fbpx Perlur Japans | Vita

Perlur Japans

Undur og upplifun

Siglilngin verður ekki farin

Celebrity Cruises hafa aflýst þessari siglingu, Nýjar dagsetningar væntanlegar

Hafa samband

Myndagallerí

Undur Japans

með Celebrity Millennium
23. mars - 10. april

Fararstjóri Héðinn Svarfdal Björnsson

Tokyo, Mt. Fuji, Kobe, Kochi, Hiroshima og Nagasaki, Japan -  Busan, Suður Kóreu - Hakodate, Aomori og Yokohama, Japan.

Stutt ferðalýsing:
Flogið frá Keflavík til Tokyo 23. mars með millilendingu í Kaupmannahöfn. Áætluð lending á Haneda flugvelli í Tokyo rétt fyrir kl. 08:00 að morgun 24. mars. Hótelið er bókað frá kvöldinu áður þannig að herbergi eru tilbúin við komu.
Gist er þrjár nætur í Tokyo og farið í ferðir áður en haldið er til skips, siglt af stað síðdegis 27. mars. Fyrsti áfangastaðurinn er Shimizu, en þar gefur að líta hæsta og frægasta fjall Japans, hina rómuðu ginnhelgu og snætypptu eldkeilu Fuji. Áfram er siglt til Kobe sem er á sunnanveðri Honshu-ey sem er  sjöunda stærsta borg Japans og myndar þétta stórborgarbyggð með grannborgunum Kyoto og Osaka. Nú taka við áfangastaðirnir Kochi, Hiroshima og eftir einn dag á siglingu er komið til Nagasaki.
Næst er Busan í Suður Kóreu þar sem stoppað verður einn dag og við fáum síðan annan siglingadag áður en komið er við á Hakodate og Aomori í Japan. Einn dagur á siglingu áður en komið er til Yokohama þann 9.april. Gist er um borð í Solstice í eina nótt og flogið 10. april í morgunflugi með SAS til Kaupmannahafnar og samdægurs áfram með Icelandair til Keflavíkur.

Flugtafla

Dagur

Flugnúmer Brottför Kl. Áfangastaður Kl.
23.mars FI 204 Keflavík 07:45 Kaupmannahöfn 12:00
23.mars SK 983 Kaupmannahöfn 13:00 Tokyo 07:55+1
10.april SK 984 Tokyo 11:50 Kaupmannahöfn 16:10
10.april FI 213 Kaupmannahöfn 21:05 Keflavík 22:30

Siglingatafla

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
27. mars Tokyo (Yokohama), Japan   18:00
28. mars Mt. Fuji (Shimizu), Japan 07:00 15:00
29. mars Kope, Japan 09:30 23:59
30. mars Á siglingu    
31. mars  Kochi, Japan 07:00 17:00
1. april Hiroshima, Japan 09:00 18:00
2. april Á siglingu    
3. april Nagasaki, Japan 07:00 17:00
4. april Busan, Suður Kóreu 07:00 17:00
5. april  Á siglingu    
6. april  Hakodate, Japan 08:00 19:00
7. april Aomori, Japan 07:00 18:00
8. april  Á siglingu    
9. april Tokyo (Yokohama), Japan 08:30  
10. april Tokyo (Yokohama), Japan    

celebrity_millennium_revolution.jpg

Celebrity Solstice
er fyrsta skipið í svokölluðum „Solstice” Klassa  hjá Celebrity Cruises.
Celebrity Solstice fór í sína jómfrúarferð 10.ágúst 2008 og endurnýjað 2016. Skipið er er 122.000 lestir,  317 metrar á lengd og með rými fyrir  2850 farþega.  Solstice  er 16 hæðir og á næst efsta þilfari er sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt, sólarlagsbarnum og keilubrautum.

Á 14. þilfari er skokkbraut, setustofur, veitingastaður og bar, allt með gríðarmiklu útsýni til allra átta. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa® . Þar eru  nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum  dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur,kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru  litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.

Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano, sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille, sem býður ítalska rétti og lúxus steikur.  Silk Harvest  er með asískt eldhús. Greiða þarf sérstakt þjónustugjald á vissum veitingastöðum, en alls eru tíu veitingastaðir um borð í Solstice. Barir eru um allt skip og þegar kvöldar, taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum. Vínspesíallistar frá vínræktarhérðunum í  Napa Valley eru á barnum Cellar Masters kenna ykkur  að þekkja höfug vín og velja það besta um borð.
Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Solstice ógleymanlega.

Rúmgóðir klefar, ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, snyrtiborði , minibar, öryggishólfi og 32“ LCD sjónvarpi . Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir *) og panta herbergisþjónustu *) í klefann í gegnum sjónvarpið.  Aðgangur er að þráðlausu neti. Baðherbergi er með sturtu,  snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku.   Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta  er opin allan sólarhringinn.
*) gegn greiðslu

Dagskrá og ferðatilhögun.

Miðvikudagur 23. mars - Lagt af stað
Brottför með flugi FI 204 kl. 07:45 og lent í Kaupmannahöfn kl.12:00. Flogið áfram með SK 983 klukkutíma seinna og lent í Tokyo kl. 07:55 næsta morgun.


tokyo_1.jpg

Fimmtudagur 24. mars - Komið til Tokyo
Akstur frá flugvelli tekur um eina og hálfa klst. og við reiknum með að koma á hótel Keio Plaza um kl.10:30 þar sem við hvílum okkar fram að hádegi.
Keio Plaza er í Shinjuku hverfinu sem er í raun eitt af “Hjörtum borgarinnar” eða það svæði sem flestir hugsa þegar er verið að talað um Tókýó-borg með öll neon ljósin í Kabukicho hverfinu og er líka þar sem Shinjuku lestarstöðin, einn fjölfarnasta lestarstöð heim er og hún er í göngufæri frá Keio Plaza, þaðan er hægt að heimsækja t.d frægu gatnamótin Shibuya Crossing sem um 2000 manns fara yfir hverju sinni og Hachiko styttunni sem er við hliðina á gatnamótunum. 
Shinjuku er yfirleitt fullt af fólki, mat og verslunum og verslunarmiðstöðvum þ.m.t. raftækjaversluninar Yodobashi Camera og Bic Camera og margar fleiri mismunandi verslanir sem eru í göngufæri frá Keio Plaza hótelinu.

Hópurinn sóttur kl. 13:00 farið í skoðunarferð þar á meðal í Asakusa hverfið og snæddur hádegisverður. Eftir það er heimsækum við hið forna Sensoji Búdda hof sem er eitt elsta hof Tókýó svæðisins og förum á Nakamise-dori götuna sem er uppfull af allskonar skemmtilegum verslunum og minjagripum. Áfram er haldið að Sumida-ánni til að sjá SKYTREE í fjarska, en það er 634 metra hár turn sem trónir yfir Tókýó borg og síðan haldið aftur á hótelið í Shinjuku, en þar bíður okkar góður nætursvefn.
Innifalið: Hádegisverður


japan_1.jpg

 Föstudagur 25. mars- Skoðunarferð í Tokyo
Eftir morgunverð er lagt af stað að rótum Fuji-fjalls og ef veður leyfir er keyrt að Fuji 5th station sem er í 2300 hæð eða rúmlega hálfa leið upp fjallið og er eins langt og maður kemst upp án þess að klifra fjallið og þar getur maður séð á góðum degi undurfallegt útsýni yfir fjallgarða og landslag Honshu-eyjar sem er stærsta eyja Japans og gott er að vera með góðan jakka eða peysu þar sem hitastigs munurinn getur verið allt að 15 gráður. Þaðan er haldið að Ashi-vatni og farið um borð í endurgerð af evrópsku átjándu aldar skipi og siglt um vatnið. Þaðan er hægt að sjá Tori-hlið meðfram vatninu og stundum Fuji-fjall í fjarska. Að lokum er haldið til Hakone Togendai og tekin kláfur til Owakudani sem er staður sem minnir á Ísland með hveri og stórbrotið útsýni. Ekið heim á hótel og kvöldverður snæddur á japönskum veitingastað í göngufærði við hótelið.
Kvöldverður og gisting
Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður.


celebrity_millennium_cosmopolitan.jpg

Laugardagur 26. Mars.  Tokyo
Frjáls dagur í Tokyo, hver og einn getur notið dagsins. Fararstjóri verður einnig með hugmyndir um hvernig má njóta dagsins.
Innifalið Morgunveður.

Sunnudagur  27. mars - Ekið til hafnar og siglt af stað
Eftir morgunverð er farið frá hótelinu og komið um hádegisbil til Osanbashi-bryggunar í Yokohama til að fara um borð í skemmtiferðaskipið Celebrity Solstice.
Innritun fer fram við skipshlið og öll þjónusta til reiðu nema verslanir og spilavíti sem opna ekki fyrr en komið er á haf út. Um borð bíður okkar hádegisverður og síðan glæsilegur kvöldveður og skemmtun.


japan_4.jpg

Mánudagur 28. mars - Fuji-fjall (Shimizu), Japan
Komið til hafnar snemma morgun í Shimizu. Á heiðskírum dögum, einkum að vetrarlagi, sést Fuji-fjall (Fuji-san á japönsku) alla leið frá Tókýó, 100 kílómetra í burtu. Þegar hæsta fjall Japans skartar snjóhettu er það hin fullkomna póstkortsmynd af eldfjallskeilu. Þetta rómaða fjall er eitt frægasta tákn Japans, á því hefur hvílt helgi síðan í fornöld og konum var bannað að koma þangað allt fram á öndverða 20. öld.


kobe_japan_1.jpg

Þriðjudagur 28. mars -  Kobe, Japan  
Borgin Kobe er staðsett á Honshu eyju og er ein af líflegustu borgum í Japan. Borgin stendur á fallegri höfn en í baksýn er fjallgarður þaðan sem er stórbrotið útsýni yfir héraðið.
Kobe er einnig þekkt vegna hins hrikalega jarðskjálfta sem skók borgina og lagði hluta hennar í rúst árið 1995. Nú er hægt að heimsækja minnisvarða sem reistir hafa verið til heiðurs þeirra sem töpuðu lífi sínu á þessum erfiða tíma í sögu borgarinnar. 


japan_2.jpg

Miðvikudagur 30. mars – Á siglingu
Fyrsti dagur á siglingu og kjörið tækifæri til að skoða skipið og kynnast lystistemdum þess.
Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið. 

 

Fimmtudagur 31. mars - Kochi, Japan
Kochi er höfuðborg Kochi héraðsins á suðurströnd Shikoku. Borgin er lítil og notaleg en andrúmsloftið þar er frjálslegt með suðrænum blæ. Í Kochi er fjölmargt sem er áhugavert fyrir ferðamenn. Miðbærinn einkennist af vel varðveittum kastala sem stendur efst á hæð í miðbænum en kastalinn var reistur á miklu óeiningartímabili í sögu borgarinnar. Á öðrum fjallstoppi í grenndinni, Godaisan, heimsækja pílagrímar Chikurinji hofið sem er eitt af 88 hofum á Shikoku pílagrímsleiðinni. Borgin er einnig fræg fyrir að vera heimabær Sakamoto Ryoma, samúræjans sem gerði Meiji endurreisnina að veruleika. Sakamoto Ryoma Memorial safnið er staðsett á hinni fögru Katsurahama strönd, rétt suður af miðbænum.


nagasaki_japan_4.jpg

Föstudagur 1.april - Hiroshima, Japan
Hiroshima er helsta borg Chugoku héraðsins en í borginni búa yfir milljón einstaklingar.
Þegar fyrstu atómsprengjunni var sleppt yfir Hiroshima, þann 6. ágúst 1945, öðlaðist borgin vafasama heimsfrægð á örskotsstundu. Eyðileggingarmáttur sprengjunnar var gríðarlegur og útrýmdi hún nær öllu í tveggja kílómetra radíus.  Eftir stríðið var mikil vinna lögð í að endurreisa borgina. Spár um það að borgin yrði óbyggileg reyndust ekki sannar. Sögulegar minjar Hiroshima sem höfðu glatast í sprengingunni, til dæmis kastali Hiroshima og Shukkeien Garden, voru byggðar aftur. Stór garður var skipulagður í miðju borgarinnar og fékk hann nafn sem átti að endurspegla væntingar til hinnar endurreistu borgar: Friðargarðurinn eða Peace Memorial Park.


Celebrity Millennium_Celebrity_ sigling_sportsbar.jpg

Laugardagur 2. april- Á siglingu
Algjör lúxus að fá heilan dag til að sigla um framandi höf og njóta matar, drykkja og afþreyingar um borð í Celebrity Millennium.


nagasaki_japan_5.jpg

Sunnudagur 3 .april - Nagasakí, Japan
Borgin Nagasaki er heimsfræg fyrir að vera önnur þeirra stórborga sem urðu fyrir kjarnorkuárás í seinni heimsstyrjöldinni, en hin var Hiroshima.

 

Mánudagur 4. april - Busan, Suður Kóreu
Gaman er að uppgötva líflega menningu á ferð um Busan. Yongdusan garðurinn þar sem eru yfir 70 mismunandi tegundir af trjám og hinn frægi Busan turn sem gnæfir í um 20 metra yfir garðinn. Úr trjám og blómum er upplagð að fara á Jagalchi fiskmarkaðinn sem er sá allra stærsti in Kóreu og þar getur að líta, þar sem hægt er að sjá veiði dagsins. Gukje markaðurinn er risastór markaður sem allir verða að skoða og má m.a. nefna matargötuna.


celebrity_millennium2.jpg

Þriðjudagur 5.apríl - Á siglingu
Njótið alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi. Látið dekra við ykkur hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist. Eitt er víst að það er nóg að borða og drekka.


tokyo.jpg

Miðvikudagur 6.apríl - Hakodate, Japan
Hakodate er þriðja stærsta borgin í Hokkaido en hún er staðsett á suðurodda eyjarinnar. Hakodate er best þekkt fyrir stórfenglegt útsýnið frá Hakodate fjalli og bragðgóðar, ferskar sjávarafurðir. 
Borgin var ein af fyrstu japönsku hafnarborgunum sem opnaðar voru fyrir alþjóðlegan markað eftir að einangrunartímabili landsins lauk. Því hefur Hakodate orðið fyrir merkjanlegum áhrifum erlendis frá og helstu viðkomustaðir ferðamanna eru til dæmis vestrænt virki í borginni og hverfið sem áður var búsetusvæði erlendra íbúa.
Onuma garðurinn er einskonar þjóðgarður þar sem fallegt landslagið samanstendur af stöðuvötnum og eyjum. Svæðið er í um hálftímafjarlægð frá Hakodate og gaman er að koma við þar á leið sinni frá Hakodate til Sapporo.


japan.jpg

Fimmtudagur 7.apríl - Aomori, Japan
Aomori Port höfuðborg samnefnds héraðs, er staðsett á Mutsu flóa á norðuroddi Honsh eyar. Hér um slóðir blandast náttúra og menning í eina heild. Shirakami fjöllin sem faðma stærsta ósnortna beykiskóg í heimi eru á heimsminjaskrá UNESCO. Minnisvarðar um forna tíma er víða að finna í Aomori Port. Einnig er hægt að sökkva sér í róandi andrúmsloft Sannai-Maruyama sem eru stærstu rústir í Japan en talið er að þær séu frá því um 4-5000 fyrir Krist. 


Celebrity Millennium_Celebrity_ sigling_.jpg

Föstudagur 8.apríl - Á siglingu
Síðasti séns að njóta skipsins áður en komið verður til hafnar í Yokohama, leggjast á sólbekk við sundlaugina, smakka síðustu kokteilana og njóta sýningar um kvöldið.


tokyo_4.jpg

Laugadagur 9. april - Komið til Yokohama
Eftir morgunverð er haldið til Kamakura sem er borg sunnan Tókýó þar sem má finna mörg og hefðbundin gömul hús sem sýna byggingarlist Japans til forna. Heimsækjum Tsurugaoka Hachimangu musterið sem er einn af helgistöðum Shinto trúarinnar sem er trú byggð á Japönskum gildum og inniheldur marga guði eða “Kami” ekki ólíkt Ásatrúinni okkar. Förum líka á Komachi-Dori götuna en þar má finna hefðbundin japönsk sætindi og margt fleira. Frá Kamakura er ferðinni haldið aftur til Yokohama og Ramen núðlusafnið heimsótt bæði til að skoða og borða hádegismat. Eftir það er haldið aftur að Osanbashi og farið aftur um borð í Celebrity Millennium  þar sem gist er um nóttina. 

Sunnudagur 10. april - Heimferð
Morgunverður um borð í Celebrity Solstice áður en ekið er af stað á flugvöllinn, en brottför flugs SK 984 er kl. 11:50. Flogið til Kaupmannahafnar og áætluð lending kl. 16:10. Flogið heim með kvöldflugi Icelandair og komið til Keflavíkur kl. 22:30.

Sjá nánari ferðalýsingu

Siglilngin verður ekki farin

Celebrity Cruises hafa aflýst þessari siglingu, Nýjar dagsetningar væntanlegar

Hafa samband
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef HND

  14 klst.

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  jpy

  Japanskt yen

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun