fbpx Krít - Einstök upplifun. Dásamleg grísk eyja.

Krít

Vinalega eyjan, einstök upplifun

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Krít, flogið með Icelandair!

Náttúrufegurð, einstök matargerð og sólríkir dagar á paradísareyjunni Krít.

Lækkaðu verð ferðarinnar með Vildarpunktum

Slökun á bekk við sólgyllta strönd á Krít og hræra helst hvorki legg né lið er engu líkt. Eins dásamlega og það hljómar þá býður Krít einnig upp á endalausa afþreyingu. Sjósund, köfun, allt hugsanlegt sjósport, hjólreiðar, göngur um fjöll og gljúfur, siglingar, skemmtigarða og hinar ýmsu skoðunarferðir. Allt þetta og meira til er að finna á Krít.

krit_old_port.jpg 

Verslun

Í Chania eru skemmtilegir markaðir og spennandi litlar verslanir. Kaupglaðir geta valið úr glæsilegum skartgripum, leðurtöskum, skóm, beltum og handunnum leirmunum. Þar eru einnig stærri búðir eins og H&M, Bershka, Zara, Stradivarius og Pull and Bear en það er ekki mikið um fatakeðjur á eyjunni.

Sagan

Saga Krítar er auðugri en margra nágranna hennar og nær 4.000 ár aftur í tímann. Reyndar er Krít eignaður heiðurinn af því að vera vagga nútíma siðmenningar. Ummerki sem styðja þá staðhæfingu má finna í höllinni í Knossos – Krítverjarnir sem þar bjuggu voru meðal hinna fyrstu sem tileinkuðu sér tísku, samkvæmi og kvenréttindi.
Ef hugurinn stendur til skoðunarferða er enginn staður betri en fagra eyjan Krít til að skoða rómverskar rústir, mínóískar hallir og fagrar býsanskar kirkjur. Vinsælast er þó að heimsækja eyjuna frægu og fögru, Santorini og einnig hefur færst í vöxt að gestir eyjunnar læri matreiðslu af Krítverjum.

Ströndin

Við ströndina teygir gylltur sandurinn anga sína marga kílómetra. Hótel, barir, verslanir og veitingastaðir raða sér eftir strandlengjunni og bíða þess að þjóna þörfum sumarferðamanna.

krit_krit_crete_elafonissi.jpg 

Chania

Flogið er til Chania, sem er önnur stærsta borg Krítar og sem var höfuðborg eyjarinnar til forna.
Miðbærinn er þægilegur yfirferðar og má segja að miðjan sé Feneyska höfnin, er þar standa veitingastaðir í röðum og notalegt að setjast niður og horfa á mannlífið.
Upp af höfninni eru litlar göngugötur þar sem auðvelt er að drekka í sig gríska stemmningu í litlu búðunum og t.d. kaupa ólífuolíuna sem hvergi er betri en einmitt á Krít.
Snotur gallerí, fataverslanir, skartgripa- og leðurverslanir eru á hverju götuhorni. Ekki má heldur gleyma að Chania er borg með allri þjónustu og þar búa Krítverjar – ekki bara ferðamann.
Ef stefnan er tekin vestur frá Chania er endað í Platanias, vinsælum ferðamannabæ sem iðar af lífi allan daginn og langt fram á kvöld.


krit_krit_crete_veitingastadur_restaurant.jpg

Platanias

Þetta svæði er 14 km frá Chania og strætó gengur meðfram ströndinni og er byggð milli staðanna er nánast samfelld með veitingastöðum, verslunum, börum og kaffihúsum. Ferðaþjónustan blómstrar og sólþyrstir ferðalangar fá allt frá sandölum og ermalausum bol upp í vandaða minjagripi úr smiðju heimamanna.


Indigo Mare, Platanias, Krít

Rethymnon

Þriðji stærsti bærinn á Krít er Rethymnon en hann er í um klukkutíma akstri frá flugvelli í Chania. Rethymnon státar líka af Feneyskri höfn, göngugötum og úrval veitingastaða er við höfnina og meðfram ströndinni. Einn af mörgum góðum kostum Rethymnon er að í bænum er breið og falleg sandströnd.


Krít,Rethymnon,Hótel, White Palace,sól, Hotel,gisting, sól,sumar,

Á Krít mætast gamli og nýi tíminn á heillandi máta og líkt og að ganga inn í annan heim að rölta um þröngar steinilagðar götur bæjanna. Ys og þys borgarlífsins hverfur og sjarmi liðinna tíma tekur yfir. Hér er auðvelt að gleyma sér tímunum saman við að skoða minjar frá því að eyjan laut yfirráðum Feneyinga og síðar Tyrkja.

Ferðir verða í boði með íslenskum fararstjóra (sjá nánar undir skoðunarferðir).

Á eigin vegum:

Vatnsleikjagarðurinn  Limnoupolis
Rétt fyrir utan Chania er vatnsleikjagarður, Limnoupolis, með leiktækjum, rennibrautum, klifurvegg og veitingastað. Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.  
Takið með ykkur sundföt,  handklæði, sólarvörur og hatta.

Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna 

Köfun, Hjólreiðaferðir & Jeppasafarí - farþegar hafa kost á því að fara í köfun eða á köfunarnámskeið. Einnig er hægt að fara í hjólreiðaferðir. Hægt er að skoða bæklinga um þessa þjónustu í fararstjóramöppunni á hótelum. Fararstjóri aðstoðar við pöntun, ef þess er óskað.

Í Chania og Platanias er fararstjóri á vegum VITA, en þeir sem kjósa að dvelja í Rethymnon eru á eigin vegum, en með þjónustunúmer fararstjóra.

Flogið með Icelandair
Láttu þér líða vel og njóttu afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Krítar og aftur á leiðinni heim. 

Veldu þitt sæti
Þú getur valið þitt sæti um borð í vélum Icelandair þegar þú ferðast með VITA. Hafðu ferðalagið eins og þú vilt hafa það!

Afþreyingarkerfi um borð
Yfir 600 klukkustundir af afþreyingarefni um borð í vélum Icelandair. Þú getur horft á nýjar eða klassískar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og heimildarmyndir. Einnig er hægt að hlusta á innlenda og erlenda tónlist. Þú ert með snertiskjá fyrir framan þig og ræður ferðinni. 

Safnaðu Vildarpunktum
Viðskiptavinir VITA safna auk þess 2.300 Vildarpunktum fyrir valdar ferðir í leiguflugi ef bókað er á vefsíðu.

Lesa nánar um Krít
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Afþreying

  • Skoðunarferðir

  • Flogið með Icelandair

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef CHQ

    5 klst. og 55 mín

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    EUR

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun