Saddlebrook í Tampa

Lúxus Golf Resort með allt við hendina

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Saddlebrook - Nýr og spennandi staður í Tampa

10. - 25. apríl 2019
Fararstjóri er Peter Salmon

“Saddlebrook er einfaldlega klassa Golf Resort. Þegar ég heimsótti staðinn leið mér rosalega vel. Segja má að sé lúxus og mjög "cosy" og golfvellirnir  tveir eru í hæsta gæðaflokki.  Að hafa allt innan seilingar án þess að labba mikið á svæðinu er mjög þægilegt. Eg mæli eindregið með golfferð til Saddlebrook" Peter Salmon

Kynningarmyndband um Saddlebrook

Frá Tampa flugvelli er um 35 mín akstur til Saddlebrook. Golfstaðurinn er í einkaeigu Dempsey fjölskydunnar í Flórída. Thomas L.Dempsey sjálfur, nú orðinn 92 ára gamall, vinnur ennþá 12 tíma á dag á svæðinu. Sjá kort

Í miðju svæðisins er stór sundlaug og eru svíturnar sem okkar fólk gistir í er staðsett í litlum byggingum nálægt lauginni.
Ekki er þörf á bílaleigubíl þegar gist er á Saddlebrook. Í hótelmóttökunni er sérstakt „transportation desk“ þar sem hægt er að panta leigubíl eða prívat transfer hvenær sem er.

Gist verður í mjög fallegum, rúmgóðum og hlýlegum loftkældum svítum með 1 svefnherbergi. Svíturnar eru búnar öllum þægindum, fullbúnu eldhúsi, uppþvottavél, örbylgjuofni,og ísskáp, strauborði og sjónvarpi í stofu og svefnherbergi með fjölda rása (Golf Channel). Dagleg þrif. Nettenging er frábær og auðvelt að tengjast því.

Veitingastaðirnir á svæðinu eru Dempsey´s sem er fínt steikhús með dúkuðum borðum, eitt það besta á svæðinu, opið fyrir kvöldverð, T D´s sportbar sem er í sama húsi og Dempsey´s og býður upp á morgunverð, hádegisverð og kvöldverð, Dempsey´s 2 er kaffihús inn af hótelmóttökunni.  Við sundlaugina er sundlaugabar og sundlaugacafé þar sem einnig er hægt er að kaupa drykki og matarveitingar. Við sundlaugina er lítil sjoppa þar sem hægt er að kaupa drykki og snakk og hægt að fá sundlaugahandklæði.

Á Saddlebrook eru tveir mjög fallegir og spennandi golfvellir. Annar heitir Palmer Course, „Signaturevöllur“ eftir Arnold Palmer, par 71, 5,736 m. Völlurinn er opinn, hannaður út í „links“ stíl með mikið landslag tré og talsvert af vatnatorfærum.  Hinn völlurinn heitir Saddlebrook, byggður 1976 ,par 70, 5,952 m. Upphaflega hannaður af Dean Refram og endurhannaður af Arnold Palmer og Ed Seay um sama leyti og  sá fyrrnefndi hannaði Palmer völlinn áratug síðar. Saddlebrook liggur lægra en Palmervöllurinn og ber því keim af síkjalandslagi Flórída, er er þrengri með há  mosavaxin Cyprustré meðfram mörgum brautum.  Völlurinn er því heldur flatari, með mörgum vötnum sem koma þó ekki svo mikið í leik.
Rástímarnir okkar á Saddlebrooks er flest alla daga um kl. 09:00 og vellirnir spilaðir til skiptis.

Það er erfiðara að lesa flatirnar á Palmer vellinum og hann er einnig talinn erfiðari en Saddlebrook. Á báðum völlum er boðið upp á fjóra teiga, rauðan (fremstur), gylltan, hvítan og bláan (aftastur). Gott æfingasvæði er á Saddlebrook og hægt er að panta hótelskutluna til að fara þangað. Einnig er púttsvæði rétt hjá íbúðagistingunum í miðju svæðisins.

Spaið býður upp á fjölbreyttar nudd- og snyrtimeðferðir fyrir konur og karla, Sauna og gufu og einnig er líkamsrækarsalur og tennisvellir á svæðinu. Hægt að panta hótelskutlu til að fara í líkamsræktarsalinn og tennisvellina.

Ýmis afþreying er í boði, s.s.:

 • Hjólaleiga klst 5 USD, hálfur dagur, 3-4 klst 10 USD, heill dagur 20 USD
 • Fiskveiði, hver veiðistöng, hálfur dagur, 3-4 klst 10 USD, heill dagur 20 USD
 • Whimsical Wheel Bike, 1/2 klst 25 USD, 1 klst. 40 USD
 • Ýmislegt er ókeypis í boði s.s. Board  Games, Books, Inner Tubes  Noodles, Volleyballs, Basketballs and Beach Balls

Wiregrass Mall og  Tampa Premium Outlets eru í um 15-20 mín. akstursfjarlægð frá Saddlebrook.
 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél TPA

  7,5

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  USD

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun