fbpx Lúxusferð til Verona | Vita

Lúxusferð til Verona

Veisla fyrir skilningarvitin

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Borg ástarinnar

6. - 9. mars
Fararstjóri er Berglind Guðmundsdóttir, eigandi hinnar vinsælu vefsíðu GulurRauðurGrænn&salt.

Í mars ætlum við að fara í sælkeraferð til borgar ástarinnar, Verona. 
Ferðin er sniðin að þeim sem vilja gera vel við sig í mat og drykk og kynnast þessari frábæru borg á skemmtilegan hátt. 
Í ferðinni verður farið í menningargönguferð þar sem við upplifum mat, vín og sögu borgarinnar í einni ferð. 
Við heimsækjum Allegrini, La Grola og La Poja vínekrunar, ásamt því að fara í hádegismat og vínsmökkun á hinu glæsilega sveitasetri Villa Della Torre, sem er heimili Amarone rauðvínsins. 
Gist verður á hótel Due Torri sem er fimm stjörnu hótel í hjarta borgarinnar.


verona_almennt_saelkeraferd_4.jpg

Föstudagur 6. mars.  Sælkera- og menningarganga.
Við byrjum daginn á skemmtilegri menningargönguferð um Verona með áherslu á að upplifa mat, vín og sögu borgarinnar!
Þessi matar- og vínleiðangur er sannkölluð upplifun fyrir skilningarvitin og svolítið eins og fjársjóðsleit. Gamalgrónir matsölustaðir eru heimsóttir, söguleg vínhús og meira að segja farið á veitingahús í gamalli hlöðu sem var eitt sinn í eigu fjölskyldunnar í frægasta harmleik borgarinnar (getur þú giskað á fjölskylduna?).
Þið eruð leidd um helstu kennileiti borgarinnar og hin þröngu, sögufrægu stræti.
Reglulega er stoppað til að smakka hefðbundna rétti frá svæðinu, til dæmis klassíska osta, kalda rétti, bigoli pasta og annað hefðbundið góðmeti. 
Boðið er upp á gæðavín frá Verona sem er sérvalið með hverri máltíð. Það fer enginn svangur heim úr þessari gönguferð.
Hér er stopppað á óhefðbundnum en áhugaverðum stöðum eins og við rómverskar rústir og Piazza dei Signori.
Einnig er farið með Funicular útsýnislestinni til að upplifa rómantískasta útsýni í Verona.
Ferðinni lýkur með því að bragða á hefðbundnum ís, gelato. Fullkominn endir á eftirminnilegri ferð. 
Þessi sælkeraferð um Verona er svolítið eins og framúrstefnulegur hádegismatur þar sem staðsetning og umhverfi breytist milli rétta. Þetta er eins og tvær ferðir í einni; gönguferð um borgina með innfæddum leiðsögumanni og upplifunarferð fyrir bragðlaukana.
Einstakt tækifæri til að sjá hvernig íbúar borgarinnar lifa og starfa ásamt því að læra um sögu og venjur borgarinnar.

Innifalið:
Innfæddur leiðsögumaður leiðir hópinn í gegnum Verona þar sem farið er yfir gamlar hefðir og leyndardóma hinnar fornu borgar. 
Stoppað á  fimm stöðum til að bragða á hefðbundnum réttum frá Verona, meðal annars klassískum ostum og köldum forréttum.
Smökkum hvítvín frá svæðinu og einnig ljúffeng Valpolicella vín, allt frá Valpolicella Ripasso til Amarone.
Heimagert bigoli pasta með ragù.
Frægur ítalskur ís, gelato, sem er fullkominn endir á upplifuninni.
Amarone rauðvín með ljúffengu sætmeti.
Komið við á óhefðbundnum en skemmtilegum stöðum.
Miðar í Funicular útsýnislestina.

Ekki innifalið :
Ferðir til og frá hótelinu.
Matur og drykkur sem ekki er boðið upp á í ferðinni.

Lengd: 3,5-4 klst.
Brottför: Lagt af stað um kl. 15
Brottfararstaður: Piazza Bra Square, 28, 37121, undir stóru klukkunni og alþjóðlega apótekinu.


verona_almennt_saelkeraferd_1.jpg

Laugardagur 7. mars. Frjáls dagur
Ekkert skipulag er um daginn en tilvalið að kíkja í verslanir eða rölta um borgina og njóta. 
Um kvöldið verður farið saman út að borða á glæsilegum veitingastað.

Sunnudagur 8. mars.  Hjarta Valpolicella Classica
Í dag heimsækjum við hjarta Valpolicella Classica svæðisins, Villa Della Torre Allegrini Wine & Art Relais, í fallegu 16. aldar endurreisnarsetri sem er betur þekkt sem Villa Della Torre. 
Villa Della Torre Allegrini er sveitasetur sem er umvafið töfrum ítölska endurreisnartímans. Setrið var reist af Giulio Romano og Michele Sanmicheli að fyrirmælum eigandans, Giulio Della Torre, sem tók virkan þátt í því að koma húmanískri hugmyndafræði sinni í framkvæmd, sá draum sinn verða að veruleika og fínpússaði niður í minnstu smáatriði. Verkinu lauk árið 1560. Byggingin er undir innblæstri frá fornum rómverskum byggingarstíl í allri sinni dýrð en innan veggja hússins er steinlögð verönd eða „peristyle“. Þessi 16. aldar hönnun sækir enn fremur efnivið í frumefnin vatn og eld með stórum gosbrunnum, tjörn og gríðarstórum ufsagrýlueldstæðum sem gerð eru af listamanninum Giovan Battista Scultori. Átthyrnd kapellan í anda Vasari og Bucintoro hellirinn sem helgaður er Jupiter Ammon, fullkomna stórfenglegt heildaryfirbragð eignarinnar og undirstrika sögulegt og listrænt mikilvægi hennar. Hönnunin innanhúss er með fegursta móti, húsgögn eru vandlega valin og skrautmunir eru stórfenglegir. 
Þetta er heimili Amarone rauðvínsins og helsti viðkomustaður Allegrini landeignarinnar. Byggingarnar eru umkringdar Palazzo della Torre vínekrunni þar sem vín með sama nafni eru framleidd. Vínin eru heimsfræg fyrir styrkleika sinn og margbreytileika og hafa margoft komist á lista Wine Spectator yfir 100 bestu vínin.  

Dagskrá:
10.30 Hist við Villa Della Torre Allegrini, Via Della Torre 25, 37022 Fumane di Valpolicella.
Þegar hópurinn er kominn saman fer leiðsögumaður með okkur um hinar sögufrægu vínekrur Allegrini, La Grola og La Poja.
11.30 Farið aftur að villunni og í skoðunarferð um bygginguna.
12.00 Hádegisverður sem samanstendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti með fjórum víntegundum sem eru paraðar með hverjum rétti fyrir sig.

Innifalið: Leiðsögn um vínekrur Allegrini. Skoðunarferð um Villa Della Torre Allegrini. 
Þriggja rétta hádegisverður. Fjögur vínglös með mat. 

Ekki innifalið:
Ferð með leigubílum frá hóteli að vínekrunni og aftur eil baka.
Leiðin er tæpir 16 km og tekur aksturinn liðlega hálfa klst. Fer eftir umferð. Við sameinumst í bílana.

Villa Della Torre Allegrini Wine & Art Relais er 700 m frá Allegrini vínekrunni, 14 km frá Verona Nord afleggjaranum frá þjóðveginum, 15 km frá Verona, 16 km frá Gardavatni og 20 km frá Valerio Catullo flugvelli. 


verona_almennt_saelkeraferd.jpg

Mánudagur 9. mars. Brottför
Farið frá hóteli á flugvöllinn og flogið heim um hádegi.

Lesa nánar um ferð
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef VER

  4

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  EUR

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun