Páskar á Kúbu

Mögnuð sérferð um ævintýraeyjuna

 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  489.900 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Á mann m.v. 2 í herbergi. Sjá nánar verð og innifalið.

 • Flug

Myndagallerí

 

Við heimsækjum þessa fallegu eyju sem er töfrum líkust. 

Páskaferð 6. - 16. apríl 2017
Fararstjóri: Stefán Ásgeir Guðmundsson.

Ævintýraeyjan Kúba í suðri hefur lengi heillað gesti sem þangað koma og vilja upplifa allt það sem eyjan hefur upp á að bjóða, hvort sem það er tónlistin, vindlarnir, rommið, hvítar strendurnar eða einfaldlega hið þægilega og afslappaða andrúmsloft sem ríkir á Kúbu. Lengstum hefur heimsókn til Kúbu verið eins og að stíga aftur í tímann inn í vel varðveitt tímahylki en á síðustu árum hefur lífið á Kúbu hægt en örugglega færst í átt til nútímans. Fortíðina er þó enn að finna í húsabyggingum, sjarmerandi götumyndinni og misvel uppgerðum fornbílunum. Á Kúbu er að finna suðupott ólíkra menningarheima þar sem gætir áhrifa bæði frá Afríku og frá Spáni og bera eyjaskeggjar þess glögglega merki. Heimsókn til Kúbu er bæði ógleymanleg og töfrum líkust.


kuba_glitra_havana_byggingar.jpg

Gist verður á þremur stöðum á Kúbu og eina nótt í Toronto, Kanada í þessari 10 daga ferð. Eftir fyrstu nóttina í Varadero á Kúbu verður dvalið í 2 nætur í Cienfuegos, sem löngum hefur verið kölluð Perla Suðursins. Á leiðinni til Cienfuegos verður komið við í Santa Clara, til að sjá minnismerki og safn byltingarhetjunnar Che Guevara. Frá Perlu Suðursins verður svo farið í dagsferð til borgarinnar Trinidad sem er að finna á heimsminjaskrá UNESCO fyrir einstakan arkitektúr. Þetta svæði eyjarinnar var eitt öflugasta sykurræktarhérað Kúbu áður fyrr með tilheyrandi þrælahaldi. Ríkidæmi sykurbarónana endurspeglast vel í byggingunum í Trinidad. Þá verður haldið til höfuðborgarinnar Havana í 4 nætur. Heimsókn til Havana  lætur engan ósnortin enda er borgin bæði mögnuð og lífleg.  Í Havana er að finna einn fallegasta nýlenduborgarkjarnan í  Ameríku. Hvergi er arkitektúr nýlendutímans svo ósvikinn og vel varðveittur eins og í Gömlu Havana og hefur sá hluti borgarinnar verið settur á  heimsminjarskrá UNESCO. Að lokum verður afslöppun í 2 nætur í Varadero með sínum hvítu ströndum og ylvolga sjó.

Flugtímar

Flugnúmer

Dagsetning

Flugvöllur

Brottför

Flugvöllur

Lending

FI    603

  6.apríl

Keflavík

17:00

Toronto

18:55

AC 1712

  7.apríl

Toronto

16:20

Varadero

19:55

AC 1987

16.apríl

Varadero

11:20

Toronto

14:50

FI 602

 16.apríl

Toronto

21:05

Keflavík

06:20

Dagskrá og ferðatilhögun

Fimmtudagur 6. apríl.   Flogið til Toronto
Lagt af stað með Icelandair kl. 17:00 til Toronto og áætluð lending kl. 18:55. Ekið á hótel Sheraton þar sem gist er um nóttina.  Kvöldið frjálst.

Föstudagur 7. apríl.  Skoðunarferð um Toronto og flug frá Toronto til Varadero á Kúbu.
Eftir morgunverð yfirgefum við hótelið, tökum töskurnar með í rútuna og förum í skoðunarferð um Toronto borg. Ferðan endar á flugvellinum tímanlega fyrir brottför flugs AC 1712 (Air Canada) kl.16:20.  Lending í Varadero kl. 19:55 og þá er ekið á Iberostar Bellavista þar sem gist er fyrstu nóttina. Kvöldverður á hóteli.
Innifalið: Morgunverður í Toronto og "allt innifalið" í Varadero

Laugardagur 8. apríl.   Minnismerki Che Guevara í Santa Clara og áfram til Cienfuegos
Eftir morgunverð er ekið austur til borgarinnar Santa Clara, þar sem við heimsækjum minnismerki og safn byltingarhetjunnar Che Guevara. Þessi frægi og gullfallegi argentínumaður var ráðinn upphaflega sem læknir í skæruliðahóp Fidel Castro en varð svo einskonar íkon og táknmynd byltingarinnar. Mörgum árum eftir að hann var drepinn í Bolívíu, voru jarðneskar leifar hans sendar til Kúbu og þeim komið fyrir í Santa Clara. Frá minnismerkinu liggur leið í miðbæ Santa Clara, Parque Vidal, þar sem okkur gefst tími til að rölta um og skoða Teatro la Caridad, glæsilegt leikhús frá 19. öld. Hádegisverður er snæddur í miðbænum áður en haldið er áfram til Cienfuegos. Þar skoðum við aðaltorgið, Parque José Martí  áður en haldið er að hótel Jagua þar sem gist verður í tvær nætur.
Kvöldverður er í Mára-höllinni Palacio del Valle.
Innifalið: Morgun-, hádegis og  kvöldverður. Aðgangur að safni og leikhúsi.


kuba_glitra_che_gevara.jpg

   

Sunnudagur 9. apríl.  UNESCO-borgin Trinidad.
Dagurinn er helgaður borginni Trinidad sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Aksturinn þangað tekur um 90 mín suður fyrir Escambray-fjallgarðinn. Þessi 70 þúsund manna bær er eins og stórt útisafn bygginga frá 18 og 19 öld. Barokk-kirkjur, aðalsheimili sykurbaróna og steinlagðar götur bjóða gesti velkomna aftur í fortíðina. Ásýnd Trinidad hefur lítið breyst frá því að svæðið sem borgin stendur í var helsta sykurræktarhérað eyjarinnar. Við skoðum m.a. sögusafn Trinidad, aristókrata-heimili og kirkju heilagrar þrenningar við aðaltorgið. Hádegisverður í Trinidad. Kvöldverður á hóteli í Cienfuegos.
Innifalið: Morgun- og hádegis og kvöldverður. Aðgangur að söfnum.

 


view-from-the-museum.jpg

    

 

Mánudagur 10. apríl.  Svínaflói og Havana.
Við kveðjum Cienfuegos og höldum vestur áleiðis til Havana með viðkomu á tveimur stöðum á suðurströnd Kúbu. Sá fyrri er Playa Girón þar sem Svínaflóainnrásin mistókst herfilega árið 1961. Innrás kúbverskra útlaga og CIA-liða var þar hrundið aftur af Fidel Castro og félögum. Þessi atburður, umfram aðra, réð úrslitum byltingarinnar. Í Playa Girón er lítið safn sem þessari sögu er gerð ágætis skil. Seinni staðurinn er lítið býli þar sem krókódílarækt fer fram. Þessi staður tengist Zapata-skaganum sem stendur vestan við Svínaflóa og er þekktur þjóðgarður og fenjasvæði þar sem mikið er um fuglalíf og krókódíla. Komið síðdegis til Havana. Gist verður á hótel Iberostar Parque Central, sem er vel staðsett í miðborginni.
Kvöldverður á hóteli í Havana,
Innifalið: Morgun-, hádegis og kvöldverður. Aðgangur að safni og býli.

 


kuba_glitra_havana.jpg

    

 

Þriðjudagur 11. apríl.  Havanaborg
Skoðunarferð um helstu kennileiti Havana, höfuðborg Kúbu. Fyrst förum við á byltingartorgið, pólitískt hjarta borgarinnar, þar sem Fidel Kastró hefur haldið sínar frægu löngu ræður. Að því loknu er farið í vindlaverksmiðju og fylgst með framleiðslunni þar. Þá höldum við í gamla bæjarhlutann, en hann er á heimsminjaskrá UNESCO. Glæsilegar götumyndir nýlendutíma Spánverja blasa hvarvetna við og verður gengið þar um stræti og torg. Við skoðum t.a.m. dómkirkjutorgið, stjórnarráðstorgið og Obispo-göngugötuna.
Innifalið: Morgunverður og Aðgangur í vindlaverksmiðju

 


kuba_glitra_havana_yfirsyn.jpg

    

 

Miðvikudagur 12. apríl.  Í fótspor Hemingways.
Eftir morgunverð ökum við til San Francisco de Paula, í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem Hemingway bjó á fjórða og fimmta áratugnum. Fallegur garður með sundlaug er umhverfis húsið sem ber nafnið Finca Vigía. Ekki er leyfilegt að fara inn í húsið, heldur er gestum boðið að skoða það í gegnum opna glugga. Frá húsinu höldum við til sjávarþorpsins Cojímar, þangað sem Hemingway fór oft á sjóstangaveiðar. Þar bjó Gregorio Fuentes, bátsmaður rithöfundarins, en Hemingway byggði persónu sína á honum í verki sínu Gamli maðurinn og hafið. Á leiðinni til baka stoppum við austan megin við Havanaflóa hjá Krististyttu þaðan sem er glæsilegt útsýni yfir Gömlu Havana og höfnina. Einnig verður stoppað í kastalavirkinu El Morro sem var reist til að vernda höfnina fyrir ágangi sjóræningja á tímum nýlendustjórnar Spánar. Kvöldverður á veitingastað í  Havana.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður. Aðgangur að söfnum.

 


kuba_glitra_sveit_2.jpg

    

 

Fimmtudagur 13. apríl.  Vinales dalurinn og tóbaksrækt
Nú hverfum við um stund frá Havana. Ekið til Vinales-dalsins í Pinar del Rio-héraðinu, vestur af höfuðborginni. Þetta er mikið landbúnaðarhérað og af mörgum talið besta tóbaksræktarsvæði í heimi. Við stoppum á fallegri hæð, njótum útsýnis yfir dalinn og sjáum bændur að störfum. Komum við hjá tóbaksbónda og kynnum okkur ræktun og starfsemi þar. Að því loknu snæðum við hádegisverð á þjóðlegum veitingastað í Vinales og virðum fyrir okkur merkilegar kalksteinsmyndanir sem gera dalinn svo sérstakan.
Kvöldverður á veitingastað í miðborginni.
Innifalið: Morgun-, hádegis og kvöldverður.

Föstudagur 14. apríl.  Frá Havana til Varadero
Haldið frá Havana til strandstaðarins Varadero. Bærinn stendur á tanga þar sem mikil og glæsileg uppbygging hefur átt sér stað á síðustu árum. Aðgrunnt er á strönd Varadero og auðvelt að vaða langt í sjó fram. Þar er hægt að stunda alls kyns sjóíþróttir: fara á sjóskíði, sigla á skútum eða fara í stangveiði. Fyrir golfáhugamenn er frábær aðstaða á fallegum 18 holu golfvelli.
Gist á Hotel Iberostar Bellavista í tvær nætur.
Innifalið: "Allt innifalið á hótelinu"´.

Laugardagur 15. apríl.  Varadero, strönd og sjór
Frjáls dagur í Varadero og áram er "allt innifalið". Dagurinn til að slaka á og hvíla sig eftir ferðirnar og fyrir heimflugið til Íslands.

Sunnudagur 16. apríl.  Flogið heim
Farið frá hóteli á flugvöll í Varadero. Brottför til Toronto er kl 11:20 og áætluð lending er kl. 14:50. Kvöldflug frá Toronto til Keflavíkur og áætlað að lenda í Keflavík kl. 6:20 að morgni mánudagins 17.apríl sem er annar í páskum.

Sjá nánari ferðalýsingu
 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  489.900 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Á mann m.v. 2 í herbergi. Sjá nánar verð og innifalið.

 • Flug
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef -> VRA

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

Gististaðir

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði