fbpx Mazatlan í Mexikó | Vita

Mazatlan í Mexikó

Magnaður heildarpakki og ótrúlega mikið innifalið!

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Golfferð til Mazatalan í Mexico

18 nátta ferð 9. - 27. Janúar  2020 - (lent í Keflavík 28. Janúar)
Fararstjóri: Peter Salmon - UPPSELT

9. jan. 2020 verður flogið með Icelandair til Vancouver  kl. 17.10 lent kl.17.45.

Gist fyrstu nóttina á Holiday Inn við flugvöllinn í Vancouver.
Daginn eftir 10. jan. Er flogið kl. 08.35 með Westjet flugfélaginu frá Vancouver til Mazatlan lent í Mazatlan kl. 14.05

Dagana 11. til 23. Janúar er spilað golf á El Cid golfvellinum með rástíma daglega kl. 08:40.
að frátöldum þann 17. Janúar en þá er bókað golf á Estrella del Mar golfvellinum kl. 08:30.

Gist verur á El Cid Marina Beach 4* hótel í svítu með einu svefnherbergi.

Í ferðinni eru spilaðir 2 golfvellir. El Cid Country Club sem er fjölbreyttur og skemmtilegur 27 holu völlur þ.a. 18 holu skógarvöllur og nýjasti hlutinn sem eru 9 holur umkrindar vatni hannaðar af Lee Trevino er ekki síður skemmtilegar. Hinn völlurinn sem hópurinn spilar er  Estrella del Mar í u.þ.b. 40 mín. aksturs fjarlægð frá hótelinu, er stórkostlegur golfvöllur, fallega staðsettur við ströndina.

Föstudaginn 24. Janúar verður brottför frá hótelinu er c.a. kl. 12.00 (ekki er nema um 40 mín. akstur frá El Cid Marina Beach hótelinu  á flugvöllinn). Flugið okkar frá Mazatlan til Vancouver  er kl. 14.50 og lent kl. 18.45. Gist verður í 3 nætur á Holiday Inn við flugvöllinn í  Vancouver áður en haldið er til Íslands sunnudaginn 27. Janúar, brottför 14:35 með komu til Keflavíkur mánudaginn 28. Januar kl. 06:00.

Myndband frá El Cid golfvelli

Myndband frá Estrella golfvelli

VERÐ:

589,000 kr. á mann í tvíbýli. 649,000 kr. í eins manns herbergi.

Staðfestingargjaldi er 200,000 kr á mann sem er óendurkræft eftir 7 daga frá bókunin.

INNIFALIÐ Á MAZATLAN:

Flug með Icelandair til og frá Vancouver með 20 kg. farangri og golfsetti
Gisting í eina nótt á flugvellinum í Vancouver með morgunverði
Flug með Westjet frá Vancouver til og frá Mazatlan 20 kg. farangri og golfsetti
Akstur á milli flugvalla og hótela í Vancouver og Mazatlan
Gisting í 3 nætur í Vancouver á leiðinni heim með morgunverði
Gisting í 14 nætur í Mazatlan í allt innifalið í pakka.*
Allur akstur milli hótels og golfvalla og akstur á milli annarra El Cid hótela og veitingastaða.

Hægt er að nota 15.000 Vildarpunktar sem lækkar verðið um 10.000 kr. 

*ELITE allt innifalið pakkinn í Mazatlan" er ekki venjulegur "allt innifalið" pakki. Allur matur m.a. risarækjur, humar, sushi, dýrustu steikar bitarnir, allir innlendir drykkir og þekkt erlend vörumerki eins og Jameson viskí, Smirnoff vodka og Budweiser bjór er í boði án viðbótargjalds á öllum El Cid hótelunum, öllum sundlaugabörum og strandbörum tengdum þeim og í klúbbhúsinu á El Cid golfvellinum.

Ótakmarkað golf daglega á El Cid golfvellinum, u.þ.b. 4 til 5 mín. akstur. frá 08:30 (nema komu og brottfarardaga) með golfbíl og einum kylfusveini á bíl. (auka golfi fylgir golfbíll en ekki kylfusveinn). Einn hringur í seinni vikunni á Estrella del Mar golfvellinum með golfbíl og akstri frá hótelinu (ca. 40 mín.)

Drykkir og veitingar úti á golfvöllunum, herbergisþjónusta eða "room service "á hótelum og þjórfé er ekki innifalin. 

BÓKUN: Hægt er núna að bóka ferðina undir Golf Sérferðir.

Sjá frekari upplysingar um Mazatlan
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Flugupplýsingar

 • Verð og Innifalið

Mazatlan í Mexikó

"Við viljum hér með þakka fyrir fína golfferð til Mexícó í febrúar 2013. Það er margt sem gerir þessa ferð minnisstæða. Loftslagið í Mazatlan er með því besta sem við höfum komið í. Golfvellirnir voru fínir og samskiptin við kylfusveinana þægileg og oft á tímum stórskemmtileg. Toppurinn á ferðinni var þó vel útfærður pakki þar sem allt var innifalið. Það er einstök upplifum að hafa aðgang að golfvöllum og fimm fínum veitingahúsum og þurfa aldrei að taka upp veski. Öllu þessu var svo haldið saman með ötulli fararstjórn í stóru og smáu.

Bestu þakkir

- Bjarni Þjóðleifsson og Sigríður Sigtryggsdóttir.

Gististaðir

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef EDM

  8

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  USD

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Kortasýn

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun