Nýja Sjáland og Singapúr

Töfrandi og spennandi

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Upplifðu Nýja Sjáland á einstakan hátt!

1. - 27. nóvember
Fararstjórn: Sue Marie Olafsson

Nýja Sjáland er land töfrandi og fjölbreyttrar náttúru. Þar eru hrikalegt fjöll, grasi grónar sléttur, djúpir firðir, straumharðar ár, fallegar strendur og virk eldfjöll. Dýralífið er líka sérstakt með einstökum fuglategundum eins og fuglinn kiwi sem býr eingöngu á Nýja Sjálandi og Nýsjálendingar kalla sig gjarnan „Kiwis“.

Māori menningin gegnir mikilvægu hlutverki í daglegu lífi og gefur gestum landsins tækifæri til að skilja og upplifa bæði sögu landsins.

Við heyrum gjarnan að Nýja Sjáland og Ísland eigi mikið sameiginlegt, enda báðar eyjaþjóðir með stórbrotna náttúru - en er það raunverulega svo? Nú gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast landi og þjóð að hætti Nýsjálendings, en fararstjóri ferðarinnar Susanne er frá Nýja sjálandi en hefur búið á Íslandi sl. 20 ár.

Upplifðu samsuðu tveggja menningarheima, eldfjalla, jökla, strandlengja og skóga. Við ferðumst víðs vegar um landið yfir eyjarnar tvær, til þess að fá beint í æð þá fjölbreyttu náttúru sem er á Nýja Sjálandi.  Þess er gætt að nægur tími gefist á hverjum stað til að staldra við og njóta. Veðurfarið er dásamlegt og Nýsjálendingarnir vingjarnlegir með húmorinn ofar öllu. 

Flugtafla

  Útflug   Brottför     Koma
1. nóvember FI454 Keflavík 16:30 London Heathrow 1. nóvember 19:30
1. nóvember SQ321 London Heathrow 22:05 Singapúr 2. nóvember  19:00
4. nóvember SQ281 Singapúr 8:45 Auckland 4. nóvember 23:35
25. nóvember SQ298 Christchurch 12:00 Singapúr 25. nóvember 17:40
27. nóvember SQ318 Singapúr 12:50 London Heathrow 27. nóvember 19:00
27. nóvember FI455 London Heathrow 20:30 Keflavík 27. nóvember 23:40

Ferðatilhögun

Fimmtudagur 1.nóvember og föstudagur 2.nóvember.
Lagt af stað frá Íslandi síðdegis 1.nóvember og áætluð lending í Singapúr er kl. 19:00 næsta dag.
Ekið á hótel Grand Copthorne Waterfront þar sem við gistum í tvær nætur.


grand_copthorne_night_r.jpg

Singapúr
Singapúr er lítið land nánartiltekið lítil eyja í Suðaustur-Asíu þar sem yfir 5 milljónir manns búa. Fjögur opinber tungumál eru töluð þ.e. enska, kínverska, malay og tamíl. Flestir íbúar eru búddisma trúar en einnig tíðkast líka kristintrú, Islam og hindúatrú. Eftir að landið fékk sjálfstæði hafa breytingarnar orðið gríðarlegar. Á aðeins 150 árum hefur heimsborgin Singapúr orðið ein mesta hafnarviðskiptaborg heims og þekkt fyrir umskipanir. Borgin er leiðandi á ýmsum sviðum til að mynda er hún ein af fjórum leiðandi borgum heims á sviði fjármála, næst stærsta borg í heimi þegar kemur að spilavítum og fjárhættuspilum og ein af þremur stærstu borgum hvað varðar olíuhreinsun. Þetta gerir landið að einu ríkasta landi heims.
Veðurfarið er einstaklega gott og hlýtt allt árið um kring en þó rignir yfirleitt daglega en aldrei meira en klukkutíma í einu. Maturinn er mjög bragðgóður, mikið er um tískuvöruverslanir og háklassa merki.


singapore1.jpg

Laugardagur 3. nóvember.
Eftir morgunverð er hálfs dags skoðunarferð:
Skýjakljúfar borgarinnar eru magnaðir og við ökum m.a. framhjá Þinghúsinu, Krikket klúbbnum, Hæstarétti og Ráðhúsi borgarinnar.  Stoppum í Merlion Park og uppá útsýnispallinn  við Marina Bay hótelið til að sjá hið magnaða útsýni yfir borgina, en staðurinn er þekktasta kennileiti borgarinnar. Næst sjáum við eitt elsta og merkasta musteri borgarinnar en það er Búddha hofið „Thian Hock Keng“,áður en ekið er framhjá Kínahverfinu. Ekið framhjá Kínahverfinu að hinum dásamlega garði „The Singapore Botanic Gardens“ og göngum um einn fegursta blettinn þar sem 60.000 orkídeur blómstra.  Ferðinni klýkur með göngu um indverska hverfið „Litla Indland“ en í þessu gamla borgarhverfi hefur karakter og arkitekúr haldist óbreyttur í áranna rás.
Síðdegi og kvöld frjálst.
Máltíðir: M


Singapore.jpg

Sunnudagur 4. nóvember. Singapúr - Auckland
Brottför frá Singapúr er kl. 08:45 og áætluð lending í Auckland á Nýja Sjálandi kl 23.35. Ekið á Adina Apartment Hotel Auckland þar sem gist er í 3 nætur.
Máltíðir: M og matur um borð í flugvélinni.


adina_apartment_hotel_auckland.jpg

Mánudagur 5. nóvemberAuckland
Auckland er þekkt sem borg siglingar og er einstök að því leiti til að hún er með hafnir í tveimur höfum – Kyrrahafinu og Tasmaníuhafi. Einnig má nefna að hún er stærsta borg Nýja Sjálands með um 1,5 milljón íbúa.
Við njótum þess að sofa út eftir ferðalag gærdagsins en förum í skoðunarferð um borgina eftir hádegi. Kvöldverður á hótelinu.
Máltíðir: M,K


auckland_nyja_sjaland.jpg

Þriðjudagur 6. nóvember.  Auckland
Frjáls dagur til að skoða og njóta borgarinnar.
Kvöldverður er ekki innifalinn þennan daginn þannig að þið eruð ekki bundinn við neinn stað eða tíma.
Máltíðir: M


auckland_nyja_sjaland2.jpg

Miðvikudagur 7. nóvember. Auckland – Paihia
Aksturstími 4,5 klst. (308km)
Lagt af stað kl. 8:00 og ekið í norðurátt frá Auckland til Paihia en á leiðinni skoðum við meðal annars Tane Mahuta, eitt stærsta Kauri tré Nýja Sjálands sem er 51 metri á hæð og 18 metrar í ummál, heimsækjum svo Kauri safnið til að læra meira um þessi ótrúlegu tré sem frumbyggjar Nýjasjálands kalla “guði skógarins”. “Bay of Islands” svæðið er samansafn 144 eyja og stranda, Paihia er lítið sjávarþorp í hjarta þess. Þorpið hefur verið kallað fæðingarstaður þjóðarinnar þar sem að árið 1840 var þar ritað undir sáttmála milli tveggja menninga, frumbyggja og Breskra innflytjenda.
Við förum í ferð um Waitangi Treaty Grounds undir leiðsögn heimamanna, lærum um menningu frumbyggja Nýja Sjálands “Maori” og fræðumst um tímann þegar fyrstu hvítu mennirnir komu til landsins. Waitangi er mjög fallegur staður og gaman að vera þar í smá tíma áður en við komum á hótelið. Kvöldverður og gisting á Copthorne Hotel and Resort Bay.
Máltíðir: M,K


copthorne_hotel_and_resort_bay.jpg

Fimmtudagur 8. nóvember. Frjáls dagur í Paihia .
Við mælum með að fara til þorpsins Paihia og skoða sig um. Einnig er hægt að fara til Russell, stutt ferju sigling er yfir að nesinu sem var stærsta borg Nýja Sjálands fyrir 1840. Gaman er að labba um og skoða gömlu byggingarnar og fá sér svo kaffi við ströndina. Hér eru ótal möguleikar í boði bæði fyrir þá sem vilja vera virkir en líka mjög notalegt að slappa af í fallegu umhverfi.  Máltíðir: M


russell_nyja_sjaland.jpg

Föstudagur 9. nóvember. Paihia – Mt Maunganui.
Ferðadagur en aksturstími er 6:30klst (441km).
Lagt af stað kl. 8 og ekið í gegnum Auckland suður til Bay of Plenty. Við komum að strandarbænum Mt. Maunganui þar sem gist verður í 2 nætur á Pacific Motor Inn.
Mt Maunganui er einn vinsælasti ferðastaður heimamanna, strandlengjan nær eins langt og augað sér. Öðru megin við hæðina er baðströnd og hinum megin lítil höfn með mörgum smábátum og einstaka skemmtiferðaskipum.
Eftir innritun á hótelið borðum við saman kvöldmat á veitingastað í bænum.
Máltíðir: M, K


maunganui_nyja_sjaland.jpg

Laugardagur 10. nóvember.  Mt Maunganui
Frjáls dagur á ströndinni – engin keyrsla í dag!
Fyrir þá sem vilja fá sér góðan göngutúr liggur falleg leið í kringum hæðina Mt Maunganui með útsýni allan hringinn út að hafi, eða fyrir þá sem geta þá er líka stígur uppá hæðina sem er 230 metra fyrir ofan sjávarmál.
Kvöldmatur hefur ekki verið ákveðinn þetta kvöld og mælum við með “fish and chips on the beach” að hætti Nýsjálendinga. Fararstjóri mun gera það – þannig að ykkur er frjálst að taka þátt. Annars eru líka veitingastaðir nálægt hótelinu.
Máltíðir: M


bay_of_plenty_nyja_sjaland.jpg

Sunnudagur 11. nóvember   Mt Maunganui – Rotorua
Þægilegur dagur, ökum liðlega eina klukkustund eða 85 km til Rotorua, þekktasta jarðhitasvæði Nýja Sjálands. Rotorua er sérlega falleg borg við stórt stöðuvatn og er þekkt fyrir hverasvæði (lyktar svolítið eins og á Hellisheiði) og er einnig menningarborg Maori. Við komuna til Rotorua heimsækjum við Te Puia, stofnun um Maori menningu, list og handverk. Hér komumst við einnig nálægt Kiwi fuglinum sem nýsjálendingar kenna sig við og göngum í gegnum jarðhitasvæði.   
Eftirmiðdagurinn er frjáls og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi – eða bara slakað á. Hér er gott að versla fyrir þá sem hafa áhuga eða að skella sér í heitar náttúrulaugar.
Menningarsýning og kvöldverður er að hætti Maori frumbyggjanna, þar sem matur er eldaður á heitum steinum ofan í jörðinni og leiksýning með þjóðdönsum og söngvum Maori ættbálksins gefur innlit í sögu og menningu þeirra.
Gist verður í Rotorua á Sudima Lake hótelinu
Máltíðir: M,K


rotorue_nyja_sjaland.jpg

Mánudagur 12. nóvember. Rotorua – Taupo – New Plymouth
Ferðadagur í dag, en við leggjum af stað kl. 8:30 og ökum alls 359 km, eða um 5 klst. Á leiðinni er stoppað við Lake Taupo, stærsta stöðuvatn Nýja Sjalands 616km² að stærð, vatnið varð til fyrir 26.000 árum eftir ,,Súper Eldgos". Vatnið er vinsæll vettvangur íþróttaiðkunnar á borð við vatnaskíði, stangveiðar, siglingar, svifdrekaflug og sund.
New Plymouth er stærsta borgin á Taranaki svæðinu sem er þekktast fyrir landbúnað.  Rétt utan við borgina er Mt Taranaki fjallið sem gerir fólki kleift að fara bæði á skíði og brimbretti sama daginn. Meðfram borginni liggur 13km langur göngustígur við strandlengjuna. New Plymouth er einnig olíuborg Nýjasjálands þar liggja borpallar norður af landi fyrir náttúrugas og olíu.
Kvöldverður og gisting á hótel Devon.
Máltíðir: M,K


plymouth_nyja_sjaland.jpg

Þriðjudagur 13. nóvember. New Plymouth – Wellington
Lagt af stað kl 8:30, akstur í dag tekur um 5 klst og leiðin er 356 km.
Á leiðinni til höfuðborgarinnar Wellington heimsækjum við ekta nýsjálenskt mjólkurbú sem vinafólk fjararstjóra reka. Þau ætla að taka á móti okkur og veita innsýn í sveitalíf Nýsjálendingana – en landbúnaður er stærsti iðnaður landsins. Hér fáum við einnig að upplifa Nýsjálenskt BBQ (grill).

Wellington
Samkvæmt Lonely Planet árið 2011 er Wellington talin vera flottasta litla höfuðborg heimsins með hús í öllum regnbogans litum og listaspírur á hverju strái.  Wellington er einnig með flest kaffihús miðað við höfðatölu í heiminum þannig að þar er tilvalið að fá sér “flat white” eða “long black”.
Kvöldverður og gisting  í miðbænum á Comfort Hotel Cuba Street, þar sem við gistum í 2 nætur.
Máltíðir: M,K


newzealand_wellington_6.jpg

Miðvikudagur 14. nóvember. Wellington
Eftir morgunmat skoðum við aðeins borgina, göngum verslunargötuna að kláf sem fer uppá Mount Victoria fjallið þaðan er frábært útsýni yfir borgina. Göngum niður í gegnum lystigarðinn sem verður í fullum blóma og finnum ilminn af rósunum í rósagarði Lady Norwood. Höldum áfram framhjá alþingishúsinu sem er kennileiti Wellington og svo meðfram höfninni til Te Papa þjóðminjasafn Nýja Sjálands. Þeir sem vilja geta skoðað safnið en annars þá er eftirmiðdagurinn frjáls til að upplifa borgina á eigin vegum. 
Kvöldverður er ekki innifalinn þennan daginn þannig að þið eruð ekki bundinn við neinn stað eða tíma.
Máltíðir: M


newzealand_wellington_4.jpg

Fimmtudagur 15. nóvember. Wellington – Picton - Nelson
Aksturstími 1:40 klst (118km).
Lagt af stað kl. 8:30 og ekið niður að höfn og við siglum með ferju frá Wellington yfir á Suðureyju Nýja Sjálands. Siglingin tekur 3 klst og þegar við nálgumst Suðureyjuna taka á móti okkur undurfallegir firðir best þekktir sem Marlborough Sounds.
Þegar á land er komið keyrum við til Nelson sem er talin vera sólríkasta borg Nýja Sjálands með yfir 2400 klukkustundir á ári af sólskini. Borgin er nefnd eftir breskum lávarða sem sigraði Frakka og Spánverja í orustu Trafalgar árið 1805.
Kvöldverður og gisting á hótel Rutherford.
Máltíðir: M,K


marlborough_sounds_nyja_sjaland.jpg

Föstudagur 16. nóvember. Nelson -  Hanmer Springs
Aksturstími 3:35 klst (299km).
Leggum af stað kl. 9:00 og ökum til Hanmer Springs, lítið þorp sem státar af Bláa Lóni Nýja Sjálands, náttúruleg böð í fallegu umhverfi fjallagarðs.
Kvöldverður og gisting á Drifters Inn hótelinu sem er í göngufæri við böðin.
Máltíðir: M,K


hanmer_springs_nyja_sjaland.jpg

Laugardagur 17. nóvember. Hanmer Springs - Lake Tekapo
Aksturstími 5 klst (353km).
Við Tekapo stöðuvatnið er fyrsta verndunarsvæði stjörnuljóss í heiminum, þar sem öll næturljós af mannavöldum verða að snúa niður að jörðinni. Þetta var gert þar sem himininn er yfirleitt skýr og þykir þetta vera fullkominn staður til stjörnuskoðunar. Tekapo vatnið er skær blátt vegna fínmalaðra steina í bráðnuðu jökulvatninu. Við vatnið er myndræn lítil kirkja þar sem alterið er opinn gluggi sem rammar inn stórkostlegt útsýni út á vatnið og fjöllin.
Hér bíðum við eftir myrkrinu og vonumst eftir stjörnubjörtum himni á Peppers hótel Blue Water Resort og þar borðum við kvöldverð.
Máltíðir: M,K


tekapo_nyja_sjaland.jpg

Sunnudagur 18. nóvember. Lake Tekapo - Te Anau
Aksturstími 6:15klst (439km).
Leggjum snemma af stað eða kl. 7:30. Te Anau er stærsta stöðuvatn Suðureyjunnar á jaðri Fiordland þjóðgarðsins.
Við komuna í Te Anau verður farið í bátsferð í gegnum helli sem er töfrum líkust þar sem þúsundir ljósorma sveima um og er þetta einstakt á heimsvísu.
Kvöldverður á hótelinu.
Gistum næstu 2 nætur á hótel Distinction Luxmore við Te Anau vatn.
Máltíðir: M,K


glow_worm_caves_nyja_sjaland.jpg

Mánudagur 19. nóvember. Te Anau - Milford Sound – Te Anau
Aksturstími 3:30klst (242km).
Lagt af stað kl. 10:30 og ekið inn eftir frægasta og hugsanlega fegursta firði Nýja Sjálands, Milford Sound. Þar tekur við friðsæl bátsferð um firðina sem varir í tvo og hálfan tíma og er framreiddur hádegisverður um borð. Nægur tími er gefinn í að skoða helstu náttúruperlur svæðisins, njóta útsýnissins, friðsins og fegurðarinnar.
Kvöldverður á veitingastað og aftur gist á hótel Distinction Luxmore.
Máltíðir: M,H, K


milford_sound_nyja_sjaland.jpg

Þriðjudagur 20. nóvember. Te Anau – Queenstown
Aksturstími 2:30klst (171km)
Lagt af stað kl. 9:00 og ekið til Queenstown, sem er eitt helsta kennileiti Nýja Sjálands. Hér er mjög vinsælt skíðasvæði á veturna þar sem Evrópubúar fara gjarnan til að skíða yfir sumarmánuðina í Evrópu. Ævintýratúrismi nýtur hvað mestrar hylli í Queenstown og hér er meðal annars upphaf teygjustökks í heiminum og enn er verið að stökkva. Einnig er vinsælt að fara í flúðasiglingar, hraðbátasiglingar, stunda fluguveiðar eða fjallgöngur. Bærinn er einstaklega fallegur með góðum veitingastöðum og búðum. Við mælum með að taka Gondóla upp fjallið að útsýnispalli og veitingastað (valmöguleiki – ekki innifalið). Eftirmiðdagurinn er frjáls og nóg um að velja fyrir alla.
Kvöldverður og gisting á hótel Copthorne Resort.
Máltíðir: M,K


queenstown_nyja_sjaland.jpg

Miðvikudagur 21. nóvember. Queenstown - Frans Josef Glacier
Aksturstími 5 klst (350km)
Lagt af stað kl. 8:00 og farið um jöklasvæði Nýja Sjálands. Franz Jósef jökullinn er sá eini í heiminum sem jaðrar við regnskóg. Tveir jöklar eru á svæðinu, sem er varðveitt á Heimsminjaskrá.
Þegar við komum að jöklinum förum við í göngu í átt að ísnum og getum borið saman við það sem við þekkjum hér heima.
Vesturströnd Suðureyjunnar er þekkt fyrir að vera villt, með mikla úrkomu sem knýr vöxt regnskóga.
Kvöldverður og gisting á hótel Scenic Frans Josef.
Máltíðir: M,K


franz_joseph_nyja_sjaland.jpg

Fimmtudagur 22. nóvember. Frans Josef Glacier - Hokitika
Aksturstími 4:15 klst (300km)
Keyrum áfram vesturströndina til Punakaiki þar er að finna svokölluðu Pönnukökukletti sem eru úr kalksteini, myndaðir af mjúkum leir. Veðrið hefur barið þá til með hjálp sjávarins, vinda og rigningu. Gaman er að sjá hversu vel aðlagaðir náttúrunni sýningarpallarnir eru á svæðinu.
Keyrum tilbaka til Shantytown, endurbyggt þorp frá öld gullæðisins og er afar skemmtilegt að sjá gufulest og hér getur þú reynt að finna gull með sérstöku gullsigti. Fróðlegt er að læra um kínverja sem komu til Nýja Sjálands í leit að gulli, hvernig þeir voru til húsa og aðstæður þeirra.
Endum daginn í Hokitika, einna þekktast vegna græna Pounamu steinsins sem enn þann dag í dag er notaður í skartgripi. Um 1860 var Hokitika miðpunktur gullæðisins á suðureyjunni og er mikið um skartgripahönnuði hér enn.
Kvöldverður og gisting á hótel Beach Front.
Máltíðir: M,K


punakaiki_nyja_sjaland.jpg

Föstudagur 23. nóvember. Hokitika – Christchurch
Aksturstími 3 klst (248km)
Lagt af stað kl. 9:00 og ekið frá vesturströndinni yfir á austurstöndina. Leiðin liggur í gegnum Arthurs Pass í suður ölpunum. Christchurch er stærsta borg Suðureyjar Nýja Sjálands og þriðja stærsta þéttbýlissvæði landsins, Íbúar eru yfir 360.000 talsins. Borgin var byggð af félögum úr Canterbury samtökunum á Englandi sem sáu fyrir sér borg utanum kirkju og skóla, svipað og Christ Church í Oxford þar sem nokkrir þeirra höfðu numið. Nafnið var ákveðið áður en þeir sigldu til landsins, eða 1848.
Christchurch varð fyrir nokkrum mjög stórum jarðskjálftum 2010 til 2012. Sá stærsti, sem átti sér stað 4. september 2010, var 7,1 á Richter og olli miklu eignatjóni. Hálfu ári seinna, 22. febrúar 2011, varð annar jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter sem varð til þess að 185 manns létust í borginni og tjónið varð enn meira en í fyrri skjálftanum.
Gist verður á Rydges Latimer Hótel í 2 nætur
Máltíðir: M


arthurs_pass_nyja_sjaland.jpg

Laugardagur 24. nóvember. Christchurch
Frjáls dagur í Christchurch.
Hægt að skoða borgina, versla eða slaka á og njóta sólarinnar áður en við höldum aftur til Íslands.
Borðum saman kvöldmat á hótelinu, síðasta kvöldið okkar á Nýja Sjálandi.
Máltíðir: M,K


newzealand_christchurch_1.jpg

Sunnudagur 25. nóvember. Christchurch - Singapore
Eftir morgunmat á hótelinu förum við uppá flugvöll þar sem flugið til Singapore er kl 12:00 og áætlað að lenda í Singapore kl. 17:40. Tekið á móti hópnum á flugvellinum og ekið á hótel Grand Copthorne Waterfront þar sem við gistum í tvær nætur.
Máltíðir: M


singapore_hof.jpg

Mánudagur 26. nóvember. Singapore
Frjáls dagur í Singapore og kannski gaman að kíkja í búð eða ganga um borgina.
Máltíðir: M


singapore_2.jpg

Þriðjudagur 27. nóvember. Singapore – Keflavík
Morgunverður á hóteli og ekið út á flugvöll. Brottför er áætluð kl. 12:50 og lending í London kl. 19:00. Flogið heim með kvöldflugi Icelandair og lent í Keflavík kl. 23:40.


icelandair_ri_6523_2.jpg

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél AKL

  26

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  NZ$

  NZD

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði