fbpx Portúgal | Vita

Portúgal

Beint flug til Faro

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Portúgal - Beint flug með Icelandair til Faro

Fallegt og fjölbreytt svæði. Djúp og rík menning.

Lækkaðu verð ferðarinnar um allt að 60.000 kr á mann með Vildarpunktum Icelandair

Kynntu þér VITA Vernd og bókaðu án allra skuldbindinga. Kjósir þú að afbóka ferðina allt að 6 vikum fyrir brottför færðu endurgreitt að fullu.

Almennar sóttvarnir gilda á öllum hótelum sem VITA er með samning við. Handsprittun, grímunotkun þar sem við á og 1-2 metra fjarlægðarregla. Herbergi eru sótthreinsuð á milli gesta.

Portúgal
Söguleg dulúð og litadýrð um allt samfélagið. Þess vegna er stundum alhæft og sagt að í Portúgal ráði rómantíkin. Landið hefur heillað þúsundir Íslendinga sem hingað til hafa aðallega farið til Albufeira. Þetta er fallegur bær í hinu veðursæla Algarve héraði. Algarve er toppurinn, klettótt strönd með hvítum sandinum inn á milli. Svæðið er þekkt fyrir menningu sína og sögulegar minjar, allt frá tímum Rómverja, glæsihótel nútímans, matargerð og aðrar lífsnautnir. Vegalengdir og fjarlægðir eru ekki miklar, hæglega er hægt að aka til suðvesturodda Evrópu, Cape St. Vincent og horfa út á Atlantshafið eða bæjarins Tavira við Spánarlandamærin í austri og skoða sögulegar byggingar og húsagerð, - eða skjótast í stórverslanir eða víðfrægar verslanagötur Albufeira. U.þ.b. 200 km. eru héðan til Lissabon og jafnlangt til Sevilla á Spáni.


albufeira_algarve_portugal_1.jpg

Albufeira

Albufeira er notalegur 37.000 manna bær  í suðurhluta Portúgal.   Þröngar götur,  hvítkölkuð hús og marglitir bátar bundnir við bryggjur einkenna þennan fallega bæ. Íbúatala borgarinnar margfaldast hins vegar á sumrin þegar ferðamenn flykkjast á staðinn. Albufeira er nefnilega þekktasti ferðamannabær  Algarve svæðisins. Frá 1960 hefur Albufeira  þróast úr því að vera lítill fiskimannabær í það að vera  ferðamannabær með öllu.  Gamla bæjarhlutanum er haldið vel við og er hann mjög sjarmerandi enda sækja ferðamennirnar þangað alla daga og þegar kvöldar er mikil stemmning, alls konar uppákomur í viðbót við hið hefðbundna mannlíf, götulistamenn, málarar, hljómlistamenn, götusalar og svo auðvitað ótal veitingastaðir og barir. Sportbarir, diskóbarir og hvað annað sem kætir og gleður.

Laugavegurinn er götulífssvæði í bænum, gata sem liggur frá Montechoro hæðinni og alveg niður á Praia de Oura ströndina. Þar er líka líf og fjör bæði á daginn og kvöldin og til viðbótar við verslanir, veitingastaði og bari leynast bæði diskó og barir með lifandi tónlist þar sem hægt er að fá sér snúning. 

Bæjarlífið er afar fjölbreytt, hvort sem stefnan er tekin á Laugaveginn eða í gamla miðbæinn. Mikil og góð samgöngubót er af lestinni, sem gengur frá bænum og stoppar nálægt hótelunum sem eru í boði í þessari ferð. Einnig má benda á að kominn er rúllustigi þar sem áður voru tröppur niður á strönd.


albufeira_algarve_portugal_2.jpg

Afþreying

Margskonar frábæra afþreyingu og skemmtun er að finna í Algarve. Glæsilegir golfvelli við allra hæfi. Við nefnum líka ótrúlega sjávardýragarða með sæljónum, selum og höfrungum og Aqualand með stórkostlegum vatnsrennibrautum. Sannkallað vatnatívólí.

Stutt er frá Albufeira til Vilamoura, með 5 golfvöllum, þar á meðal eru Millennium, Old Course og hinn fallegi 9 hoilu Pine Cliffs, en bærinn er þekktastur fyrir skútuhöfnina þar sem skútur og snekkjur liggja. Meðfram allri höfninni eru fiskiveitingastaðir, ísbúðir og mikið af verulega flottum verslunum.
Í vestur rétt utan við  Albufeira er Salgados golfvöllinn sem státar af sérstökum vatnagolfvelli sem getur reynt á þolrifin.

Lesa nánar um Portúgal
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Afþreying

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef FAO

  5,5 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

 • Rafmagn

  220

 • Bjórverð

  Meðalverð 2-4 EUR

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun