fbpx La Finca Golf á Spáni | Vita

La Finca Golf á Spáni

Glæsilegt hótel og þrír skemmtilegir golfvellir í pakkanum!

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Glæsilegt hótel við skemmtilegan golfvöll

Hægt er að sjá allar dagsetningar og flugtíma í bókunarvél hér til hægri.

Fararstjóri er Sveinn Sveinsson

La Finca Golf Resort & Spa er staðsett í um 56 km. fjarlægð frá Alicante flugvelli. Aksturinn þangað tekur u.þ.b. 40 mínútur. Sjá kort

La Finca golfvöllurinn er 18 holu golfvöllur, par 72 og er talinn einn af þeim bestu á Costa Blanca svæðinu. Þetta er afar fallegur völlur með breiðar brautir en samt ýmsar spennandi hindranir s.s. sandglompur og vatn. Við völlinn er „driving range“.

Frá hótelinu er um 3 mín. gangur í „pro shop“ og að fyrsta teig.  Eftir golfhring er hægt að snæða í klúbbhúsinu sem er við hlið „pro-shop“ eða á hótelinu.

 „La Quesada“ er lítill bær í uþb. 10 mín akstursfjarlægð og þar eru nokkrir ágætir veitingarstaðir.  Ef menn langar að brjóta upp ferðina og fara út að borða er tilvalið að heimsækja þann bæ eitt kvöldið. Við bendum á að þegar leigubíll er pantaður er best að panta hann á ákveðnum tíma heim  því annars gæti orðið bið eftir bíl. Fáeinir veitingastaðir eru einnig við innganginn á landareign La Finca Golf Resort & Spa. Nánari upplýsingar í hótelmóttöku.

Vikugolfpakkinn okkar felur í sér 4 hringi á La Finca, 1 á Las Ramblas og 1 á Villamartín. Innifalið í verðinu er akstur frá hótelinu til og frá Las Ramblas og Villamartín. Frá hótelinu er um 31 mín akstur til Las Ramblas og um 25 mín. akstur til Villamartín. Allt golf er með golfbíl og á La Finca er hægt að spila ótakmarkað golf ef rástímar eru lausir eftir fyrsta hring dagsins. Sama gildir á komudegi og dögum sem farið er á Las Ramblas og Villamartín.

Lýsing á golfvöllunum:

La Finca:
Er í 3ja mín. göngufjarlægð frá hótelinu. Staðsettur í fallegu landslagi og þaðan er falleg útsýn yfir nágrennið.  Brautirnar eru breiðar og góðar en ekki má gleyma glompum og vötnum sem prýða völlinn og eru áskorun fyrir hvaða kylfing sem er. Fremur stórar flatir. 

Villamartin:
Gamall og gróinn skógarvöllur frá 1972 og þar hafa mörg stórstirni leikið golf, svo sem Seve, Jose Maria Olazabal, Ian Woosnan og fl.  Völlurinn hefur mikið landslag og margar krefjandi torfærur. Spilaður er einn hringur á Villamartin í vikuferð.

Las Ramblas:
Völlurinn liggur í fallegu hæðóttu landslagi, alsettu barrtrjám og náttúrulegum vatnatorfærum. Umhverfið heillar margan kylfinginn þar eð hann býður upp á margar krefjandi torfærur og þar þarf stundum að vega og meta hvort skuli nota driver eður ei.  Flatirnar eru stórar, hraðar og margbrotnar. Spilaður er einn hringur á Las Ramblas í vikuferð.

Lýsing á veitingarstöðum:

Frijolino - sem er Ítalskur-Mexíkóskur fusion veitingarstaður við fyrstu holuna á La Finca golfvellinum. Þessi veitingarstaður mun bjóða uppá klassískan ítalskan mat í bland við nútímalegan mexíkóskan mat. Afslappað andrúmsloft með frábæru útsýni yfir golfvöllinn.

Misto - Paella og Brasserie veitingarstaður býður uppá blöndu af innlendu og alþjóðlegum kjötréttum með bestu hrísgrjónaréttum á Alicante svæðinu. Notalegt andrúmsloft, vel hannaður með miklu plássi og fallegri lýsingu. Opinn bæði fyrir hádegis-og kvöldverð. Misto er staðsettur í La Finca klúbbhúsinu. Áætluð opnun Misto er í mars 2022.

A la carte veitingastaðurinn “The Citrus Experience” sem er staðsett á hótelinu er með Miðjarðarhafs ívafi. Staðurinn býður uppá a la carte matseðla með frábærum vínum, innlendum og alþjóðlegum. Citrus er ekki innifalinn í okkar pökkum.

 

Sjá nánar um La Finca
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Innifalið

  • Flugupplýsingar

  • Hagnýtar upplýsingar

La FINCA Ummæli

Við hjónin vorum með vinahjónum okkar á La Finca 9.04. - 21.04 sl. (2022).
Dvölin var alveg frábær í einu orði sagt.  La Finca golfvöllinn er "sýnd veiði en ekki gefin", það þarf virkilega að leggja sig fram og smá skammt af heppni til að ná góðu skori.  Lengd vallarins, landslagið og eyjarnar gera golfvöllinn mjög sérstakan.  Það var mjög skemmtilegt að "inní pakkanum" skyldi vera boðið að leika tvo aðra golfvelli, þ.e. Las Ramblas og Villamartin.  Almenn ánægja var með þá nýbreytni. Hótelið var mjög  snyrtilegt í alla staði, gott var að nýta sér fyrsta flokks heilsulind (spaið).  Maturinn var frábær og það sama má segja um Svein Sveinsson fararstjóra, sem er einstaklega þjónustulundaður.  Við hjónin og vinir okkar vorum mjög ánægð með þessa golfferð.  

- Kristín Jónsdóttir og Sveinbjörn Strandberg

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef ALC

    5

    Hádegisflug

  • Gjaldmiðill

    Evra

    Gengi

  • Golf

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun