fbpx Las Vegas og Kyrrahafsströnd USA | Vita

Las Vegas og Kyrrahafsströnd USA

Sigling með Celebrity Eclipse

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Las Vegas og Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna

Las Vegas, San Diego, San Fransisco, Astroria, Seattle, USA – Vancouver, Kanada.

Celebrity Eclipse
25.mars - 9.apríl 2020
Fararstjóri:  Þóra Valsteinsdóttir

Að lifa lífinu siglandi
Að sigla með lystiskipi eins og Celebrity Eclipse er að lifa lífinu. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að maður hafi ekki lifað lífinu nema maður hafi a.m.k. farið í eina siglingu með slíku skipi. Eitt er víst að þetta er lúxuslíf þar sem saman fer góður matur og drykkur, góð gisting og þjónusta, fjölbreytt dagskrá á sjó og landi og tími til að slaka á; ferðalag sem gefur fólki kost á að njóta lífsins allan sólarhringinn. Og í stað þess að þurfa að ferðast milli hótela er það hótelið sem siglir með mann á nóttunni „og svo nýja í næstu höfn“: nýja skemmtun til að njóta, á nýjum áfangastað. Ný tækifæri til að dást að fögru landslagi, fara á vit fallegra og athyglisverðra staða. Komast í kynni við framandi slóðir og menningu.


celebrity_eclipse.jpg

Í þessari draumaferð er það Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku sem við kynnumst; allt frá San Diego í suðri til hinnar fögru borgar Vancouver í Kanada þar sem við gistum í tvær nætur í lok ferðarinnar.


vancouver_sigling_almennt_1.jpg

Stutt ferðatilhögun
Flogið er til Las Vegas með millilendingu í Seattle. Dvalið í Las Vegas í 4 nætur og m.a. farið í skoðunarferð um borgina og í gljúfrin miklu, Grand Canyon. Flogið þaðan til San Diego og gist í  eina nótt áður en farið um borð í glæsiskipið Celebrity Eclipse.  Siglt með Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og endað í Vancouver í Kanada.


la_jolla_sigling_almennt_5.jpg

Fyrsti viðkomustaður Eclipse er Los Angeles og þaðan er siglt til San Fransisco, þar sem legið er við bryggju eina nótt. Dagur á siglingu á leið til Astoria í Oregon og þar á eftir er stoppað í Seattle.  Stigið frá borði og farið í skoðunarferð um borgina áður en haldið er á hótel Hyatt Regency, gist í 2 nætur og flogið beint heim.

Flugtafla

Dagur Flug Brottför Kl. Áfangastaður Kl.
25.mars FI 681 Keflavík 17:05 Seattle 17:55
25.mars AS 632 Seattle 21:20 Las Vegas 23:50
29.mars UA 2218 Las Vegas 11:59 San Diego 13:08
 8.apríl FI 696 Vancouver 15:35 Keflavík 06:00 9.apríl

Siglingatafla

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
30.mars San Diego, California   17:00
31.mars Los Angeles, California 07:00 17:00
 1.apríl San Fransisco, California 15:00  
 2.apríl San Fransisco, California   16:00
 3.apríl Dagur á siglingu    
 4.apríl Astoria, Oregon    
 5.apríl Seattle, Washington 09:00 19:00
 6.apríl Vancouver, British Columbia 04:00  

celebrity_eclipse_1.jpg

Miðvikudagur 25.mars  Keflavík – Seattle – Las Vegas.

Flogið kl. 17:05 með Icelandair frá Keflavík til Seattle.  Haldið áfram sama kvöld til Las Vegas og
áætluð lending um miðnætti. Tímamismunur er 8 klst.  Rúta bíður á flugvellinum og ekið er á hótel Aria Resort and Casino þar sem gist er í 4 nætur.


sigling_las_vegas_1.jpg

Las Vegas
Borgin Las Vegas, eða bara Vegas, er í 28. sæti yfir stærstu borgir í Bandaríkjunum þegar kemur að íbúafjölda. Hún er stærsta borgin í Nevada fylki og sýsluhöfuðborg Clark County. Borgin er auk þess miðja Las Vegas Valley stórborgarsvæðisins og hún er stærsta borgin í Mojave eyðimörkinni. Las Vegas er kunn um allan heim sem ferðamannastórborg og helst þekkt fyrir fjárhættuspil, verslun, matarmenningu, hinar ýmsu skemmtanir og næturlíf. Las Vegas Valley gegnir auk þess hlutverki viðskipta-, verslunar- og menningarmiðju Nevada fylkis.


las_vegas_almennt_3.jpg

Skemmtanalíf
Það eru einungis örfáir aðrir staðir í heiminum, London, Tókýó og New York, þar sem þú hefur svona marga valkosti þegar kemur að sýningum hjá heimsfrægum skemmtikröftum og sviðssetningum á gríðarstóran mælikvarða. Stórstjörnur í tónlistarheiminum stíga reglulega á svið í borginni og úrvalið nær frá poppdívum á borð við Lady Gaga, Christina Aguilera, Gwen Stefani og Cardi B til pabbarokkaranna í Journey og Aerosmith eða frægustu plötusnúða danstónlistarheimsins; Calvin Harris, Steve Aoki og Tiësto. Einnig má finna fjölmarga aðra afþreyingu, sem dæmi hinar heillandi Cirque du Soleil sýningar, dáleiðandi Blue Man Group sýningar og töframennina Penn & Teller. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Vegas.


las_vegas_almennt_2.jpg

Matarmenning
Gríðarlegur fjöldi og styrkur frægra matreiðslumanna á The Strip gerir það að verkum að það er ómögulegt að líkja eftir háklassamatarmenningu Vegas. Það er ómögulegt að prófa allt – að minnsta kosti ekki miðað við þann tíma sem tekur að smakka alla þá fjölbreyttu rétti sem eru í boði og á þeirri fjárhagsáætlun sem flestir gestanna hafa sett sér. Ef þú ert matgæðingur í pílagrímsför er best að rannsaka veitingastaðina fyrir fram og sigta út staði sem þér finnst spennandi að skoða. Á þann hátt er ólíklegra að endalaust úrvalið komi þér á óvart eða að þú náir ekki að bóka borð í stuttri heimsókn þinni til borgarinnar. Athugaðu að þú vilt alltaf skilja eftir smá pláss fyrir eftirréttinn.  


sigling_las_vegas_2.jpg

Náttúran
Í þessari borg sem sefur aldrei er möguleiki að eyða allri heimsókninni í innanhúss völundarhúsum þar sem gervilýsing líkir eftir dagsljósi og dagar og nætur renna saman í eitt. Þetta gerir það að verkum að margir ferðamenn fara ekkert í burtu frá dýrum hótelum, svalandi hótelbarnum, heillandi spilavíti hótelsins eða lifandi dansgólfinu. Hinir sem eru klárari og upplýstari (til dæmis þú) halda í burtu frá aðalgötunni til að upplifa stórbrotna náttúrufegurð umhverfis borgina. Gljúfur og sléttur, fjöll og skóglendi eru hluti af landslagi sem hefur verið skorið út af vindinum og bakað í síðdegissólinni. Náttúran tekur þig í fangið og leyfir þér gleyma því manngerða um stund.


las_vegas_almennt_1.jpg

Fimmtudagur 26.mars  - Las Vegas
Eftir morgunverð, dagsferð þar sem við sjáum helstu kennileiti borgarinnar.
Frí síðdegis og um kvöldið.


las_vegas_almennt.jpg

Föstudagur 27.mars  - Las Vegas - Grand Canyon

Dagsferð til Miklagljúfurs, Grand Canyon. Frjálst kvöld.


sigling_gran_canyon_1.jpg

Laugardagur 28.mars  - Las Vegas
Frjáls dagur, nóg að skoða og gera í borg ljósanna.
Fararstjóri bryddar uppá einhverju skemmtilegu og við höfum augun opið ef tækifæri gefst til að fara á skemmtilega sýningu, en nóg er af þeim í Las Vegas. Kannski vill einhver reyna sig í einhverju af hinum fjölmörgu spilavítum borgarinnar.


las_vegas_fountain.jpg

Sunnudagur 29.mars  - Las Vegas – San Diego
Við kveðjum Vegas, fljúgum til San Diego beint á hótel San Diego Marriott Gaslamp.
Skoðunarferð um hina líflega miðborg San Diego, annaðhvort síðdegis eða næsta morgun áður en haldið er til skips. Farið verður  m.a. um hið sögufræga hverfi Gasluktahverfi sem er að hluta lýst með gasljósum og er með göngugötur og skemmtilegt mannlíf.


san_diego_almennt.jpg

Mánudagur 30.mars  –San Diego – Celebrity Eclipse.
Eftir að tékkað er út af hótelinu er ekið niður að höfn þar sem Celebrity Eclipse bíður og leggur frá bryggju kl. 17:00. Gott er að nota tímann eftir að tékkað er inn á skipið að fá sér síðbúin hádegisverð, finna káetuna og fylgjast með þegar skipið siglir burt frá San Diego.


celebrity_eclipse.jpg

Þriðjudagur 31.mars  – Los Angeles
Los Angeles er þekktust fyrir að vera þar sem  Hollywood skiltið gnæfir yfir borgina og öll kvikmyndafyrirtækin og stúdíóin eins og Paramount Pictures, Universal and Warner Brothers eru.Frægu og vinsælu staðirnir gera LA að því sem hún er. Má þar nefna Sunset Strip, RodeoDrive og Hollywood, en þar má nefna handa- og fótaför frægustu kvikmyndastjarna í heimi við Grauman‘s Chinese kvikmyndahúsið og Kodak höllina í Hollywood & Highland afþreyingarmiðstöðinni þar sem Óskarsverðlaunahátíðin fer fram ár hvert.
Aðrir áhugaverðir staðir eru miðbærinn, Kínahverfið, matarmarkaðurinn Farmer's Market, The Grove, The Music Center, Walt Disney tónleikahöllin, Our Lady of the Angels dómkirkjan og Griffith Park stjörnuskoðunarstöðin.
Endalaust má telja og boðið verður uppá skoðunarferð til að sjá það helsta.


los_angeles_sigling_almennt.jpg

Miðvikudagur 1.apríl og fimmtudagur 2.apríl  – San Fransisco
Borgin liggur á norðurodda San Francisco skagans, sem myndar San Francisco flóa. Borgarmörkin afmarkast í norðri af Golden Gate-brúnni, í vestri af  Kyrrahafinu, í austri af San Francisco-flóanum og í suðri af hinum 300m háu Twin-Peaks hólum, sem spænskir trúboðar nefndu vegna útlits síns Los Pechos de la Chola eða Brjóst indjánastelpunnar.
San Francisco er einnig þekkt fyrir samtals 42 hæðir sínar, sem eru allt að 30m háar. Þær eru gjarnan mjög brattar og eru ástæða þess að sporvagnakerfi var tekið í notkun í borginni árið 1873. Borgin er ein mikilvægasta hafnarborg vesturstrandar Bandaríkjanna, aðallega vegna mjög góðra náttúrulegra hafnaraðstæðna. Í og við flóann er að finna eyjarnar Treasure Island og Farallon Island að ógleymdri fyrrum fangaeyjunni Alcatraz, sem nú hýsir safn.


san_fransisco_sigling_almennt_2.jpg

Föstudagur 3.apríl  – Dagur á siglingu
Eini dagurinn þar sem ekkert er farið í land og nú skal njóta skipsins. Leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


celebrity_eclipse_6.jpg

Laugardagur 4.apríl  – Astoria
Hundruð húsa í viktorískum stíl standa í röðum í bröttum og skógivöxnum hæðum þessarar elstu landnemabyggðar í Bandaríkjunum vestan Klettafjalla. Gaman er að ganga um endurlífgaðan miðbæinn, frá þriðja áratug aldarinnar sem leið, í þessari fallegu borg við ósa Kólumbíuár. Einnig getur verið skemmtilegt að ferðast nokkra kílómetra til Fort Clatsop þar sem hermennirnir Meriwether Lewis og William Clark höfðu vetursetu í tjaldbúðum sínum 1805-1806 er þeir könnuðu og lögðu undir sig land fyrir Bandaríkin á þessum slóðum.


astoria_sigling_almennt_1.jpg

Sunnudagur 5.apríl  – Seattle
Síðan 1980 hefur Seattle verið kölluð Smaragðsborgin - Emerald City - vegna þess hve allt er þar grænt og gróið. Íbúarnir eru um 620 þúsund. Fjölþætt þjóða- og menningarblanda einkennir borgina þar sem saman fer bandarísk og asísk menning í bland við menningu amerískra frumbyggja. Og allt með Puget-sund og Ólympsfjöll í bakgrunni. Ekki skemmir  að þar er hægt að njóta ferskasta skelfisks á þessum slóðum við Kyrrahaf og smakka á hinu góða kaffi sem Seattle er rómuð fyrir.


seattle_sigling_almennt.jpg

Mánudagur 6.apríl  – Vancouver
Borgir gerast vart fallegri og litríkari en Vancouver, sem Tímaritið The Economist tilnefndi á dögunum byggilegustu borg í heimi. Hún liggur á vesturströnd Kanada, er þriðja stærsta borg landsins, með Kyrrahafið á aðra hönd og snævi þakta fjallgarða á hina. Gaman er að skoða ólík hverfi borgarinnar, eins og Gastown, Yaletown, Chinatown og West End. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi hvort sem hugurinn stendur til verslunarferða, sælkeramáltíða, skemmtana, íþróttaviðburða, leikhúsferða, útivistar eða skoðunarferða um sögufræga staði.
Komið snemma morguns til Vancouver og farið útsýnisferð um borgina. Fyrir augu mun bera Enskiflói, Stanley almenningsgarðurinn, garður Elísabetar drottningar, Canada Place, Kínahverfið, Gastown hverfið (gamli bærinn), Hafnarbyggingin, Almenningsbókasafnið, Lions Gate brúin og margt fleira. Frjáls tími á Granville-eyju þar sem hægt er að fara á fjölda listagallería og almenningsmarkaðinn.
Eftir ferðina förum tékkum við inná hótel Hyatt Regency sem er flott hótel, vel staðsett í miðborginni. Frí um kvöldið.


vancouver_sigling_almennt_3.jpg

Þriðjudagur 7.apríl  – Vancouver
Frídagur og kvöld í borginni og Þóra fararstjóri bryddar uppá einhverju skemmtilegu.


vancouver_sigling_almennt_2.jpg

Miðvikudagur 8.apríl  – Vancouver - Keflavík
Morgunverður á hóteli og frí fram að brottför á flugvöllinn. Brottför flugs er áætluð kl. 15:35 og lending í Keflavík kl. 6:00 að morgni 9.apríl.

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Verð og innifalið

 • Gisting í ferðinni

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef SEA

  8 klst.

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  usd

  US dollar

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun