Palmeraie Golf, Marrakesh

ÓTRÚLEGT HVAÐ ER INNIFALIÐ!

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á golf@vita.is. Síminn er 570-4458.

Hafa samband

Myndagallerí

 

Fararstjóri: Sigurður Hafsteinsson.

Palmeraie Golf Resort er í Marokkó skammt frá borginni Marrakesh Flogið er til Marrakesh og er flugvöllurinn í 30 mínútna fjarlægð frá flugvellinum. Sjá kort.  Við hótelið Palmeraie Golf Palace er Palm Golf golfvöllurinn sem er 27 holu glæsilegur golfvöllur.  Vellirnir eru í einstaklega fallegu umhverfi þar sem flatirnar eru umvafnar pálmatrjám og útsýni er til Atlas fjalla. Aðal völlurinn sem er par 72 er hannaður af Rebert Trent Jones er 6.200 m langur af öftustu teigum. 2009 bættist við 9 holu völlur sem Stephane Talbot hannaði og er 3.400 m langur par 36 og hentar vel öllum kylfingum.Völlurinn er talinn einn af þeim fallegri í Marokkó.

Í heildina er Palmeraie Golf Resort rosalega skemmtilegur staður fyrir íslenska kylfinga. Skemmtilegir, fallegir golfvellir og "ALLT INNIFALIÐ" pakkinn sem ekki er hægt að toppa.

Dagsskrá:

15. mar. Flogið með Icelandair í beinu flugi til Marrakesh kl. 08.00, komið kl. 12:50
 Golf á Palmeraie golfvelli, rástími er bókaður frá 15:00

16. mar.  Golf  á Palmeraie golfvelli, rástímar frá 09:00  

17. mar.  Golf  á Palmeraie golfvelli, rástímar frá 09:00 

18. mar. Golf á Palmeraie golfvelli, rástímar frá 08:40

19. mar. Golf á Palm Golf Ourika (um 40 mín. akstur), rástímar frá 09:50. Eftir golfið er skoðunarferð um Marrakesh með enskumælandi fararstjóra. Komin aftur á hótel fyrir kvöldverð.

20. mar.  Golf  á Palmeraie golfvelli, rástímar 09:00 

21. mar. Golf á Palmeraie golfvelli, rástímar 09:00 

22. mar.  Flug heim frá Marrakesh er kl.19.00.Brottför frá hóteli 16:00. Hægt er að skoða möguleika á golfi úti fyrir þá sem hafa áhuga.

INNIFALIÐ:
Beint leiguflug til Marrakesh með Icelandair
Flugvallaskattar
Flutningur golfsetts (hámark 15 kg.) og farangur (hámark 20 kr.)
Allur akstur á staðnum
Gisting
Morgunverður.
Hádegisverður í klúbbhúsinu eða á veitingastað sundlaugagarðsins.
Kvöldverður, en hægt að velja á milli fjögurra veitingastaða. Ítalskur, Asískur, Marrókóskur og Franskur/alþjóðlegur.
Snakk (pönnukökur, kökur osfv.) daglega á milli 15:00 og 17:30 í sundlaugargarðinum.
Allir drykkir áfengir og óáfengir. Úrvalið á barnum.
Ótakmarkaður aðgangur að Spa, innisundlaug, gufubaði, Hammam (tyrkneskt bað) og jacuzzy. Allar dekurmeðferðir eru aukakostnaður.
Ótakmarkað golf (ef rástímar eru lausir eftir fyrsta bókaða hringinn).
Golfbíll á öllum hringjunum listuðum hér fyrir ofan. Golfbíll fyrir aukagolf kostar 40 Evrur fyrir 18 holur og 30 evrur fyrir 9 holur.
Ótakmarkað af æfingaboltum á báðum golfvöllum
Skoðunarferð um Marrakesh 19. mars.
Ókeypis akstur á vegum hótelsins til Marrakesh á tilsettum brottfarartímum.
Fararstjórn

 

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á golf@vita.is. Síminn er 570-4458.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél RAK

  5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  د.م.

  Moroccan Dirham (MAD)

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði