fbpx Lúxus sigling og grískar eyjar | Vita

Lúxus sigling og grískar eyjar

Celebrity EDGE

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Lúxus sigling og grískar eyjar

Sigling með Celebrity EDGE
2. – 15. júní 2020
Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir

Róm og Sikiley, Ítalíu  - Santorini, Aþena, Mykonos , Rhodos og Krít, Grikklandi – Napolí og Róm, Ítalíu.

Flogið í morgunflugi til Rómar með millilendingu í Amsterdam og lent kl. 16:35 í Róm, þar sem gist er 3 nætur. Notum dagana til að skoða Vatikan safnið, Péturskirkjuna, Kolosseum o.fl. á meðan á dvöl stendur. Ekið til hafnarborgarinnar Civitavecchia, en þar bíður skemmtiferðaskipið Celebrity EDGE okkar. Um kvöldið er siglt af stað og stefnan tekin á Messina á Sikiley. Þá er dagur á siglingu og næsta dag siglum við til Santorini, en fátt jafnast á við innsiglinguna þangað. Hin eilífa Aþena með háborgina, Akrópólís er næsti áfangastaður og eftir það eru þrjár dásamlegar, grískar eyjar og við fáum heilan dag á hverri eyju; Mykonos, Rhodos og Krít.  Fáum aftur siglingadag áður en komið er til Napolí. Dagur í borginni og siglt um nóttina aftur til Rómar þar sem ferðinni lýkur. Flogið til Íslands með millilendingu í Amsterdam.

Celebrity EDGE

Celebrity Edge er nýjasta farþegaskip Celebrity Cruises, það fyrsta í nýjum Edge-flokki skipafélagsins og fer í jómfrúarferð sína í árslok 2018. Þetta nýja skip mun breyta því hvernig við ímyndum okkur siglingar með farþegaskipum, meðal annars með nýju úrvali klefa sem standa gestum til boða.

Með Celebrity Edge eru mörkuð tímamót í því hvernig við nálgumst skipahönnun. Hvert einasta skref við hönnunina, frá fyrstu skissum upp í sýndarveruleika, var unnið í þrívídd. Hönnunin á skipinu er í algjörum sérklassa og á það bæði við um tveggja hæða klefana með sundlaugum á Edge-farrýminu þar sem útsýnið er ótakmarkað, og Töfrateppið (Magic Carpet) sem líkt og hangir utan á skipinu. Gestum býðst með þessu áður óþekkt upplifun af nálægðinni við hafið og viðkomustaðina og á það jafnt við um Edge-klefana með Infinite-veröndum og sundlaugaþilfarið þar sem útsýnið yfir hafið og viðkomustaðina er engu líkt.


celebrity_edge_ariel.jpg

Flugtafla

Flugnúmer Dags. Brottför Kl. Áfangastaður Lending
FI    500   2.júní Keflavík 07:40 Amsterdam 12:40
KL 1603   2.júní Amsterdam 14:25 Róm 16:35
KL 1602 15.júní Róm 12:40 Amsterdam 15:10
FI    507 15.júní Amsterdam 17:30 Keflavík 18:40

Siglingleið

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
  5.júní Róm (Civitavecchia)   17:00
  6.júní Sikiley (Messina) 13:00 21:00
  7.júní Á siglingu    
  8.júní Santorini 07:00 19:00
  9.júní Aþena 06:00 18:00
 10.júní Mykonos 07:00 19:00
 11.júní Rhodos 07:00 18:00
 12.júní Krít (Chania, Souda) 08:00 17:00
 13.júní Á siglingu    
 14.júní Napolí 07:00 18:30
 15.júní Róm (Civitavecchia) 05:00  

Þriðjudagur 2.júní, Keflavík - Róm
Flogið í morgunflugi með Icelandair til Amsterdam og áfram með KLM til Rómar þar sem lent er kl. 16:35. Ekið frá flugvellinum á hótel La Griffe, sem er gott 4ra stjörnu hótel vel staðsett í miðborginni.


rome_italy_8.jpg

Miðvikudagur 3.júní, Kólosseum og Forum Romanum.
Hálfs dags skoðunarferð, sem hefst á því að ekið er að voldugasta hringleikhúsi heims, Kólosseum. Það er í senn tákn borgarinnar en einnig þess tíma þegar þrælar og kristnir menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu meðan æstur múgurinn hrópaði á meira blóð. Bygging Kólosseum hófst rúmlega 70 e. kr. en talið er að féð til byggingarinnar hafi komið úr ránsfeng úr musteri gyðinga í Jerúsalem. Þegar mannvirkið er skoðað undrast maður tækni og listfengi Rómverja fyrir tvö þúsund árum. Frá Kólosseum er gengið út á gamla rómverska torgið, Forum Romanum, þar sem fornminjarnar eru skoðaðar, en þetta er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan er gengið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Ekið til baka á hótelið, en þeir sem vilja geta verið eftir í miðborginni með fararstjóranum og notið lífsins.

Brottför kl. 10:00
Lengd ferðar: U.þ.b. 3 klst.
Verð: Þessi ferð er innifalin. 


rome_italy_4.jpg

Fimmtudagur 4.júní,  Vatikanið, Sixtínska Kapellan og Péturskirkjan
Hálfs dags skoðunarferð og við skoðum Vatíkansafnið sem hýsir stórkostlegustu verk klassíska tímans og endurreisnarinnar. Úr Vatíkansafninu er gengið í Sixtínsku kapelluna þar sem margrómuð verk endurreisnarinnar prýða veggina. Stórkostlegastar af þeim öllum eru loftmynd Michelangelos af sköpun heimsins og mynd hans af dómsdegi á gaflinum fyrir ofan altari páfa. Að skoða þessi verk er vart með orðum lýst. Þaðan er gengið í eina stærstu og fegurstu kirkju kristninnar, Péturskirkjuna, sem er helgasta kirkjan í kaþólskum sið og reist yfir gröf Péturs postula. Förum síðan með rútunni að torginu Piazza Navona, en þar er upplagt að borða hádegisverð. Eftir það er frjáls tími til að njóta miðborgarinnar og allir fara heim á hótel þegar þeim hentar.
Brottför kl. 8:30
Lengd ferðar: U.þ.b. 4 klst.
Verð: Þessi ferð er innifalin


rome3.jpg

Föstudagur 5.júní, ekið frá hóteli í Róm til Civitavecchia
Um kl. 11:00 er tékkað út af hótelinu og ekið til bæjarins Civitavecchia og tekur aksturinn liðlega eina klukkustund. Komum að höfninni um kl.13:00 og þar bíður okkar lúxus skemmtiferðaskipið EDGE. Innritun fer fram við skipshlið og gengið er um borð þar sem ljúffengur hádegisverður bíður okkar.


sikiley_old_town.jpg

Laugardagur 6. júní, Messína - Sikiley
EDGE leggst við bryggju í Messínu, en þaðan er tæpur klukkustundar akstur til hins fagra bæjar Taormínu, skammt frá Etnu, stærsta eldfjalli í Evrópu, á austurströnd Sikileyjar.  Í Taormínu er grískt-rómverskt útileikhús þaðan sem Etna blasir við.  Í Taormínu sat Laxness ungur að árum og reit Vefarann mikla frá Kasmír.  Skammt undan er sólbaðsstaðurinn Giardini Naxos en í Naxos stigu Grikkir fyrst á land á Sikiley 735 f. Krist.
Nokkru sunnar er borgin Catania við rætur Etnu þar sem berja má augum ýmsar fagrar byggingar,  einkum í barokkstíl, en einnig miðaldakastala, rómversk hringleikahús. Fyrsti háskólinn á Sikiley var stofnaður hér árið 1434. Ursino-kastalinn sem byggður var á 13. öld hýsir nú stórt safn. Á dómkirkjutorginu í hjarta borgarinnar stendur helsta og merkilegasta kennileiti borgarinnar, Fílagosbrunnurinn sem byggður var árið 1736 úr hraungrýti og skartar fornegypskri broddsúlu.
Og enn sunnar er síðan hin sögufræga borg Sýrakúsa þar sem Arkímedes (287 – 212 f. Krist) fæddist, bjó og dó. Hann var grískur stærðfræðingur, stjarnfræðingur, heimspekingur, eðlisfræðingur og vélfærðingur. Honum er eignað að hafa hugsað upp lögmálið um uppdrif hluts sem sökkt er í vökva. Lögmál Arkímedesar hljómar svo:  „Sérhver hlutur sem sökkt er að hluta til eða alveg í vökva léttist sem nemur þyngd þess vökva sem hann ryður frá sér. “
Í Sýrakúsu er einnig merkt grískt útileikhús og fleiri fornar menjar.


celebrity_edge_magic_carpet.jpg

Sunnudagur 7.júní   - Siglingadagur
Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


celebrity_edge_the_club.jpg

Mánudagur 8. júní, Santorini
Santorini (Thera) er 110 kílómetrum  norðan við Krít og hefur yfir sér mikinn ævintýraljóma, vegna sérstæðrar sögu, jarðfræði, landslags og bygginga. Saga þessarar eldfjallaeyjar spannar mörg þúsund ár og er Santorini sögð geyma leyndarmálið um hið horfna Atlantis. Eyjan er í raun það sem eftir er af eldfjalli sem sprakk fyrir 3600 árum og eyddi byggð á svæðinu. Þá myndaðist stór vatnsfyllt askja umlukin mörg hundruð metra háum öskulögum. Þetta er eitt stæsta eldgos sem skráð hefur verið og flóðbylgjan sem því fylgdi hefur að öllum líkindum valdið endalokum  Minoa  menningarinnar á Krít. Sumir telja þetta eldgos grunninn að goðsögninni um Atlantis. Höfuðbær eyjarinnar Fira hangir bókstaflega á klettabrúnunum umhverfis öskjuna og eru hvítkölkuð húsin og blá hvolfþökin sérstæð sjón þegar siglt er að ströndinni eða gengið eftir brúnum öskjunnar. 


santorini_greece_11.jpg

Þriðjudagur 9.júní,  Aþena
Aþena höfuðborg Grikklands er borg andstæðnanna. Annars vegar er borgin vestræn nútímaborg, en hins vegar minnir hún á lítið þorp þar sem mjóar götur og aldagömul hús keppast við að ná athygli vegfarandans. Saga borgarinnar nær aftur um þúsundir ára, eins og hin fögru hof á Akrópólishæð (Háborginni) bera vitni um en fallegar nýklassískar byggingar frá 19. öld eru einnig áberandi. Helst er að nefna gömlu konungshöllina, fornminjasafnið, háskólabyggingarnar og Zappeion-sýningarhöllina. Ekki má gleyma marmaraleikvanginum, Kallimarmaro, sem reistur var fyrir fyrstu Ólympíuleika nútímans. Elsta hverfið í Aþenu liggur í hæðinni fyrir neðan Akrópólis og ber heitið Plaka. Þar er alltaf mikið líf jafnt á nóttu sem degi á nýtískulegum eða hefðbundnum kaffihúsum, börum og veitingastöðum þar sem finna má allt það helsta sem borgin hefur upp á að bjóða í mat og drykk. Grísk hönnun og minjagripir eru áberandi í verslunum í gamla bænum og þar ættu allir að geta nælt sér í eitthvað sem hjartað girnist.


athena_grikkland_4.jpg

Miðvikudagur 10. júní, Mykonos
Mykonos er ómótstæðileg og ein frægasta gríska eyjan. Hvít hús, dimmblátt hafið, þröngar götur og frábærar strendur. Á Mykonos er sagt að guðinn Apollo hafi fæðst. Þóra fararstjóri fer í gönguferð með hópinn.  Verslanir og veitingastaðir á hverju götuhorni og dásamlegt að setjast niður og bragða á gríska drykknum „ouzo“ (úso) sem Grikkir rita svona: ούζο ...


Hiro_Greece_Mykonos_Grikkland_sigling_2.jpg

Fimmtudagur 11. júní, Ródos
Þegar komið er inn í einn af stærstu miðalda bæjum í Evrópu í gegnum Frelsishliðið verður fljótlega ljóst að í gamla bænum á Rhodos er að finna mismunandi menningarheimar en grísku áhrifin eru mest. Miðbærinn er lítill og auðvelt að ganga um og anda að sér angan Grikklands á meðan gríska tónlistin heyrist alls staðarl.  Grand Master höllin er vissulega hápunktur gamla bæjarins., en hún var upphaflega bisantínskt virki byggð í lok 7. aldar e.Kr. en var umbreytt í byrjun 14. aldar af riddum Jóhannesarbókar. Höllinni hefur verið breytt í safn.


krit_krit_crete_veitingastadur_restaurant.jpg

Föstudagur 12. júní – Chania, Krít
Gríska eyjan Krít er eyja, full af sögu og sögnum, böðuð sólskini og um allt eru lítil þorp, rómantískir griðastaðir og fullkomnir staðir til að njóta lífsins.  Saga Krítar er einnig auðugri en margra nágranna hennar og nær 4.000 ár aftur í tímann. Reyndar er Krít eignaður heiðurinn af því að vera vagga nútíma siðmenningar. Ummerki sem styðja þá staðhæfingu má finna í höllinni í Knossos – Krítverjarnir sem þar bjuggu voru meðal hinna fyrstu sem tileinkuðu sér tísku, samkvæmi og kvenréttindi. Skipið leggst að bryggju í Souda sem er 7km frá Chania.


krit_gamla_hofnin.jpg

Laugardagur 13. júní, dagur á siglingu
Síðasti dagur á siglingu. Njótið þess að vera um borð í þessu glæsilega skipi, mikið um að vera á síðasta degi. Ef einhverjir hafa ekki fengið sér hamborgara, er örugglega verið að grilla þá úti á dekki. Iðandi líf á sundlaugardekkinu, leikir og fjölbreyttir kokteila. Vonandi eru allir sólbrúnir og sælir á barnum fyrir mat og í matsalnum um kvöldið. Innandyra er einnig mikið um að vera bæði útsölur á varningi á verslunarganginum svo eitthvað sé nefnt.


celebrity_edge_pool.jpg

Sunnudagur 14. júní, Napolí
Napolí er fræg hafnarborg og er þriðja stærsta borgin á Ítalíu.  Í miðborginni má sjá gamlan arkitektúr, þar á meðal 13. aldar virki Castel Nuovo, Piazza della Borsa og Piazza Plebiscito.  Borgin hefur að geyma margar mjög fallegar byggingar, bæði frá tímum Grikkja og Rómverja og er þétt byggð og litrík.  Napolí er þekkt fyrir einstaka matarmenningu sem spannar þá helst pizzur, pasta, sjávarfang og einstaklega gott kaffi.  Frá Napolí sést bæði eyjan Capri og eldfjallið fræga Vesúvíus en það tekur innan við eina klukkustund að aka að hinni fornu borg Pompeii sem fór undir ösku úr fjallinu árið 79 fyrir Krist.


napoli_italy_12.jpg

Mánudagur 15. júní
Rúta bíður við skipshlið og ekið á flugvöllinn, en áætluð brottför er kl. 12:40.  Flogið er með KLM til Amsterdam og áfram með Icelandair til Keflavíkur, áætluð lending kl. 18:40.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Verð og innifalið

 • Hagnýtar upplýsingar

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef FCO

  6 klst.

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun