fbpx Pílagrímaganga um Cisa skarðið | Vita

Pílagrímaganga um Cisa skarðið

Einstaklega spennandi hluti pílagrímaleiðarinnar til Rómar

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Pílagrímganga- Úr Cisaskarði um Apenninafjöll að Miðjarðarhafi.

Cisaskarðið og Appennianafjöllin  er einstaklega spennandi hluti pílagrímaleiðarinnar til Rómar sem tugir Íslendinga gengu á miðöldum. Þegar hafa Göngu Hrólfur og Vita sport boðið upp á gönguferðir úr St. Bernharðsskarði og um Aostadalinn, milli Lucca og Siena og síðustu 120 km til Rómar. Magnús Jónsson sagnfræðingur hefur leitt þessar ferðir og hafa íslenskir gönguhópar fylgt honum og fræðst um íslenska pílagríma sem hafa farið þessa leið. Árið 990 lýsti Sigríkur erkibiskup af Kantaraborg áfangastöðum sínum á göngu til Rómar. Leið hans sem liggur frá Englandi gegnum Frakkland, Sviss og  Ítalíu hefur verðið kölluð Via Francigena. Hún er 1700 km. og 89 áfangar ef gengnir eru 20 km á dag. Við förum í fótspor hans en þó einkum  Nikulásar ábóta frá Munkaþverá “Munkaþvérárleið”. Nikulás gekk til Rómar frá Íslandi og lýsti leiðinni í ritinu “Leiðarvísir og borgarskipulag” árið 1154. Að þessu sinni  höldum við yfir Appenninapföllin um Cisaskarðið. Þetta er einstaklega falleg og fáfarin leið um fjöll og dali,yfir skörð (Cisa 1030mys) um miðaldabæi og þorp alla leið niður að sjó til hinnar fornu rómversku hafnarborgar Luna. Farið er um Emilia Romana,Toscana og Liguriua allt mikilvæg héröð á Ítalíu sem þekkt eru fyrir matargerð.
Fjórar nætur er pílagrímagisting (sem sumar eru í gömlum kastölum)  með 3-6 manna herbergjum og þrjár á hótelum í tveggja manna herbergjum. Farangur er fluttur milli staða og bíll fylgir hópnum svo ekki þarf alltaf að ganga alla dagleiðina.
Lágmarksfjöldi er 12 manns

DAGUR 1. 25.5.20 20 Frá  Malpensa  til Berceto
Lent í Milano um kvöldmatarleyti,ekið í um þrjá tíma til bæjarins Berceto og gist á hótel  Vittoria** (http://www.darino.it/ ) Berceto var síðasti áfangastaður miðaldapílagríma áður en þeir fóru yfir Cisa skarðið og Appeninafjöllin. Bærinn byggðist  kringum dómkirkjuna St. Moderanno sem er frá 11 öld.  Sigríkur biskup dvaldi hér á leið sinni heim frá Róm. (Áfangi XXIII)  Í bænum er mikið af fallegum hlöðnum steinhúsum með utaná liggjandi tröppum upp á efti hæðina.(balchio). Undir þeim voru sjoppur og svínastíur. Í brunninum „font Romea“ er náttúrulegt sódavatn sem vert er að bragða á.                                                                               

DAGUR 2. 26.5.20 :  Berceto í Cisa skarð og fjallshryggi.(7km)                                                                        
Um morguninn gefst tíma til að skoða bæinn Berceto ,kirkju St.Moderanno og fræðast um ferðir pílagríma um Appeninafjöllin. Við erum við rætur þessa fjallgarðs sem liggur eins og hryggjarsúla eftir endilangri Ítalíu. Síðan tekur við sjö kílómetra ganga upp í Cisa skarðið þar sem gist verður á hosteli næstu nótt. Í skarðinu gefst góður tími til að fara í skemmilega gönguferð eftir fjallshryggjum Appeninafjallanna þar sem oft eru hjarðir af villtum hestum og  við blasir einstakt útsýni.                                           
Gisting á Hostel Passo Cisa www.ostellipassocisa.it  Gengið 7 km. í 2 tíma, hækkum 150 m. Við bætist ganga um bæinn og útsýnisganga í skarðinu.     
                                                                                                                
DAGUR 3 miðvikudagur27.5.20 Cisa skarð-Pontremoli (22Km)                                                                              
í dag yfirgefum við Emilia Romana sýsluna sem tók á móti okkur og göngum inn Lunigiana héraðið í Toscana. Þar réðu  Liguriu Apuanar ríkjum fyrr á öldum. Þeir stóðu af sér allar árásir þar til 179 að Rómverjar náðu yfirhöndinni. Saga hérðasins er nátengd ferðum pilagríma til Rómar þvi um það lá leiðin í Cisaskarðið, það auðveldasta úr  Po dalnum yfir Appenninafjöllin. Vegna valdabaráttu aðalsætta frá Flórens,Pisa og Genova er gífulegur fjöldi kastala og varnarmannvirkja á svæðinu. Lungniana einkennist lika af að vera á mörkum Emilia Rómana,Toscana og Liguriu. Framundan er fjölbreyttur og krefjandi dagur um villta náttúru og upp á hæðir með einstöku útsýni. Haldið er úr skarðinu sem er í 1030 m hæð niður í dalinn sem áin Marga hefur grafið. Farið um fjallastíga, beyki og kastaníuskóga ,yfir ár á fagurlega gerðum steinbrúm, gegnum falleg fjallaþorp með fáeinum fjallabúum og niður til Ponteremoli.  Bærinn er menningarmiðstöð Lunigiana héraðsins. Við gistum í Castle of Piagnaro sem er hostel í einstakri miðaldabyggingu. Kvöldverður í bænum þar sem borið verður fram úrval af því besta í Lugniana. Gengið 7 tíma  22Km hækkun 450m en lækkun  900m,
Gisting  Castello Piagnaro https://www.statuestele.org/foresteria-castello-del-piagnaro/.                                                                                                                                                                                                      

DAGUR 4 28.5.20 Pontremoli – Bagnone (20Km)                                                                                           
Í Pontremoli erum við í nyrsta sveitafélagi Toscana  og sögulegri miðstöð Lunigiana. Hún var um langt skeið helsta borg Lángbarða og  byggingar, brýr, kastalar bera langri sögu vitni. Blómlegasta tímabilið var  1700-1900,þá var borgin á mörkum valdasvæða greifanna af Toscana og Parma. Piagnaro kastalinn sem stendur á hárri klöpp er frá 11 öld .Nú er þar pílagrímagististaðurinn sem við gistum í. Sigríkur biskup gisti hér í áfanga XXI en líklega ekki í kastalanum. Í Pignano er einstakt safn „Museo statue stelle“ með tilhöggnum uppreistum sandsteinum allt frá 6.öld fyrir Krist. Við gefum okkur auðvitað tíma til að skoða það. Framundan er síðan frábær en nokkuð langur dagur um sveitahéröð. Við fylgjum Marga ánni og göngum að hluta gegnum skóglendi og miðaldaþorp með listilega hlöðnum steinhúsum, en steinhleðslur eru einkennandi fyrir þetta svæði.  Við förum aðeins út af hinni hefðbundnu pílagrímaleið til að upplifa betur andrúmsloft miðalda áður en við komum til Bagnone sem stendur á klöpp við mikið gil.                                            
Gengið 5-6 tíma,20 km hækkun um 300 m lækkun 250m. Kvöldverður í Bagnione  Gisting Hostel La Gutula Bagnone (https://www.terredilunigiana.com/bagnone/foresteriagutula.php.                                                                       

DAGUR 5 29.5.20 Bagnone-Terrarossa (14Km)                                                                                             
Þetta er þægilegu dagur og tími gefst til að skoða smáþorpin á leiðinni. Filetto er miðaldabær sem hýsti eitt sinn hostel san Giacomo de Altopasio,það hús stendur enn.  Utan við bæinn er kirkjan St Georgs frá 12.öld, hún varðveitir merkilengan stein frá tímum Langbarða. Hann er 752 ára gamall. Bærinn Virgoletta er frá svipuðum tíma, hliðið út úr honum það sem pílagrímar fara um er einstaklega fallegt.  Húsin eru líka augnayndi þar sem þau halla sér hvert að öðru í tveimur bröttum fjallshlíðum. Gárungarnir segja að það sé jafnvel útsýni úr úr svínastíum og kjallörum. Enn fáum við að upplifa nótt í einum af hundrað köstulum Lunigiana. Kastalinn Terrarossa, er rétt utan við bæinn Aulla. Hér þrengist  dalurinn verulega og sunnan bæjarins tekur héraðið Liguria við.  Eins og um aðrar borgir í Lunigiana er saga Aulla tengd Malaspinaættinni sem réði hér um aldir. Sigrígur dvaldi í Aulla á XXXIII degi .Gengið 5 tíma, 14 km hækkum 250 lækkun 250  gisting Castello Terrarossa. Kvöldverðir í þorpinu. (https://www.istitutovalorizzazionecastelli.it/cast ellomalaspinaditerrarossa/.                                                                                                                                                                                              

DAGUR 6 30.5.20 Terrarossa-Sarzana (22Km)                                                                                             
Þetta er nokkuð strembin dagur því til að komast til  Sarzana í Liguriu frá Aulla þarf að fara yfir hæðirnar sem skilja að Liguriu og Toscana. Á leiðinni er einstakt útsýni yfir hina úfnu Apuan Alpa sem geyma margar frægar marmaranámur og til La Specia og flóans fyrir utan. Sarzana sem er andleg miðstöð svæðisins byggðist í tengslum við rómversku hafnarborgina Luni.  Hún dafnaði  á 10.-11.öld í tengslum  við ferðir pílagríma. Sarzana varð fljótlega miðstöð svæðisins og umhverfis hana eru rammgerðir borgarmúrar sem setja mikill svip á borgina. 
Síðustu tvær næturnar gistum við á hóteli í Sarzana. Gengið 6 tíma ,22 km.hækkun 450 m lækkun 450 gisting og kvöldverður í  Albergo La Villetta – Sarzana(SP) www.albergolavilletta.it/                                                                                                    

DAGUR 7  31.05.20 Sarzana  til Luni og rómverskar minjar 7 km.                                                                       
Í dag liggur leiðin til hinnar sögulegu hafnarborgar  Luni en þangað eru aðeins  sjö km og gönguleiðin liggur að mestu um þéttbýlt svæði. í Luni heimsækjum við áhugaverðar Rómverskar fornminjar en Rómverjar byggðu Luni um  177 þegar sigur yfir  Langbörðum var að nást. Bærinn var þeim mjög mikilvægur þar sem þar var útflutningshöfn fyrir marmara sem var unnin í námum í Carrara og víðar í fjöllunum í kring. Þar sem bærinn var ekki varinn af borgarmúrum varð hann oft fyrir árásum og vegna framburðar Margarárinnar varð umhverfið smá saman að óheilnæmu feni. Fólk yfirgaf bæinn því smá saman og settist að í þorpum í fjöllunum. Sigríkur dvaldi hér á 28 degi . Við skoðum fornleifauppgröftinn í fylgd með sérfræðingi og fræðumst um fyrrum mikilvægi borgarinnar. Síðan förum við aftur til Sarzana með lest. Þar og  byggingar, brýr, kastalar bera langri sögu vitni. Blómlegasta tímabilið var  1700-1900,þá var borgin á mörkum valdasvæða greifanna af Toscana og Parma. Piagnaro kastalinn sem stendur á hárri klöpp er frá 11 öld .Nú er þar pílagrímagististaðurinn sem við gistum í. Sigríkur biskup gisti hér í áfanga XXI en líklega ekki í kastalanum. Í Pignano er einstakt safn „Museo statue stelle“ með tilhöggnum uppreistum sandsteinum allt frá 6.öld fyrir Krist. Við gefum okkur auðvitað tíma til að skoða það. Framundan er síðan frábær en nokkuð langur dagur um sveitahéröð. Við fylgjum Marga ánni og göngum að hluta gegnum skóglendi og miðaldaþorp með listilega hlöðnum steinhúsum, en steinhleðslur eru einkennandi fyrir þetta svæði.  Við förum aðeins út af hinni hefðbundnu pílagrímaleið til að upplifa betur andrúmsloft miðalda áður en við komum til Bagnone sem stendur á klöpp við mikið gil.     Gengið 5-6 tíma,20 km hækkun um 300 m lækkun 250m. Kvöldverður í Bagnione  Gisting Hostel La Gutula Bagnone (https://www.terredilunigiana.com/bagnone/foresteriagutula.php.                                                                                                                                                                  

DAGUR 5 29.5.20 Bagnone-Terrarossa (14Km)                                                                                             
Þetta er þægilegu dagur og tími gefst til að skoða smáþorpin á leiðinni. Filetto er miðaldabær sem hýsti eitt sinn hostel san Giacomo de Altopasio,það hús stendur enn.  Utan við bæinn er kirkjan St Georgs frá 12.öld, hún varðveitir merkilengan stein frá tímum Langbarða. Hann er 752 ára gamall. Bærinn Virgoletta er frá svipuðum tíma, hliðið út úr honum það sem pílagrímar fara um er einstaklega fallegt.  Húsin eru líka augnayndi þar sem þau halla sér hvert að öðru í tveimur bröttum fjallshlíðum. Gárungarnir segja að það sé jafnvel útsýni úr úr svínastíum og kjallörum. Enn fáum við að upplifa nótt í einum af hundrað köstulum Lunigiana. Kastalinn Terrarossa, er rétt utan við bæinn Aulla. Hér þrengist  dalurinn verulega og sunnan bæjarins tekur héraðið Liguria við.  Eins og um aðrar borgir í Lunigiana er saga Aulla tengd Malaspinaættinni sem réði hér um aldir. Sigrígur dvaldi í Aulla á XXXIII degi .Gengið 5 tíma, 14 km hækkum 250 lækkun 250  gisting Castello Terrarossa. Kvöldverðir í þorpinu. (https://www.istitutovalorizzazionecastelli.it/cast ellomalaspinaditerrarossa/.                                                                                                                                                                                             

DAGUR 6 30.5.20 Terrarossa-Sarzana (22Km)                                                                                             
Þetta er nokkuð strembin dagur því til að komast til  Sarzana í Liguriu frá Aulla þarf að fara yfir hæðirnar sem skilja að Liguriu og Toscana. Á leiðinni er einstakt útsýni yfir hina úfnu Apuan Alpa sem geyma margar frægar marmaranámur og til La Specia og flóans fyrir utan. Sarzana sem er andleg miðstöð svæðisins byggðist í tengslum við rómversku hafnarborgina Luni.  Hún dafnaði  á 10.-11.öld í tengslum  við ferðir pílagríma. Sarzana varð fljótlega miðstöð svæðisins og umhverfis hana eru rammgerðir borgarmúrar sem setja mikill svip á borgina.  Síðustu tvær næturnar gistum við á hóteli í Sarzana. Gengið 6 tíma ,22 km.hækkun 450 m lækkun 450 gisting og kvöldverður í  Albergo La Villetta – Sarzana(SP) www.albergolavilletta.it/                                                                                                    

DAGUR 7  31.05.20 Sarzana  til Luni og rómverskar minjar 7 km.                                                                       
Í dag liggur leiðin til hinnar sögulegu hafnarborgar  Luni en þangað eru aðeins  sjö km og gönguleiðin liggur að mestu um þéttbýlt svæði. í Luni heimsækjum við áhugaverðar Rómverskar fornminjar en Rómverjar byggðu Luni um  177 þegar sigur yfir  Langbörðum var að nást. Bærinn var þeim mjög mikilvægur þar sem þar var útflutningshöfn fyrir marmara sem var unnin í námum í Carrara og víðar í fjöllunum í kring. Þar sem bærinn var ekki varinn af borgarmúrum varð hann oft fyrir árásum og vegna framburðar Margarárinnar varð umhverfið smá saman að óheilnæmu feni. Fólk yfirgaf bæinn því smá saman og settist að í þorpum í fjöllunum. Sigríkur dvaldi hér á 28 degi . Við skoðum fornleifauppgröftinn í fylgd með sérfræðingi og fræðumst um fyrrum mikilvægi borgarinnar. Síðan förum við aftur til Sarzana með lest. Þar höfum við tima til að ganga upp í hlíðarnar við bæinn til að njóta útsýnis yfir svæðið. Gengið 2 tíma til Luni og síðan um fornminjarnar.
Gisting og kvöldverður í www.albergolavilletta.it/                                                          

DAGUR 8  01.06.20 Frjáls tími og heimferð                                                                                             
Sarzana  er ekki alveg við sjóinn en hann er ekki langt undan og það er hægt að nota morguninn til að fara með strætó niður á strönd. Einnig er gaman fá sér göngutúr að kastalanum sem setur svip á Sarzana eða bara gefa sér tíma í bænum. Brottför til Milano er fljólega eftir hádegi og flogið er um kvöldmatarleitið.

SJÁ NÁNARI FERÐALÝSINGU
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Erfiðleikastig

  • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef MXP

    3:50

    Hádegisflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun