fbpx Minneapolis - Verslunarferðir | Vita

Minneapolis - Verslunarferðir

Mall of America

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Jólainnkaupin í Mall of America

Beint flug með Icelandair
- tvær töskur innifaldar-

13. - 18.nóvember 
15. - 18.nóvember 
22. -  25.nóvember 
27.nóvember  - 2.desember 

Minnesota býður upp á fjölbreytta afþreyingarmöguleika sem skemmtilegt er að kanna í fríinu. Þar ættu því flestir að finna sér eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er innanhúss eða utanhúss. Fyrir þá sem vilja njóta útiveru er tilvalið að skella sér á góðan golfvöll en þarna má líka finna suma af bestu hjólastígum landsins. Fyrir innipúkana eru frábær söfn af ýmsu tagi og hægt að skella sér á leiksýningar. Fjölmargar ölstofur, brugghús og barir eru á svæðinu en hægt er að bóka heimsóknir og smökkun þar. Að lokum er verslun alltaf nálægt en hin gríðarstóra verslunarmiðstöð, Mall of America, er eitt af helstu kennileitum borgarinnar.  

Verslun

Í Minnesota er svo sannarlega gaman að versla og það er hægt að gera víða og með fjölbreyttum hætti. Fyrsta verslunarmiðstöð Bandaríkjanna var stofnuð í borginni og er þar enn. Ein helsta lágvöruverslun landsins, Target, var einnig stofnuð í Minneapolis árið 1962 og Mall of America er stærsta innanhússverslunarmiðstöð í Bandaríkjunum. Einnig eru þar nokkrar útiverslunarmiðstöðvar, fornminjabúðir, heillandi litlar verslanir og skemmtileg verslunarhverfi, t.d. Nicollet Mall í miðbæ Minneapolis og Grand Avenue í höfuðborg fylkisins, St. Paul.

Mall of America

Allt frá tísku til matvöru, frá tækni til leikfanga – í Mall of America finnur þú það sem þú leitar að og meira til. Ef þú þarft að finna eitthvað getur þú flett því upp eða fengið aðstoð allan sólarhringinn.

Mall of America er stærsti verslunar- og skemmtiáfangastaður landsins með yfir 520 búðir, 60 veitingastaði og stærsta innanhússævintýragarð landsins Nickelodeon Universe. Einnig eru þar SEA LIFE Minnesota Aquarium, The LEGO store, American Girl Store, FlyOver America, Crayola Experience, SMAAASH - America's Adrenalin Arena, The Escape Game og Moose Mountain Adventure Golf + Black Light Mini Golf en allt eru þetta spennandi valkostir fyrir gesti sem vilja skemmta sér vel. Verslunin er engu lík og þess má geta að engir söluskattar eru á fötum og skóm!

Mall of America er staðsett í Bloomington, MN, aðeins í um 15 mínútna fjarlægð frá miðbæ Minneapolis og St. Paul og nokkrum mínútum frá flugvellinum. Metro Blue Line lestin fer á milli þessara staða og mjög einfalt er að taka hana eða hoppa upp í næstu skutlu en næstum öll 50 hótelin sem eru í Bloomington bjóða upp á þá þjónustu.

Mall of America heldur meira en 400 fría viðburði á ári, en dæmi um viðburði geta verið heimsóknir frá frægum einstaklingum, áritanir á bókum, tónlistarviðburðir og fleira. Best er að skoða heimasíðu Mall of America eða hringja til að fylgjast með dagskránni, fá upplýsingar um verslanir eða ferðaáætlanir.

Opnunartímar veitingahúsa og skemmtigarða eru mismunandi. Gott er að skoða vefsíðuna til að fylgjast með breytingum á opnunartíma milli árstíða og yfir hátíðir.

Á þriðjudögum er tilvalið að taka krakkana með og fara í Toddler Tuesdays sem eru skemmtimorgnar fyrir börn. Í Toddler Tuesdays er boðið upp á viðburði, fría skemmtun og afslætti sem sérstaklega er miðað að börnum. Viðburðir eru til dæmis heimsóknir frá ýmsum persónum, lista- eða föndursmiðjur, sögustund og margt fleira! Viðburðir eru alla þriðjudaga frá 10 á morgnana til hádegis, þeir eru fríir og opnir öllum. Um er að ræða CAC vottaða miðstöð þar sem starfsfólk hefur kynnt sér einhverfu

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef FF

  5

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  USD

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Kortasýn

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun