fbpx Sevilla | Vita

Sevilla

Lifandi borg

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Sevilla - Lifandi borg

Beint flug með Icelandair
14. - 17. október 

Fararstjóri: Stefán Guðmundsson

Sevilla, höfuðborg Andalúsíu á Suður-Spáni, er þróttmikil og lifandi borg sem hefur upp á margt að bjóða, m.a. byggingarlist, frábæran mat og skemmtilegar hátíðir.

Vinsælasta hverfið fyrir ferðamenn er Santa Cruz, fegursta og mest heillandi hverfi borgarinnar. Þú getur þrætt þröngar steini lagðar götur milli kalksteinshúsa og tyllt þér niður fyrir utan bar, gætt þér á tapas og fylgst með heiminum líða hjá, eða rölt um aldagamla garða og tyllt sér á fallegan bekk.

Santa Cruz hverfið liggur að Calles Mateas Gago, Santa Maria La Blanca/ San José, Jardines de Murillo og Alcázar hverfunum. Það var áður hverfi gyðinga, og sumar kirkjanna voru áður bænahús gyðinga. Frá Patio de Banderas torgi er ógleymanlegt útsýni yfir dómkirkjuna í Sevilla.

Dómkirkjan er mikilfengleg á að líta og að rúmmáli stærsta kristna kirkja veraldar. Upp úr kirkjunni stendur bænaturninn Giralda, sem márar reistu á 12 öld, en hann státar af 25 kirkjuklukkum og óviðjafnanlegu útsýni yfir borgina, svo það er vel þess virði að leggja á sig gönguna upp í 90 metra háan turninn.

Við hlið kirkjunnar er höllin Alcázar, sem ber listfengi mára gott vitni. Þetta er gríðarstór og glæsileg höll þar sem byggingarstíll máranna blandast skemmtilega við kristin einkenni. Mikilfengleg að utan og heillandi að innan, því þar eru hallargarðar og fallegir skrúðgarðar, gosbrunnar og appelsínu- og sítrónulundir.

Auk fjörlegs næturlífs og hinna víðfrægu tapas smárétta er einnig að finna á Sevilla rólegri hlið. Parque de Maria Luisa er helsti garður borgarinnar og þar eru skrúðgarðar og fögur byggingarlist. Einn af best geymdu leyndarmálum Sevilla er Plaza de España torgið - þar er tilvalið að enda daginn á að rölta um á glerjuðum flísunum, yfir göngubrýr og framhjá gosbrunnum eftir að hafa eytt deginum í að skoða borgina. Torgið er sérlega fallegt þegar skyggja tekur og hægt er að fá far með hestvagni um torgið.

Flamencobarir eru fjölbreyttir, allt frá hinum dýru tablao, þar sem atvinnumenn sýna listir sínar til minni hverfis-sýninga á Triana-börum. Þetta eru dæmi um eitthvað að gera annað en að rölta milli pöbba. Á mis-ekta írskum krám má finna Guinness eða annan írskan bjór og jafnvel horfa á fótboltaleik.

Verslað í Sevilla

Aðalverslunargöturnar eru Sierpes og Tetuan, sem liggja samsíða. Við annan enda þeirra er La Campana og Plaza del Duque torgið, þar sem El Corte Inglés er til húsa. Verslunarhverfið teygir anga sína inn í hliðargötur sem liggja í átt að Afalfa torgi og nokkrar götur liggja í átt að Guadalquivir ánni. Á Sierpes og Tetuan eru yfirleitt bestu verslanirnar til að finna þekkt vörumerki, t.d. Zara. Oft má einnig finna spennandi gjafir eða hvaðeina með því að skreppa á einhvern útimarkaðanna í Sevilla. Suma þeirra er að finna á torgum nokkra daga í viku á meðan aðrir eru aðeins einn dag í viku, og þá yfirleitt sunnudag. Einnig eru nokkrar El Corte Inglés verslanamiðstöðvar í Sevilla

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Skoðunarferðir

 • Hagnýtar upplýsingar

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef SVQ

  4,5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun