Portúgal, Faro

Dásamlegar strendur

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Flug til Faro með Icelandair.

27. september - 4. október, 7 nætur. 

Þaðan liggja vegir til allra átta.
Í Portúgal finnur þú fallegar borgir, þorp, bæi og sveitir. Mannlífið er fjölbreytt og umfram allt ríkir þarna djúp og rík saga. Þessi sögulega dulúð er allt um kring og litar allt samfélagið. Í Portúgal ræður rómantíkin ríkjum. 

Landið hefur heillað  þúsundir Íslendinga. Straumurinn hefur aðallega legið til Albufeira, fallegs bæjar í hinu veðursæla Algarve héraði.
Í Algarve héraði er klettótt strönd með hvítum sandinum inn á milli. Svæðið er þekkt fyrir menningu sína og sögulegar minjar, allt frá tímum Rómverja. Einnig er þar að finna glæsihótel nútímans, matargerð og aðrar lífsnautnir. ​Einnig er hægt að skjótast í stórverslanir eða víðfrægar verslanagötur Albufeira. 

Vegalengdir og fjarlægðir eru ekki miklar frá Faro. Hæglega er hægt að aka til suðvesturodda Evrópu, Cape St. Vincent og horfa út á Atlantshafið eða bæjarins Tavira við Spánarlandamærin í austri og skoða sögulegar byggingar og húsagerð.
U.þ.b. 280 km. eru til Lissabon og 200 km til Sevilla á Spáni.

Margskonar frábæra afþreyingu og skemmtun er að finna á þessu svæði. Við nefnum glæsilega golfvelli við allra hæfi, ótrúlega sjávardýragarða með sæljónum, selum og höfrungum og Aqualand með stórkostlegum vatnarennibrautum sannkallað vatnatívólí.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Veðrið

Gististaðir

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði