fbpx Miðjarðarhafið og Gíbraltar | Vita

Miðjarðarhafið og Gíbraltar

Frakkland, ítalía, Spánn og Portúgal

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Miðjarðarhafið um Gíbraltar

6. - 22.september 2019
Celebrity Silhouette
Fararstjórar Svanhildur Davíðsdóttir og Karl Rafnsson

Southampton, Englandi – Gibraltar – Provence(Marseille), Frakklandi – Flórens/Písa og  Róm, Ítalíu – Ajaccio, Korsíku – Barcelóna, Spáni - Lissabon, Portúgal – Southampton, Englandi.

Stutt ferðalýsing
Hádegisflug með Icelandair til London Heathrow. Ekið er til Salisbury þar sem gist er á hóteli í 2 nætur fyrir siglingu. 8. September er síðan ekið til Southampton og farið um borð í Celebrity  Silhouette eftir 2 daga á siglingu er siglt um Gíbraltarsund og fyrsti viðkomustaður er Gíbraltar. Eftir einn dag á siglingu er komið til Marseille og síðan til La Spezia og síðan til Rómar. Komið er til Korsíku áður en haldið er til Barcelóna. Eftir það er siglt út úr Miðjarðarhafinu og til Lissabon áður en haldið er aftur til Southampton. Eftir að komið er í land er ekið til flugvallar í London og flogið heim til Keflavíkur.         

Celebrity_Silhouette1

Celebrity Silhouette
Celebrity Silhouette er í svokölluðum „Solstice” verðflokki hjá Celebrity Cruises, sem er hæsti klassi skipafélagsins. 
Celebrity Silhouette fór í sína jómfrúarferð í júlí 2011, er 122.000 rúm lestir, um 315 metrar á lengd og með rými fyrir 2850 farþega.  Skipið er 12 hæðir. Á efsta þilfari er Sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt, sólarlagsbarnum og keilubrautum.
Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með miklu útsýni. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur.  Silk Harvest er með asískt eldhús. Bóka þarf borð og greiða þjónustugjald á sérrétta veitingastöðum skipsins, gjaldið er frá 20 – 50 usd á mann, fer eftir stöðum.
Barir og seturstofur eru um allt skip og þegar kvölda eru glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.
Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur  að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.

Flugtafla

Dagsetning Flugnúmer Brottför kl. Áfangastaður kl.
6. september FI 454 Keflavík 12:30 London Heathrow 16:30 
22.september FI 451 London Heathrow 13:05 Keflavík 15:10

Siglingaleið

Dagsetning Áfangastaður Koma  Brottför
8. september Southampton, Englandi   16:00
9. september Á siglingu    
10.september Á siglingu    
11. september Gíbraltar, Bretland 13:00 18:00
12.september Á siglingu    
13. september Provence (Marseille), Frakklandi 08:00  16:00
14. september Flórens/ Písa (La Spezia) Ítalíu 07:00 19:00
15. september Róm (Civitavecchia), Ítalíu 07:00 19:00
16.september Ajaccio, Korsíka 07:00  15:00
17. september Barcelóna, Spáni  08:00 17:00
18. september Á siglingu     
19. september Lissabon, Portúgal 13:00 21:00
20.september Á siglingu    
21.september  Á siglingu    
22. september Southampton, Englandi 06:00  

Föstudagur 6.september  Keflavík  - London
Flogið með Icelandair í hádegisflugi kl.12:30  frá Keflavík, áætluð lending er kl. 16:30, rútan bíður eftir hópnum og er ekið til Salisbury  og tekur aksturinn um eina og hálfa klukkustund. Komið á hótel Mercure Salisbury White Hart þar sem gist er í 2 nætur

Laugardagur 7. September Salisbury
Eftir morgunverð er farið í ferð að hinum víðfrægu Stonehenge og um næsta nágrenni. Eftirmiðdaguinn og kvöldið frjálst.

celebrity-silhouette.jpg         

Sunnudagur 8. September Salisbury – Southampton
Fyrir hádegi er ekið af stað til Southampton og komið í skip um hádegi. Celebrity Silhouette leggur frá bryggju kl. 16:00  

celebrity_reflection_25.jpg         

Mánudagur 9. og þriðjudagur 10. september   Á siglingu
Næstu tveir dagar fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist.
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Einnig er gaman að fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.

gibraltar_sigling_skemmtisigling_utsyni.jpg         

Miðvikudagur 11. September  Gíbraltar
Þó að Gíbraltar sé aðeins lítill skagi við suðurenda Costa del Sol á Spáni hefur þessi útvörður breska heimsveldisins gegnt veigamiklu sögulegu hlutverki vegna klettsins fræga því að þaðan sést yfir tvö hafsvæði og tvær heimsálfur.
Skoðunarferð um þennan syðsta odda Evrópu, með Atlantshafið á aðra hönd og Miðjarðahafið á hina, er hreint ógleymanleg. Staðsetning Gíbraltarkletts hefur gert hann að einu mikilvægasta hernaðarlega höfuðvígi heims í gegnum aldirnar. Það er óhætt að kalla það að vera á toppi tilverunnar að standa í 426 metra hæð og virða fyrir sér óviðjafnanlegt útsýnið sem nær alla leið til Afríku, yfir spænsku sveitirnar og strandlengju Costa del Sol og bæinn sem breiðir úr sér fyrir neðan klettinn.

celebrity_millenium_class.jpg         

Fimmtudagur 12.september Á siglingu
Annar dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu, á meðan siglt er áleiðis til Frakklands. Mikið um að vera og margt hægt að skoða og gera. Líkamsræktin eða leggjast á bekk og láta dekra við sig í nuddi eða bara njóta sólarinnar á sundlaugardekkinu. Einnig hægt að vera innandyra, sitja á kaffihúsinu eða á einhver af þeim fjölmörgu námskeiðum sem í boði eru. 

marseille.jpg         

Föstudagur 13. September  Provence (Marseille), Frakklandi
Marseilles er elsta og næst stærsta borg á eftir París hún er á suðausturströnd Frakklands. Það voru Grískir sjómenn sem komu og settust að í borginni fyrir langa löngu eða um  600 f.Kr.Þar af leiðandi er  mikil saga og ótrúlega fallegar byggingar sem gaman er að skoða og vinsælt að mynda. Eitt aðal kennileiti borgarinnar er Notre Dame de la Garde sem skartar sínu fegursta og skemmtilegt að koma þar og horfa yfir borgina.

florens_florence_italy_3_speglud.jpg         

Laugardagur 14.september Flórens/ Písa ( LaSpezia), Ítalíu
Næsti áfangastaður er La Spezia á Ítalíu en þaðan er stutt að fara til sumra fegurstu borga á Ítalíu og þar er Flórens meðtalin. Flórens er frægust fyrir það að þar hófst ítalska endurreisnin á 14. öld. Á meðal þess sem vert er að sjá eru tilkomumikil torg og óviðjafnanlegar 15. aldar borgarútlínur sem ber við himin – heillandi og ógleymanleg reynsla fyrir alla sem koma til borgarinnar. Þessi fagra borg hefur að geyma margar stórkostlegar byggingar. Þar skal fyrsta telja Santa Croce-kirkju þar sem margir þjóðhöfðingjar Ítalíu eru grafnir. Hún var vígð á 15. öld og er eitthvert glæsilegasta dæmið um gotneska skreytilist í Flórens.
Á Dómkirkjutorginu (Piazza del Duomo) er dómkirkjan með hinu fræga hvolfþaki arkitektsins Filippos Brunelleschi ásamt klukkuturni og skírnarkapellu Jóhannesar. Síðan skyldi enginn láta Piazza della Signoria, stærsta torgið í Flórens, framhjá sér fara en þar er hægt að virða fyrir sér afsteypu af Davíðsstyttu Michelangelos og Loggia dei Lanzi með höggmyndum sínum.

rom.jpg         

Sunnudagur 15.september  Róm ( Civitavecchia) Ítalíu
Fáar borgir vekja aðra eins aðdáun og heilla jafn mikið og Rómarborg þar sem fortíð og nútíð renna saman á einstakan máta.
Borgin eilífa hefur hún verið kölluð og ber nafn með rentu. Rómaborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgarinnar í gegnum aldirnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturskirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómartorgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg.
Hér skópu frægustu meistarar endurreisnarinnar og barrokktímans sín fegurstu verk sem gera borgina að risavöxnu listasafni. Róm er líka borg hinna glæsilegu gosbrunna og er Trevíbrunnurinn líklega þekktastur eftir að Fellini notaði hann í atriði í mynd sinni Hið ljúfa líf, La Dolce Vita.
Í Rómarborg er meira að skoða en í nokkurri annarri borg í heiminum og aðeins er hægt að krafla í yfirborðið á fáum dögum. Helsti kostur borgarinnar er þó að stutt er á milli allra áhugaverðu staðanna en það er þægilegt að ganga í Róm og alls staðar eru garðar og torg til að hvíla lúin bein.
Róm er líka ein af háborgum tískunnar og engir eru Ítölum fremri þegar kemur að hönnun og tísku. Það er gaman að versla í Róm, hvort sem er í verslunum heimsfrægra hönnuða, eða í freistandi sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á hinum líflega flóamarkaði, Porta Portese.


corsica_korsika.jpg

Mánudagur 16. September Ajaccio, Korsíku
Það er óhætt að segja að Ajaccio sé með skemmtilegri hafnarborgum, það er lítið mál að skoða hana á tveimur jafnfljótum og hér eru ótal góðir veitingastaðir og skrítnar og skemmtilegar verslanir. Þá er höfnin svo falleg að listamennirnir berjast um besta staðinn til að festa fegurðina á striga þó að þeir nái aldrei að skapa viðlíka listaverk og náttúran sjálf þegar geislar Miðjarðarhafssólarinnar merla hafflötinn.
Það tekur ekki langan tíma að finna út hver eftirlætis sonur Ajaccio er, því að ófáar göturnar eru nefndar eftir Napóleón Bónaparte sem fæddist hér þann 15. ágúst árið 1769, aðeins nokkrum mánuðum eftir að Frakkar náðu yfirráðum á eyjunni sem hafði verið undir stjórn Genóamanna í meira en fjögur hundruð ár.Og það fer ekkert á milli mála að Korsíka tilheyrir Frakklandi. Á það jafnt við um matseðla veitingastaðanna, fagurlega skreytta búðargluggana og úrvalið í snyrtivöruverslununum sem kæmi jafnvel hörðustu bjútíbloggurum í ham. Ítölsku áhrifin skína samt sem áður enn í gegn hér og þar, eins og í götunöfnum og matseld heimamanna þar sem krydd eru ríkulega notuð og svínakjöt er eitt aðalhráefnið. Gott er þó að hafa í huga að verðlagningin er ekki ólík því sem gerist heima á Íslandi og því kannski ágætt að skipuleggja stórinnkaupin á öðrum viðkomustöðum.

barcelona_3.jpg         

Þriðjudagur 17. September Barcelóna, Spáni
Barcelona á norðaustanverðum Spáni, um 145 km sunnan landamæra Spánar og Frakklands.  Gestir þyrpast til borgarinnar frá öllum heimshornum til að njóta sérstöðu hennar, menningar og fegurðar. Þegar H.C. Andersen kom til Barcelona árið 1862 lét hann svo um mælt að borgin væri „París Spánar“. Það geta margir tekið undir. Borgin er mikils háttar menningarsetur með heillandi sögu. Þar er alls staðar að finna góða veitingastaði, sjarmerandi kaffihús, minjasöfn og merkar byggingar auk stórkostlegra dæma um skreyti- og byggingarlist í módernískum og „art nouveau“-stíl 

celebrity_constellation_balcony.jpg         

Miðvikudagur 18.september Á siglingu
Nú er siglt út úr Miðjarðarhafinu í gegn um Gíbraltarsundið og út á Atlantshafið til Lissabon. 


lissabon_lisbon.jpg

Fimmtudagur 19.september Lissabon, Portúgal 
Sagt er að besta leiðin til að kynnast borginni sé að villast í gamla borgarhlutanum. Dásamlegt er að rölta um hin þröngu steinlögðu stræti. Ekki er verra að detta inn á Art Noveau kaffihúsin við Rossio og Praca do Commercio eða önnur þjóðsöguleg kaffihús og horfa í kring um sig á mannlífið. Skoða forna listmuni og nútímalist á söfnum á borð við Gulbenkian safnið, Nútímalistasafnið, Berardo hönnunarsafnið og öðrum víðfrægum söfnum. Hér úir og grúir af menningu, vilji maður það við hafa. Hér eru líka allskonar verslanir út um allt, verslunarmiðstöðvar og ótrúlegir flóamarkaðir og sérbúðir í bland við hátískuna.
Að nálgast Lissabon af hafi, eða sunnan yfir "25. apríl brúna" og upplifa hvernig borgin breiðir út faðminn móti komumanni, er mynd sem enginn getur gleymt sem upplifað hefur. Þá skilur maður gælunafnið sem hún fékk á öldinni sem leið - Hvíta perlan í suðri.
Íslenskir salt- og saltfisk- kaupmenn, sem þangað sóttu voru líka metnir sem þjóðhöfðingjar - mennirnir frá eyjunni norðlægu, þaðan sem besti saltfiskurinn kom - saltfiskurinn sem skyldi verða jólamáltíðin. Gilti þá einu hvað einvaldurinn og harðstjórinn Antonio de Oliveira Salazar lagði á þjóð sína af klöfum og harðræði.
Hann ákvað að "Bacalao Islandia" skyldi verða á borðum ríkra og fátækra á jólum.

celebrity_constellation_aftdeck.jpg         

Föstudagur 20. og laugardagur 21. september Á siglingu
Síðasta dagsins er notið á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.

Sunnudagur 22.september  Southampton – London – Keflavík
Celebrity Silhouette leggst við bryggju í Southmapton kl 06:00 að morgni. Eftir morgunverð er tékkað út og ekið til London þar sem flogið er heim til Íslands kl. 13:05 og áætluð lending kl. 15:10.

 

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef LHR

  3 klst.

  Hádegisflug

 • Gjaldmiðill

  £

  Pund

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun