Old Car á Turkey Run, Daytona

Fornbílasýning í Flórída

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Turkey Run á Daytona Florida

Flogið með Icelandair
Tvær ferðir í boði, 16. - 30. nóvember og 20. - 28. nóvember. 
Fararstjóri er Sigurður Lárusson. 

21sta árið er skipulögð ferð á Florida á Old Car sýninguna í Daytona. Þetta er í fertugasta og fimmta skiptið sem sýningin er haldin.

Fararstjóri í ferðinni nú eins og undanfarin ár er Sigurður Lárusson eða Siggi Lár eins og við köllum hann, fæddur 24. apríl 1955. Siggi hefur frá árinu 1998 farið með hópa á fornbílasýninguna Turkey Run á Daytona Florida. En bílar eru áhugamál hans nr 1, 2 og 3. Siggi hefur áhuga á öllum bílum en fornbílar eiga hug hans allan.

Fyrstu 40 til að bóka fá gefins ferðatösku úti á Daytona og Icelandair flytur þær heim án endurgjalds. 

Gist verður á Holiday Inn & Suites á Daytona og Rosen Inn at Pointe Orlando.

Í boði er að kaupa tvenns konar pakka, 8 nætur og 14 nætur þar sem gist er í 6 nætur í Orlando áður en farið er til Daytona. Upplagt tækifæri er að gera jólainnkaupin í leiðinni, daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina byrja útsölur í Bandaríkjunum svo óhætt er að segja að hægt er að gera góð kaup.

Nánari upplýsingar um ferðina fást hjá fararstjóra. - hægt er að senda póst á oldcar@islandia.is

Upplýsingasíða um sýninguna 

Athugið að ekki er hægt að bóka hótel í Bandaríkjunum nema fólk hafi náð 21 árs aldri.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél ORL

  7

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  USD

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun