Mallorca tilboð

Paradís sóldýrkenda

Holiday Center★★★

10. júní, 7 nætur.

69.900

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Holiday Center. 

Holiday Center★★★

10. júní, 14 nætur.

99.200

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Holiday Center. 

Iris apartments★★

10. júní, 7 nætur.

74.900

Á mann m.v. 6 í íbúð, mest 5 fullorðnir, á Iris apartments. 

Sun Beach apartments★★★

10. júní, 7 nætur.

89.900

Á mann m.v. 2 í íbúð á Sun Beach Apartments.

Sun Beach★★★

10. júní, 14 nætur.

98.400

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Sun Beach Apartments.

Holiday Center★★★

17. júní, 7 nætur.

69.900

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Holiday Center. 

Iris apartments★★

17. júní, 7 nætur.

74.900

Á mann m.v. 6 í íbúð, mest 5 fullorðnir, á Iris apartments. 

Sun Beach apartments★★★

17. júní, 7 nætur.

89.900

Á mann m.v. 2 í íbúð á Sun Beach Apartments.

Myndagallerí

Frábær verð á góðum íbúðagististöðum.

Verðdæmi eru í bókunarkössunum hér til hliðar. 

Fjölda glæsilegra verslana er að finna í höfuðborginni Palma.

Meðal annars verslunarmiðstöðina, Porto Pi sem hýsir stóra og flotta H&M verslun. Mallorca er stærsta eyjan i Baleareyjaklasanum um 80 km frá austurströnd Spánar í Miðjarðarhafinu. Eyjan er rómuð fyrir mikla náttúrufegurð, fjölbreytilegt landslag og síðast en ekki síst breiðar og fallegar strendur sem gera eyjuna Mallorca að paradís sóldýrkenda. Síðustu ár hafa sífellt fleiri ferðamenn komið þangað í göngu- og hjólaferða, enda landslagið stórkostlegt og náttúran óviðjafnanleg. Ferðamennska á Mallorca hefur aukist jafnt og þétt frá 1960 og nú er svo komið að yfir 10 milljónir ferðamanna heimsækja eyjuna á ári hverju. Margir þeirra koma aftur og aftur. Af þeim mörgu ferðamönnum sem reglulega heimsækja eyjuna er spænska konungs-fjölskyldan líklega þekktust. Hún hefur komið sér upp dvalarstað rétt fyrir utan höfuðstaðinn Palma.   

Fjölbreytt afþreying er um alla eyjuna og má þar helst nefna:

Fjallasvæðið

Sera de Tramuntana, sem liggur á norðvestur hluta eyjunnar, er vinsælt meðal göngugarpa. Þar eru mörg lítil og heillandi þorp á borð við Valldemossa með klaustrinu fræga, steinlögðum götum og dvalarstað heimsfræga tónskáldsins Chopin. Um miðbik eyjunnar er akurlendi víða áberandi með ólívu- og möndlutrjám.  

Íbúar

Á Mallorca eru um 800 þúsund og býr um helmingur þeirra í Palma. Palma er ekta spænsk stórborg með öllu sem því tilheyrir. Helsta kennileiti borgarinnar er gotneska dómkirkjan sem reist var á miðöldum og stendur nálægt strandlengjunni.

Gamli bærinn

Í skugga dómkirkjunnar liggur gamli bærinn með sínum þröngu götum og litlu torgum. Gaman er að rölta um þetta svæði og virða fyrir sér þessa skemmtilegu götumynd og þann fjölbreytta arkitektúr sem endurspeglar hina langa sögu eyjunnar.

Ýmis þekkt söfn eru í og við Palma, t.d. Museu de Mallorca þar sem gefur að líta mörg sagnfræðilega mikilvæg verk er lúta að Mallorca. Annað safn sem vert er að heimsækja er safn verka tileinkað katalónska listamanninum Joan Miró, og heitir: Fundacio Pilar i Joan Miró a Mallorca.

Verslun

Fyrir þá sem vilja versla er mikið um búðir í Palma sem bjóða upp á allt það nýjasta í tísku og hönnun. Verslunarhús/magasín á borð við El Corte Inglés er ein af þeim mörgu verslunum sem Íslendingar hafa sérstakt dálæti á. Einnig má finna verslanir eins og H&M og Zara.

Matarmenning

Flóran af veitingastöðum, kaffihúsum og börum er mikil og dásamlegt að rápa um miðborgina og stinga sér inná ekta tapas bar og njóta. Matarmenning og hefðir eru sterkar á Mallorca og mikið er til af góðu hráefni. Vissulega eru margir ódýrir skyndibitastaðir á eyjunni sérlega í kringum strandstaðina, en fjölmargir góðir veitingastaðir eru einnig í boði.
Mikill metnaður er lagður í að matreiða frábæra rétti úr hinu besta fáanlega hráefni sem eyjan hefur upp á að bjóða. Á síðustu árum hefur þessum veitingahúsum fjölgað hratt með auknum kröfum ferðamanna ekki síst í minni þorpum og bæjum fyrir utan höfuðstaðinn. 

Hitastigið á Mallorca er þægilegt, milli 25-30 stiga hiti og létt golan sem blæs frá hafi sér til þess að hitastigið er alltaf bærilegt. 

Ferðamannaskattur

Frá og með 1.júlí n.k. verða farþegar á hótelum á Mallorca rukkaðir um ferðamannaskatt á háannatíma sem verður svo skilgreindur framvegis frá 1. maí - 31. október. 
Verðið er eftirfarandi:  

1 - 3* hótel: 1 EUR á mann / á nótt
3 - 4* Superior hótel: 1.5 EUR á mann / á nótt
4 lykla Superior íbúðahótel: 2 EUR á mann / á nótt
​5* hótel: 2 EUR á mann / á nótt  

Sjá nánari ferðalýsingu

Holiday Center★★★

10. júní, 7 nætur.

69.900

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Holiday Center. 

Holiday Center★★★

10. júní, 14 nætur.

99.200

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Holiday Center. 

Iris apartments★★

10. júní, 7 nætur.

74.900

Á mann m.v. 6 í íbúð, mest 5 fullorðnir, á Iris apartments. 

Sun Beach apartments★★★

10. júní, 7 nætur.

89.900

Á mann m.v. 2 í íbúð á Sun Beach Apartments.

Sun Beach★★★

10. júní, 14 nætur.

98.400

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Sun Beach Apartments.

Holiday Center★★★

17. júní, 7 nætur.

69.900

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Holiday Center. 

Iris apartments★★

17. júní, 7 nætur.

74.900

Á mann m.v. 6 í íbúð, mest 5 fullorðnir, á Iris apartments. 

Sun Beach apartments★★★

17. júní, 7 nætur.

89.900

Á mann m.v. 2 í íbúð á Sun Beach Apartments.

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél PMI

  4 Klst

  Hádegisflug

 • Gjaldmiðill

  EUR

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði