fbpx Kyrrahafið og Hawaii | Vita

Kyrrahafið og Hawaii

San Francisco, Los Angeles og Hawaii

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband

Myndagallerí

San Francisco, Los Angeles og Hawaii

23. október - 15. nóvember 2019
Celebrity Eclipse
Fararstjóri Kristinn R. Ólafsson

San Francisco og Los Angeles, Bandaríkjunum - Hilo, Kailua Kona, Lahaina Maui og Honolulu, Hawaii – Ensenada, Mexicó – Los Angeles og Denver, Bandaríkjunum.

Stutt ferðalýsing
Flogið er til San Francisco seinnipart dags 23. október, gist í fjórar nætur í San Francisco. 27. október er flogið til Los Angeles þar sem farið er í Celebrity Eclipse og siglt er til suðausturs í Kyrrahafinu til Hawai, komið við á fjórum yndislegur eyjum á Hawaii. Eftir þessa 4 daga á Hawaii eyjunum er siglt til baka og komið til Ensenada í Mexíkó áður en haldið er til baka til Los Angeles. Tvær nætur í Los Angeles áður en haldir er til Denver þar sem einnig er gist í 2 nætur áður en flogið er heim til Íslands þann 15. nóvember og lent í Keflavík að morgni 16. nóvember.

celebrity_eclipse_4.jpg

Celebrity Eclipse 
Celebrity Eclipse er í svokölluðum „Solstice” klassa hjá Celebrity Cruises, sem er hæsti klassi skipafélagsins.
Skipið fór í sína jómfrúarferð í ágúst  2009, er 122.000 rúm lestir, rúmlega  300 metrar á lengd og með rými fyrir  2850 farþega. Það er 16 hæðir og á næst efsta þilfari er Sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt og sólarlagsbarnum.
Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með gríðarmiklu útsýni til allra átta. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum  dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru  litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur.  Silk Harvest  er með asískt eldhús. Greiða þarf sérstakt þjónustugjald á eftirfarandi veitingastöðum. Gjaldið er mismunandi eftir veitingastöðum og er það frá 30 – 50 Dollurum á mann.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.
Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur  að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.

Flugtafla

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI 863 23.október Keflavík 17:00 San Francisco 18:55
UA 653 27.október San Francisco 09:30 Los Angeles 11:13
UA 1711 13.nóvember Los Angeles 16:06 Denver 19:21
FI 670 15.nóvember Denver 15:30 Keflavík 05:55+1

Siglingarleiðin

Dagur Áfangastaður  Koma Brottför
27.október Los Angeles, Kalifornía   17:00
28.október Á siglingu    
29.október Á siglingu    
30.október Á siglingu    
31.október Á siglingu    
1.nóvember Hilo, Hawaii 08:00 17:00
2.nóvember Kailua Kona, Hawaii 08:00 18:00
3.nóvember Lahaina, Maui, Hawaii 08:00 18:00
4.nóvember Honolulu, Oahu, Hawaii 08:00 23:00
5.nóvember Á siglingu    
6.nóvember Á siglingu    
7.nóvember Á siglingu    
8.nóvember Á siglingu    
9.nóvember Á siglingu    
10.nóvember Ensenada, Mexíkó 11:00 17:00
11.nóvember Los Angeles, Kalifornía 06:00  

Ferðatilhögun

Miðvikudagur 23. október, Keflavík – San Francisco

Flogið er beint til San Francisco frá Keflavík með Icelandair kl. 17:00 lending í San Francisco er kl. 18:55 að staðartíma. Flugið tekur 8 klst og 55 mín. Ekið er beint á Hilton Hotel Parc 55 þar sem gist er næstu 4 nætur.

explore-san-francisco-fishermans-wharf.jpg.rend_.tccom_.1280.960.jpeg  

San Francisco 
Borgin liggur á norðurodda San Francisco skagans, sem myndar San Francisco flóa. Borgarmörkin afmarkast í norðri af Golden Gate-brúnni, í vestri af  Kyrrahafinu, í austri af San Francisco-flóanum og í suðri af hinum 300m háu Twin-Peaks hólum, sem spænskir trúboðar nefndu vegna útlits síns Los Pechos de la Chola eða Brjóst indjánastelpunnar.
San Francisco er einnig þekkt fyrir samtals 42 hæðir sínar, sem eru allt að 30m háar. Þær eru gjarnan mjög brattar og eru ástæða þess að sporvagnakerfi var tekið í notkun í borginni árið 1873. Borgin er ein mikilvægasta hafnarborg vesturstrandar Bandaríkjanna, aðallega vegna mjög góðra náttúrulegra hafnaraðstæðna. Í og við flóann er að finna eyjarnar Treasure Island og Farallon Island að ógleymdri fyrrum fangaeyjunni Alcatraz, sem nú hýsir safn.
Skoðunarferð: Farið verður í 3ja og hálfs klukkustundar ferð, þar sem ekið er um borgina og við sjáum helstu kennileiti eins og “Golden Gate” brúna, “The Cliff House”, veitingastað frá 19 öld, Turninn á “Telegraph Hill o.fl. Einnig komið við á “Fisherman´s Wharf og Pier 39.

san-francisco-san-francisco-bay-1112x630.jpg

Fimmtudagur 24. október - San Francisco
Farið verður í 3ja og hálfs klukkustundar ferð, þar sem ekið er um borgina og við sjáum helstu kennileiti eins og “Golden Gate” brúna, “The Cliff House”, veitingastað frá 19 öld, Turninn á “Telegraph Hill o.fl. Einnig komið við á “Fisherman´s Wharf og Pier 39. eftir hádegið er síðan farið út í hinga þekktu Alcatraz eyju og fangelsið skoðað.

cable-car-san-francisco.jpg

Föstudagur 25. október  - San Francisco 
Frjáls dagur. Gaman að nota daginn til að ráfa um og skoða það sem fyrir augu ber í þessari skemmtilegu borg.

italy_wineyards_6.jpg

Laugardagur 26. október  - San Francisco 
Heill dagur og farið út fyrir borgina ekið í Napa dalinn sem er rómaður fyrir fegurð og vínekrurnar sínar.  Heimsókn á Beringer vínekruna og farið í Beuena Vista í vínsmökkun.

hollywood-real-estate-los-angeles-neighborhood-guide-3.jpg

Sunnudagur 27. október  - San Francisco – Los Angeles – Celebrity Eclipse 
Eftir morgunverð er farið út á flugvöll og flogið til Los Angeles. Frá flugvellinum í Los Angeles er farið niður á höfn þar sem Celebrity Eclipse bíður okkar og lagt er úr höfn kl. 17:00

celebrity_cruises_almennt_5.jpg

Mánudagur 28. – fimmtudagur 31. október á siglingu 
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.

hawaii_hilo.jpg

Föstudagur 1. nóvember - Hilo, Hawaii
Stóra eyjan. Orkídeueyjan. Eldfjallaeyjan. Allt eru þetta nöfn sem notuð eru um Hawaii, stærstu eyjuna í Hawaii-eyjaklasanum. Og ekki að ástæðulausu. Náttúrufegurðin á eyjunni er hreint ævintýraleg. Eldfjallalandslag einkennir eyjuna, sem er 10.443 ferkílómetrar að stærð, og þar gnæfa yfir tindar Mauna Loa og Mauna Kea, um 4.200 metra háir. Hér gefur að sjá Hawaii-eldfjallaþjóðgarðinn, en þar er enn eldvirkni, víðfeðma makademíuhnetuakra, strandir með svörtum hraunsandi, skóglendi þar sem orkídeurnar blómstra og íburðarmikil glæsihótel.
 
kailua_kona_hawaii.jpg
 
Laugardagur 2. nóvember  - Kailua Kona, Hawaii
Strandlengjan þar sem hlíðar Mauna Loa- og Hualalai-eldfjallanna renna saman við sjóinn á vesturströnd Hawaii-eyjar nefnist Kona Coast. Þar breiðir hraunið úr sér og fegurðin við sólarlag er ógleymanleg. Tær sjórinn hentar einkar vel fyrir köfun, snorkl og sjóstangveiði. Fyrir miðju Kona-strandarinnar liggur heillandi ferðamannabær, Kailua. Þrír bæir á Hawaii nefnast Kailua og til aðgreiningar er þessi kallaður Kailua-Kona.

Hawaii_sigling_cruise__seaturtle.jpg

Sunnudagur 3. nóvember - Lahaina, Maui, Hawaii
Það er ekki hægt annað en að taka undir með þeim á Hawaii þegar þeir segja „Maui No Ka Oi“, eða „Maui er best“. Allavega ekki eftir að hafa heimsótt Maui, Dalaeyjuna eins og hún er kölluð. Hér er upplagt að skoða hvalveiðibæinn Lahaina og friðlandið í skógi vöxnum fjöllunum þar fyrir ofan eða leggja leið sína í Haleakala-þjóðgarðinn en þar er einn stærsti óvirki eldgígur heims, litlir 32 kílómetrar í þvermál. Þá er hægt að heimsækja Hana sem er afskekktur smábær þar sem gamli tíminn ræður ennþá ríkjum eða njóta fegurðar ósnertra kóralrifja og dýralífsins neðansjávar við köfun og snorkl við Lanai-eyju.

hawaii_honolulu_1.jpg

Mánudagur  4. nóvember  - Honolulu, Oahu, Hawaii   
Það er óhætt að kalla Honolulu, höfuðborg Hawaii, demantinn í Kyrrahafinu. Hér gefur að sjá einu konungshöllina sem reist hefur verið í öllum Bandaríkjunum, hægt er að sóla sig á Waikiki-ströndinni, fara upp á eldfjallið Diamond Head sem gnæfir þar yfir eða njóta kyrrðarinnar í þjóðarkirkjugarði Kyrrahafsins, sem að sjálfsögðu er á toppi eldfjalls, ofan í Punchbowl-gígnum. Þá er óhætt að mæla með því að skoða Pearl Harbor-safnið og minnisvarðann um USS Arizona.

celebrity_constellation_oceanliners.jpg

Þriðjudagur 5.  – laugardags 9. nóvember  - Á siglingu
Næstu 5 dagar á siglingu aftur til meginlands Bandaríkjana. En áður en þangar er komð er einnd dagur í Mexíkó. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmt af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.

mexico_1.jpg

Sunnudagur 10. nóvember  - Ensenada, Mexico 
Borgin Ensenada í Mexíkó er líklega þekktust fyrir Riviera Pacifica hótelið og barinn sem kenndur er við dauðasyndirnar sjö. Fá hótel státa af jafn skrautlegri og áhugaverðri fortíð því að þar átti heldra fólkið frá Kaliforníu sér athvarf innan um stórstjörnur hvíta tjaldsins á gullaldarárum Hollywood. Í Ensenada er einnig skemmtileg verslunargata og gömul fangelsisbygging sem nú hýsir safn með minjum frá tímum Asteka.

160701133938-hollywood-walk-fame-exlarge-169.jpg

Mánudagur 11. nóvember  - Los Angeles
Komið til hafnar í Los Angeles og eftir að tékkað er út úr skipinu þá er farið í hálfs dags skoðunarferð um Los Angeles og eftir hádegið er tékkað inn á Loews Hollywood Hotel, þar sem gist er í tvær nætur.

la-hollywood-sign.jpg

Los Angeles
Los Angeles er þekktust fyrir að vera þar sem  Hollywood skiltið gnæfir yfir borgina og öll kvikmyndafyrirtækin og stúdíóin eru eins og Paramount Pictures, Universal and Warner Brothers. Hin fræga gata Hollywood Boulevard og TCL Chinese Theatre þar sem fræga fólkið hefur markað handa og fótspor sín í steipuna. Komið til Los Angeles snemma morguns. Eftir morgunverð er farið frá skipinu, stigið um borð í rútu og farið í hálfs dags ferð til Santa Monica.

hollywood-real-estate-los-angeles-neighborhood-guide-3.jpg

Þriðjudagur  12. nóvember - Los Angeles
Eftir morgunverð er farið í hálfs dags ferð um borgina
Njótið þess að skoða allt það besta sem Los Angeles hefur upp á að bjóða, m.a. strandbæina, Beverly Hills, Hollywood og miðbæinn. Leiðin liggur um alla frægustu og vinsælustu staðina sem gera LA að því sem hún er. Má þar nefna Sunset Strip, Rodeo Drive og Hollywood þar sem við skoðum handa- og fótaför frægustu kvikmyndastjarna í heimi við Grauman‘s Chinese kvikmyndahúsið og Kodak höllina í Hollywood & Highland afþreyingarmiðstöðinni þar sem Óskarsverðlaunahátíðin fer fram ár hvert.
Eftir það eru söguslóðir LA skoðaðar, miðbærinn, Kínahverfið, matarmarkaðurinn Farmer's Market, The Grove, The Music Center, Walt Disney tónleikahöllin, Our Lady of the Angels dómkirkjan og Griffith Park stjörnuskoðunarstöðin.

denver.jpg         Hálfds dags skoðuan

Miðvikudagur 13. nóvember. Los Angeles  - Denver 
Kveðjum Los Angeles og ekið út á flugvöll og flogið til Denver.  Þegar komið er þangað er ekið beint á Hilton Denver City Center hotel, þar sem gist er í tvær nætur.
Denver
Borgin Denver á sér tvær hliðar og í ferðinni gefst tækifæri til að kynnast þeim báðum – sögufræga vesturríkjabænum og lifandi nútímaborginni. Það er eins og að hverfa aftur til 19. aldar að koma inn í friðsæl íbúðahverfin í Denver. Við skoðum hið fallega og sögufræga Larimer-torg og glæsilegar byggingar frá Viktoríutímanum sem standa við gróðursælar göturnar. Leiðin liggur fram hjá fjölda kennileita borgarinnar, eins og City Park sem er gullfallegur almenningsgarður, Civic Center garðinum, ríkisþinghúsinu með gyllta kúplinum, Myntsláttu Bandaríkjanna og borgarlistasafninu, svo fáein séu nefnd. Þá er ekki síður gaman að virða fyrir sér iðandi mannlífið á 17. stræti þar sem hjarta fjármálalífsins slær og skýjakljúfarnir teygja sig til himins með sjálf Klettafjöllin í bakgrunni. Spölkorn frá er 16th Street Mall, verslunar- og göngustræti sem nokkrir milljarðar voru lagðir í, með fjölda veitingastaða og sérverslana og afþreyingu af öllu tagi. Það er óhætt að segja að þið fáið að kynnast borginni, sem oft er kölluð „Mile-High City“ vegna þess hve hátt hún stendur, frá öllum hliðum í þessari ferð.

hotel_doubletree_denver_7.jpg

Fimmtudagur  14. nóvember - Denver 
Eftir hádegið er farið í hálfs dags ferð um Denver og endað á 3ja rétta kvöldverði. 

denver_union_station_exterior_night_a32f4514-c313-479c-b758-bf0b22e5317d.jpg

Föstudagur 15. nóvember. Denver  -  heimferð 
Um hádegi er farið út á flugvöll, flogið með Icelandair í beinu flugi til Keflavíkur kl. 15:50 lending heima kl. 06:15 að morgni 16. nóvember.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef SFO

  9

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun