fbpx Miðjarðarhafið og Jerúsalem | Vita

Miðjarðarhafið og Jerúsalem

Saga, sól og sigling

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Sigling Miðjarðarhafið og Jerúsalem

Celebrity Apex

Fararstjóri: Sr. Þórhallur Heimisson

Róm, Ítalíu, Olympía (Katakolon) og Aþena, Grikklandi - Ephesus, Tyrklandi - Haifa og Jerúsalem, Ísrael – Limasol, Kýpur -  Róm, Ítalíu

Stutt ferðalýsing
Flogið er til Rómar með millilendingu. Dvalið í Róm í 3 nætur og farnar skoðunarferðir í Péturskirkjuna, Vatikan safnið, Colosseum og um Forum Romanum. Siglt um Miðjarðarhafið til Grikklands og komið til Katakolon og Aþenu. Eftir það er siglt til Ephesus í Tyrklandi. Eftir dag á siglingu er komið til Ísrael þar sem við fáum þrjá heila daga.
Nú liggur leiðin til Límasól á Kýpur og þaðan er siglt til baka til Rómar þar sem við yfirgefum skipið, og flogið beint heim á leið með millilendingu í Amsterdam.

Celebrity Apex


celebrity_edge_rooftopgarden_2.jpg

Celebrity Apex er annað í nýjum Edge-flokki skipafélagsins og fór í jómfrúarferð sína 2020. Þetta nýja skip mun breyta því hvernig við ímyndum okkur siglingar með farþegaskipum, meðal annars með nýju úrvali klefa sem standa gestum til boða.
Með Celebrity Apex eru mörkuð tímamót í því hvernig við nálgumst skipahönnun. Hvert einasta skref við hönnunina, frá fyrstu skissum upp í sýndarveruleika, var unnið í þrívídd. Hönnunin á skipinu er í algjörum sérklassa og á það bæði við um tveggja hæða klefana með sundlaugum á Edge-farrýminu þar sem útsýnið er ótakmarkað, og Töfrateppið (Magic Carpet) sem líkt og hangir utan á skipinu. Gestum býðst með þessu áður óþekkt upplifun af nálægðinni við hafið og viðkomustaðina og á það jafnt við um Edge-klefana með Infinite-veröndum og sundlaugaþilfarið þar sem útsýnið yfir hafið og viðkomustaðina er engu líkt.

Flugáætlun:

Flugnr. Dags Brottför Kl. Áfangastaður Lending
FI 506 14. október Keflavík 07:50 Amsterdam 13:05
KL1603 14. október Amsterdam 14:25 Róm 16:35
KL 159 29. október Róm 10:20 Amsterdam 12:55
FI 507 29. október Amsterdam 14:15 Keflavík 15:30

Siglingaleið:

Dagur Höfn Koma Brottför
17. október Róm (Civitavecchia), Ítalíu    17:00
18. október Á siglingu    
19.október  Olympía (Katakolon), Grikklandi 07:00 15:00
20. október Aþena, Grikklandi  06:00 18:00
21. október Ephesus, Tyrklandi  07:00 17:30
22. október Á siglingu    
23. október Haifa, Ísrael 06:00 19:00
24. október Jerúsalem (Ashdod), Ísrael 07:00  
25. október Jerúsalem (Ashdod), Ísrael   19:00
26.október Límasól, Kýpur 07:00 15:00
27. október Á siglingu    
28.október Á siglingu    
29. október Komið til hafnar í Róm   05:00  

Ferðatilhögun

Föstudagur 14. október.  Keflavík - Róm
Ferðin hefst með flugi Icelandair til Amsterdam kl. 07:40 og þaðan til Rómar. Lent kl. 16:35 og ekið á The Hive hotel , sem er gott og vel staðsett 4ra stjörnu hótel.
Rómarborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgarinnar í gegnum aldirnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturskirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómartorgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg. Hér skópu frægustu meistarar endurreisnarinnar og barrokktímans sín fegurstu verk sem gera borgina að risavöxnu listasafni. Róm er líka borg hinna glæsilegu gosbrunna og er Trevíbrunnurinn líklega þekktastur eftir að Fellini notaði hann í atriði í mynd sinni Hið ljúfa líf, La Dolce Vita. Róm er líka ein af háborgum tískunnar og engir eru Ítölum fremri þegar kemur að hönnun og tísku. Það er gaman að versla í Róm, hvort sem er í verslunum heimsfrægra hönnuða, eða í freistandi sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á hinum líflega flóamarkaði, Porta Portese.


rom_vita.jpg

Laugardagur 15. október.  Róm
Skoðunarferð:
Vatikanið, Sixtínska Kapellan og Péturskirkjan.
Við hefjum ferðina á því að skoða Vatíkansafnið sem hýsir stórkostlegustu verk klassíska tímans og endurreisnarinnar. Úr Vatíkansafninu er gengið í Sixtínsku kapelluna þar sem margrómuð verk endurreisnarinnar prýða veggina. Stórkostlegastar af þeim öllum eru loftmynd Michelangelos af sköpun heimsins og mynd hans af dómsdegi á gaflinum fyrir ofan altari páfa. Að skoða þessi verk er vart með orðum lýst. Þaðan er gengið í eina stærstu og fegurstu kirkju kristninnar, Péturskirkjuna, sem er helgasta kirkjan í kaþólskum sið og reist yfir gröf Péturs postula. Förum síðan með rútunni að torginu Piazza Navona, en þar er upplagt að borða hádegisverð. Eftir það er frjáls tími til að njóta miðborgarinnar og allir fara heim á hótel þegar þeim hentar.

Brottför kl. 09:30
Lengd ferðar: U.þ.b. 4 klst.
Verð: Þessi ferð er innifalin


rome_italy_4.jpg

Sunnudagur 16. október.  Róm
Skoðunarferð:
Hálfs dags ferð að skoða Kólosseum og Forum Romanum.
Ekið er að voldugasta hringleikhúsi heims, Kólosseum. Það er í senn tákn borgarinnar en einnig þess tíma þegar þrælar og kristnir menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu meðan æstur múgurinn hrópaði á meira blóð. Bygging Kólosseum hófst rúmlega 70 e. kr. en talið er að féð til byggingarinnar hafi komið úr ránsfeng úr musteri gyðinga í Jerúsalem. Þegar mannvirkið er skoðað undrast maður tækni og listfengi Rómverja fyrir tvö þúsund árum. Frá Kólosseum er gengið út á gamla rómverska torgið, Forum Romanum, þar sem fornminjarnar eru skoðaðar, en þetta er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan er gengið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Ekið til baka á hótelið, en þeir sem vilja geta verið eftir í bænum og farið heim á eigin vegum.

Brottför kl. 9:00
Lengd ferðar: U.þ.b. 4 klst.
Verð: Þessi ferð er innifalin


rome_italy_8.jpg

Mánudagur 17. október . Ekið frá Róm til Civitavecchia
Eftir morgunverð er tékkað útaf hótelinu og ekið til bæjarins Civitavecchia og tekur aksturinn liðlega eina klukkustund. Komum að höfninni um kl.12:00 og þar bíður skemmtiferðaskipið okkar Celebrity Apex . Innritun fer fram við skipshlið og gengið eru um borð þar sem ljúffengur hádegisverður er til reiðu. Brottför frá hóteli kl. 10:00. 


celebrity_reflection_7.jpg

Þriðjudagur 18.október. Dagur á siglingu
Fararstjóri fer með hópinn í kynnisferð um skipið. Endilega læra sem fyrst hvar er hægt að borða og drekka og dansa – og slappa af – og hvað er í búðunum, hvar spilavítið er o.s.frv.


grikkland_katakolon_sigling_.jpg

Miðvikudagur 19. október. Olympía (Katakolon), Grikklandi 
Hvort sem þú hefur áhuga á íþróttum, sögu, list eða nýtur þess að ganga um og njóta við sjóinn er hin notarlega Katakolon á Grikklandi. Katakolon er skammt frá hinni fornu Olympiu, þar sem Ólympíuleikarnir eiga uppruna sinn.
Hægt er að gera eins og heimamenn og finna sér sæti í bænum niður við höfnina og fá sér kaffi eða kaldan drykk og njóta.


athena_grikkland_9.jpg

Fimmtudagur 20. október. Aþena, Grikklandi
Piraeus er hafnarborg Aþenu, stærsta hafnarborg Grikklands og ein mikilvægasta höfn Miðjarðarhafsins. Kastella hæðin með sínu mikla og fallega útsýni er í göngufæri frá skipslæginu og í borginni er merkilegt fornminjasafn, Mikrolimano, þar sem hægt er að setjast niður við fiskiréttahlaðborð fyrir eða eftir ferð um safnið.  Frá skipinu bjóðast einnig skipulagðar ferðir inn til Aþenu, þar sem Akropolis og aðrar stórbrotnar minjar bíða okkar.


ephesus_2.jpg

Föstudagur 21. október. Efesus, Tyrklandi
Kusadasi er fallegur strandbær á vesturströnd Tyrklands. Þaðan er leiðin greið til hinnar fornu borgar Efesus, sem byggðist á elleftu öld fyrir Krist. Seinna gerðu Rómverjar borgina ódauðlega. Í dag er Efesus ein merkasta forna borg í heimi þar sem rómverskum byggingum hefur verið haldið við og þar endurbyggðar í sinni upprunalegu mynd. Skammt frá Efesus er einnig kapella kennd við hina Heilögu Guðsmóður.


celebrity_reflection_5.jpg

Laugardagur 22. október. Dagur á siglingu
Áfram er notið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


haifa_israel_4.jpg

Sunnudagur 23. október. Haifa, Ísrael
Við höfnina í Haifa iðar allt af lífi, þar er miðstöð verslunar og viðskipta og þangað leita jafnt innfæddir sem forvitnir ferðamenn. En Haifa er ekki bara hafnarborg. Hún er ein af fallegri borgum Mið-Austurlanda, byggðin teygir sig upp með hlíðum Karmelfjallgarðsins og útsýnið af toppi hans í 546 metra hæð er hrífandi, sérstaklega frá Bahá'í-görðunum. Víða gefur að líta minjar frá því að Tyrkir réðu ríkjum í borginni. Einnig er þar að finna margar áhugaverðar byggingar í Bauhaus-stíl frá fyrri hluta 20. aldar þegar hún laut stjórn Breta. Það voru einmitt Bretar sem ætluðu að gera Haifa að stærstu hafnarborg og mikilvægustu samgöngumiðstöð fyrir botni Miðjarðarhafs. Í dag búa gyðingar, kristnir og múslimar saman að mestu í friði og spekt í Haifa og státa borgaryfirvöld sig af því að þar þrífist fyrirmyndarsamfélag araba og gyðinga.


holy_land_israel_15.jpg

Mánudagur 24. og þriðjudagur 25. október. Jerúsalem, Ísrael
Saga Jerúsalem borgarinnar nær aftur í gráa forneskju. Hún var upphaflega reist fyrir þúsundum ára af þjóðum sem enginn kann skil á í dag. Milljónir pílagríma hafa lagt allt undir í tímans rás til að sækja Jerúsalem heim, eina helgustu borg þriggja heimstrúarbragða, gyðingdóms, kristni og íslam. Hjarta Jerúsalem er gamla borgin innan múranna, sem skiptist í borgarhverfi gyðinga, armena, kristinna og múslíma. Þar má finna Grátmúrinn, Grafarkirkjuna, Via Dolarosa og Al Aqsa moskuna á Musterishæðinni auk margra annarra helgistaða. Um leið er Jerúsalem tákn vonar og friðar og betri heims, tákn sem sameinar mannkyn um æðri gildi. Hér má finna stórkostleg söfn, sýnagógur, kirkjur, moskur og aðrar frægar byggingar fortíðarinnar. En hér knýr líka nútíminn dyra með nýlistasöfnum, tónlist, mörkuðum og spennandi matargerðarlist. Að sækja Jerúsalem heim er einstök upplifun!


limassol_cyprus_2.jpg

Miðvikudagur 26. október. Límasól, Kýpur
Kýpur er eyja sem er staðsett í Miðjarðarhafinu á milli Tyrklands og Egyptalands. Staðsetningin gerir það að verkum að á Kýpur er áhugaverð menning sem er innblásin af nálægum þjóðum en viðheldur einnig sjálfsmynd sem er mjög sérstök.
Á siglingu inn til Límassol er gaman að njóta töfrandi útsýnisins frá skipinu áður en stigið er á land. Skemmtilegt er að nota daginn í að skoða miðalda kastala og forn leikhús eða heimsækja nærliggjandi þorp og aka um sveitirnar.


celebrity_reflection_9.jpg

Fimmtudagur 27. og föstudagur 28. október. Dagar á siglingu
Tveir síðustu dagarnir fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi,  allt sem ekki hefur verið gert en þú ert allaf að hugsa um að skella þér í. Hvort sem það er dekur í spainu eða eitthvert skemmtilegt námskeið eða fyrirlestur. Síðan eru tilboð í verslununum, sérstaklega síðustu dagana í siglingunni. 


celebrity_reflection_2.jpg

Laugardagur 29. október Civitavecchia og heimferð 
Rúta bíður við skipshlið og ekið  af stað út á flugvöll. Flug með KLM til Amsterdam kl. 10:20 og síðan áfram með Icelandair til Keflavíkur. Áætluð lending í Kelfavík kl. 15:30

Lesa meira
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef FCO

  6

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun