fbpx Páskagönguferð um Montserrat | Vita

Páskagönguferð um Montserrat

Ásamt nágrenni Barselóna

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband

Myndagallerí

Páskagönguferð um Montserrat og nágrenni Barselóna 

15. - 22. apríl 2019

Páskana 2019 býður Göngu-Hrólfur upp á nýja og spennandi gönguferð um þrjá  þjóð- og náttúrugarða í nágrenni Barselóna en hver garður býr yfir sérstæðri náttúru og aðdráttarafli. Fyrst ber að nefna hið einstaka fjallendi Montserrat sem er aðeins í 60 km. frá Barselóna. Þar teygja turnlaga fjallatopparnir sig í átt til himins og minna helst á sög en Serrat  þýðir skorið eða tennt fjall. þar er frægt Benediktinusar klaustur og krikjan Santa Maria de Montserrat með sína frægu svörtu maríustyttu. Sagan segir að þarna hafi hinn heilagi gral Arhurs og riddara hringborðsins verið varðveittur.  Á svæðinu eru fjölmargir hellar sem hafa verið nýttir frá forsögulegum tíma og hin síðari ár hafa munkar og einsetumenn dvalið í þeim. Í Sant Llorenç del Munt friðlandinu er spennandi landsvæði sem einkennist af grófu,grýttu og veðruðu landslagi með háum klettaveggjum og djúpum giljum og hellum.  Þaðan er frábært útsýni yfri á sérskennilegar strítur og toppa Montserrat fjallgarðsins.  Að lokum er gengið í Montseny friðlandinu sem er á skrá UNESCO vegna einstakts lífríkis og dýralífs, Þar er sérlega mikið af forsögulegum minjum eins og grafhaugum og steinblokkum sem eru merki um byggð langt aftur í forsögulegan tíma.

Dagur 1.

Lagt af stað frá Keflavík  eftir kvöldmat, komið til Barselóna um miðja nótt og áætlað að vera  á áfangastað um 05.00. Hótelið Abat Cisneros er í 720 metra hæð í Montserrat fjalllendinu. Þetta er gamalt klaustur sem er staðsett nálægt kirkjunni á miðju klaustursvæðinu, það hýsti pílagríma frá 1563 til 1950 en þá var því breytt í hótel. Þaðan er einstakt útsýni til hinna sérstæðu og óvenjulegu fjall og yfir Llobregat  dalinn.

Dagur 2

Eftir morgunmat á  hótelinu er hægt að leggja sig fram að hádegi.  Síðdegis er farið í 3-4 tíma þægilega göngu. Haldið er eftir stíg sem kenndur er við“ Sant Miquel y les Ermites“ eða heilagn Miquel og einsetumennina. Leiðin liggur framhjá dvalarstað tveggja einsetumanna og býður upp á  eistakt útsýni til Miðjarðarhafsins. Hæst er farið í 971 metra hæð á Pla de les Tarantules, þar í lítilli byggingu er sýning sem veitir áhugaverðar upplýsingar um Montserrat svæðið. Á leiðinni til baka er gott útsýni yfir Tebes crags. Piknik á leiðinni og kvöldverður á hótelinu.

Dagur 3

Eftir morgunverð er farið í 5-6 tíma gönguferð, (með stoppum)  og snæddur piknik hádegisverður á fallegum stað. Leiðin liggur fyrst að  „Santa Anna hermitage“ eða kapellu heilagrar Önnu en hún er í 890 metra hæð. Síðan er haldið á  Sant Jeroni sem er 1149m.y.s  og hæsti hluti Montserrat fjalllendisins. Þessi tindur er aðeins nokkrir fermetrar að ummálið og af honum er frábært útsýni til allra átta. Ef veður og tími leyfir verður síðan haldið á annan útsýnisstað sem nefnist  Moro. Á bakaleiðinni er farið framhjá Sant Benet hermitage eða kapellunni. Að lokum er Montserrat safnið heimsótt, en er opið frá 10.00-17.45. Kvöldverður á hótelinu.

Dagur 4

Eftir morgunverð er farangurinn fluttur á hótel Terrassa park en hópnum ekið til Rellinars sem er í Sant Llorenç del Munt náttúrugarðinum. Þar hefst fyrsta gangan á svæðinu. Markmið dagsins er að heimsækja Obac fjallgarðinn sem er mikilvægur hluti  Sant Llorenç del Munt garðsins. Haldið er eftir stígnum Camí ral de Manresa til Terrassa, gömlu þjóðleiðinni sem farin var gegnum aldirnar fram að komu bílsins. Haldið er eftir fjallshryggjunum og við blasir frábært útsýni til Pyreneafjallanna og  annara fjallasvæða í garðinum svo sem Castell de Bocs, Paller de Tot l’Any og Castellsapera. Göngunni lýkur í Terrassa en þaðan tökum við strætó á hótelið. Þangað komin heimsækjum við mjög sérstæða modernistabyggingu sem er í anda Gaudi og fáum þar rúmlega klukkutíma leiðsögn. Um kvöldið verður tapasmáltíð í Terrassa.

Dagur 5

Eftir morgunmat er ekið stuttan spöl inn  í Sant Llorenç del Munt garðinn þar sem markið er sett á hæsta fjallið, La Mola.  Gangan hefst í  Estenalles skarðinu sem er í 873metra hæð og henni lýkur í nágrenni við Matadepera sem er í 668metra hæð. Haldið er í suður eftir fjallshrygg sem nefnist Pagès og stefnt á La Mola 1103 m.y.s. Á toppnum heimsækjum við klausturkirkju  og snæðum hádegisverð í litlu og skemmtilegu veitingahúsi.                                                                                                                                                   La Mola er einn besti útsýnisstaður Katalóníu. Á vorin má sjá snæviskrýdd Pyreneafjöllin og jafnvel Canigou sem er þekktur tindur í Frakklandi . Það er enginn jeppavegur upp á toppinn svo öll aðföng í veitingahúsið eru flutt á ösnum og múldýrum. Eftir hádegisverðin er haldið niður að rútunni sem flytur okkur heim á hótel.  Þar brögðum við á framleiðslu  héraðsins svo sem ostum og pylsum sem og víni frá suður Katalóníu. Síðan er kvöldverður á hótelinu.

Dagur 6

Eftir morgunmat er farangurinn fluttur á síðasta hótelið sem verður annað hvort hótel  Sant Marçal  eða hótel Sant Bernat. Hópnum verður ekið  í Montseny náttúrugarðinn og upp í  Coll Formic skarðið sem er í 1144 metra hæð. Þaðan er haldið á toppinn Matagalls sem er 1696 metra hár og sá næst hæsti á svæðinu, sá hæsti sem stefnt verður á næsta dag er aðeins nokkrum metrum hærri. Við höldum eftir vesturhrygg fjallsins en þaðan er mjög fallegt útsýni yfir þorpin og fjöllinn í næsta nágrenni. Það er líka sérlega falleg sýn til Pyreneafjallanna því þessi tindur er nær þeim en aðrir sem við höfum klifið.  Síðan er haldið í austur og  niður í Sant Marçal  skarðið sem er í 1106 metra hæð. Á leiðinni komum við á fallega sléttu Pregon pass  sem er í 1532 metra hæð og göngum gegnum sérstæðan birkiskóg. Kvöldverður á hótelinu.

Dagur 7

Eftir morgunmat er markið sett á Les Agudes sem er 1706 metra hár tindur og einn  áhugaverðasti útsýnisstaður svæðisins. Haldið er  á toppinn frá Sant Marçal skarðinu gegnum beikiskóg sem er einstakur í Katalóníu. Frá toppnum er haldið eftir fjallshryggnum á Turó de l’Home toppinn en hann er sá hæsti á svæðinu 1712 m.y.s. Síðan er stefnt til austurs og farið um mjög áhugavert skóglendi með Evrópu þin, það syðsta af sinni gerð í Evrópu. Við göngum að lokum heim á hótel eftir stíg meðfram austur hlið Les Agudes.  Kvöldverður á hótelinu.

Dagur 8

Eftir morgunmat er farið í stutta göngu og haldið að norðurhluta Sant Marçal skarðsins. Gengið er eftir þægilegum moldarvegi  gegnum stórfenglegt skóglendi með fjölda áhugaverðra trjátegunda. Eftir piknik á fallegum stað er haldið heim á hótel og farið með rútu á Hótel  Sant Celoni brautarstöðina og síðan með lest á flugvöllinn í Barselóna þaðan sem flogið er um kvöldmatarleytið.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél BCN

  4:20

  Kvöldflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Kortasýn

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun