fbpx Manchester United | Vita

Manchester United

Old Trafford - leikhús draumanna

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir!

VITA sport mun veturinn 2022 - 2023 bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir til Englands þar sem hægt er að sjá leiki í hæsta gæðaflokki, leikmenn á heimsmælikvarða og upplifa ólýsanlega stemmningu innan um tugþúsundir áhorfenda. Við útvegum miða á flesta leiki í ensku úrvalsdeildina, seljum pakkaferðir fyrir smærri hópa, auk þess sem við skipuleggjum hópferðir til að sjá stærstu liðin.

VITA Sport og Man.Utd klúbburinn á Íslandi eru í samstarfi um að skipuleggja ferðir á flesta heimaleiki Manchester United á komandi keppnistímabili.

Flogið er með áætlunarflugi Icelandair í allar ferðirnar, í flestum tilfellum í beinu áætlunarflugi til Manchester.  Í nánast öllum ferðunum er gist á Novotel hótelinu í miðborg Manchester. 

FI 440    KEF MAN     08:00     10:35/11:35     
FI 441    MAN KEF     13:25/12:25     15:00 og í einhverjum ferðum er kvöldflug heim með FI445 kl. 20:50/21:50

Miðarnir sem Man.Utd klúbburinn hefur til ráðstöfunar í þessar ferðir eru í hólfi STH 126. Verðin í ferðirnar eru miðuð við að ferðirnar séu bókaðar og greiddar á netinu.  

Í klúbbferðum er alltaf boðið upp á skoðunarferð á völlinn sem farþegar svo greiða fyrir á staðnum. 

Sætin sem VITA hefur á Old Trafford eru á mjög góðum stað í suður-stúkunni, hægra megin við varamannabekki. Sætin eru á svæði merkt STH126.  Nánari útskring á miðunum er hér á síðunni okkar undir "Sætin á Old Trafford".

Ef bókað er í gegnum síma, eða með því að senda okkur tölvupóst þá bætist við 2500 kr. bókunargjald á hvern farþega. 

SJÁ NÁNARI FERÐALÝSINGU
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Ferðir

 • Gott að VITA

 • Sætin á Old Trafford

Gististaðir

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef MAN

  2,5 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  £

  Pund

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun