fbpx Kvennaferð KVAN til Valencia | Vita

Kvennaferð KVAN til Valencia

Komdu með!

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Kvennaferð KVAN til Valencia á Spáni, 16.-20. september

KVAN býður upp á ógleymanlega kvennaferð til Valencia á Spáni í september.  Við ætlum að njóta í botn. Hlæja mikið og hafa gaman ásamt því að borða góðan og heilsusamlegan mat og drekka í okkur menningu þessarar sögufrægu þriðju stærstu borgar Spánar.

Ef þú tengir við það að vera með marga bolta á lofti og vera oft á tíðum þreytt. Vilt upplifa eitthvað nýtt og finna orkuna, gleðina, hugrekkið og kraftinn, þá er þetta ferð fyrir þig. Nú setur þú þig í forgang. Markmið ferðarinnar er að efla okkur á allan hátt sem við gerum með því að auka jákvæðni og samkennd í eigin garð og annarra,  vinna í okkar leiðtogahæfileikum, finna leiðir til að minnka streitu og vera í meira jafnvægi. Finnum gleðina og kraftinn.

Skoða hvar þú ert stödd og hvert þú vilt raunverulega fara? Hvað er að virka og hvað er ekki að virka í lífinu?
Förum inn í veturinn með hæfilegar kröfur á okkur sjálfar. Sleppum öllum rembing og opnum frekar fyrir þann möguleika á að sjá styrkleika okkar og opna fyrir einhverju nýju. Finnum hugrekkið og húmorinn, sköpunarkraftinn, einlægnina og ástríðuna.

Þú getur mætt ein, eða með vinkonu, vinnufélaga eða fjölskyldumeðlim, það skiptir engu máli. Aðalmálið er að taka ákvörðun og setja þig í forgang!
Ferðin er alger upplifun. Við kynnumst fallegri borg, skoðum matarmenningu og förum á matarmarkað, upplifum garða, torg, strendur og náttúruna í öllu sínu veldi. Borðum saman dásamlegan og góðan mat og upplifum ævintýralega ferð. Snertir á öllum skynfærum.

ÞJÁLFARAR

Anna Steinsen og Sassa Eyþórsdóttir eru þjálfarar á kvennahelginni og munu fylgja hópnum alla leið. Báðar hafa þær áralanga reynslu af þjálfun og ferðalögum með hópa og bjó Sassa m.a. í þrjú ár í Valencia, þekkir þar hvern krók og kima.

Verð

179.900 krónur miðað við tveggja manna herbergi
201.900 krónur miðað við eins manns herbergi

Innifalið í verði

Flug fram og til baka til Alicante með Icelandair
23 kg. innritaður farangur og 10 kg. handfarangur
Akstur frá Alicante flugvelli að hóteli í Valencia, fram og til baka
Gisting í 4 nætur á Hotel Dimar. Hótelið er fjögurra stjörnu hótel mjög vel staðsett í miðju Valencia. https://www.hotel-dimar.com/en/
Námskeið KVAN

Ferðatilhögun

Flogið er með Icelandair kl. 08:50 til Alicante þann 16. september og lent verður í Alicante kl. 15:10 á staðartíma.
Rúta ekur hópnum frá flugvelli á Alicante til Valencia á Hotel Dimar.
Flug heim er svo 20. september klukkan 16:10 og lent í Keflavík um klukkan 18:40.

Hlökkum til að ferðast með ykkur!

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef ALC

    4,5

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun