Sælkeraferð um Toscana

Gönguferð í "grasa- og sælkera takti"

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Gönguferð í "grasa- og sælkera takti" um fjallendi Toscana

17. -26. júní 2019
Fararstjóri er Steinunn Harðardóttir

Dvalið verður í Garfagnana-héraðinu í norðvestur Toscana, en það er fjalllent og skógivaxið svæði sem er af mörgum talið eitt best varðveitta leyndarmál Ítalíu. Þetta afskekkta hérað býður ekki aðeins upp á fjölbreytta náttúrufegurð heldur státar jafnframt af einstaklega ríkri matarhefð, frábæru hráefni, spennandi gróðurlendi og fjölmörgum krydd- og lækningajurtum. Gist er í Corfino, litlu fallegu fjallaþorpi við útjaðar Orecchiella-þjóðgarðsins og Castelnouvo sem er í sama dal. Göngu-Hrólfur hefur boðið upp á sælkeragönguferðir til Toscana í allmörg ár. Þátttakendur læra að elda mat úr héraðinu í eldhúsinu hjá þeim Möru, Róberto og Martínu í fjallahótelinu La Baita. Þá er líka farið út í móa til að tína grös og jurtir til eldamennskunnar. Fjölskyldan elskar að taka á móti íslenskum ferðalöngum og kynna þeim matargerð og leyndardóma Garfagna. Auk þess er farið í gönguferðir um nágrennið. Síðan er gist í bænum Castelnuovo sem er miðstöð héraðsins. Á frídögum þar getur fólk slakað á eða farið með lest til hins fallega og spennandi bæjar Lucca.

1. dagur. Brottför frá Keflavík

Flogið síðdegis til Mílanó og lent síðla kvölds. Ekið í u.þ.b.fimm tíma til Corfino og gist á La Baita hjá þeim Roberto og Möru sem taka vel á móti hópnum þó liðið sé á nóttu. Þau reka lítið heimilislegt hótel rétt við rætur fjallsins Pania de Corfino sem er um 1606 m hátt.

2. dagur. Corfino -Oriciella

Eftir síðbúinn morgunverð er haldið í þægilega göngu upp í þjóðgarðinn Oriciella þar sem finna má fallega laut til að snæða spennandi lautar-máltíð, ítalskar kræsingar sem fást í þorpsbúðunum. Eftir hádegisverðinn er gengið svipaða  leið til baka og haldið í skoðunarferð um þorpið. Róberto leiðir hópinn um þröngar göturnar og fræðir um mannlíf, sögu, byggingalist og fleira. Að lokum bíður okkar ríkuleg máltíð úr eldhúsi Möru.

3. dagur. Corfino, Campaniana, matargerð og gönguferð

Næstu tvo daga verður farið í léttar göngur um nágrennið, kryddjurtum safnað og hráefni og afurðir héraðsins kannaðar. Hópnum er skipt í tvennt. Helmingurinn fer í gönguferð um hlíðar Pania de Corfino upp í fjárhirðaþorpið Campaniana. Áður en lagt er af stað er farið í litlu búðina í þorpinu og keypt í ljúffenga lautarmáltíð sem hópurinn ber í sameiningu. Á meðan er hinn helmingurinn heima á hóteli og eldar matinn með aðstoð Robertos, Möru og Martinu.

4.dagur. Markaður í Castelnuovo

Í dag er fimmtudagur og við vöknum snemma um morguninn og höldum með rútu  niður til Castelnuovo sem er aðal verslunar- og viðskiptamiðstöð dalsins. Öld eftir öld komu bændur og iðnaðarmenn þangað með vörur sínar og afurðir og seldu á fimmtudagsmarkaðnum og enn í dag eru allar götur og torg þakin ýmiskonar varningi þennan vikudag. Við notum tækifærið og sláumst í hópinn með heimamönnum og skoðum þennan fjölbreytta markað. Í hádeginu gefst svo tækifæri til að bragða á framleiðslu héraðsins hjá Andrea sem rekur hinn sérstæða veitingastað Il Vecchio Mulino. (Gamla myllan). Eftir að hafa skoðað sig um í bænum  er haldið með strætó upp í Corfino.

5. dagur. Corfino, Campaniana, matargerð og gönguferð

Næstu tvo daga verður farið í léttar göngur um nágrennið, kryddjurtum safnað og hráefni og afurðir héraðsins kannaðar. Hópnum er skipt í tvennt. Helmingurinn fer í gönguferð um hlíðar Pania de Corfino upp í fjárhirðaþorpið Campaniana. Áður en lagt er af stað er farið í litlu búðina í þorpinu og keypt í ljúffenga lautarmáltíð sem hópurinn ber í sameiningu. Á meðan er hinn helmingurinn heima á hóteli og eldar matinn með aðstoð Robertos, Möru og Martinu.

6. dagur. Isera – Pania De Corfino

Eftir að hafa keypt inn til hádegisverðar er hráefninu skipt niður á hópinn. Haldið er að skemmtilegum fjallaskála sem nefnist Isera þar sem breitt er úr dúknum til sameiginlegs lautarverðar. Þeir sem vilja geta farið upp í fallegan grasagarð með jurtum úr héraðinu og þeir hraustustu geta farið alla leið upp á Pania De Corfino,1606 m. Síðan er haldið til baka til Corfino.

7. dagur. Castelnouvo-vínbúgarður og Veccio Mulino

Nú kveðjum við fjölskylduna á La Baita og farið er með rútu niður til Castelnuovo sem er stjórnsýslustöð héraðsins. Þar er gist næstu tvær nætur á hinu sjarmerandi hóteli La Lanterna Þegar við höfum komið okkur fyrir er  haldið með lest til bæjarins Borgo a Mozzano og farið í stutta gönguferð um einstaklega falleg vínræktarhéruð og upp að vínbúgarðinum Macea þar sem við fáum að smakka lífræn vín sem þar eru framleidd. Garfagnana-héraðið er frægara fyrir farro (spelt) kastaníur, góðan ost og kjötvörur heldur en vín, en þarna á vínbúgarðinum hafa menn náð góðum árangri. Síðan er haldið heim með lestinni. Kvöldverður á hótelinu

8. dagur. Frjáls dagur,Lucca eða rólegur dagur í Castelnuovo

Hægt er að njóta lífsins við sundlaugina á hótelinu, skoða sig um í hinum skemmtilega og líflega bæ Castelnuovo eða bregða sér með lest til Lucca. Hádegisverður á eigin vegum, kvöldverður á hótelinu. Það er einfalt að taka lest frá Castelnouvo til borgarinnar Lucca. Borgin hét Lukka á íslenska tungu þegar Nikulás Bergsson ábóti á Munkaþverá fór þar um á leið til Rómar árið 1153. Lucca er einstaklega falleg og sérstök miðaldaborg sem gaman er að skoða. Gamla borgin er umlukin vel varðveittum borgarmúrum og aðal torgið er sporöskjulaga. Þar var áður rómverskur leikvangur. Þeir sem vilja geta tekið það rólega við sundlaugina á hótelinu og skoðað sig um í hinum skemmtilega og líflega bæ Castelnouvo. Kvöldverður á hótelinu.

9. Frjáls dagur Castelnuovo

10.dagur. Heimferð

Um morguninn er hægt að taka það rólega því ekki er ekið af stað áleiðis til Mílanó fyrr en um kl. 12.00 þar sem ekki er flogið til Íslands fyrr en kl. 20.40

Ferðin getur tekið minniháttar breytingum vegna veðurs eða af öðrum ástæðum
Erfiðleikastuðull: Eitt fjall.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél MXP

  3:50

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun