fbpx Pílagrímaganga Sankti Bernharðsskarð | Vita

Pílagrímaganga Sankti Bernharðsskarð

Ásamt Aostadalnum

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband

Myndagallerí

Sankti Bernardsskarðið og Aostadalurinn 24.-31. ágúst 2019

Undanfarin ár hafa Göngu Hrólfur og Vita Sport boðið upp á gönguferðir um hluta pílagrímaleiðarinnar til Rómar. Magnús Jónsson sagnfræðingur hefur leitt þessar ferðir og hafa íslenskir gönguhópar fylgt honum frá Lucca til Siena og síðan áfram til  borgarinnar eilífu Rómar. Nú vendum við okkar kvæði í kross og höldum upp í Alpana og hefjum gönguna í hinu þekkta Sankti Bernharðsskarði. Þar er Via Francigenaleiðin hálfnuð og þar er hæsti hluti hennar. Árið 990 lýsti Sigeric erkibiskup af Kantaraborg áfangastöðum sínum á göngu til Rómar. Leið hans sem liggur frá Englandi gegnum Frakkland, Sviss og  Ítalíu hefur verðið kölluð Via Francigena. Hún er 1700 km. og 89 áfangar ef gengnir eru 20 km á dag. Í Sviss mætir hún leið Nikulásar ábóta frá Munkaþverá “Munkaþvérárleið” sem við erum að fylgja. Nikulás gekk til Rómar frá Íslandi og lýsti leiðinni í ritinu “Leiðarvísir og borgarskipulag” árið 1154. Þar segir hann: “frá Máritinusarborg eru tvær dagleiðir til Bjarnarðsspítala,(St Bernharðsskarð) hann er kominn á fjall upp….Þá er Ágústa(Aosta) góð borg” Við hefjum gönguna á hæsta hluta leiðarinnar í 2473 metra hæð og gistum á hosteli sem var stofnað á 11.öld af Saint Bernard d’Aoste og hefur hýst pílagríma á leið til Rómar síðan. Staðurinn er þekktur fyrir björgunarhundana sem enn eru tákn Sviss. Úr skarðinu liggur leiðin niður í Aosta dalinn og í höfuborg svæðisins Aosta sem er krýnd einstökum fjallatindum. Í Aosta er fjöldi rómverskra minja sem gaman er að skoða. Leiðin liggur meðfram áveituskurðum,vínökrum og köstulum og eftir fornri rómverskri leið. Síðasti áfangastaðurinn er borgin Ivera í Pietmonte héraðinu. Gistingin er bæði í pílagrímagistingum með 3-6 manna herbergjum og á hótelum með tveggja manna herbergjum. Hádegisverður á eigin vegum alla dagana. Farangur er fluttur milli staða og bíll fylgir hópnum svo ekki þarf alltaf að ganga alla dagleiðina. Hámarks og lágmarksfjöldi er 12 manns.

Dagur 1 Keflavík -Milano -St.Bernharðsskarð                                                       

Flogið frá Keflavík til Mílano og ekið beint upp i Sankti Bernharðsskarðið, um fjögurra tíma akstur. Komið á áfangastað um eða eftir miðnætti og gist í  Auberge de l'Hospice

Dagur 2 St. Bernarðsskarðið- Echevennoz (15Km)

Við tökum það rólega um morgunin og skoðum „Museum of  Hospice“ safn og sýningu um gistiheimilið sem var stofnað á 11.öld til að hýsa pílagríma við skoðum líka táknrænt skarð frá Norður Evrópu yfir Alpana á leið til Rómar. Við erum í um 2500 metra hæð yfir sjávarmáli og allt  um kring blasir við einstakur fjallahringur. Við njótum fegurðar fjallanna áður en gangan hefst. Haldið er niður dal í áttina að  þorpinu Echevennoz sem er í 1230 metra hæð. Þetta er þægileg ganga og brattinn er ekki mjög mikill. Gist í Echevennoz.  Gangan tekur um 5-6 tíma og  lækknunun er 1250 m á 15 kílómetrum. Hádegiverður piknik á eigin vegum. Gisting og kvöldmatur.

Dagur 3  Echevennoz-Aosta  (14Km)                                                                                        

Við höldum áfram göngunni niður dalinn og tökum eftir breytingum sem verða á gróðri og landslagi þegar neðar er komið.  Leiðin liggur meðfram svokölluðum „rus“  litlum áveituskurðum sem leiða vatn niður fjöllin til að vökva ávaxtatré neðar í dalnum. Göngunni lýkur í Aosta sem er höfuðborg þessa svæðis. Þar má finna mjög mikið af minjum frá tímum Rómverja sem við skoðum að sjálfsögðu. Gist á hóteli í bænum. Gengið 5 tíma, lækkun 700 metrar á 14 km. Piknik hádegisverður á eigin vegum, kvöldmatur og gisting

Dagur 4 Meðfram Dora ánni 28 km(hægt er að fá akstur hluta leiðarinnar)

Þetta er langur dagur þar sem fylgt er hægri bakka árinnar Dora. Á leiðinni er farið framjá vínekrum og kastölum sem segja má að séu aðal þema dagsins. Göngunni lýkur í bænum Chatillion. Þegar komið er inn í bæinn blasir við einstakur Alpa-fjallahringur. Gengið 8 tíma, hækkun 500 m, lækkun 500 m, 28 km. Piknik hádegisverður. ( Ath hægt er að stytta gönguna og fá akstur síðasta hluta leiðarinnar) Gisting og kvöldverður Hotel Rendez Vous 

Dagur 5 Chatillon- Verres (18Km)

Þetta er þægilegur dagur en farið er svolítið  upp og niður þegar  hliðardalir eru þveraðir.  Á leiðinni er gaman að stoppa við kastalana Sain Germain og Saint Vincent . Síðar um daginn lendum við á hinni fornu rómversku leið “via delle Gallie”  og þegar komið er  til  Verres blasir við einstök fjallasýn. Gengið 6 tíma, hækkun 350 m lækkun 450 m , 18. km.Gisting og kvöldverður: Il Casello B&B     

Dagur 6      Verres – Pont Saint Martin (15Km)

Framundan er mjög fjölbreytt gönguleið um fallega náttúru og farið er í hina einstöku kirkju Saint Martin's Parish í Arnad. Það má segja að það sé merkasti staðurinn á þessum hluta pílagrímaleiðarinnar til Rómar það er í Aostadalnum. Leiðin liggur síðan yfir tvær fornar brýr  við Echallod og  Bard. Bard er fallegt þorp í skugga mikils varnarvirkis sem hýsir Alpa safnið. En líka og ekki síður þá liggur þar leiðin að  Donna  við rómversku leiðina „via della Galle“. Göngunni lýkur svo við rómversku brúna Pont Saint Martin. Gengið 6 tíma, hækkun 150 m, lækkun 150 m, piknik eins og vanalega. Gisting og kvöldverður, Hotel Ponte Romano – Point S.Martin ponteromano.it        

Dagur 7      Verre- Ivrea (22Km)

Við göngum enn um þægilegt gönguland og höldum nú inn á Piedmont svæðið þar sem skiptast á hæðir og lægðir. Gengið er eftir fallegum og sérstæðum stígum á milli lítilla og skemmtilegra þorpa. Arkitektúrinn í San Lorenzo, þorpinu sem og  Montestrutto og Montalto kastalanum er mjög athyglisverður. Gengið 6 tíma, hækkun 250 m, lækkun 350m,  22 km. Piknik eins og vanalega. Gisting og kvöldverður Albergo Luca         

Dagur 8   Ivrea  frjálsdagur og heimferð

Um morguninn er hægt að skoða sig um í  Ivrea sem er áhugaverð og þægileg borg í  Piedmonte, líklega sú stæsta sem við heimsækjum í þessari ferð. Eftir hádegi er svo lagt af stað til Milano og síðan flogið til Keflavíkur.                                                                                                                        

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef MXP

  3:50

  Hádegisflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun