Liverpool
The Code Lounge
Myndagallerí
Ferðirnar með VITA Sport á Anfield í vetur.
NÁNARI UPPLÝSINGAR SÍÐAR!
VITA Sport býður upp á miða í Code Lounge stúkunni í ferðunum okkar á Anfield.
Allar ferðirnar eru í samstarfi við Liverpool klúbbinn á Íslandi eins og mörg undanfarin ár. Allir miðarnir á leikina í okkar ferðum verða í Code Lounge, sem margir af okkar farþegum upplifðu í fyrra. Fádæma lof sem þessi sæti á vellinum hafa fengið, en þau eru staðsett í nýju Main Stand í hólfum L11 og L12. Code Lounge opnar 2 klst fyrir leik og þar er hægt að kaupa drykki og mat. Fyrir leik kemur þangað fyrrum leikmaður Liverpool og heldur stutta tölu og veitir stundum kost á myndatöku. Í hálfleik er hægt að fá drykki án endurgjalds.
Í allar ferðir er flogið með áætlunarflugi Icelandair til Manchester.
Flugið út á föstudögum er morgunflug og heimflugið á mánudögum í hádeginu.
Ekki er hægt að greiða fyrir ferðinar með vildarpunktum Icelandair, en farþegar í vildarklúbbnum fá vildarpunkta fyrir flugið í ferðunum.
Gist er á Marriott Hotel City Centre, gott 4 stjörnu hóteli ímiðborg Liverpool.
Í flestum ferðum okkar á Anfield er íslensk fararstjórn og rútuferðir til og frá flugvelli.
Eins er boðið upp á skoðunarferð um Anfield í öllum ferðum þar sem við erum með fararstjórn.
Frekari upplýsingar veitum við í gegnum netfangið sport@vita.is eða í gegnum síma 570-4472.
ATH að verðin sem sjá má hér á netinu eiga við ef bókað er í bókunarvélinni okkar hér á síðunni, en ef bókað er í gegnum síma eða tölvupóst bætast 2.500 kr. bókunargjald á hvern farþega.
Verð á mann í tvíbýli þau verð sem standa fyrir aftan hverja ferð
Verð á mann í einbýli + 25.500 kr
Ef þriðji maður í herbergi* - 6000 kr.
Ef annar maður í tvíbýli 2-11 ára - 8.000 kr.
Ef þriðji maður í herbergi 2-11 ára* - 34.500 kr.
*Ath.í þriggjamanna herbergi eru tvö tvíbreið rúm.
Innifalið í öllum ferðum; flug (til manchester með Icelandair), skattar, gisting í 3 nætur með morgunverði á Marriott City Centre, miðar á leikinn í Code Lounge, rútur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
Gististaðir
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef
MAN
2,5
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
£Pund
Gengi
-
Bjórverð
Meðalverð 4 GBP