Mið-Austurlönd og Miðjarðarhaf

Dubai - Róm

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Dubai, Súez, Grikkland og Ítalía

Celebrity Constellation
15.april - 5. maí 2019
Fararstjóri er Sr. Þórhallur Heimisson

Dubai – Abu Dhabi, Arabísku Furstadæmunum – Muscat, Óman – Aqaba, Jórdaniu – Súez skurðurinn - Aþena og Katakolon, Grikklandi – Róm, Ítalíu.

Ferðatilhögun
Flogið til Dubai með morgunflugi til Kaupmannahafnar með Icelandair og áfram með Emirates airlines. Fyrstu tvær næturnar er gist í Dubai og ekið síðan til Abu Dhabi þar sem siglingin hefst.
á fyrsta degi siglinarinnar er komið aftur til Dubai og síðan til Muscat í Óman. Eftir það eru 5 dagar á sjó og stoppað í Aqaba í Jórdaníu áður en siglt er í gegnum Súez skurðinn.
Í Miðjarðarhafinu er síðan farið til Aþenu og Katakolon í Grikklandi og að lokum til Rómar. Gist er þrjár nætur í Róm áður en flogið er heim þann 5. maí með millilendingu í Stokkhólmi.


dubai.jpg

Um skipið
Celebrity Constellation er í svokölluðum „Millennium“ flokki hjá Celebrity Cruises, sem er næst hæsti klassi skipafélagsins. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika. Skipið er tæplega 300 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Barir, veitingasalir, leiksýningar, skemmtanir, ótrúleg heilsulind og ótal aðrir afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Constellation ógleymanlega. Í maí 2010 fór skipið í klössun og var allt tekið í gegn.


celebrity_constellation6.jpg

Flugtafla

Flugnúmer Dags Flugvöllur  brottför Flugvöllur  Koma
FI 204 15.april Keflavík 07:45 Kaupmannahöfn 12:55
EK 152 15. april Kaupmannahöfn 15:35 Dubai 23:55
SK 1842 5. maí Róm 10:20 Stokkhólmur 13:30
FI 307 5.maí Stokkhólmur 14:20 Keflavík 15:30

 

Siglingatafla

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
17.april Abu Dhabi, Arabísku Furstadæmunum   18:00
18.april Dubai,  Arabísku Furstadæmunum 07:00 16:00
19.april Muscat, Óman 11:00 16:00
20.april Á siglingu     
21.april Á siglingu    
22.april Á siglingu    
23.april Á siglingu    
24.april Á siglingu    
25.april Aqaba,Jórdaníu 10:00 22:00
26.april Súez skurður (siglt í gegn) 23:00  
27.april Súez Skurður (siglt í gegn)   13:00
28.april Á siglingu    
29.april Aþena (Piraeus), Grikklandi 06:00  18:00
30.april Katakolon, Grikklandi 10:00 18:00
1.maí Á siglingu    
2.maí Róm (Civitavecchia) ítalíu 05:00  

Mánudagur 15. apríl. Keflavík - Dubai
Flogið með Icelandair kl. 7:45 til Kaupmannahafnar og síðan áfram eftir 2ja og hálfs tíma stopp til Dubai, áætluð lending í Dubai er kl. 23:55 að staðartíma.
Ekið er beint á hótel Holiday Inn Al Barsha þar sem gist er í tvær nætur.


dubai_stodmynd_sigling.jpg

Dubai
Dubai er gnægtarhorn af dýrum verslunargötum, glæsilegum veitingastöðum, vatnagörðum, þemagörðum og góðum ströndum með turkisbláu vatni.
Fljótið, The Creek, skiptir borginni í tvennt. Deira er á öðrum bakkanum og Bur Dubai á hinum bakkanum. Í Deira er basar hverfið og hinn fallegi kryddmarkaður. Í Bur Dubai getur þú heimsótt hið leyndardómsfulla Bastakiya hverfi, með götur líkt og völundarhús og hefðbundinn windtower arkitektur. Einnig er hægt að kæla sig undir skugga pálmatrjanna í Creekside Park. Dubai er þekkt fyrir hina mörgu einstæðu og alþjóða golfvelli. Meðal annars þá hefur PGA European Tour verið haldið á Emirates Golf Club.

Bestu strendurnar eru aðeins fyrir utan borgina. Þekktasta ströndin er Jumeirah Beach, sem er mjög löng hvít sandströnd. Við ströndina er einnig Jumeirah Park Beach þar sem þú getur tekið hvíld frá strandlífinu. Hér eru stígar grasfletir, sjoppur og leikvellir. Ef þú hefur fengið nóg af strandlífi, þá er möguleiki á að bruna niður skíðabrekku, innandyra, í skíðamiðstöð, sem er hluti af innkaupamiðstöðinni Mall of Emirates.
Rúsinan í pylsuendanum getur verið að keyra í ½ tíma austur frá Dubai og leika í sandhólum og eyðimerkurlandslagi. 


dubai_desert_safari.jpg

 

Þriðjudagur 16. apríl. Dubai
Morguninn frjáls og í eftirmiðdaginn er haldið í eyðimörkina. Þessi ferð gefur þér möguleika á að upplifa gyllta sandhóla í fjórhjóladrifnum bílum og þeysa um sandöldurnar eins og að sitja í rússibana.
Stoppað er á hæsta sandhóli til að dást að sólarlaginu og taka nokkrar stórkostlegar myndir. Síðan er haldið til tjaldbúða hirðingja sem eru staðsettar í miðri eyðimörkinni. Hér getur þú prófað bæði hönnun í náttúrulegum litum sem og annan klæðnað og útbúnað sem notaður er á svæðinu. Þú getur einnig farið á bak á kameldýri og prófað að reykja vatnspípu. Til þess að skapa hið raunverulega arabíska andrúmsloft þá sýnir töfrandi magadansmær listir sínar og endað á að  borðaður er gómsætur BBQ (grillmatur).


abu_dhabi.jpg

 

Miðvikudagur 17. apríl. Dubai - Abu Dhabi - Celebrity Constellation
Ekið til Abu Dhabi eftir morgunverð og farið í stutta skoðunarferð um borgina áður en farið er um borð í Celebrity Constellation sem siglir frá bryggju kl.18.00.

Abu Dhabi, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin
Abu Dhabi er stærsta af furstadæmunum sjö, og nær yfir rúm 80% af landsvæði furstadæmanna. Þar er að finna rólegar strandir, vinjar í eyðimörkinni og eitthvað fjörugasta borgarlíf furstadæmanna. Það er erfitt að trúa því að öldum saman var Abu Dhabi rólegt þorp þar sem íbúarnir höfðu viðurværi sitt af fiskveiðum og perlum. Eftir tilkomu olíunnar hefur höfuðborgin orðið einhver sú ríkmannlegasta og öruggasta í heimi.
Til að fá smjörþef af sögu Mið-Austurlanda er gott að skoða Qasr al-Hosn höllina, elstu steinbyggingu í Abu Dhabi. Upprunalega var þar varðturn til verndar eina ferskvatnsbrunni borgarinnar, en síðar reis þar höll. Allt fram til ársins 1966 var höllin opinbert heimili leiðtoga landsins, en þá var hún gerð upp og opnuð almenningi. Höllin er almennt kölluð Hvíta Virkið, þó hvítt yfirbragðið sé tiltölulega nýtilkomið, en það er frá endurbótum sem gerðar voru á höllinni á 9. áratugnum.
Sheikh Zayed moskan í Abu Dhabi er stærsta moska Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna, og áttunda stærsta moska veraldar. Moskan heitir eftir Sheikh Zayed bin Sultan Al Nahyan, stofnanda og fyrsta forseta Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna. Hann er einnig greftraður þar. Moskan rúmar 40 þúsund tilbeiðendur, þar af 9 þúsund í aðal bænasalnum. Tveir salir, sem rúma 1.500 manns hvor, eru aðeins ætlaðir konum. Sheikh Zayed moskan býr að tveimur heimsmetum: Þar eru stærsta teppi heims og stærsta ljósakróna heims.


dubai_1000px.jpg

 

Fimmtudagur 18. apríl. Dubai
Aftur er komið til Dubai og verður boðið upp á skoðunarferð um borgina í þessari heimsókn.


muscat_oman.jpg

 

Föstudagur 19. apríl. Muscat, Óman
Þó Muscat sé ein elsta borg Mið-Austurlanda - frá annarri öld f.Kr. - hefur hún aðeins verið aðgengileg ferðamönnum í örfáa áratugi. Þar er að finna snyrtilega og fallega almenningsgarða, langar óspilltar strendur og virkisgröf sem umlykur svæðið. Konungsríkið Óman hefur augljóslega unnið að því hörðum höndum að saga borgarinnar fái að njóta sín og tryggja öryggi borgara og ferðamanna. Við mælum sérstaklega með kastölunum Al Jalali og Al Mirani, sem standa í fjallshlíð. Sagan segir að þeir hafi verið notaðir sem fangelsi meðan landið var undir yfirráðum Portúgala á 16. öld. Þeim hefur síðan verið breytt í söfn sem þjóðarleiðtogar og kóngafólk sækja heim. Og það er vissara að gleyma ekki myndavélinni - útsýnið frá þeim er óviðjafnanlegt. 


celebrity_constellation_gellateria.jpg

 

Laugardagur 20. - miðvikudags 24. apríl. Á siglingu
Fimm heilir dagar á siglingu á meðan siglt er suður fyrir Arabíu skagann og inn Rauða hafið á leið til Aqaba í Jórdaníu. Heilmikið er í boði á þessu frábæra skipi. Um að gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina, innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur er í boði allan daginn, 4ra rétta kvöldverður bíður um kvöldið og glæsileg sýning að honum loknum.


aqaba_jordan.jpg

 

Fimmtudagur 25. apríl. Aqaba, Jórdaníu
Hafnarborgin Aqaba við Rauðahafið er þekktust fyrir frábærar aðstæður til köfunar og snorkls. En Aqaba er ekki aðeins fallegur strandbær því að héðan er einnig hægt að leggja upp í eyðimerkurævintýri og kynna sér ríka sögu og menningararfleifð svæðisins. Klettaborgin Petra var stofnuð af Nabateum, arabískum hirðingjum sem komu frá Arabíuskaga, fyrir 2.000 árum. Hún gegndi þýðingarmiklu hlutverki við að verja úlfaldalestirnar sem áttu leið hjá og varð ríkidæmi hennar mikið. Borgin féll í hendur Rómverjum en eftir að veldi þeirra hneig tóku hirðingjarnir aftur við. Petra, sem oft er nefnd Rósrauða borgin, til hálfs á við tímann sjálfan að aldri, var gleymd umheiminum um aldir, falin í faðmi fjallanna í Suður-Jórdaníu. Ungur svissneskur landkönnuður uppgötvaði borgina á ný árið 1812 og eftir það barst hróður hennar um allan heim.


suez_canal_port_tawfik.jpg

 

Föstudagur 26. – laugardags 27. april.  Á siglingu um Súez skurðinn
Eftir að farið er frá Jórdaníu er siglt í gegn um Súez skurðinn og tekur siglingin um 14 klst. Súez-skurðurinn milli Miðjarðarhafs og Rauðahafs var tekinn í notkun árið 1869 og áhrif hans á samgöngur og efnahagslíf verða seint ofmetin. Siglingaleiðin milli Evrópu og Austur-Asíu styttist um mörg þúsund kílómetra. En jafnframt greiddi skurðurinn fyrir því að evrópsku nýlenduveldin gætu þanist út. Hátt í 20.000 skip fara um Súez-skurðinn ár hvert eða nær tíundi hluti allrar skipaumferðar í heiminum. Hann er um 170 km að lengd og breiddin er að meðaltali um 180 metrar, ein jarðlestargöng liggja undir skurðinn og tvær brýr yfir hann. Um miðbikið er stöðuvatn sem notað er til að greiða fyrir umferðinni, þar er hægt að láta skip bíða meðan önnur fara hjá. Að jafnaði fara tvær skipalestir suður skurðinn á dag en ein til norðurs. Ekki er siglt á meira en átta sjómílna hraða til að draga úr skemmdum á sandbökkunum af völdum sjávarins.


celebrity_constellation_sigling_bar

 

Sunnudagur 28. Á siglingu
Annar dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu, á meðan siglt er áleiðis í eyjahafið. Næsta stopp er Aþena á Grikklandi.


athena_grikkland_10.jpg

 

Mánudagur 29. april  Aþena, (Piraeus) Grikklandi
Piraeus er hafnarborg Aþenu, stærsta hafnarborg Grikklands og ein mikilvægasta höfn Miðjarðarhafsins. Kastella hæðin með sínu mikla og fallega útsýni er í göngufæri frá skipslæginu og í borginni er merkilegt fornminjasafn, Mikrolimano. Þar er hægt er að setjast niður við fiskiréttahlaðborð fyrir eða eftir ferð um safnið. Frá skipinu bjóðast einnig skipulagðar ferðir inn til Aþenu, þar sem Akropolis og aðrar stórbrotnar minjar bíða okkar.
Aþena höfuðborg Grikklands er borg andstæðnanna. Annars vegar er borgin vestræn nútímaborg, en hins vegar minnir hún á lítið þorp þar sem mjóar götur og aldagömul hús keppast við að ná athygli vegfarandans. Saga borgarinnar nær aftur um þúsundir ára, eins og hin fögru hof á Akrópólishæð bera vitni um, en fallegar nýklassískar byggingar frá 19. öld eru einnig áberandi. Helst er að nefna gömlu konungshöllina, fornminjasafnið, háskólabyggingarnar og Zappeion sýningarhöllina. Ekki má gleyma marmaraleikvangnum, Kallimarmaro, sem reistur var fyrir fyrstu Ólympíuleika nútímans. Elsta hverfið í Aþenu liggur í hæðinni fyrir neðan Akrópólis og ber heitið Plaka. Þar er alltaf mikið líf jafnt á nóttu sem degi nýtískulegum eða hefðbundnum kaffihúsum.
Á börum og veitingastöðum má finna allt það helsta sem borgin hefur upp á að bjóða í mat og drykk. Grísk hönnun og minjagripir eru áberandi í verslunum í gamla bænum og þar ættu allir að geta nælt sér í eitthvað sem hjartað girnist


grikkland_katakolon_sigling_.jpg

 

Þriðjudagur 30. april  Katakolon, Grikklandi
Hvort sem þú hefur áhuga á íþróttum, sögu, list eða nýtur þess að ganga um og njóta við sjóinn er hin notarlega Katakolon á Grikklandi. Katakolon er skammt frá hinni fornu Olympiu, þar sem Ólýmpíuleikarnir eiga uppruna sinn. Hægt er að gera bara eins og heimamenn og finna sér sæti í bænum niður við höfnina og fá sér kaffi eða kaldan drykk og njóta.


celebrity_millennium2.jpg

 

Miðvikudagur 1. maí. Á siglingu
Síðasta dagsins er notið á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni eða innandyra er margt um að vera.
Hægt er að kíkja á útsölur í verslunum, taka á því í ræktinni eða láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni. Svo er bara hægt að njóta þess að vafra um skipið.


rom_vita.jpg

 

Fimmtudagur 2. maí. Róm
Borgin eilífa hefur hún verið kölluð og ber nafn með rentu. Rómaborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgarinnar í gegnum aldirnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturskirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómartorgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg.
Hér skópu frægustu meistarar endurreisnarinnar og barrokktímans sín fegurstu verk sem gera borgina að risavöxnu listasafni. Róm er líka borg hinna glæsilegu gosbrunna og er Trevíbrunnurinn líklega þekktastur eftir að Fellini notaði hann í atriði í mynd sinni Hið ljúfa líf, La Dolce Vita. Róm er líka ein af háborgum tískunnar og engir eru Ítölum fremri þegar kemur að hönnun og tísku. Það er gaman að versla í Róm, hvort sem er í verslunum heimsfrægra hönnuða, eða í freistandi sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á hinum líflega flóamarkaði, Porta Portese. Fáar borgir vekja aðra eins aðdáun og heilla jafn mikið og Rómarborg þar sem fortíð og nútíð renna saman.

Celebrity Constellation leggst að bryggju í Civitavecchia um kl. 5 að morgni. Eftir morgunverð er farið frá borði og í rútu sem bíður og ekur hópnum til Rómar. Þar er farið í hálfsdags ferð að skoða Kólosseum og Forum Romanum áður en ekið er upp á hótel.
Ekið er að voldugasta hringleikhúsi heims, Kólosseum. Það er í senn tákn borgarinnar en einnig þess tíma þegar þrælar og kristnir menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu meðan æstur múgurinn hrópaði á meira blóð. Bygging Kólosseum hófst rúmlega 70 e.kr. en talið er að féð til byggingarinnar hafi komið úr ránsfeng úr musteri gyðinga í Jerúsalem. Kólosseum er í dag einn af helgireitum kaþólsku kirkjunnar því samkvæmt sögutúlkun hennar var hér kristnum mönnum miskunnarlaust slátrað borgarbúum til skemmtunar. Þegar mannvirkið er skoðað undrast maður tækni og listfengi Rómverja fyrir tvö þúsund árum. Frá Kólosseum er gengið út á gamla rómverska torgið, Forum Romanum, þar sem fornminjarnar eru skoðaðar, en þetta er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan er gengið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Ekið á Dei Borgia hótel þar sem gist er síðustu þrjár næturnar í ferðinni.  


rome_italy_4.jpg

Föstudagur 3. maí. Róm
Gönguferð um Róm
 
Þegar gengið er um miðborg Rómar koma sérkenni borgarinnar fljótt í ljós. Miðborgin innan fornu borgarmúranna sem enn standa að hluta til er ótrúlega lítil þó um 4 milljónir búi þar. Breiðstræti eru fá en torgin þess fleiri og litlar götur og krókóttar mynda gatnakerfi sem er hreint völundarhús fyrir þá sem ekki þekkja til. Þannig hefur borgin haldið sér frá fornu fari og það er erfitt að ryðja nýjum breiðstrætum braut því undir yfirborðinu leynast allstaðar ómetanlegar fornminjar.
Þess áhrifameira er að koma út úr þröngum smágötunum og inn á torgin þar sem hvert listaverkið öðru stórkostlegra setur svip sinn á umhverfið. Við þræðum göturnar um miðborgina og skoðum Trevi gosbrunninn, Feneyjartorgið þar sem Mussólíni þrumaði yfir fasistum sínum um miðja öldina, Panþeon, Jesúkirkju Jesúíta með sínum ómetanlegur freskum, og margt, margt fleira.
Byggingar og minnismerki Rómar eru hvert öðru áhrifameira. Og ekki eru torgin í Róm minna spennandi. Mörg þeirra eru byggð á grunni fornra rómverskra torga eða kappreiðvalla og sér ferðalangur gömlu útlínurnar gægjast fram af byggingunum sem standa í kring. En torgin eru líka hrífandi og litríkur heimur þar sem sölumenn falbjóða hverskonar vöru á meðan Rómverjar dagsins í dag fá sér espresso eða capuchino á kaffihúsunum eða skola pasta og pítsum niður með dýrum veigum. Áfram höldum við för yfir Corsa verslunargötuna þar sem dýrustu merkjavörur heims eru til sölu og upp að Spænsku tröppunum og spænska torginu sem þekkt er af ótal auglýsingamyndum og kvikmyndum frá Róm.


rome_italy_8.jpg

Laugardagur 4. maí. Róm
koðunarferð: Vatikanið, Sixtínska Kapellan og Péturskirkjan
Við hefjum ferðina á því að skoða Vatíkansafnið sem hýsir stórkostlegustu verk klassíska tímans og endurreisnarinnar. Úr Vatíkansafninu er gengið í Sixtínsku kapelluna þar sem margrómuð verk endurreisnarinnar prýða veggina. Stórkostlegastar af þeim öllum eru loftmynd Michelangelos af sköpun heimsins og mynd hans af dómsdegi á gaflinum fyrir ofan altari páfa. Að skoða þessi verk er vart með orðum lýst. Þaðan er gengið í eina stærstu og fegurstu kirkju kristninnar, Péturskirkjuna, sem er helgasta kirkjan í kaþólskum sið og reist yfir gröf Péturs postula. Ferðin endar rétt hjá torginu Piazza Navona, en þar er upplagt að borða hádegisverð. Eftir það er frjáls tími til að njóta miðborgarinnar og allir fara heim á hótel þegar þeim hentar.


rome_italy_3.jpg

 

Sunnudagur 5. maí. Róm – Keflavík
Akstur frá hóteli að flugvelli að morgni og flogið heim til Íslands í gegn um Stokkhólm. Áætluð lending í Keflavík er kl. 15:30

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél DXB

  10

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun