Sælkeraferð um Baskaland

Matur, menning og stemning

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Ferð fyrir sælkera, víngeggjara og alla sem elska lífið

5. – 15.september 2019
Fararstjóri: Brynjar Karlsson

• Þekkirðu norðurhluta Spánar? 
• Hefurðu heyrt minnst á Michelin stjörnurnar í Baskaland eða San Sebastian perlu Biskajaflóa.
• Hringja Rioja vínin eða nautahlaupin í Pamplona einhverri bjöllu.
• En Jakobstígurinn?
• Er Guggenheim safnið í Bilbao eitthvað sem gæti verið spennandi?
• En Ribera del Duero vínin? Þú þarft að kynnast þeim….
• Hefurðu einhvertíma viljað skilja hvernig menningin er samofin matnum, sem er samofin víninu, sem er samofinn fólkinu, sem er samofin byggingarlistinni í þessu framandi landi?

Þetta er ferð fyrir þig. Við ferðumst um þennan Spán sem þeir sem fara á sólastrendur sjá aldrei. Fararstjórinn hefur búið og lifað á þessum slóðum í um áratug eins og mannfræðingur sem hefur lagað sig mannlífinu, lifað meðal innfæddra og náð að skilja innstu rök landsins og fólksins sem það byggir. Uppbygging ferðar sýnir brot af því besta, ekki bara það sem er þegar orðið þekkt heldur líka það sem er að verða þekkt og líka sumt sem er ennþá leyndarmál innfæddra.

Sælkerar, víngeggjarar og menningarvitar fá allir eitthvað við sitt hæfi í þessari ferð. Tímasetningin er á uppskerutíma víns, ávaxta og grænmetis sem er besti tíminn til að ferðast um þetta svæði.

Fimmtudagur 5.september   Keflavík - Madrid
Brottför flugs FI 594 frá Keflavík er kl.15:00 og áætluð lending í Madríd klukkan 21.05. Við ökum á hótelið, enda stór dagur morguninn eftir. Í mesta lagi tími til að fara út og athuga með einn tapas.
Gist á hótel Melia Avenida America þessa fyrstu nótt.

madrid.jpg 

Logrono

Föstudagur 6.september   Madrid – Logrono
Við leggjum í hann í norðurátt í rútu strax eftir morgunverð. Það ber margt fyrir augu á leiðinni norður. Á þessu svæði ætlum við að stoppa í bakaleiðinni en í dag er förinni heitið í heimsókn til frænku okkar. Hún liggur í steinkistu í kirkju í fögrum smábæ sem heitir Covarubias. Það er saga að segja frá ævi og örlögum þessara frænku okkar…
Frjáls tími í Covarubias í hádeginu og svo lagt í hann til Logrono, höfuðborgar Rioja héraðs. Um kvöldið förum við út til að tína í okkur smættlur í Calle del Laurel, Lárviðargötu.
Við förum fyrst öll saman en svo leysist hópurinn upp inní mannþröngina sem alltaf er í þessum litlu götum á kvöldin.
Gist á hótel Gran Via í Logrono næstu 3 nætur
MATUR: M

 

gran_via_logrono.jpg  

Laugardagur 7.september   Logrono
Það eina sem er skipulagt þennan dag er rölt um helstu staði borgarinnar með fararstjóranum og staðarleiðsögumanni í nokkra stund. Það er líka mikilvægt að vera í fríi og taka sér tíma til afslöppunar og kannski kíkja í búð.
MATUR: M

 

bilbao_tapas_vita.jpg  

Sunnudagur 8.september   Logrono
Nú stefnum við á skoðunarferð um hlíðina fögru þar sem Rioja vínin eru ræktuð. Við komum við hér og þar á leiðinni í vínsmökkun í ekta Bodega, þar sem við skoðum framleiðsluferlið og leggjum mat á árangurinn. Förum svo öll saman í góðan hádegismat í litlum bæ sem stendur á hæð þar sem vel sést yfir. Bærinn heitir La Guardia eða vörðurinn enda getur hanna vaktað alla hlíðina frá þessum glæsilega útsýnisstað.
Spánverjar borða hádegismat um miðjan eftirmiðdag, en það passar alveg við matartíma heima á Íslandi enda tveggja klukkustunda tíma munur á milli landanna.
MATUR: M,H

 

baskaland_vinherad.jpg 

Mánudagur 9.september  Logrono – Pamplona  - San Sebastian
Aftur leggjum við í hann, nú er ferðinni heitið að Atlantshafinu. Við komum við örstutt á stöðum sem farastjórinn hefur fundið á ferðum sínum um Jakobstíginn á leið okkar til Pamplona. Í Pamplona röltum við um borgina í fylgd staðarleiðsögumanns og finnum okkur svo eitthvað að borða í miðborginni.  Eftir hádegismatinn leggjum við í hann upp í Basknesku fjöllin og svo niður Basknesku kambana til San Sebastian. Þar er hægt að skreppa út um kvöldið og taka forskot á sæluna. Gangurinn er stuttur niður eftir ánni í miðbæinn.
Gist á hótel Silken Amara Plaza næstu 4 nætur
MATUR: M

San_sebastian_almennt.jpg 

Þriðjudagur 10.september - San Sebastian
Í San Sebastian, sem er kölluð Donostia á máli heimamanna, er ein fegursta strönd í heimi. Þar er yndislegt að vera án þess að gera neitt sérstakt. Þessir þrír dagar sem við verðum í San Sebastian spilast einhverju leyti af fingrum fram í kringum það plan sem við höfum sett upp enda er hópurinn farinn að kynnast vel og við getum gert það sem stemmingin blæs okkur í brjóst. Gerum ráð fyrir gönguferð saman um bæinn og skoðum helstu kennileiti.
Ekki verður staðarleiðsögumaður með í för því að fararstjórinn er næstum því heimamaður eftir að hafa dvalist í bænum í um áratug. Smættlur á spjóti (pintxos) í miðbænum í hádeginu.
MATUR: M

san_sebastian.jpg 

Miðvikudagur 11.september - San Sebastian
Þeir sem vilja munu fara í vínsmökkun út fyrir bæinn í dag. Vín heimamann er þurrt og stundum örlítið freyðandi hvítvín sem heitir Txacoli. Þetta vín er ræktað í hlíðunum á fjöllunum sem ganga í sjó fram á þessu svæði og gott ef maður finnur ekki örlítið fyrir sjónum í bragðinu. Þeir sem fara í vínsmökkunina geta borðað í gullfallegum litlum útvegsbæ sem heitir Getaria. Nafnið gefur til kynna að þarna hafi menn skyggnst eftir hvölum sem þeir eltu seinna alla leið til Íslands og lentu í hremmingum eins og frægt er orðið.
Vínsmökkun og máltíð kosta €50 - €70 evrur á mann og er greitt á staðnum.
MATUR: M

baskaland_spann_4.jpg 

Fimmtudagur 12.september   San Sebastian
Ef stemming er fyrir því verður skipulagður göngutúr um þann hluta Jakobstígsins sem liggur til San Sebastian. Þá er farið með strætó að höfninni í Pasajes. Þeir sem vilja ganga yfir fjallið til baka í bæinn en eins er hægt að una sér í bæjunum San Pedro og San Juan sem eru sitthvoru megin við hafnarmynnið og taka svo strætó aftur heim. Um kvöldið fara þeir sem hafa pantað fyrirfram á Michelin stað í San Sebastian.
Fararstjóri pantar borð fyrir hópinn með góðum fyrirvara, en máltíðina þarf að bóka áður en farið er í ferðina. Máltíð á þessum veitingastað kostar €120 - €150 á mann
MATUR: M

baskaland_spann_3.jpg  

Föstudagur 13.september   San Sebastian – Lerma,
Þetta er langur dagur þar sem við sjáum margar hliðar á Baskalandi. Við keyrum eins og leið liggur til Bilbao og heimsækjum þessa stórborg í vasabroti þar sem arkítektúr og listir eru í hávegum hafðar. Skoðum borgina og förum í Guggenheims safnið. Svo röltir hver fyrir sig um gamla bæinn þar sem við finnum okkur eitthvað að borða. Eftir matinn hittumst við rútuna og leggjum í hann í suðurátt í gegnum Basknesku fjöllin alla leið til næturstaðar sem er í Paradornum í Lerma. Þetta hótel er í höll hertogans í Lerma, með fjórum tignarlegum turnum. Við komum frekar seint í hús og því er matur á hótelinu innifalinn í verði.
Gist í höll hertogans, Parador de Lerma síðustu tvær næturnar
MATUR: M,K

bilbao_kottur_guggenheim.jpg  

Laugardagur 14.september  Burgos og Lerma,
Nú skoðum við okkur um í Burgoshéraði, af nógu að taka. Við spilum daginn eftir eyranu, en fáum okkur örugglega vín og lambakjöt, skoðum kirkjur, hallir og vínkjallara. Kannski er hægt fá lambið og vínið beint frá bónda, sjáum til.
Ljúffengur kveðjuhádegisverður hjá heimafólki sem kostar €50 - €60 og greiðist á staðnum
MATUR: M

Sunnudagur 15.september   Heimferð
Nú leggjum í hann til Madríd. Þar nýtum við daginn í skoðunarferð með staðarleiðsögumanni um helstu perlur þessara heimsborgar. Finnum okkur svo mat í hádeginu, en þurfum svo að drífa okkur út á flugvöll til að ná vélinni heim sem fer um kl 21.05 í loftið til baka.  Komum svo heim til Íslands undir miðnætti, sæl og sólbrún, södd af lífsins lystisemdum og samverunni þessa 11 daga.

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél MAD

  3 1/2 klst.

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun