fbpx Sevilla á Spáni | Vita

Sevilla á Spáni

Heimsklassa golfvöllur í einni skemmtilegustu borg Evrópu!

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

ATH: Í þessum ferðum er enginn fararstjóri. Það er mjög takmarkað framboð og því upplagt fyrir litla hópa eða fólk sem þekkist vel, t.d. tvenn hjón.

Golfferðir okkar til Sevilla eru aðeins öðruvísi en okkar hefðbundnu golfferðir að því leyti að það eru eingöngu pláss fyrir 12 manns í hverri ferð (alveg upplagt fyrir litla golfhópa). Það er ekki fararstjóri í þessari ferð, 18 holu golf er bókað daglega (með golfbíl) og vegna gífurlegs úrvals af skemmtilegum veitingahúsum nálægt hótelinu, í klúbbhúsinu sjálfu og í miðbæ Sevilla eru kvöldverðir ekki innifaldir í pakkanum. Í hnotskurn er golfferð til Sevilla að okkar mati algjört ævintýri sem við mælum eindregið með og segjum að íslenskir kylfingar megi ekki missa af!  

Flogið verður til Faro í Portúgal og þaðan er um 2 tíma akstur að Hotel Sevilla Green Suites.

Green Suites hótelið er nýlegt 4 stjörnu hótel sem opnaði 2018, hótelið er um 400 metra frá Real Golf Club, Sevilla. Gist er í Deluxe Studio íbúðum sem eru nýtískulega hannaðar og bjóða upp á öll nauðsynleg þægindi. Sumar Deluxe íbúðirnar eru með svölum og sumar á jarðhæð með verönd. Beint á móti hótelinu í sérbyggingu er veitingastaður hótelsins þar sem morgunverður er framreiddur (innifalinn í pakkanum). Það er hægt að mæla með þessum þægilega veitingastað og bar sem er einnig opinn í hádeginu og á kvöldin.

Real Golf Club, Sevilla er einkameðlima golfklúbbur og er án efa einn besti og fallegasti golfvöllur í Evrópu. Nýlega var opnað fyrir nokkra rástíma á hverjum degi fyrir gesti. 

José María Olazábal hannaði Real Club Sevilla Golf og er hann viðurkenndur sem einn af bestu völlum Evrópu og er stöðugt á topp 10 völlunum á Spáni. Þar hafa verið haldin golfmót á heimsmælikvarða síðustu áratugi. Breiðu brautirnar ásamt mörgum glompum bjóða uppá góða prófraun fyrir áhugamenn sem og atvinnumenn. Hið vinalega klúbbhús er fullkominn staður fyrir kylfinga til að njóta hressandi drykkja eftir skemmtilegan hring.

Real Club Sevilla Golf var vettvangur heimsmeistaramótsins í golfi 2004, Andalucia Open 2009 og Opna spænska mótsins 2008, 2010 og 2012. Hann er vel samsettur par 72 golfvöllur. Breiðu brautirnar veita smá létti af teigum, en stutta spilið verður sannreynt af miklu landslagi á flötunum, 90 stórbrotnum glompum og 9 vötnum.

Frá því augnabliki sem þú gengur inn í klúbbhúsið hefur Real Club Sevilla þessa „einkameðlima“ klúbbatilfinningu þar sem allt virðist vera svolítið fágaðra og flottara. Allt frá starfsfólkinu í óaðfinnanlegum einkennisbúningum til gæða matarins og þjónustunnar. Veitingastaðurinn sem er opinn á kvöldin er frábær og er hann mjög góður kostur fyrir hádegis- og/eða kvöldverð.

Innifalið í Sevilla golfferðum:
Beint flug til og frá Faro með Icelandair
Innrituð taska og golfsett
Akstur til og frá hótelinu (m.v.12 manns)
Gisting í Deluxe Studio á Hotel Sevilla Green Suites með morgunverði
8 golfhringir með golfbíl á Real Club Sevilla

Rástímar:
Ferð 1 - 13.- 24. apríl
14. apríl: 10:30 - 10:50
15. apríl: 15:00 - 15:20
16. apríl: 13:30 - 13:50
17. apríl: 10:30 - 10:50
18. apríl: Frídagur
19. apríl: 10:30 - 10:50
20. apríl: 10:30 - 10:50
21. apríl: 10:30 - 10:50
22. apríl: Frídagur
23. apríl: 13:30 - 13:50

Ferð 2 - 24. apríl - 5. maí
25. apríl: 10:30 - 10:50
26. apríl: 10:30 - 10:50
27. apríl: 13:30 - 13:50
28. apríl: Frídagur
29. apríl: 15:00 - 15:20
30. apríl: Frídagur
1. maí: 10:30 - 10:50
2. maí: 10:30 - 10:50
3. maí: 10:30 - 10:50
4. maí: 10:30 - 10:50 

*Aukagolf er eingöngu hægt að panta og borga á staðnum og fer eftir hvaða rástímar eru lausir hverju sinni.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Flugupplýsingar

  • Innifalið

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef FAO

    4

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun