fbpx Saalbach - Hinterglemm | Vita

Saalbach - Hinterglemm

Austurrísku Alparnir

Verð auglýst innan skamms

Vinsamlega hafið samband við skrifstofu gengum ferd@vita.is til að fá nánari upplýsingar. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Saalbach - Hinterglemm, með Icelandair til München

Hér eru helstu upplýsingar varðandi sóttvarnir á svæðinu. 

Útfærsla fyrir vetur 2020/2021 verður kynnt á vefnum þegar nær dregur.
Vert er að taka fram að það er ekki fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við VITA ef eitthvað kemur upp á.

Það er óhætt að segja að tilhugsunin um 270 kílómetra af skíðabrautum og 70 lyftur af öllum gerðum fái hjartað til að slá hraðar.
Þú stendur á toppnum með kyrrðina alltumlykjandi, svalur blærinn kitlar þig í nefið og geislar sólarinnar fylla þig af orku þar sem þú horfir yfir snjóbreiðuna sem teygir sig eins langt og augað eygir.

Austurrísku Alparnir

Það gerist vart betra í austurrísku Ölpunum en á Saalbach Hinterglemm Leogang Fieberbrunn skíðasvæðinu. Hvort sem ætlunin er að þjóta niður brekkurnar á skíðum, leika sér á snjóbretti, bruna á sleða eða ganga á skíðum eða skóm getur þú verið viss um að Saalbach Hinterglemm er rétti staðurinn.

Þjóðlegar kræsingar eru bornar fram í hlýjum og notalegum skálum. Já, hér er upplagt að slaka á og leyfa þér að njóta alls þessa. Á fáum stöðum í Austurríki getur þú treyst því betur að nægur snjór þeki skíðabrekkurnar í vetrarfríinu þínu.

Líflegir bæir

Saalbach og Hinterglemm eru samliggjandi og líflegir bæir.  Barirnir er óteljandi þar sem skíðafólkið safnast saman í "Aprés ski" þegar komið er úr fjallinu  og er gjarnan klappað og stappað í takt við skemmtilega Týrólamúsíkína sem ómar um allt.

Lesa nánar um Saalbach Hinterglemm

Verð auglýst innan skamms

Vinsamlega hafið samband við skrifstofu gengum ferd@vita.is til að fá nánari upplýsingar. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Sóttvarnir á svæðinu

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef MUC

  3:45

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  EUR

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun