Old Car á Turkey Run, Daytona

Fornbílasýning í Flórída

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Turkey Run á Daytona Florida

Flogið með Icelandair
Tvær ferðir í boði, 16. - 30. nóvember og 20. - 28. nóvember. 
Fararstjóri er Sigurður Lárusson. 

21sta árið er skipulögð ferð á Florida á Old Car sýninguna í Daytona. Þetta er í fertugasta og fimmta skiptið sem sýningin er haldin.

Fararstjóri í ferðinni nú eins og undanfarin ár er Sigurður Lárusson eða Siggi Lár eins og við köllum hann, fæddur 24. apríl 1955. Siggi hefur frá árinu 1998 farið með hópa á fornbílasýninguna Turkey Run á Daytona Florida. En bílar eru áhugamál hans nr 1, 2 og 3. Siggi hefur áhuga á öllum bílum en fornbílar eiga hug hans allan.

Fyrstu 40 til að bóka fá gefins ferðatösku úti á Daytona og Icelandair flytur þær heim án endurgjalds. 

Gist verður á Daytona Resort Beach á Daytona og Rosen Inn at Pointe Orlando.

Í boði er að kaupa tvenns konar pakka, 8 nætur og 14 nætur þar sem gist er í 6 nætur í Orlando áður en farið er til Daytona. Upplagt tækifæri er að gera jólainnkaupin í leiðinni, daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina byrja útsölur í Bandaríkjunum svo óhætt er að segja að hægt er að gera góð kaup.

Nánari upplýsingar um ferðina fást hjá fararstjóra.

Upplýsingasíða um sýninguna 

Athugið að ekki er hægt að bóka hótel í Bandaríkjunum nema fólk hafi náð 21 árs aldri.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél ORL

  7

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  USD

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði