Miðjarðarhafið og Barcelona

Sigling með Freedom of the Seas

 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  369.900 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Á mann m.v. 2 í ytri klefa með svölum

 • Flug

Myndagallerí

Sigling um Miðjarðarhaf frá Barcelona  

Freedom of the Seas  
8. - 18. september 2017
Fararstjóri:  Kristinn R. Ólafsson

Barcelona, Spáni – Marseille og Nice,  Frakklandi –  La Spezia, Róm og Napolí, Ítalíu –  Barcelona, Spáni.

Flogið er til Barcelona og gist þar í 2 nætur fyrir siglingu. Daginn eftir komu er farið í farið í gönguferð um miðborgina og gotneska hverfið með Kristni fararstjóra. Þann 10. september er siglt af stað og fyrstu tveir viðkomustaðirnir eru Marseille og Nice í Frakklandi. Áfram er siglt til Ítalíu og þá komið til hafnar í La Spezia og næsta dag er komið til Rómar.  Síðasti áfangastaður Ítalíu er hafnarborgin fræga Napolí, en síðasta dag siglingarinnar gefst tækifæri til að njóta dagsins um borð á Freedom of the Seas áður en siglt til hafnar í Barcelona. Eftir morgunverð um borð er farið í rútu sem bíður við skiptshlið og haldið í hálfs dags skoðunarferð um borgina. Ýmsir þekktir staðir skoðaðir og m.a. er farið í Park Guell garðinn og inn í kirkju Gaudis "La Sagrada Familia" og gist í Barcelona um nóttina. Flogið heim til Íslands að morgni 18.september með millilendingu í París.

Freedom of the Seas


rci_brilliance_of_the_seas_4.jpg

Freedom of the Seas er eitt af stóru skipunum í flota skipafélagsins Royal Caribbean Cruise Line. Freedom er 260,000 tonn og um 339 metra langt. Skipið var smíðað í Turku í Finnlandi 2007 og síðan algerlega endurnýjað  2011 og 2016 fór það í þurrkví þar sem bætt var í og settar vatnsrennibrautar og fleira lagfært. Á Freedom of the Seas er göngugata „Royal Promenade“ þar sem iðar allt af lífi, kaffihús, verslanir og veitingastaðir. Í leikhúsinu er boðið upp á glæsileg Broadway show á hverju kvöldi. Skautasvellið er á sínum stað þar sem gestir geta reynt sig á skautum eða farið á ótrúlega skautasýningu.
Á hverju kvöldi er boðið upp á þriggja rétta máltíð í aðal veitingastaðnum sem er upp á þrjár hæðir, auk þess sem eru nokkur sér veitingahús auk bara og skemmtistaða.  Á sundlaugardekkinu eru sundlaugar, heitir pottar og ævintýralegt barnasundsvæði, auk þess sem það er körfuboltavöllur, minigolf, klifurveggur og brimbrettalaug ( flow rider)  Freedom of the Seas rúmar allt að 4960 farþega og er með 1300 manna áhöfn.
Klefar eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, sjónvarpi með flatskjá, ísskáp eða smábar - eftir vali, hárþurrku, snyrtiborði og öryggishólfi. Baðherbergi með sturtu og snyrtivörum. Herbergisþjónusta allan sólarhringinn.

Flugtafla 

Dagur Flugnúmer Flugvöllur Brottför Flugvöllur  Koma
 8.september FI 542 Keflavík 07:40 CDG París 12:55
 8.september AF 1548 CDG París 15:00 Barcelona 16:40
18.september AF 1149 Barcelona 10:05 CDG París 12:00
18.september FI 543 CDG París 14:10 Keflavík 15:40

Siglingatafla.

Dagur Höfn Koma Brottför
10. september Barcelona, Spáni   17:00
11. september Provence (Marseille), Frakklandi 09:00 18:00
12. september Nice (Villefranche), Frakklandi 07:00 19:00
13. september Flórens/Písa (Laspezía) Ítalíu 07:00 19:00
14. september Róm (Civitavecchia) Ítalíu 07:00 19:00
15. september Napolí, Ítalíu 07:00 18:30
16. september Á siglingu    
17.september Barcelona, Spáni 06:00  

Leiðarlýsing

Föstudagur 8. september - Keflavík, Barcelona
Flogið í morgunflugi til Barcelona með millilendingu í París og áætlað að lenda kl 16:40 í Barceona. Ekið að hóteli í miðborginni Hotel Tryp Apolo þar sem gist er tvær nætur fyrir siglingu.

Barcelona á Spáni

Siglingin hefst í Barcelona á norðaustanverðum Spáni, um 145 km sunnan landamæra Spánar og Frakklands.  Gestir þyrpast til borgarinnar frá öllum heimshornum til að njóta sérstöðu hennar, menningar og fegurðar. Þegar H.C. Andersen kom til Barcelona árið 1862 lét hann svo um mælt að borgin væri „París Spánar“. Það geta margir tekið undir. Borgin er mikils háttar menningarsetur með heillandi sögu. Þar er alls staðar að finna góða veitingastaði, sjarmerandi kaffihús, minjasöfn og merkar byggingar auk stórkostlegra dæma um skreyti- og byggingarlist í módernískum og „art nouveau“-stíl.


barcelona_2.jpg

Laugardagur 9. september - Barcelona
Göngurferð með fararstjóra um borgina. Gengið um hina frægu Römblu, Gotneska hverfið og að höfninni. Eftir ferðina er dagurinn frjáls


barcelona_3.jpg

Sunnudagur 10. september - Barcelona, Freedom of the Seas

Um hádegi ef ekið niður að höfninni þar sem Freedom of the Seas bíður okkar.  Eftir innritun er vel við hæfi að setjast niður og fá sér síðbúin hádegisverð áður en gengið er um skipið og litið á hvað er í boði. Lagt er úr höfn kl. 17:00.


barcelona_view.jpg

Mánuudagur 11. september: Provence (Marseille) í Frakkland
Fyrsti áfangastaður í siglingunni er Marseille í Frakklandi, en hún á suðausturströnd Frakklands, elsta og næst stærsta borg landsins á eftir Parí. Það voru Grískir sjómenn sem komu til borgarinnar og settust þar að fyrir langa löngu eða um  600 f.Kr. og er mikil saga og ótrúlega fallegar byggingar í Marseille sem gaman er að skoða og vinsælt að mynda. Eitt helsta kennileiti borgarinnar er Notre Dame de la Garde, en þangað er gaman að koma og horfa yfir borgina


marseille.jpg

 

Þriðjudagur 12. september  -  Nice (Villefranche) í Frakklandi
Frá Marseille er haldið til Villefranche í Frakklandi sem er eins konar hlið hinnar einstöku Frönsku Rivieru með borgunum Monte Carlo, Cannes og Nice. Villefranche stendur við rætur tindóttra fjalla sem teygja sig niður að dimmbláum ströndum. Þar eru sólríkar baðstrendur, ferðamannastaðir sem hafa allt að bjóða, snotur þorp með rauðum þökum og stórbrotið útsýni.
Villefranche er falleg borg, en hún er þó fyrst og fremst merkileg vegna þess sem er að finna í kring. Þegar maður er á annað borð kominn til Villefranche er tilvalið að heimsækja sumar betur þekktar grannborgir hennar: Cannes, Nice og Monte Carlo. Á þessum hvíldarstöðum ríka og fræga fólksins eru unaðsfagrar baðstrendur og ekki eru glæsihýsin og verslanirnar í kring síðri.


Nice_france_frakkland_sigling_miðjarðarhaf.jpg

Miðvikudagur 13. september - La Spezia (Flórens/Pisa), Ítalíu
Næsti áfangastaður er Laspezia í Ligurian-héraði á Ítalíu en þaðan er stutt að fara til sumra fegurstu borga á Ítalíu eins og Flórens, Písa og litlu fallegu þorpin sem liðast eftir klettóttri ströndinni og kallast Cinque Terre.
Flórens er frægust fyrir það að þar hófst ítalska endurreisnin á 14. öld. Á meðal þess sem vert er að sjá eru tilkomumikil torg og óviðjafnanlegar 15. aldar borgarútlínur sem ber við himin – heillandi og ógleymanleg reynsla fyrir alla sem koma til borgarinnar. Þessi fagra borg hefur að geyma margar stórkostlegar byggingar. Þar skal fyrsta telja Santa Croce-kirkju þar sem margir þjóðhöfðingjar Ítalíu eru grafnir. Hún var vígð á 15. öld og er eitthvert glæsilegasta dæmið um gotneska skreytilist í Flórens. Á Dómkirkjutorginu (Piazza del Duomo) er dómkirkjan með hinu fræga hvolfþaki arkitektsins Filippos Brunelleschi ásamt klukkuturni og skírnarkapellu Jóhannesar. Síðan skyldi enginn láta Piazza della Signoria, stærsta torgið í Flórens, framhjá sér fara en þar er hægt að virða fyrir sér afsteypu af Davíðsstyttu Michelangelos og Loggia dei Lanzi með höggmyndum sínum.


manarola-on-cinque-terre-coast.jpg

Fimmtudagur 14. september - Róm, Ítalíu

Fáar borgir vekja aðra eins aðdáun og heilla jafn mikið og Rómarborg þar sem fortíð og nútíð renna saman á einstakan máta.
Borgin eilífa hefur hún verið kölluð og ber nafn með rentu. Rómaborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgarinnar í gegnum aldirnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturskirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómartorgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg.
Hér skópu frægustu meistarar endurreisnarinnar og barrokktímans sín fegurstu verk sem gera borgina að risavöxnu listasafni. Róm er líka borg hinna glæsilegu gosbrunna og er Trevíbrunnurinn líklega þekktastur eftir að Fellini notaði hann í atriði í mynd sinni Hið ljúfa líf, La Dolce Vita.
Í Rómarborg er meira að skoða en í nokkurri annarri borg í heiminum og aðeins er hægt að krafla í yfirborðið á fáum dögum. Helsti kostur borgarinnar er þó að stutt er á milli allra áhugaverðu staðanna en það er þægilegt að ganga í Róm og alls staðar eru garðar og torg til að hvíla lúin bein.
Róm er líka ein af háborgum tískunnar og engir eru Ítölum fremri þegar kemur að hönnun og tísku. Það er gaman að versla í Róm, hvort sem er í verslunum heimsfrægra hönnuða, eða í freistandi sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á hinum líflega flóamarkaði, Porta Portese.


rom_vita.jpg

Föstudagur 15. september - Napolí, Ítalíu
Napolí er fræg hafnarborg og er þriðja stærsta borgin á Ítalíu.  Í miðborginni má sjá gamlan arkitektúr, þar á meðal 13. aldar virki Castel Nuovo, Piazza della Borsa og Piazza Plebiscito.  Borgin hefur að geyma margar mjög fallegar byggingar, bæði frá tímum Grikkja og Rómverja og er þétt byggð og litrík.  Napolí er þekkt fyrir einstaka matarmenningu sem spannar þá helst pizzur, pasta, sjávarfang og einstaklega gott kaffi.  Frá Napolí sést bæði eyjan Capri og eldfjallið fræga Vesúvíus en það tekur innan við eina klukkustund að aka að hinni fornu borg Pompeii sem fór undir ösku úr fjallinu árið 79 fyrir Krist.


napoli_italy_12.jpg

Laugardagur  16. september - á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir nú aftur til Barcelona. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ra rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið.


freedom-of-the-seas-002-1024x683.jpg

Sunnudagur 17. september - Barcelona, Spáni
Freedom of the Seas leggst að bryggju kl. 6 að morgni. Eftir morgunverð í skipinu er farið frá borði og farið er í skoðunarferð um borgina. Farið er í Guell garðinn og hin fræga kirkja Sagrada Familia skoðum svo eitthvað sé nefnt. Eftir ferðina er tékkað inn á hótel þar sem gist er eina nótt áður en haldið er heim á leið. Síðustu nóttina er gist á Tryp Apolo eins og fyrir siglingu.


Barcelona.jpg

Mánudagur 18. september - Barcelona, Spáni - heimferð.
Flogið er frá Barcelona kl.  10:05 með Air France áleiðis til Íslands með millilendingu í París, lending í Keflavík er áætluð kl. 15:40.

Sjá nánari ferðalýsingu
 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  369.900 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Á mann m.v. 2 í ytri klefa með svölum

 • Flug

Sigling með VITA

Eftir að hafa siglt einu sinni með VITA viljum við helst ekki nota annan ferðamáta.
Allt skipulag og utanumhald alveg til fyrirmyndar hjá VITA.
Okkur fannst við alltaf vera örugg á ferðum okkar.
Hlökkum til næstu siglingar.

- Ragnheiður Skúladóttir

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef -> BCN

  5 klst.

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði