Marrakesh - Golf ævintýri

5* hótel í borginni og 3 spennandi golfvellir!

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

 

5* hótel í  borginni og 3 spennandi golfvellir!

Fararstjóri: Gylfi Kristinsson

Ævintýra golfferð til Marrakó þar sem gist er á hinu glæsilega 5 * Mövenpick hóteli í Mansour hverfi Marrakesh. Akstur frá flugvellinum á hótelið tekur u.þ.b. 10  mínútur sjá kort.
Hótelið er glæsilegt eins og sést á heimasíðu hótelsins.

Ein aðal ástæðan fyrir því að við veljum þetta hótel er staðsetningin í borginni sem auðveldar aksturinn frá hótelinu á golfvellina og gerir hann eins þægilegan og hægt er og syttir tímann sem hann tekur. Allir þrír golfvellirnir sem spilaðir eru í ferðinni eru í um 20. mín akstur frá hótelinu í venjulegri umferð. Peter Salmon og Sigurður Hafsteinsson hafi báðir gist á Mövepick hótelinu og þeir hafa skoðað golfvellina sem spilaðir verða í ferðinni. Þeir gefa bæði hóteli og golfvöllum sína topp einkunn.

Assoufid golf   er stórkostlegur golfvöllur með glæsilegu útsýni yfir Atlas fjöllin. Nýlegur golfvöllur en það sést ekki þar sem náttúran hefur verið notuð í hönnun vallarins og fær að halda sér eins og hægt er. Mjög góð æfingaaðstaða þar sem slegið er af grasi. Assoufid er krefjandi völlur enda er hann keppnisvöllur.

Palm golf Ourika er opinn með áhugaverðar holur og sumar hverjar nokkuð krefjandi. Ourika er mjög fallegur og vel hirtur golfvöllur staðsettur sunnan við Marrakesh umkringdur ólívu og pálmatrjám í rólegu umhverfi. Einstkalega skemmtilega hannaður og hver hola er með sinn karakter. Völlurinn er nokkuð langur og faltirnar eru með erfiðara móti. 

Noria  er mjög eftirminnilegur 18 holu golfvöllur þar sem margt er ferkanntað eins og gosbrunnar, einstöku flatir og teigar. Af þessum þremur völlum sem spilaðir verða er Noria stysti völlurinn. 

Rástíma í ferðinni 13. - 20. okt 2018 
14. okt.  Assoufid -  rástími frá kl. 10:30
15. okt.  Assoufid - rástími frá kl. 09:40 
16. okt. Palmgolf Ourika -  rástími frá kl. 09:30 - hálfs dags skoðunarferð um Marrakesh.
17. okt. Palmgolf Ourika -   rástími frá kl. 10:30
18. okt. Noria - rástími frá kl. 10:30
19. okt. Noria - rástími frá kl. 10:30
20. okt.brottför frá hóteli u.þ.b.12:00

Rástíma í ferðinni 20 - 27. október 2018
21. okt. Assoufid  - rástími frá kl. 10:30
22. okt. Assoufid -  rástími frá kl. 10:50 
23. okt. Palmgolf Ourika - rástími frá kl. 10:30 -  hálfs dags skoðunarferð um Marrakesh.
24. okt. Palmgolf Ourika - rástími frá kl. 10:30
25. okt. Noria - rástími frá kl. 10:30
26. okt. Noria -  rástími frá kl. 10:30
27. okt. brottför frá hóteli u.þ.b.12:00

Meira um Marakesh


verdlaun_minni.jpg

 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél RAK

  5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  د.م.

  Moroccan Dirham (MAD)

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði