La Torre Golf Resort á Spáni

5* hótel og 3 golfvellir í pakkanum!

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

NÝTT! 5* La Torre Golf Resort & Spa.
 

La Torre er staðsett  í um 1.5 klst akstur frá Alicante flugvellinum. Sjá kort  Hótelið er fjórar hæðir og 133 herbergi með svölum eða verönd með fallegu útsýni yfir vatnið, sundlaugina eða golfvöllinn. Á hótelinu er glæsileg Spa með alkonar meðferðar tilboðum. Einnig er líkamsræktar aðstaða. Bærinn Balsicas er aðeins í um 10, mín. fjarlægð í bíl frá La Torre. Þar eru nokkrir golfvellir og bærinn hefur upp á ýmislegt að bjóða. Dæmigerður Spánskur smábær með fullt af börum, veitingastöðum og kaffihúsum. Falleg kirkja, nokkur almenningstorg og glæilegur kastali. Það er algjörlega þess virði að heimsækja þennan skemmtilega bæ og jafnvel heimsækja basarinn þeirra sem er á fimmutdögum.

Herbergin eru innréttuð í nútímalegum notalegum stíl, stór einstaklega þægileg rúm og flatskjár. Öll herbergi með svölum eða verönd, fría internet tengingu og fallegt útsýni. Alls kyns þjónusta er í boði á hótelinu og þeir gera allt sem þeir geta til að gestum þeirra líði sem best.  Hótelið er staðsett í rúmlega 40 mín. akstursfjarlægð frá Torrevieja svæðinu sem margir þekkja og um 20 mín akstursfjarlægð frá borginni Murcia.  

La Torre golfvöllurinn er alveg við hótelið og þar geta allir kylfingar spreytt sig á þessum fallega velli sem er par 68, 5,403 m. Langur.  Þar er gott æfingasvæði fyrir teighögg/löng högg, púttsvæði og æfingaglompur. Þarna ríkir temprað loftslag og sólardagar á ári eru yfir 300.

Í ferðinni verða spilaðir 5 hringir á La Torre vellinum, einn hringur á Saurines vellinum og einn hringur á El Valle vellinum.

Allir vellirnir eru hannaðir af Jack Niclaus.

Saurines völlurinn er 18 holur Par 72 og 6498 metrar, eyðimerkurlandslag með links ívafi og minnir völlurinn á einn af Micklaus golfvöllum sem hann hefur hannað í Las Vegas.Völlurinn einkennist af brautum sem bylgjast um og flatirnar eru umkringdar eyðimerkur öldum. Nokkrar glompur og 6 hektara áin sem hlikkist meðfram vellinum gerir hann spennandi viðureignar.

El Valle 18 holu völlur Par, 71 er 6,145 metra langur. Völlurinn er í eyðimerkur stýl sem minnir einna helst á golfvelli í Arizona. Þetta er hágæðavöllur. Mismunandi grastegundir eru notaðar á flatir og brautir til að auka gæði vallarins. Glompur með skörpum köntum gefur einnig til kynna að hér er um góðan golfvöll í hæsta gæðaflokki að ræða.

Frá hótelinu til Saurines og El Valle er um 15 mín. akstur.

Rástímar:

13. okt.– golf La Torre at 09.00
14. okt. – golf at La Torre at 08.09
15. okt.  – golf at La Torre at 08.09
16. okt. – golf at El Valle or Saurines at 08.09
17. okt. – golf at El Valle or Saurines at 09.30
18. okt. – golf at La Torre at 08.00
19. okt. – golf at La Torre at 08.09, Brottför frá hótelinu  u.þ.b.kl. 18.00

20. okt.  - La Torre 9:30
21. okt.-  La Torre 11:36
22. okt. -  El Valle 12:03
23. okt. - La Torre: 11:36
24. okt. -  La Torre: 10:42
25. okt. -  Saurines 11:27
26. okt. -  La Torre: 8:09, Brottför frá hótelinu u.þ.b. kl. 18.00

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Ummæli La Torre

Golfvöllur: Frábær og skemmtilegur völlur. Par 68 með 6 par 3 holum sem eru allar frekar stuttar og skemmtilegar. 120-160 metrar. Margar glompur og nokkur vötn sem gera holurnar enn fallegri. Virkilega skemmtilegur völlur sem ég væri til í að spila oftar. Auðveldur að labba þó það sé smá labb á milli nokkura teiga. Frábært æfingasvæði þar sem slegið er af grasi, pútt- og vippflöt. Klúbbhús er fínt. Gott terrace og matseðill lítur vel út. 3-4 min labb frá hóteli að golfvelli. 
 

Hótel:  Frábært 5* hótel með glæsilegum herbergjum og frábær rúm með sængum. Fínn sundlaugargarður með bar. Spa er glæsilegt með Innisundlaug, gufu, tyrknesku baði og æfingasal,  innifalið fyrir gesti.  Virkilega flottur morgunmatur með miklu og góðu úrvali. Barinn er virkilega flottur og kosy að sitja bæði inni og úti á terracinu. Maturinn á veitingastaðnum er góður.
Sigurpáll Geir Sveinsson, júni 2018

 

 

 

 

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef íkon mynd af flugvél FFGOFI

    4.5

    Hádegisflug

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun