Marmaris - Tyrkland

Draumastaður við Miðjarðarhaf

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Marmaris, fallegt og skemmtilegt svæði við ,,Tyrknesku Rivíeruna"

Flogið er á Milas - Bodrum flugvöllinn og tekur aksturinn um 3 klst til Marmaris.
Hægt er að bóka akstur hjá VITA. 

Marmaris er draumaáfangastaður við Miðjarðarhafið. Borgin er við tyrknesku strandlengjuna „Tyrknesku Rivíeruna“ eins og þetta fallega svæði er stundum kallað. Lífleg steinaströnd og langar og göngugötur með iðandi mannlífi við sjávarsíðuna laða að sér ferðamenn sem koma til að slaka á í sólinni. Borgin er þekkt fyrir lifandi næturlíf, ekki síst á Bar strætinu „Bar Street“, þar sem finna má fjölmarga tónleikastaði og klúbba undir berum himni. 
Marmaris er í dalverpi á milli furuvaxinna fjalla en landslagið gerir staðinn hentugan fyrir ferðamenn með ólíkar þarfir og hefur allt að bjóða. Frábærar strendur við tært hafið gera svæðið vinsælt fyrir sóldýrkendur sem og þá sem finnst gaman að sigla eða kafa. Þarna er hægt að stunda jaðaríþróttir eða borða á háklassa veitingahúsum og einnig er gaman að smakka vín sem brugguð eru á staðnum. Næturlífið er spennandi með diskótekum og næturklúbbum á heimsmælikvarða. Svo má ekki gleyma sólinni og hlýjunni við Miðjarðarhafið.  
Marmaris á sér líka ríkulega sögu en fáir staðir á jörðinni bjóða upp á jafn mikla sagnfræðilega fegurð. Tilvalið er að skella sér í einhverja af hinum ýmsu dagsferðum sem eru í boði og skoða sögu, menningu og landslag svæðisins.
Það er frábært að fara út að borða á Marmaris og borgin er svo að segja full af veitingahúsum og kaffihúsum. Flestir eru þessir staðir við sjávarsíðuna og í hverfinu við Marmaris kastalann. Þar eru ýmsir valmöguleikar í boði fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem þangað koma og allir ættu að finna mat og drykki við hæfi. Netsel Marina hverfið er góður kostur þegar kemur að rómantískum kvöldverði því þar er rólegt andrúmsloft og lúxus veitingastaðir. Þar í kring geta pör eða hópar notið lifandi tónlistar eftir matinn eða sest inn á kósý kaffihús eða bar.

orsmaris_boutique_marmaris_19.jpg  

Strendur Marmaris 

Strandlengjan er tæplega 10 km löng en við kristalstært hafið eru fjölmargar spennandi strendur, hver annarri fallegri. Göngugöturnar meðfram ströndunum bjóða upp á frábæra veitingastaði, kaffihús og bari þar sem notalegt er að tylla sér. Sum svæðin eru tekin frá fyrir veitingastaði og kaffihús þannig að kaupa þarf veitingar af þeim til að nýta svæðin. 
Marmaris flóinn snýr í suðvestur og snýr í áttina að gríðarstóru Miðjarðarhafinu þar sem er fjöldi fallegra lítilla eyja, til dæmis Paradísareyja. Gróðri vaxin fjöllin skýla borginni fyrir vindum frá meginlandinu. Sjórinn er volgur og tær. Ferðamenn sem sækjast í vatnaíþróttir geta fundið sér fjölbreytta afþreyingu við strendur Marmaris, til dæmis sjóskíði, köfun, bananabáta, flugdrekasjóbretti (e. kite surfing), bátasvifflug (e. parasailing) og margt fleira. Hægt er að finna miðstöðvar fyrir vatnaíþróttir á svæðinu með því að leita að gulum tjöldum. Ef þú vilt frekar slaka á og njóta sólarinnar eru strendur og strandlengja Marmaris eitt af því besta sem er í boði.
Marmaris Urban Beach er vinsælasta, líflegasta, litríkasta og skemmtilegasta ströndin á Marmaris. Hún er staðsett miðsvæðis, við miðbæ borgarinnar og er nútímalegasta ströndin á svæðinu.  Sandurinn er hreinn, vatnið tært og vegna staðsetningar sinnar er ströndin afar vinsæl fyrir ferðamenn sem vilja geta „skotist“ á ströndina. Það kostar ekkert að nota ströndina og þar eru haldnir fjölmargir viðburðir á vegum borgarinnar.
Uzunyali Beach sem þekkist einnig sem Long Beach er staðsett við hliðina á Marmaris Urban Beach. Long Beach nær yfir hina löngu strandlengju þar sem sandurinn teygir sig yfir um 10 km. svæði til Icmeler. Göngugatan er lokuð fyrir bílaumferð og þar er mikið af kaffihúsum, veitingastöðum, börum og búðum þar sem má kaupa sandala, sólgleraugu og minjagripi. Þar er því allt sem þú þarft til að eiga fullkomið frí á ströndinni.
Icmeler Beach er í um 8 km. fjarlægð frá miðpunkti Marmaris. Á Icmeler svæðinu eru vinsælustu strendur á Marmaris. Það er staðsett í vesturátt frá Marmaris en samgöngur þarna á milli eru mjög auðveldar. Icmeler heillar sóldýrkendur með fíngerðum gylltum sandi. Þar er hægt að slaka á og finna sjálfan sig í sólinni. Sandurinn er hreinlegur og ber fallega við hið tæra og safírbláa haf þar sem hægt er að taka þátt í fjölmörgum vatnaíþróttum. Icmeler ströndin er 6 km löng af þessum fallega gyllta sandi og friðsælu umhverfi. Ströndin er þrifin á hverju kvöldi til að tryggja það að hún sé í toppástandi hvern morgun. 

tyrkland_marmaris_almennt_4.jpg  

Vatnsleikjagarðar á Marmaris

Ef þú ert í fjölskyldufríi á Marmaris ættir þú að taka frá dag til að heimsækja vatnagarðana sem eru stútfullir af spennandi vatnaíþróttum, fallhlífum og klessubátum sem fá börn og fullorðna til að þrá að koma strax aftur daginn eftir.
Vatnagarðar á Marmaris eru mjög vinsælir og umhverfi þeirra heillandi, ekki síst fyrir börn og unglinga. Tveir stórir vatnagarðar eru á svæðinu. Annar þeirra, sá stærri og vinsælli er Aqua Dream Water Park og hinn er Atlantis Water Park. Einnig eru flest hótel með sína eigin litlu vatnagarða.  Ef þú ert að leita að spennandi sundævintýri ættir þú líka að prófa Marmaris Aqua garðinn og Water Parks.
 þetta er eitthvað sem fullorðnir og börn ættu að gera saman. Vatnagarðarnir eru með Vatnagarðarnir í Marmaris eru eitt af því skemmtilegasta sem hægt er að gera þar, bæði fyrir fullorðna og börn en fólk á öllum aldri getur notið frábærra gleðistunda í vatnagörðunum í Marmaris.

 

marmaris_vatnagardur.jpg 

Bátsferðir

Dagsferðir á bátum eru farnar frá Marmaris og eru þær spennandi en róleg skemmtun sem er mjög vinsæl afþreying fyrir ferðamenn. Hægt er að velja um mismunandi báta sem fara frá höfninni í Marmaris, frá Long beach og Icmeler beach og sigla í könnunarleiðangra í átt að víkum og eyjum.
Á meðan á slíkum stuttum og róandi bátsferðum stendur skoða ferðamenn flóa og víkur, hella, sjávarlíf og eyjar, eins og hina frægu Paradísareyju. Einnig er hægt að skoða Green Sea Bays, Kumlubuk og Turunc strendurnar og margt fleira. Það er svo gaman að sigla eftir strandlengjunni og skoða allar víkurnar og strendurnar bera við túrkísblátt hafið, kanna einangraðar víkur og virða fyrir sér grænar hlíðar. Bátarnir stoppa og leyfa fólki að synda og snæða hádegisverð í fallegum víkum. Dagsferðirnar byrja venjulega að morgni og þeim lýkur yfirleitt að kvöldi. Það eru líka lengri bátsferðir í boði sem fara með ferðalanga til Dalyan, Ekincik og Turunc. Ferð til Dalyan er eitthvað sem allir verða að gera. Dalyan er mjög vinsæl vegna náttúrufegurðar, skjaldbökustrandarinnar, sögulegra sjónarmiða og leirbaða. Þú munt klárlega hrífast af þessari eyju. Á kvöldin er hægt að bóka Marmaris Moonlight Dinner Cruise & Fun Boat Trip sem er möguleiki til að njóta kvöldskemmtunar og málsverðar um borð í bát. Þetta er frábær kostur fyrir þá sem vilja gera eitthvað allt öðruvísi eitthvert kvöldið í Marmaris. 

Vatnaíþróttaferðir

Köfunarferð, veiðiferð, flúðasiglingaferð, vatnagarðar og höfrungagarður eru nokkrir af skemmtilegustu kostunum þegar kemur að vatnaíþróttaferðum á Marmaris. Fyrir þá sem finnst gaman að kanna hafsbotninn er spennandi hugmynd að prófa að kafa. Það er hægt að læra köfun á ströndinni í Marmaris, hjá hæfum þjálfara og hægt er að eyða degi í að byggja sig upp í að kafa á 5 metra dýpi.
Frá miðpunkti Marmaris og að Icmeler svæðinu eru fjölmargir aðilar sem bjóða upp á vatnaíþróttir. Vindbretti, kanó, sjóhjól, sæþotur, fallhlífarsjóskíði, bananabátar og bátasvifflug eru einhverjar þeirra fjölmörgu tegunda vatnaíþrótta sem eru í boði á svæðinu.  

Hjólreiðar í Marmaris

Fjallahjólreiðar eru frábær íþrótt sem gaman er að stunda á Marmaris en þær sameina hreyfingu, upplifun á náttúrunni og ævintýri. Hægt er að njóta landslagsins, stórbrotins útsýnis, menningarinnar og uppgötva ýmsa leyndardóma Marmaris með því að hjóla eftir heillandi stígum og vegum í gegnum furuskóga, blómlegar ávaxtaekrur og ilmandi jurtagarða.
Hægt er að velja um fjölmargar hjólaleiðir á Marmaris. Niðurvísandi (e. downhill) slóðar og sveitaslóðar eru í miklu uppáhaldi hjá hjólafólki. Marmaris-Icmeler strandlengjan, Gunnucek, Yalanci Straight, Hisaronu, Orhaniye, Selimiye, Bozburun strandlengjan og Cennet Island eru svæði sem eru einnig mjög hentug til hjólreiða. Slóðar sem yfirleitt eru notaðir fyrir utanvegasafarí eða fjórhjóladrifin farartæki geta einnig verið notaðir sem hjólastígar. Vinavegurinn (e. the friendship path) sem liggur um fjallshlíðar Marmaris getur einnig verið notaður fyrir fjallahjólreiðar. Ferðamenn geta leigt hjól á fjölmörgum stöðum í borginni.

marmaris_tyrkland_3000x1400.jpg 

Næturlífið 

Næturlífið á Marmaris er lifandi og skemmtilegt. Þar er fjöldinn allur af heimsklassaklúbbum, diskótekum, börum með lifandi tónlist og karókístöðum. Hægt er að njóta kvöldanna á mjög fjölbreyttan hátt á Marmaris og það er ekki skrýtið að ferðamenn fái stundum valkvíða þegar kemur að því að ákveða hvað eigi að gera á kvöldin. Úrvalið nær yfir allt á milli himins og jarðar, ef svo má að orði komast, þar eru lítil veitingahús með útsýni út á hafið, pöbbar og barir þar sem hægt er að fá sér drykk og spjalla saman í góðum hópi, næturklúbbar og stór diskótek. Þar er hægt að koma sér fyrir í rómantísku horni við sjávarsíðuna eða komast í gott partý með fullt af fólki.
Villtustu kvöld Marmaris eiga sér yfirleitt stað á Marmaris Bar Street sem er staðsett við Marmaris höfnina í um 500 m. göngufjarlægð frá miðbæ Marmaris. Djammið á Marmaris Bar Street stendur til klukkan 05.00 um nóttina. Það eru einnig mjög mörg gæðakaffihús og barir við strandlengjuna. Þetta svæði laðar að sér þúsundir ferðamanna. Næstbesti staðurinn til að skemmta sér ærlega á Marmaris er Uzunyali svæðið (Long Beach) sem er um 500 m. í hina áttina frá miðbænum. Þar eru fjölmargir veitingastaðir, pöbbar, karókí- og dansstaðir til að velja um. Á þessu svæði stendur djammið til miðnættis.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél BJV

  6

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun