fbpx Landið helga | Vita

Landið helga

Tel Aviv, Jerúsalem og Petra í Jórdaníu

Frestað til 2021

Ferðinni 7. - 17. september 2020 er frestað til haustins 2021. Ný ferð kemur í sölu um leið og hún er tilbúin. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á [email protected] Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Landið Helga, Tel Aviv, Jerúsalem og Petra í Jórdaníu

 1. - 12. október 2021.
Fararstjóri: Sr. Þórhallur Heimisson

Reyndu að sjá það fyrir þér að þú gangir niður Ólífufjallið og þaðan áfram gegnum götur Jerúsalem og allt að musterissvæðinu og Grátmúrnum. Og vittu til: þú og sagan verða eitt. Jerúsalem er einstök borg. Um hana má segja að sagan sé ákveðin vídd í nútímanum. Fortíð, nútíð og framtíð renna þar saman í eitt. Um leið er borgin eins og mósaíkmynd sögunnar og trúarbragða heimsins. Það sama á við um landið allt um kring, Ísrael, Palestínu, Jórdaníu og öll þau landsvæða sem tengja saman Egyptaland og Sýrland og hafa verið farvegur þjóðanna frá alda öðli. Saga þessara landa er saga Kanverja, Jebúsíta, Hebrea, Ísraelíta, Filistea, gyðinga, Egypta, Assyríumanna, Babyloníu, Grikkja, Hellena, Rómverja, Býsantíuríkis, kristinna, múslíma, Araba, Mamelúka, krossfara, Ottómana, Breta, Jórdana, Palestínumanna og Ísraela. Öll hafa markað spor í þeirri mósaíkmynd sem Ísrael er í dag. Og þannig haft áhrif á stærsta hluta mannkyns gegnum trúarbrögðin. Nú býðst þér að verða hluti þessarar sögu. 

Flugtímar:

Dagur Útflug Brottför kl. Áfangastaður Dagur Koma
1. október BA 801 Keflavík 10:45 London  1. október 14:45
1. október BA 167 London 16:55 Tel Aviv 1. október 00:05+1
13. október LH 687 Tel Aviv 16:30 Frankfurt 13. október 20:00
13. október LH 868 Frankfurt 21:50 Keflavík 13. október 23:30

Dagskrá og ferðatilhögun

Föstudagur 1. október  Frá Keflavík til Tel Aviv.  
Flogið til Tel Aviv með British Airways með millilendingu í London Heathrow flugvelli.  Áætluð lending í Tel Aviv er kl. 00:05 aðfararnótt 2. október. Ekið á hótel Rotchild 22 í Tel Aviv þar sem gist er um nóttina.  Aksturinn tekur  20 - 30 mínútur.


israel_tel_aviv.jpg

Laugardagur 2. október  Tel Aviv - Jerúsalem.
Eftir morgunverð er tékkað út af hótelinu og lagt af stað um kl. 09:00 í 3ja klst. skoðunarferð um Tel Aviv.  Eftir ferðina er snæddur hádegisverður á veitingastað í miðborginni og síðdegis er til Jerúsalem. Komið á hótel Dan Panorama eftir klukkutíma akstur.
Innritun á hótelið þar sem gist verður í fimm nætur. Kvöldverður á hótelinu.
Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður.


holy_land_israel_1.jpg

Sunnudagur 3. október. Betlehem og Jerúsalem - gamla borgin.
Dagsferð:  Haldið til  Betlehem sem er í 15km fjarlægð frá Jerúsalem. Fyrsti áfangastaður okkar er Fæðingarkirkja Krists, en síðan haldið í Kapelluna í Mjólkurhellinum. Hádegisverður snæddur og síðan ekið aftur til Jerúsalem.
Farið að Gullna hliðinu, upp að Ólífufjallinu, að Getsemanegarðinum og síðan er stoppað við Grátmúrinn. Athugið að ganga þarf um 500 metra að hliðinu að gömlu borginni. þaðan er farið á Via Dolorosa, þar sem Jesús gekk með krossinn frá höll Pílatusar. Síðan liggur leiðin í Grafarkirkju Krists, en hún stendur þar sem Jesús var krossfestur, greftraður og reis upp frá dauðum.
„Nokkuð erfið ferð – mikil ganga og margar tröppur“. 
Innifalið: Morgun- og hádegisverður.


holy_land_israel_10.jpg

Mánudagur 4. október.  Nýja Jerúsalem 
Haldið að Knesset, ísraelska þinginu, sem við sjáum að utan, en ekki verður farið inn í bygginguna. Þaðan liggur leiðin á Ísraelska safnið og skríni bókarinnar og við sjáum einnig líkan af öðru musteri gyðinga. Þá förum við á helfararsafnið Yad Moshem.
Hádegisverður í Jerúsalem, eftir hádegisverð er frjáls dagur.
Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður.


betlehem_landid_helga_2.jpg

Þriðjudagur 5. október.  Qumran - Massada - Dauða hafið.
Ekin 100 km leið að fjallinu Massada en á toppi fjallsins er virki frá 3 öld fyrir Krist þar sem síðasta vígi uppreisnarmanna gegn Rómverjum á 1. öld var staðsett. Ólýsanlegur staður! Farið er með kláfi upp á fjallið að virkinu. Frá Massada er ekið til borgarinnar EIN BOKEK við Dauðahafið, en það tekur einungis 15 – 20 mínútur.
Snæddur er hádegisverður áður en farið eru niður á strönd, þar sem fólki gefst tækifæri til að baða sig í Dauðahafinu. Ekið aftur til Jerúsalem í lok dags.
„Létt ferð"
Innifalið: Morgun- og hádegisverður.


massada_landid_helga_2.jpg

Miðvikudagur 6. október.  Galíleuvatn - Nasaret - Jórdan.
Haldið að Galíleuvatni og til Kapernaum í Galíleu, en þar sjáum við m.a. endurreista sýnagógu sem Jesús hefði getað sótt. Förum  í Kirkju Péturs postula og að rústum húss Péturs postula. Förum einnig í kirkjuna á Beattitues fjalli, en þar hélt Kristur fjallræðuna og mettaði 5000 manns. Þaðan liggur leiðin í Nasaret. Boðunarkirkjan verður skoðuð og einnig farið í Brúðkaupskirkjuna í Kana þar sem Jesús gerði sitt fyrsta kraftaverk er hann breytti vatni í vín.
Á leiðinni tilbaka til Jerúsalem er komið við hjá fjallinu Hattin þar sem Musterisriddarar og Jóhannesarriddarar börðust til síðasta manns gegn Saladin árið 1187 – og misstu þar með Landið helga úr höndum sér.
„Miðlungs erfið ferð“ 
Innifalið: Morgun- og hádegisverður.


holy_land_israel_17.jpg

Fimmtudagur 7. október.   Ekið til borgarinnar Eilat við Rauða hafið.
Ekið suður Negev eyðimörkina. Stoppað í Timna sem er jarðfræðilegur þjóðgarður. Áfram haldið til Eilat, syðstu borgar Ísrael við Rauða hafið.
Síðdegið frjálst eftir hádegisverð. Gisting í þrjár nætur á hótel Leonardo Plaza í sólarparadísinni Eilat við Rauðahafið.
Innifalið: Morgun- og hádegisverður.


israel_dolphin_beach_-_eilat.jpg

Föstudagur 8. október. Frídagur í Eilat.
Frjáls dagur
Innifalið: Morgun- og kvöldverður.


celebrity_constellation_petra.jpg

laugardagur 9. október . Dagsferð til Petra í Jórdaníu.
Farið yfir landamæri Ísraels og Jórdaníu og ekið að Petra, rauðu borginni, sem hoggin var í stein af Nabatenum á öldunum fyrir Krist. Borgin er fræg fyrir einstakan arkitektúr, musteri, grafir, leikhús, minnismerki, hallir, vatnsveitu og laugar, allt hoggið úr klettinum. Farið er gegnum 700 metra einstigi milli kletta og inn í borgina (hægt að leigja hesta). Borgin er eitt af undrum veraldar. Eftir skoðunarferð er sameiginlegur hádegisverður og frjáls tími. Ekið aftur að landamærunum.
„Erfið ferð“
Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður.


negev_-ramon_crater.jpg

Sunnudagur 10. október Eilat
Frjáls dagur í Eilat 

Mánudagur 11. október  Ekið til baka til Tel Aviv  
Á leiðinni til Tel Aviv stoppum við og skoðum Ramon gíginn, sem er gríðarlegur sig-gígur og náttúruundur.  Á leiðinni til Ben Gurion flugvallar er stoppað í Kvöldverði áður en flogið er heim um nóttina með Finnair. Áætluð brottför er kl. 01.05 eftir miðnætti. 
Innifalið: Morgun- og kvöldverður.

Sjá nánari ferðalýsingu

Frestað til 2021

Ferðinni 7. - 17. september 2020 er frestað til haustins 2021. Ný ferð kemur í sölu um leið og hún er tilbúin. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á [email protected] Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef TLV

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Ný sikla ILS

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun