Saalbach - Hinterglemm

Austurrísku Alparnir

Upplýsingar um ferð: 

 

Verð og dagsetningar auglýst síðar. 

 

Endilega sendu okkur fyrirspurn ef þig vantar nánari upplýsingar. 
Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is, síminn er 570-4444 eða fylla út ,,Hafðu samband" formið. 

Hafðu samband

Myndagallerí

Morgunflug með Icelandair til München

Saalbach - Hinterglemm

Það er óhætt að segja að tilhugsunin um 270 kílómetra af skíðabrautum og 70 lyftur af öllum gerðum fái hjartað til að slá hraðar.
Þú stendur á toppnum með kyrrðina alltumlykjandi, svalur blærinn kitlar þig í nefið og geislar sólarinnar fylla þig af orku þar sem þú horfir yfir snjóbreiðuna sem teygir sig eins langt og augað eygir.

Það gerist vart betra í austurrísku Ölpunum en á Saalbach Hinterglemm Leogang Fieberbrunn skíðasvæðinu. Hvort sem ætlunin er að þjóta niður brekkurnar á skíðum, leika sér á snjóbretti, bruna á sleða eða ganga á skíðum eða skóm getur þú verið viss um að Saalbach Hinterglemm er rétti staðurinn.

Þjóðlegar kræsingar eru bornar fram í hlýjum og notalegum skálum. Já, hér er upplagt að slaka á og leyfa þér að njóta alls þessa. Á fáum stöðum í Austurríki getur þú treyst því betur að nægur snjór þeki skíðabrekkurnar í vetrarfríinu þínu.

Saalbach og Hinterglemm eru samliggjandi og líflegir bæir.  Barirnir er óteljandi þar sem skíðafólkið safnast saman í "Aprés ski" þegar komið er úr fjallinu  og er gjarnan klappað og stappað í takt við skemmtilega Týrólamúsíkína sem ómar um allt.

Vert er að taka fram að það er ekki fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við VITA ef eitthvað kemur upp á.

Sjá nánari ferðalýsingu
Upplýsingar um ferð: 

 

Verð og dagsetningar auglýst síðar. 

 

Endilega sendu okkur fyrirspurn ef þig vantar nánari upplýsingar. 
Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is, síminn er 570-4444 eða fylla út ,,Hafðu samband" formið. 

Hafðu samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef -> MUC

  3:45

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  EUR

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði