Perlur Grikklands

Ógleymanlegar minningar

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Helstu náttúruperlur Grikklands. 

14. - 25. september 2017
Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir.

Fundur með farþegum verður haldinn hjá VITA, Skógarhlíð 12, 30.ágúst kl. 17:30.
Gengið er inn við enda hússins á neðstu hæð, gegnt Bústaðarvegi (Hlíðarenda).

Aþena - Kalavryta / Nafplion - Lefkada - Skorpios - Parga - Sivota - Paxoi og Antipaxoi - Meteora / Metsovo - Kalambaka - Aþena. 

Svo sannarlega má kalla Grikkland einstaka náttúruperlu, með hvítum endalausum strandlengjum, tindrandi kalksteinsfjöllum, blágrænum sjó og stórkostlegum fornleifum.  Náttúrperlurnar eru óteljandi hvort sem ferðast er á meginlandinu eða eyjunum og 5000 ára saga er við hvert fótmál.  Það skal engan undra þegar horft er á landslagið í Grikklandi að hér urðu til frægustu sögur veraldar um guði og menn.  Þessi stórkostlega sagnaarfleifð býr í Grikkjum ásamt einstakri gestristni og ástríðu fyrir hinu góða sem lífið hefur upp á að bjóða.  Sandsteinsklettarnir í Meteora, véfréttin í Delfí, 500 ára gamlir feneyskir bæir, litlar tavernur uppi í fjöllum eða við sjóinn, smáréttirnir sem eru mismunandi eins og þeir eru margir, siglingar á milli eyjanna, hvítþvegnu húsin með gluggahlerunum og hurðunum í öllum regnbogans litum, bleiku þríburablómin, sýningin í leikhúsinu undir tindrandi stjörnum, stórkostlega Akrópólís, skærblátt hafið, eða bara bros gömlu konunnar uppi í fjallaþorpinu sem er nýbúin að gefa þér nýtíndar appelsínur.  Allt eru þetta andartök sem verða að ógleymanlegum minningum eftir heimsókn til Grikklands.

Gist verður á fimm stöðum í þessari 11 nátta ferð. 
Eftir fyrstu nóttina í Aþenu verður dvalið í 1 nótt í Kalavryta en þar eru fallegir dropasteinshellar sem við munum skoða (Spilea ton limnin).  Á leið okkar til Kalavryta munum við koma við í feneyska bænum Nafplion.  Frá Kalavryta munum við síðan ferðast með tannalest niður Vourakios gljúfrið til strandar og ferðast þaðan áfram til eyjunnar Lefkada þar sem dvalið verður næstu 2 næturnar.  Þaðan verður farið í heilsdags siglingu kringum eyjuna og til eyjunnar Skorpios.  Eftir dvölina í Lefkada munum við síðan keyra til fallega bæjarins Parga og fá okkur hádegisverð áður en haldið verður áfram til strandbæjarins Sivota sem er á vesturströnd meginlandsins.  Þar munum við njóta sólar og afslöppunar næstu 4 næturnar ásamt því að fara í hálfsdagsferð til véfréttarinnar í Acheron og heilsdagssiglingu til Paxoi og Antipaxoi.  Frá Sivota munum við síðan keyra til Meteora með viðkomu í hinu dásamlega sveitaþorpi Metsovo í Pindos fjöllunum.  Síðan verður dvalið í bænum Kalambaka í eina nótt með það fyrir augum að skoða hinu einstöku sandsteinskletta.  Síðustu 2 næturnar verður dvalið í Aþenu þar sem við munum skoða það helsta sem sú yndislega borg hefur upp á að bjóða en ásamt því að fara í skoðunarferð um borgina verður farið að Acrópolis og að endingu á gríska skemmtun með söng og dansi.

Flugtímar

Flugnúmer Dagsetning Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI 204 14. september Keflavík 07:45 Kaupmannahöfn 12:45
A3 811 14. september Kaupmannahöfn 16:35 Aþena 20:40
A3 810 25. september Aþena 13:20 Kaupmannahöfn 15:45
FI 213 25. september Kaupmannahöfn 19:45 Keflavík 20:55

Dagskrá og ferðatilhögun

Fimmtudagur 14. september.  Keflavík - Kaupmannahöfn - Aþena
Flogið frá Keflavík til Kaupmannahafnar með Icelandair og áfram til Aþenu með gríska flugfélaginu Aegean airlines.  Brottför frá Keflavik er kl. 07:45 og lent í Kaupmannahöfn kl. 12:45.  Haldið áfram til Aþenu frá Kaupmannahöfn kl. 16:35 og áætluð lending í Aþenu kl. 20:40.  Gist verður á Hótel Divani Acrópolis í Aþenu þar sem farþegar fá léttan kvöldverð.


athena_grikkland_11.jpg

Föstudagur 15. september.  Aþena - Nafplion - Kalavryta
Haldið snemma af stað og keyrt til Kalavryta með viðkomu í feneyska bænum Nafplion.  Þegar til Kalavryta er komið eru heimsóttir fallegir dropasteinshellar, Spilea ton limnon.  Dvalið í Kalavryta eina nótt á Hótel Filoxenia
Innifalið: Morgun- og kvöldverður
 


Perlur Grikklands_Grikkland

Laugardagur 16. september.  Kalavryta - Lefkada
Farið í 40 mínútna ferð með svokallaðri tannalest niður Vourakios gljúfrið til strandar þar sem stigið er á ný í rútu og keryt til eyjunnar Lefkada þar sem dvalið er næstu 2 nætur á Hótel Ionian Blue
Innifalið: Morgun- og kvöldverður
 

Sunnudagur 17. september.  Lefkada - Skorpios - Lefkada
Haldið í heildags siglingu snemma morguns kringum eyjuna til fallegra stranda og eyjunnar Skorpios sem var í eigu Onassis fjölskyldunnar.  Gefinn er kostur á að sóla sig á ströndinni og synda í sjónum á einni af frægustu ströndum Grikklands í Porto Katsiki.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður


Perlur Grikklands_Grikkland

Mánudagur 18. september.  Lefkada - Parga - Sivota
Eftir morgunverð verður farið í ferð um eyjuna og til höfuðstaðarins.  Eftir stuttu stopp þar kveðjum við Lefkada og keyrum til fallega bæjarins Parga og fáum okkur hádegisverð þar áður en við höldum áfram til strandbæjarins Sivota sem er á vesturströnd meginlandsins.  Þar verður dvalið næstu 4 næturnar á Hótel Domotel Agios Nikolaos.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður

Þriðjudagur 19. september.  Sivota - Acheron
Hálfsdagsferð til véfréttarinar í Acheron.  Þar var hof helgað undirheimguðnum Hades og eiginkonu hans Persefoni því Grikkir til forna trúðu því að hliðið til heljar væri við ána Acheron.  Véfréttin gekk því undir nafninu Nekromantion eða véfrétt hinna dauðu.
Innifalið: Morgun og kvöldverður


Perlur Grikklands_Grikkland

Miðvikudagur 20. september.  Sivota - Paxoi - Antipaxoi
Heilsdagssigling til Paxoi og Antipaxoi.  Fyrst verður haldið til eyjunnar Antipaxoi þar sem komið verður við í bláu hellunum og gefið tækifæri á að synda í stórkostlega tærum og túrkis bláum sjónum.  Eftir hressilegt sjósund er siglt til eyjunnar Paxoi þar sem tilvalið er að rölta um þröngar götur bæjarins í Gaios, skoða í búðir eða setjast niður til að fá sér eitthvað snarl.  Í eftirmiðdaginn er haldið til baka til meginlandsins.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður


Perlur Grikklands_Grikkland

Fimmtudagur 21. september.  Sivota
Frjáls dagur til að njóta sólar og afslöppunar við sundlaugina eða á ströndinni.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður

Föstudagur 22. september.  Sivota - Meteora - Metsovo - Kalambaka
Keyrt til Meteora með viðkomu í hinu dásamlega sveitaþorpi Metsovo í Pindos fjöllunum.  Dvalið í bænum Kalambaka eina nótt á Hótel Famissi með það fyrir augum að skoða hinu einstöku sandsteinskletta sem eru eitt af stórkostlegustu náttúrufyrirbærum í Grikklandi og þó víðar væri leitað.  Meteora þýðir "það sem hangir í lausu lofti" og klettarnir eru svo sannarlega eins og þeim hafi verið kastað af himnum ofan niður á Þesalíusléttuna.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður


Perlur Grikklands_Grikkland

Laugardagur 23. september.  Kalambaka - Aþena
Klettarnir og 2 klaustur skoðuð og síðan haldið til Aþenu þar sem dvalið er næstu 2 nætur á Hótel Divani Acropolis 
Innifalið: Morgun- og kvöldverður

Sunnudagur 24. september.  Aþena
Eftir morgunverð verður farið í skoðunarferð um Aþenu.  Við sjáum skiptingu varðanna við gömlu konungshöllina, fallegu háskólabyggingarnar, hof Seifs og ólympíuleikvanginn sem byggður var fyrir fyrstu ólympíuleika okkar tíma árið 1896.  Síðast en ekki síst skoðum við hofin uppi á Acrópolis og röltum svo niður í Plaka til að skoða okkur um og versla ef vill.  Um kvöldið förum við á gríska skemmtun.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður


athena_grikkland_9.jpg

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef -> ATH

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði