Lagos í Portúgal

Einn glæsilegasti golfvöllur í Evrópu!

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Einn glæsilegasti og mest verðlaunaði golfvöllur í Evrópu. 27 holu paradís.
 

Áður en lengra er lesið þá er það okkar skoðun að Palmares golfvellirnir (27 holur) henta kylfingum sem eru með undir 24 í forgjöf. Ferðin er þannig skipulögð að við erum að reikna með að kylfingar spili 27 holur á dag (á golfbíl) . Golfvöllurinn er hannaður af Robert Trent Jones Jr og hefur verið einn mest verðlaunaðasti golfvöllur Portúgals í gegnum árin sem og í 26 sæti af 100 bestu golfvöllum í Evrópu 2018. Hann samanstendur af þremur 9 holu slaufum: Alvor, Lagos og Praia hver með sínu einkenni. Með fallegu útsýni og 9 holu links völlinn við ströndina býður Palmares golfvöllurinn uppá einstaka upplifun. 

Spilaðar eru 9 holur fyrir hádegi, borðaður hádegisverður og síðan er bókaður 18 holu hringur síðdegis með rástíma uppúr kl. 13:30, brottför til baka á hótelið um 19.00. Ef einhverjir kjósa að sleppa morgun eða síðdegisgolfinu er auðvelt að taka leigubíl á milli hótelsins og golfvallarins.

Hópurinn gistir á Vila Gale hótelinu sem er staðsett í  Lagos í Algarve héraði. Aksturinn frá Faro flugvelli er um 60 mínútur. Sjá kort. Hótelið er í 8 mín. aksturfjarlægð frá golfvellinum og verður daglega farið frá hótelinu á golfvöllinn með brottför um 08:30 (sjá töflu hér fyrir neðan).

Vila Gale hótelið er vandað með rúmgóðum og þægilegum herbergjum. Á hótelinu er skemmtilegur bar og þrír veitingarstaðir, 1200 fermetra sundlaug, tennisvellir, púttgrín og heilsulind svo eitthvað sé nefnt. Þráðlaust netsamband er alls staðar á hótelinu.

Lagos er einstaklega vinalegur strandbær sem vert er að heimsækja. Þar er mikið úrval af veitingastöðum og börum.  Gaman er að koma á smábátahöfnina  Marina de Lagos sem opnaði 1994.
 

Rástímar og tímar á akstri á milli hótels og golfvalla. (Ekkert golf er bókað á komu og brottfarardegi)

24. apr. Tee 1  09:06 - 09:46  9 holur  Brottför af hóteli 08:30 
24.apr. Tee 10 13:38-14:18 18 holur Brottför til hótels 19:15
25. apr. Tee 10 08:58 - 09:38 9 holur Brottför af hóteli 08:20
25. apr. Tee 19 13:38 - 14:18 18 holur Brottför til hótels 19:15
26. apr. Tee 1 09:06 - 09:46 9 holur Brottför af hóteli 08:30
26. apr. Tee 1 13:22 - 14:02 18 holur Brottför til hótels 19:00
27. apr. Tee 19 08:58 - 09:38 9 holur Brottför af hóteli 08:20
27. apr. Tee 1 13:38 - 14:18 18 holur Brottför til hótels 19:15
28. apr. Tee 10 08:50 -09:30 9 holur Brottför af hóteli 08:15
28. apr. Tee 19 13:38 - 14:18 18 holur Brottför til hótels 19:15
29. apr. Tee 19 09:06 -09:46 9 holur Brottför af hóteli 08:30
29. apr. Tee 1 13:38 - 14:18 18 holur Brottför til hótels 19:15
30. apr. Tee 19 09:06 -09:46 9 holur Brottför af hóteli 08:30
30. apr. Tee 1 13:38 - 14:18 18 holur Brottför til hótels 19:15
1. maí Tee 19 09:06 -09:46 9 holur Brottför af hóteli 08:30
1. maí. Tee 1 13:06 - 13:46 18 holur Brottför til hótels 18:45
2. maí Tee 10 09:06 -09:45 9 holur Brottför af hóteli 08:30
2. maí Tee 19 13:30 - 14:10 18 holur Brottför til hótels 19:15

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Veðrið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun