magadans, einhverskonar sýningar og ýmislegt fleira. Skammt frá hótelinu er hægt að fara í minigolf og margskonar vatnasport er í boði við ströndina.
Tveir veitingastaðir eru á hótelinu, Onions sem býður upp á bæði morgun- og kvöldverðarhlaðborð og A la carte veitingastaðurinn Green & Grill sem býður upp á margskonar gríska rétti. Einnig eru tveir barir, annar úti við sundlaugina þar sem hægt er að njóta úrvals hressandi drykkja og snarls yfir daginn og einnig hádegisverðar í hádeginu. Ginger Coctail barinn er svo staðsettur inni þar sem hægt er að njóta flottra kokteila á kvöldin.
Fjarlægðir
- Strönd: 450 metrar, 6 mín gangur
- Veitingastaðir: Allt um kring
- Miðbær: Rethymnon, rétt hjá
- Flugvöllur: 1klst og 10 mín akstur
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Fullt fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Ideon Hotel, Rethymnon
Við feneysku höfnina í Rethymnon
Góður kostur fyrir pör
Sól og strönd
» Nánar

Ideon Hotel, Rethymnon
Vefsíða hótels

Mjög sjarmerandi hótel í aðeins 5 mínútna göngufæri við gamla bæinn í Rethymnon.
Hótelið sem er á fjórum hæðum samanstendur af þremur byggingum. Einni aðalbyggingu og tveimur sögulegum byggingum sem eru samliggjandi aðalbyggingunni. Öll herbergin eru um 20 fm og eru búin sjónvarpi, ísskáp, hárþurrku og loftkælingu ásamt frírri nettengingu og öryggishólfi.
Veitingastaður hótelsins býður gestum góðan daginn með morgunverðarhlaðborði en á kvöldin er þar framreiddur kvöldverður sem hægt er að snæða annaðhvort inni við loftkælingu eða úti í garðinum við sundlaugina. Yfir daginn er síðan hægt að fá sér létta hressingu og drykki við sundlaugarbarinn og síðdegis er tilvalið að setjast á lobby barinn þar sem hægt er að sitja inni eða úti þar sem er glæsilegt útsýni yfir sjóinn.
Fjarlægðir
- Veitingastaðir: Allt um kring
- Strönd: 800 metrar
- Flugvöllur: 65 km, um 70 mín akstur
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Amira Luxury resort & Spa, Rethymnon
5 stjörnu lúxus
Frábært útsýni yfir Eyjahafið
Eingöngu fyrir fullorðna
» Nánar

Amira Luxury resort & Spa, Rethymnon
Vefsíða hótels

Glæsilegt 5 stjörnu lúxushótel aðeins 10 km frá iðandi mannlífinu í miðbænum í Rethymnon. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna eða eldri en 15 ára.
Hótelið er á einkaströnd sem er innan við 15.000 metrar og á því eru 172 vistarverur, bæði herbergi sem rúma tvo til þrjá og svítur með eða án einkasundlaugar sem rúma þrjá til fjóra. Allar herbergjatýpurnar eru með "walk in" sturtu, stækkunarspegli, hárblásara, sloppum og inniskóm, sundlaugarhandklæðum, loftkælingu, þráðlausu interneti, USB tenglum, örgyggishólfi, vatnskatli, Espresso kaffivél, minibar, straujárni og strauborði.
Þrír veitingastaðir eru á hótelinu, Nisos sem býður upp á bæði morgun- og kvöldverðarhlaðborð og A la carte veitingastaðirnir Almyra og Kritamo. Einnig eru þrír barir, aðal barinn Oniro þar sem hægt er að njóta flottra kokteila frá morgni fram á kvöld og njóta hrífandi útsýnisins yfir Eyjahafið og svo sundlaugarbarinn Asterias og strandbarinn Votsalo. Á kvöldin er boðið upp á ýmsa skemmtidagsrká.
Flott heilsulind er á hótelinu sem býður m.a. upp á slökunarherbergi, alls konar meðferðir, paraherbergi með nuttpotti og hægt er að fá hand- og fótsnyrtingu og hárgreiðslu. Á móti heilsulindinni er flott 150 fermetra líkamsræktaraðstaða.
Vinsamlega athugið að fararstjóri VITA er staðsettur í Chania en hægt er að ná í hann í þjónustusíma.
Ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 4 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Miðbær: 17 mín akstur
- Strönd: Við strönd
- Flugvöllur: 70 km
Aðstaða
- Expresso kaffivél
- Sturta
- Sundlaug
- Te eða kaffivél
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Baðsloppar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Hálft fæði
Panorama, Galatas
Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel með allt innifalið sem stendur uppi á höfða í Galatas með óviðjafnanlegu útsýni yfir Chania flóa og Thodorou-eyju. Það þarf að ganga niður brekku að ströndinni, um 100 m. Strætisvagn stoppar fyrir neðan hótelið.
Á öllum herbergjum eru loftkæling, gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet, smábar, öryggishólf og svalir með útsýni yfir hafið eða garðinn. Á baðherbergjum eru baðkar með sturtu og hárþurrka.
Herbergin eru með teppi á gólfum.
Garðurinn er glæsilegur í alla staði með tveimur laugum, góðri sólbaðsaðstöðu og sérstökum svæðum fyrir börnin. Einnig er huggulegt útisvæði fyrir kvöldskemmtanir.
Heilsulind með saunu og hægt er að fá nudd og ýmsar dekur- og snyrtimeðferðir gegn greiðslu. Vel búin líkamsrækt og flóðlýstur tennisvöllur. Einnig hárgreiðslustofa.
Tveir veitingastaðir, annar þeirra Symposium með morgun- og kvöldverð. Bar með útisvæði þar sem hægt er að sitja og njóta frábærs útsýnisins yfir Chania-flóa. Við sundlaugina er bar með snarl og létta rétti. Lítil verslun.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 km - u.þ.b. 30 mín akstur
- Miðbær: 5 km til Chania og 5 km til Platanias
- Strönd: 100 metrar - fara yfir götu
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Fullt fæði
Creta Palm, Stalos
Vefsíða hótels

Fallegt fjölskylduvænt íbúðahótel með 130 íbúðum á mótum Agia Marina og Stalos. Umhverfis hótelið eru verslanir og veitingastaðir og stutt er á ströndina, fara þarf yfir götu.
Í öllum íbúðum er eldhúskrókur með ísskáp, gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet, loftkæling, svalir og öryggishólf gegn gjaldi. Á baðherbergjum eru baðkar með sturtu og hárþurrka.
Greiða þarf fyrir afnot af interneti, €12 á viku, eða €5 á dag.
Tvær sundlaugar með svæðum fyrir börn. Fyrir börnin er einnig leiksvæði og leikherbergi. Tveir sundlaugarbarir, tækjasalur, sauna og nuddpottur
Veitingastaður með vel útilátið hlaðborð kvölds og morgna, bar með snarl og létta rétti og bar við laugina. Einnig lítil verslun.
Hótelið er tæpa 4 km frá Platanias en á leiðinni eru veitingastaðir og alls kyns verslanir.
Fæði: Hálft fæði eða "allt innifalið"
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 3 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 24 km - 35-40 mín akstur
- Miðbær: í Kato Stalos, 7km frá Chania
- Strönd: 40 m
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Lito Beach, Gerani
Vefsíða hótels

Lito beach er hótel og íbúðahótel sem er staðsett á ströndinni í Gerani, í um 2,5 km fjarlægð frá Platanias og 15 km frá Chania. Heillandi útsýni út á Miðjarðarhafið, yndislegt veðurfar og allt til alls fyrir gott frí.
Á hótelinu eru 50 stílhrein og hlýlega innréttuð herbergi og íbúðir. Húsgögn eru úr dökkum viði og ljósar flísar eru á gólfum. Hér er um að ræða vistarverur af öllum stærðum og gerðum; tveggja til þriggja manna herbergi, stúdíóíbúðir, eins til tveggja herbergja íbúðir og svítur. Í öllum vistarverum eru loftkæling, internet, sjónvarp, öryggishólf, sími og míníbar ásamt því að allar vistaverur hafa verönd eða svalir. Í íbúðum eru svefnherbergi og setustofur ásamt léttum eldhúsum. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru baðkar með sturtu, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Hótelgarðurinn er fallegur og gróinn en í honum eru útisundlaug, barnasundlaug og góð sólbaðsverönd með sólbekkjum og öllu sem þarf til að slaka á og njóta sólarinnar. Í garðinum er einnig leiksvæði fyrir börnin og bar er við sundlaugina þar sem hægt er að nálgast svalandi drykki, létta rétti eða kaffiveitingar. Á hótelinu er einnig veitingastaður sem býður upp á spennandi Miðjarðarhafsrétti í hádeginu og á kvöldin. Einnig er herbergisþjónusta í boði á hótelinu.
Við hótelið eru frí bílastæði svo tilvalið er að leigja bíl og skoða sig um á eyjunni. Hótelið hentar fjölskyldufólki og öðrum ferðamönnum sem vilja dvelja í fallegu umhverfi, kósý andrúmslofti og fá úrvals þjónustu frá vingjarnlegu starfsfólki.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 34 km
- Strönd: Um 200 m á strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Nontas Íbúðahótel, Daratso
Góð staðsetning
Hagstæður kostur
Einfalt og snyrtilegt
» Nánar

Nontas Íbúðahótel, Daratso
Vefsíða hótels

Einfalt og snyrtilegt íbúðahótel á góðum stað í Daratso-hverfinu. Hótelið er í útjaðri Agia Marina, um 500 metra frá Agii Apostoli ströndinni og 4 kílómetra frá fjörinu í miðbæ Hania.
Í hótelinu eru 30 rúmgóðar vistarverur sem skiptast á milli stúdíóa og íbúða sem rúma tvo til fjóra einstaklinga. Íbúðirnar eru snyrtilegar, innréttingar í millibrúnum við og flísar eru á gólfum. Öll helstu þægindi eru til staðar, eins og loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími og öryggishólf. Í eldhúskrók er ísskápur, hellur, hraðsuðuketill, kaffivél og öll nauðsynlegustu áhöld. Á baðherbergjum er sturta. Við allar íbúðir eru svalir eða verönd með útsýni yfir hafið og nágrennið. Athugið að einnig er í boði Stúdíó Deluxe svokallað en þau eru ekki með eldhúskrók og eru því hefðbundin herbergi, þau rúma tvo einstaklinga. Þráðlaus nettenging er í öllum vistarverum gestum að kostnaðarlausu. Loftkæling er gegn gjaldi og einnig öryggishólf.
Á hótelinu er snakkbar þar sem hægt er að fá sér klassískar kræsingar að hætti heimamanna og upplagt er að fá sér fordrykk í setustofubarnum.
Sundlaug er við hótelið með afmörkuðu svæði fyrir börnin. Sólbaðsaðstaða er við laugina með sólbekkjum og sólhlífum. Á sundlaugarbarnum er hægt að fá snarl og létta rétti auk drykkja í fljótandi formi, áfengra jafnt sem óáfengra. Sagt er að mojito-inn sem þar fæst sé svo góður að það sé saga til næsta bæjar.
Heilsulind með snyrtistofu og nuddpotti er í hótelinu og boðið er upp á nuddmeðferðir.
Starfsfólkið í móttökunni leggur sig fram við að aðstoða gesti að leigja bíl eða hjól, veita ferðaupplýsingar og fleira. Boðið er upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu og gjaldeyrisskipti.
Nontas íbúðahótelið er frábær valkostur fyrir þá sem vilja njóta þess að slaka á. Ekki skortir veitingastaði og verslanir í næstu götum.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 1,5 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 mín
- Miðbær: 8 min akstur
- Strönd: 500 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
Fæði
- Án fæðis
Euphoria Resort, Kolymbari
Vefsíða hótels

Stílhreint og fallegt lúxushótel við ströndina í Kolymbari. Dekur á alla kanta, fullkomin slökun og endurnæring með nægri afþreyingu. Allt innifalið.
Í hótelinu eru 287 vistarverur í sex þriggja hæða lyftubyggingum. Herbergin eru 30 fermetrar og rúma 2 til 3 einstaklinga og svítur eru 40 og 60 fermetrar og rúma allt að fimm. Innréttingar eru stílhreinar og hlýlegar, úr við og ljósum jarðarlitum. Parkett er á gólfum. Öll nútímaþægindi eru til staðar, stillanleg loftkæling, sími, sjónvarp, minibar og aðstaða til að laga te og kaffi. Baðherbergi eru vel búin, með hárþurrku og baðvörum. Verönd eða svalir eru búnar húsgögnum. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu. Herbergi á jarðhæð með verönd hafa aðgang að sundlaug sem eingöngu er ætluð þessum herbergjatýpum.
Aðalveitingastaðurinn býður úrval rétta af hlaðborði en tveir aðrir bjóða girnilega rétti af matseðli. Bar er bæði inni á hótelinu og við sundlaugina. Af þakveröndinni er útsýni yfir sundlaugargarðinn og á haf út.
Sundlaugargarðurinn er skemmtilegur, sólbaðsaðstaðan til fyrirmyndar með sólbekkjum, sólhlífum og handklæðum og sólbaðseyjum sem liggja út í laugina. Við laugina er bar þar sem einnig er hægt að gæða sér á snarli og svalandi drykkjum. Hægt er að velja um að sitja á bakkanum undir sólhlífum eða við borð úti í lauginni sjálfri. Ein laugin er ferskvatnslaug og þrjár vatnsrennibrautir eru fyrir börn hærri en 1,3 m. Einnig er busl laug fyrir þau yngstu. Starfsfólk krakkaklúbbsins sér til þess að yngstu gestirnir hafi ávallt nóg fyrir stafni.
Heilsulindin er af bestu gerð með upphitaðri innilaug, nuddpotti, gufubaði, hvíldarhreiðri, líkamsræktaraðstöðu og nudd- og líkamsmeðferðum af ýmsu tagi. Í boði eru á jóga-, Pilates-, Zumba og styrktar/þrek tímar.
Gestamóttakan er að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn og þar er m.a. minjagripaverslun, hjólaleiga og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.
Euphoria Resort er splunkunýtt hótel með beinu aðgengi að ströndinni í Kolymbari, þar sem hótelgestum bjóðast ókeypis afnot af sólbaðsaðstöðu með sólbekkjum. Hér er allt til alls, slökun, afþreying og endurnæring. Þess má geta að strætó sem gengur til Chania stoppar stutt frá hótelinu.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 3 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 160 km
- Miðbær: 23 km til Chania
- Strönd: Við strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
Galini Palace, Kolymbari
Vefsíða hótels

CHC Galini Palace er glænýtt og glæsilegt hótel staðsett í Kolymbari sem er í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Chania. Miðbær Platanias er í um 15 mínútna akstursfjarlægð.
Hótelið opnaði árið 2021 og býður upp á mjög góða aðstöðu.
Sundlaug, barnalaug, veitingastaður, bar, sundlaugarbar, leiksvæði fyrir börn, heilsulind og líkamsræktarsalur svo eitthvað sé nefnt.
Herbergin eru innréttuð í ljósum litum og eru búin öllum helstu þægindum, svo sem loftkælingu, litlum ísskáp, Wi-Fi, öryggishólfi, sjónvarpi, síma og rúmgóðum baðherbergjum.
Frítt Wi-Fi er á öllu hótelinu.
„Allt innifalið“ felur í sér morgun- hádegis- og kvöldverð og drykki til kl. 23 á kvöldin. Morgun- og kvöldverður eru bornir fram á hlaðborði á aðalveitingastað hótelsins, hádegisverður á veitingastað við sundlaugina.
Kolymbari er rólegt þorp við ströndina en þar er að finna bæði verslanir og veitingastaði. Ágætar almennings samgöngur eru frá Kolymbari til Platanias og Chania.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 42 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Te eða kaffivél
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
Creta Princess, Maleme
Hentar vel fyrir fjölskyldur
Vatnsgarður með 5 vatnsrennibrautum
Allt innifalið
» Nánar

Creta Princess, Maleme
Vefsíða hótels

Creta Princess hótelið er staðsett við Maleme ströndina sem er í u.þ.b. 10 mín akstri frá Platanias. Hótelið er með sinn eigin vatnsgarð sem inniheldur fimm vatnsrennibrautir og þrjár sundlaugar. Hentar mjög vel fyrir fjölskyldur.
Á hótelinu eru 418 herbergi sem rúma mest 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn. Í öllum herbergjum er öryggishólf, hraðsuðuketill fyrir te og kaffi, ísskápur, hárþurrka og sjónvarp. Frí internet tenging er á öllum herbergjum og loftkæling er í herbergjum frá 15. júní til 15. september. Svalir eru á öllum herbergjum.
Mikil afþreying er á hótelinu. Má þar nefna stóran vatnsgarð sem er með þrjár sundlaugar, fimm vatnsrennibrautir, risaá og svartholsgöng. Einnig er góð sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum og frí handklæði til að nota á sólbekkjunum annaðhvort við sundlaugina eða á ströndinni. Á hótelinu eru einnig tveir tennisvellir, fótboltavöllur, körfuboltavöllur, mini golf, billiard og leikvöllur fyrir yngri börnin svo eitthvað sé nefnt. Einnig er krakkaklúbbur fyrir börn 4-12 ára og skemmtidagskrá fyrir börnin.
Gestir hafa aðgang að glæsilegri líkamsræktaraðstöðu og heilsulind og lítilli verslun með helstu nauðsynjum.
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, lobby bar og sundlaugarbar og disco klúbbur þar sem hægt er að njóta flottra drykkja frameftir kvöldi. Haldin eru sérstök grísk kvöld með lifandi dansi sem skemmtilegt er að upplifa.
Fjarlægðir
- Strönd: við strönd
- Flugvöllur: 34 km
- Veitingastaðir: Í göngufæri
Aðstaða
- Sundlaug
- Te eða kaffivél
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Hraðsuðuketill
- Sjónvarp
- Te- eða kaffiaðstaða
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Allt innifalið
Kato Stalos Mare, Stalos
Vefsíða hótels

Kato Stalos Mare er afar einfalt íbúðahótel við ströndina í Stalos, u.þ.b. 7 km frá Chania og 3 km frá Platanias. Veitingastaðir og verslanir í göngufæri.
Í hótelinu eru 26 íbúðir/stúdíóíbúðir. Í öllum vistaverum er að finna eldhús og baðherbergi, svalir eða verönd, ísskáp, kaffivél og brauðrist.
Veitingastaður hótelsins er á ströndinni og býður upp á ekta Krítverskan mat úr ferskasta hráefninu hverju sinni. Vinalegt andrúmsloft og góður matur.
Fjarlægðir
- Strönd: Rétt hjá
- Miðbær: 7 km. frá Chania
Aðstaða
- Eldhúsaðstaða
- Sundlaug
- Te eða kaffivél
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Nettenging
- Handklæði fyrir hótelgarð: Nei
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Loftkæling: Gegn gjaldi -10eur per dag
- Hárþurrka: Nei
Fæði
- Án fæðis
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef
CHQ
5 klst. og 55 mín
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€EUR
Gengi