fbpx Pílagrímaganga frá Sarzana ti Lucca | Vita

Pílagrímaganga frá Sarzana ti Lucca

Einstaklega skemmtileg gönguferð á slóðum pílagríma

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Pílagrímaganga frá Sarzana ti Lucca 

27.maí - 03.júní
Fararstjóri: Steinunn Harðardóttir

Þá er komið að fimmta áfanganum á leið okkar Göngu-Hrólfa eftir pílagrímaleiðinni til Rómar en hana fóru tugir Íslendinga á miðöldum.  Að þessu sinni er þráðurinn tekinn upp þar sem síðasta áfanga lauk. Þá var gist í Sarzana og gengið til Luni. Við höldum áfram þaðan og endum í borginni Lucca. Þegar hafa Göngu Hrólfur og Vita sport boðið upp á pílagrímagönguferðir frá Lucca til Siena, úr St. Bernharðsskarði og um Aostadalinn, yfir Appeninafjöllin um Cisaskarðið til Luni og síðustu 120 km til Rómar.                  Árið 990 lýsti Sigríkur erkibiskup af Kantaraborg áfangastöðum sínum á göngu til baka frá Róm. Leið hans sem liggur frá Englandi gegnum Frakkland, Sviss og Ítalíu er kölluð Via Francigena. Hún er 1700 km. og 89 áfangar ef gengnir eru 20 km á dag. Við förum í fótspor hans en þó einkum Nikulásar ábóta frá Munkaþverá “Munkaþverárleið”. Nikulás gekk til Rómar frá Íslandi og lýsti leiðinni í ritinu “Leiðarvísir og borgarskipulag” árið 1154. Á göngunni fræðumst við um ferðir íslenskra pílagríma til Rómar á miðöldum og heyrum söguna af hinni “helgu ásjónu” en hún tengir saman borgirnar Sarzana og Lucca. Þessi áfangi er nokkuð styttri og auðveldari en þeir fyrri utan eins langs göngudags. Því er hægt að staldra við og fræðast um hið áhugaverða landsvæði sem farið um. Gönguleiðin er við rætur Apuan alpanna sem eru einstök marmarafjöll. Úr þeim hefur verið unninn marmari frá tímum Rómverja og þangað sótti Michelangelo hvíta marmarann í Davíðsstyttuna og fleiri verk. Við heimsækjum marmarahelli, förum í marmaranámu og á listasafn með marmarahöggmyndum. Við skoðum líka merkan kastala, förum í vínsmökkun, fáum leiðsögn um Lucca og göngum með fornri vatnsleiðslu til borgarinnar. Eina, mögulega tvær nætur verður gist í pílagrímagistingu með 3-6 manna herbergjum annars er gist í tveggja manna herbergjum á gistiheimilum eða hótelum. Tvisvar verður gist tvær í nætur á sama stað, í strandbænum Marina di Pietrasanta og í Lucca Farangur er fluttur milli staða og bíll fylgir hópnum svo ekki þarf alltaf að ganga alla dagleiðina. Lágmarksfjöldi er 12 manns hámarksfjöldi 20.

Dagur 1.  Malpensa til Sarzana

Lent í Milano um kl.14:45 og  ekið til bæjarins  Sarzana. Eftir rúmlega þriggja tíma akstur komum við okkur  fyrir á gistiheimilinu  Albergo La Villetta ** Sarzana  sem tilheyrir Liguriu var síðasti gistilstaðurinn í pílagrímagöngu Göngu Hrólfs yfir Cisaskarð 2021. Bærinn byggðist upp vegna nálægðar við rómversku hafnarborgina Luni og efldist mjög  á 10.-11.öld. Í kjölfar pílagrímaferða á miðöldum varð Sarzana fljótlega miðstöð svæðisins. Umhverfis borgina eru rammgerðir borgarmúrar sem setja mikinn svip á hana.

Dagur 2.  Frá Sarzana með lest til Carrara-Avenza, síðan gengið til  Massa 14 km

Við tökum það rólega um morguninn og gefum okkur tíma  að skoða Sarzana, heimsækja kirkjuna og fræðast um „hina helgu ásjónu“, goðsögn sem tengir Sarzana við Lucca . Til að hefja gönguna um það bil þar sem Cisa gangan endaði förum við stuttan spöl með lest á Carrara- Avenza lestarstöðina. Þaðan er gengið meðfram Apuan ölpunum til Massa. Við förum um hæðirnar þar sem ANDIA, vín svæðisins er framleitt, tökum hádegishlé við  Candia vínbúgarðinn og skolum niður nestinu með víni staðarins. Í Massa gistum við í Palazzo Nizza sem er í gamla miðbænum. Þetta er pílagrímagisting sem nýlega hefur verið endurgerð og er nú sú besta á allri pílagrímaleiðinni til Rómar. Gengið 5 tíma, 14 km. hækkun 150 m. Hádegisnesti á eigin vegum. Kvöldverður bænum, Gisting Ostello Palazzo Nizza                                                                   

Dagur 3.Massa- Pietrasanta (16Km).

Við byrjum daginn á að heimsækja Malaspina kastalann sem er stór og voldug miðaldabygging. Þaðan er einstakt útsýni til strandarinnar. Frá um 1500 til 1900 var Massa höfuðborg sjálfstæða furstadæmisins Massa og Carrara sem var stjórnað af Malaspina ættinni. Eftir heimsóknina er lagt í hann og haldið yfir hæðahryggi eftir stígum sem leiða okkur inn í Lucca héraðið og til Pietrasanta. Á göngunni er víða einstaklega fallegt útsýni. Pietrasanta er heillandi miðaldabær með rætur frá tímum Rómverja. Hann er söguleg miðstöð Versilia svæðisins og telst höfuðborga marmaravinnslu í heiminum. Þarna eru um 50 verkstæði sem vinna listaverk og listmuni úr marmara. Í Pietrasanta búa og dvelja listamenn allstaðar að, þeir frægustu eru Igor Mitoraj and Fernando Botero. Vegna þessa hefur bærinn stundum verið kallaður Litla Aþena. Við gefum okkur góðan tíma til að skoða gamla miðbæinn áður en okkur er skutlað niður að ströndinni til Marina di Pietrasanta þar sem við gistum næstu tvær næturnar á góðu gistiheimili.            Gengið 7 tíma,16.km. hækkun 250 og lækkun. Kvöldmatur og gisting.                                                                                                                    

Dagur 4. Pietrasanta frá ströndinni og inn í Apuan                                                                                                            

 Þessi dagur er helgaður marmarafjöllunum og nágrenni Pietrasanta. Við heimsækjum marmaranámur og hella og síðar listasafn.  Við búin við ströndina en eftir um 30 mín akstur erum við komin að  bröttum hlíðum Apuan alpanna og í þorpið Levigliani. Þar eru fyrstu kynni okkar af leyndardómum marmarafjallanna. Við heimsækjum stóra  marmaranámu og fræðumst um marmaravinnslu fyrr og nú. Eftir hádegi förum við í einstakan kalkhelli í Corciha fjallinu en hellakerfið þar er  eitt stærsta „carsic“ kalkhellakerfi í Evrópu. Við förum bókstaflega inn í fjallið og fáum um tveggja tíma leiðsögn og fræðslu um jarðfræði marmarafjallanna og þessa einstöku hella. Að því loknum er haldið til baka til  Marina di Pietrasanta. Rétt fyrir kvöldverð förum við í létta göngu eftir ströndinni til að njóta sólarlagsins. Kvöldverður á hótelinu   

Dagur 5.Pietrasanta- Camaiore (14 Km)

Framundan er þægilegur dagur, áður en haldið er af stað gefum við okkur tíma til að heimsækja höggmyndasafnið í Pietrasanta, Museo Dei Bozzetti. Fyrir 5 öldum kom Michelangelo þarna til að sækja marmara í verk sín. Enn í dag búa margir listamenn hér í lengri eða skemmri tíma til að vinna listaverk úr marmara og afla sér þekkingar um þetta einstaka efni. Af þeim sökum hefur listasafni staðarins áskotnast verk frá mörgum af frægustu myndhöggvurum heims m.a. Botero og Mitoraj.  Gönguleiðin liggur síðan upp og niður um mis hæðótt landslag. Þegar komið er til Camaiore gefum við okkur góðan tíma til að kynnast fornri sögu bæjarins en hann ber þess merki að hafa verið áfangastaður pílagríma um langan aldur. Camaiore er stærsti bærinn á Versilia svæðinu með um 32.000 íbúa. Á tímum Rómverja voru þarna miklar herbúð “Campus Maior”og er nafn bæjarins  dregið af því. Camaiore var mikilvægur áfangastaður á via Cassia leiðinni og efldist mjög á miðöldum vegna pílagrímaferðanna. Sigrikur kallaði bæinn Campmaior en þarna var 27 áfangi hans. Við höldum síðan áfram á gististaðinn sem er pílagrímagisting í miðaldabyggingu rétt utan við bæinn. (3-6 mannaherbergi)  Gengið 5 tíma, 14 km. hækkun og lækkun  250 m. kvöldverður og gisting  Ostello La Pieve 

Dagur 6. Camaiore - Lucca (26Km)
 

Þetta er langur dagur sem tekur á, en eins og áður verður hægt fá akstur á áfangastað hluta af leiðinni. Haldið er gegnum Valpromaro svæðið og yfir hæðirnar sem liggja að Sercio ánni og dalnum sem hún hefur grafið. Lokatakmarkið er Lucca andleg og efnahagsleg miðstöð svæðisins.  Eftir þennan krefjandi dag er gott að dvelja á góðu og þægilegu hóteli næstu tvær nætur. Lucca  er einstaklega fallegur bær, umlukinn vel varðveittum borgarmúrum og stærsta torgið var áður rómverskur leikvangur. Nikulás ábóti kallar borgina “Lukku, þar sé biskupsstóll að Maríukirkju og róða sem Nikódemus lét gera eftir guði sjálfum”   „hin helga ásjóna“.  Gengið um 8 tíma,26 km. hækkun 450 lækkun 550. Kvöldmatur í bænum gisting  Albergo San Martino & Diana*** – LUCCA            

Dagur 7. Meðfram vatnsleiðslunni til Lucca  (8 Km) og borgarganga í Lucca.

Í dag höldum við gangandi frá Lucca um hæðirnar sem kallast“Pisan”fjöllin en þau skiljað að héröðin Pisa og Lucca. Við fylgjum fornri vatnsleiðslu sem enn sér borginni fyrir vatni, hún liggur um fallega náttúru og landslag sem kemur mörgum á óvart.  Um leið og við fræðumst um þetta einstaka mannvirki kynnumst við einnig sögu Lucca. Í hádeginu veljum við okkur fallegan stað fyrir síðasta hádegisnestið. Þegar við komum aftur til borgarinnar göngum við þar um götur og torg og fáum um tveggja tíma leiðsögn um spennandi sögu þessarar fornu borgar. Gangan tekur um 4 tíma , borgarganga með leiðsögn ca 2 tímar. Kvöldverður í borginni. Gisting Albergo San Martino & Diana*** – LUCCA 

Dagur 8. frjáls dagur í Lucca, akstur til Malpensa  og flug til Keflavíkur 
Við eigum flug frá Malpensa kl 15:45   

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef GON

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun