Miðjarðarhafið og Jerúsalem

Saga, sól og sigling

Uppselt

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlega hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is eða hringja í síma 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Sigling Miðjarðarhafið og Jerúsalem

Celebrity Constellation
3. - 19. október 2018
Fararstjóri: Sr. Þórhallur Heimisson

Fundur með farþegum og afhending ferðagagna er hjá skrifstofu VITA
mánudaginn 3.september kl. 17:30.

Róm, Ítalíu – Krít, Grikklandi, Jerúsalem og Haifa, Ísrael – Mykonos og Aþena, Grikklandi – Napolí og Róm, Ítalíu

Flogið er til Rómar með millilendingu í London. Dvalið í Róm í 3 nætur og farnar skoðunarferðir í Péturskirkjuna, Vatikan safnið, Colosseum og um Forum Romanum. Siglt um Miðjarðarhafið til Chania á grísku eyjunni Krít. Eftir dag á siglingu er komið til Ísrael þar sem við fáum þrjá heila daga.
Nú liggur leiðin til hinnar dásamlegu grísku eyju Mykonos og þaðan er siglt til hinnar sögufrægu Aþenu. Síðasti áfangastaður ferðarinnar er ítalska borgin Napolí og þaðan er siglt er til baka til Rómar þar sem við yfirgefum skipið og fljúgum heim með millilendingu í Kaupmannahöfn.

Celebrity Constellation


celebrity_constellation_sigling

Celebrity Constellation er í „Millennium" flokki hjá Celebrity Cruises. Þetta er annar hæsti klassi skipafélagsins. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Aðbúnaður og herbergi bera vott um gæði og glæsileika. Skipið er 91.000 lestir, tæplega 300 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Það hefur fengið reglubundið viðhald síðan það fór jómfrúarferðina árið 2002. 
Heilsulindin er með nuddpottum, gufu, sauna, persnenskum garði og sólarium með glerþaki. Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Á efsta þilfarinu er skokkbrautin, þar sem hægt er að ganga eða hlupa hringinn um skipið. Hitabeltisgarður er í útsýnisturninum. "The Conservatory" og á sólarþilfarinu er sundlaug, sólbekkir og barir. Aðal veitingasalur skipsins heitir Metropolian og er á tveimur hæðum. Einnig er hægt að bóka borð á spariveitingastaðnum SS United States Restaurant við sérstök tækifæri. Greiða þarf 30 dollara þjónustugjald þar. Barir eru víða um skipið, einn er sérhæfður í kampavíni, annar í martini. Þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í flottu 4ra hæða leikhúsi. Hér er fyrsta flokks þjónusta og ótal afþreyingarmöguleikar sem gera siglingu með Celebrity Constellation ógleymanlega.

Flugáætlun:
 

Flugnr. Dags Brottför Kl. Áfangastaður Lending
BA801  3. október Keflavík 10:30 London/Heathrow 14:45
BA558  3. október London/Heathrow 18:35 Róm 22:10
SK 682 19. október Róm 14:30 Kaupmannahöfn 17:05
FI 213 19. október Kaupmannahöfn 19:45 Keflavík 20:55

Siglingaleið:

Dagur Höfn Koma Brottför
7. október Róm (Civitavecchia), Ítalíu    17:00
8. október Á siglingu    
9. október Chania (Souda), Krít 12:00 19:00
10. október Á siglingu    
11. október Jerúsalem (Ashdod), Ísrael 07:00  
12. október Jerúsalem (Ashdod), Ísrael   22.00
13. október Haifa, Ísrael 07:00 18:00
14. október Á siglingu    
15. október Mykonos, Grikklandi 07:00  18:00
16. október Aþena, (Piraeus), Grikklandi 06:00  18:00
17. október Á siglingu    
18. október Napolí, Ítalía 07:00 18:00
19. október Komið til hafnar í Róm   05:00  

Ferðatilhögun

Miðvikudagur 3. október.  Keflavík - London - Róm
Ferðin hefst með flugi British Airways til London kl. 10:30 og þaðan til Rómar. Lent kl. 22:10 og ekið á hótel Ariston, sem er gott og vel staðsett 4ra stjörnu hótel.
Rómarborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgarinnar í gegnum aldirnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturskirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómartorgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg. Hér skópu frægustu meistarar endurreisnarinnar og barrokktímans sín fegurstu verk sem gera borgina að risavöxnu listasafni. Róm er líka borg hinna glæsilegu gosbrunna og er Trevíbrunnurinn líklega þekktastur eftir að Fellini notaði hann í atriði í mynd sinni Hið ljúfa líf, La Dolce Vita.  Róm er líka ein af háborgum tískunnar og engir eru Ítölum fremri þegar kemur að hönnun og tísku. Það er gaman að versla í Róm, hvort sem er í verslunum heimsfrægra hönnuða, eða í freistandi sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á hinum líflega flóamarkaði, Porta Portese.


rom.jpg

Fimmtudagur 4. október - Róm
Skoðunarferð:
Vatikanið, Sixtínska Kapellan og Péturskirkjan.
Við hefjum ferðina á því að skoða Vatíkansafnið sem hýsir stórkostlegustu verk klassíska tímans og endurreisnarinnar. Úr Vatíkansafninu er gengið í Sixtínsku kapelluna þar sem margrómuð verk endurreisnarinnar prýða veggina. Stórkostlegastar af þeim öllum eru loftmynd Michelangelos af sköpun heimsins og mynd hans af dómsdegi á gaflinum fyrir ofan altari páfa. Að skoða þessi verk er vart með orðum lýst. Þaðan er gengið í eina stærstu og fegurstu kirkju kristninnar, Péturskirkjuna, sem er helgasta kirkjan í kaþólskum sið og reist yfir gröf Péturs postula. Förum síðan með rútunni að torginu Piazza Navona, en þar er upplagt að borða hádegisverð. Eftir það er frjáls tími til að njóta miðborgarinnar og allir fara heim á hótel þegar þeim hentar.

Brottför kl. 8:30
Lengd ferðar: U.þ.b. 4 klst.
Verð: Þessi ferð er innifalin


rome_italy_4.jpg

Föstudagur 5. október - Róm
Skoðunarferð:
Hálfs dags ferð að skoða Kólosseum og   Forum Romanum.
Ekið er að voldugasta hringleikhúsi heims, Kólosseum. Það er í senn tákn borgarinnar en einnig þess tíma þegar þrælar og kristnir menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu meðan æstur múgurinn hrópaði á meira blóð. Bygging Kólosseum hófst rúmlega 70 e. kr. en talið er að féð til byggingarinnar hafi komið úr ránsfeng úr musteri gyðinga í Jerúsalem. Þegar mannvirkið er skoðað undrast maður tækni og listfengi Rómverja fyrir tvö þúsund árum. Frá Kólosseum er gengið út á gamla rómverska torgið, Forum Romanum, þar sem fornminjarnar eru skoðaðar, en þetta er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan er gengið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Ekið til baka á hótelið, en þeir sem vilja geta verið eftir í bænum og farið heim á eigin vegum.

Brottför kl. 10:00
Lengd ferðar: U.þ.b. 4 klst.
Verð: Þessi ferð er innifalin


rome1.jpg

Laugardagur 6. október - Róm
Gönguferð með fararstjóra um sögustaði í miðborginni.

Brottför kl. 10:00
Lengd ferðar: U.þ.b. 3 klst.
Verð: Þessi ferð er innifalin


rome_italy_9.jpg

Sunnudagur 7. október - Ekið frá Róm til Citiavecchia
Eftir morgunverð er tékkað útaf hótelinu og ekið til bæjarins Citiavecchia og tekur aksturinn liðlega eina klukkustund. Komum að höfninni um kl.13:00 og þar bíður skemmtiferðaskipið Celebrity Constellation okkar. Innritun fer fram við skipshlið og gengið eru um borð þar sem ljúffengur hádegisverður er til reiðu. Brottför frá hóteli kl. 11:00. 


celebrity_constellation_millenium_class.jpg

Mánudagur 8.október – Dagur á siglingu
Fararstjóri fer með hópinn í kynnisferð um skipið. Endilega læra sem first hvar er hægt að borða og drekka og dansa – og slappa af – og hvað er í búðunum, hvar er spilavítið o.s.frv. o.s.frv.


celebrity_constellation_gellateria.jpg

Þriðjudagur 9. október.  Chania, Krít
Gríska eyjan Krít er eyja, full af sögu og sögnum, böðuð sólskini og um allt eru lítil þorp, rómantískir griðastaðir og fullkomnir staðir til að njóta lífsins.  Saga Krítar er einnig auðugri en margra nágranna hennar og nær 4.000 ár aftur í tímann. Skipið leggst að bryggju í Souda sem er 7km frá Chania.


krit_souda_crete.jpg

Miðvikudagur 10. október - Dagur á siglingu
Njótið þess að slaka á og upplifa magnað útsýni. Innandyra er hægt að fara á kaffihús, panta meðferð í heilsulindinni (gegn vægu gjaldi), fara á námskeið eða sýningu. 


celebrity_constellation_cafe_al_bacio_.jpg

Fimmtudagur  11. október og föstudagur  12. október.  Landið helga, Jerúsalem
Saga Jerúsalem borgarinnar nær aftur í gráa forneskju. Hún var upphaflega reist fyrir þúsundum ára af þjóðum sem enginn kann skil á í dag. Milljónir pílagríma hafa lagt allt undir í tímans rás til að sækja Jerúsalem heim, eina helgustu borg þriggja heimstrúarbragða, gyðingdóms, kristni og íslam. Hjarta Jerúsalem er gamla borgin innan múranna, sem skiptist í borgarhverfi gyðinga, armena, kristinna og múslíma. Þar má finna Grátmúrinn, Grafarkirkjuna, Via Dolarosa og Al Aqsa moskuna á Musterishæðinni auk margra annarra helgistaða. Um leið er Jerúsalem tákn vonar og friðar og betri heims, tákn sem sameinar mannkyn um æðri gildi. Hér má finna stórkostleg söfn, sýnagógur, kirkjur, moskur og aðrar frægar byggingar fortíðarinnar. En hér knýr líka nútíminn dyra með nýlistasöfnum, tónlist, mörkuðum og spennandi matargerðarlist. Að sækja Jerúsalem heim er einstök upplifun!


holy_land_israel_5.jpg

Laugardagur 13. október.  Landið helga, Haifa
Við höfnina í Haifa iðar allt af lífi, þar er miðstöð verslunar og viðskipta og þangað leita jafnt innfæddir sem forvitnir ferðamenn. En Haifa er ekki bara hafnarborg. Hún er ein af fallegri borgum Mið-Austurlanda, byggðin teygir sig upp með hlíðum Karmelfjallgarðsins og útsýnið af toppi hans í 546 metra hæð er hrífandi, sérstaklega frá Bahá'í-görðunum. Víða gefur að líta minjar frá því að Tyrkir réðu ríkjum í borginni. Einnig er þar að finna margar áhugaverðar byggingar í Bauhaus-stíl frá fyrri hluta 20. aldar þegar hún laut stjórn Breta.  Það voru einmitt Bretar sem ætluðu að gera Haifa að stærstu hafnarborg og mikilvægustu samgöngumiðstöð fyrir botni Miðjarðarhafs. Í dag búa gyðingar, kristnir og múslimar saman að mestu í friði og spekt í Haifa og státa borgaryfirvöld sig af því að þar þrífist fyrirmyndarsamfélag araba og gyðinga.


haifa_israel_6.jpg

Sunnudagur  14.október – Dagur á siglingu
Áfram er notið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


celebrity_constellation2.jpg

Mánudagur 15. október.  Mykonos, Grikklandi
Mykonos er ómótstæðileg og ein frægasta gríska eyjan. Hvít hús, dimmblátt hafið, þröngar götur og frábærar strendur. Á Mykonos er sagt að guðinn Apollo hafi fæðst.
Þórhallur fararstjóri fer í gönguferð með hópinn og mælt með að fólk smakki á grískum drykkjum.


Hiro_Greece_Mykonos_Grikkland_sigling_2.jpg

Þriðjudagur 16. október.  Aþena (Piraeus), Grikkland
Aþena höfuðborg Grikklands er borg andstæðnanna. Annars vegar er borgin vestræn nútímaborg, en hins vegar minnir hún á lítið þorp þar sem mjóar götur og aldagömul hús keppast við að ná athygli vegfarandans. Saga borgarinnar nær aftur um þúsundir ára, eins og hin fögru hof á Akrópólishæð bera vitni um, en fallegar nýklassískar byggingar frá 19. öld eru einnig áberandi. Helst er að nefna gömlu konungshöllina, fornminjasafnið, háskólabyggingarnar og Zappeion sýningarhöllina. Ekki má gleyma marmaraleikvangnum, Kallimarmaro, sem reistur var fyrir fyrstu Ólympíuleika nútímans. Elsta hverfið í Aþenu liggur í hæðinni fyrir neðan Akrópólis og ber heitið Plaka. Þar er alltaf mikið líf jafnt á nóttu sem degi nýtískulegum eða hefðbundnum kaffihúsum, börum og veitingastöðum. Grísk hönnun og minjagripir eru áberandi í verslunum í gamla bænum og þar ættu allir að geta nælt sér í eitthvað sem hjartað girnist.


athena_grikkland_9.jpg

Miðvikudagur 17. október – Dagur á siglingu
Síðasti dagurinn í siglingunni. Njótið þess að vera um borð í þessu glæsilega skipi, mikið um að vera á síðasta degi. Hvort sem er á sundlaugardekkinu þar sem iðar allt af lífi og lifandi músik. Innandyra er einnig mikið um að vera bæði útsölur á varningi á verslunarganginum svo eitthvað sé nefnt.


celebrity_constellation_aftdeck.jpg

Fimmtudagur 18.október   Napólí
Napolí er fræg hafnarborg og er þriðja stærsta borgin á Ítalíu.  Í miðborginni má sjá gamlan arkitektúr, þar á meðal 13. aldar virki Castel Nuovo, Piazza della Borsa og Piazza Plebiscito.  Borgin hefur að geyma margar mjög fallegar byggingar, bæði frá tímum Grikkja og Rómverja og er þétt byggð og litrík.  Napolí er þekkt fyrir einstaka matarmenningu sem spannar þá helst pizzur, pasta, sjávarfang og einstaklega gott kaffi.  Frá Napolí sést bæði eyjan Capri og eldfjallið fræga Vesúvíus. Það tekur innan við eina klukkustund að aka að hinni fornu borg Pompeii sem fór undir ösku úr fjallinu árið 79 fyrir Krist.


napoli_italy_9.jpg

Föstudagur 19.október 
Rúta bíður við skipshlið og ekið á flugvöllinn, en áætluð brottför er kl. 14:30.  Flogið er með SAS til Kaupmannahafnar og áætluð lending í Keflavík kl. 20:55.

Sjá nánari ferðalýsingu

Uppselt

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlega hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is eða hringja í síma 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél FCO

  6

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði