Salgados í Portúgal

Kjörin golfferð fyrir golf og afslöppun!

 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  197.500 kr    og 12.500 Vildarpunktar** á mann T1 íbúð fyrir tvo m.v. 8 nætur

 • Flug
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  197.500 kr    og 12.500 Vildarpunktar** á mann T1 íbúð fyrir tvo m.v. 8 nætur

Myndagallerí

NÝTT! Kjörinn golfferð fyrir golf og afslöppun.

Við erum með íbúðagistingu þar sem allt að 4 geta búið saman og "Allt er innifalið".

Karen Sævarsdóttir er fararstjóri í þessum ferðum. (sjá lýsingu neðar á þessari síðu). Karen er eini menntaði LPGA golfkennari á Íslandi og mun hún stjórna golfskóla í ferðunum. 

Golfvöllurinn er öðruvísi af því leiti til að hann er flatur og auðveldur yfirferðar. Þrátt fyrir nokkuð margar vatnshindranir er mjög skemmtilegt að spila völlinn og er hann fljót spilaður. Vatn, vilt náttúra, fuglalíf og pálmatré eru einkenni vallarins. Klúbbhúsið er nýtískuleg bygging með huggulegri verönd sem snýr út að golfvellinum.

Salgados er nýtt hverfi sem samanstendur af hótel- og íbúðaþyrpingu, golfvelli, matvöruverslunum, börum, veitingastöðum og mörgu fleira. Gist verður á Palm Village, allt innifalið íbúðagistingu sem er við fallega strönd og örstutt er á golfvöllinn.

Aksturinn frá Faro flugvelli til Salgados tekum um 40 mínútur sjá kort.

Frá Salgados er aðeins 5 mínútna akstur í litla bæinn Guia heimabæ Piri Piri kjúkklingsins og í verslunarmiðstöðina Algarve shopping. Albufeira, sem er í 10 mínútna akstursfjarlægð, er stór ferðamannabær með fjörugu mannlífi, verslunum, veitingastöðum og börum á hverju horni. Salgados er ekki bara hótel og golfvöllur það er nóg um að vera í nágrenninu og stutt er í líf og fjör.

Umsögn

,,Óhætt er að mæla með Salgados, allt til alls á staðnum, rúmgóðar vistarverur, góður matur og umgjörðin öll hin besta og stutt að ganga á golfvöllinn ca. 5 mín.
Lúxus spa fyrir lítinn pening eftir góðan dag á golfvellinum. Stutt að skreppa í nágrannabyggðir ca. 15 mín akstur. Golfvöllurinn mjög góður, lætur lítið yfir sér en er talsvert krefjandi og skemmtilegur að spila. Fararstjóri Karen Sævarsdóttir golfkennari sá vel um okkur golfspilarana góður félagi og stjórnandi í ferðinni. Sá til þess að við værum vel upplýst um allar staðarreglur svo við gætum notið ferðarinnar sem best."

Anna Marta og Árni Ólafur.

 

Sjá nánari ferðalýsingu
 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  197.500 kr    og 12.500 Vildarpunktar** á mann T1 íbúð fyrir tvo m.v. 8 nætur

 • Flug
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  197.500 kr    og 12.500 Vildarpunktar** á mann T1 íbúð fyrir tvo m.v. 8 nætur

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél FAO

  4,10 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evrur

  Gengi

Gististaðir

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði