fbpx Sigling á Dóná | Vita

Sigling á Dóná

Austurríki, Ungverjaland,Slóvakía og Þýskaland

Siglingunni frestað um ár, ný ferð auglýst

Hafa samband

Myndagallerí

Sigling á Dóná

12. - 24. ágúst 2021

Austurríki, Ungverjaland og Slovakía
Munchen og Passau, Þýskalandi – Engelhartszell og Vín, Austurríki – Esztergom og Budapest, Ungverjalandi – Bratislava, Slóvakía – Krems,Melk, Wachau dalur og Engelhartsell, Austurríki.

Stutt ferðalýsing
Flogið til Munchen að morgni 12. ágúst og gist á hóteli í Munchen í tvær nætur áður en ekið er til Passau þar sem gist er eina nótt áður en haldið er til Engelhartzell og farið í A – Rosa, Donna þar sem siglt er um Dóná í 7 nætur. Siglt til Vínarborgar þar sem Donna liggur við höfn yfir nótt og þaðan yfir til Ungverjalands og þá er komið til  Esztergom og Budapest þar sem einnig er stoppað yfir nótt. Siglt um Wachau dalinn áður en komið er til Melk í Austurríki og aftur til Engelhartszell þar sem siglingin endar. Ekið til Salzburgar þar sem gist er í tvær nætur áður en ekið er til Munchen og flogið það til Keflavíkur þann 24. ágúst  


esztergom_sigling_dona.jpg

Flugið

Dags Flugnúmer Brottför kl. Koma kl.
12. ágúst FI 532 Keflavík 07:20 Munchen 13:05
24. ágúst FI 533 Munchen 14:05 Keflavík 16:00

Siglingarleiðin

Dagur Áfangastaður  koma  Brottför 
15. ágúst Engelhartszell, Austurríki   17:00
16. ágúst Vín, Austuríki 13:00  
17. ágúst Vín Austurríki   18:30
18. ágúst Esztergom, Ungverjalandi 08:00 10:30
18. ágúst Budapest, Ungverjalandi  15:00  
19. ágúst Budapest, Ungverjalandi   16:00
20. ágúst Bratislava, Slóvakíu 09:00 15:30
21. ágúst Krems, Austurríki 08:00 08:30
21. ágúst Melk, Austurríki 12:30 13:00
21. ágúst  Wachau dalur, sigling    
22. ágúst Engelhartszell, Austurríki  07:00  

A – Rosa  Donna
Stígðu um borð í A-ROSA DONNA og þú munt finna allt sem þú leitar að í fríinu þínu.
Hvað er það besta við að vera í fríi? Að sleppa við daglega lífið og allar þær skyldur sem því fylgja. Andrúmsloftið um borð í A-ROSA skemmtiferðaskipunum er alltaf afslappað og vingjarnlegt.
Hvort sem þú sækist eftir því að vera út af fyrir þig í fríinu eða ert að leita eftir góðum félagsskap finnur þú það hér. Hvort sem þú sækist eftir þægindum og rólegheitum, skemmtun eða jafnvel heilsubót, finnur þú það sem þú leitar að hjá A-ROSA. Allt er mögulegt. Nóg af plássi til að slappa af, möguleiki á að þátt í skipulagðri dagskrá, hægt að skella sér í heilsulindina SPA-ROSA eða í líkamsræktarsalinn. Á sólbaðsþilfarinu eru útisundlaug og nuddpottur en þar er einnig hægt að spila og pútta.

Ferðatilhögun

Fimmtudagur 12. ágúst - Keflavík til Munchen
Flogið með Icelandair til Munchen kl.  07:20 og áætluð lending kl. 13:05 í Munchen. Ekið sem leið liggur inn til borgarinnar og á hótel Courtyard by Marriott City Center þar sem gist er í tvær nætur.

München, er höfuðborg Bavaria héraðs í Þýskalandi. Þar eru aldagamlar byggingar og fjölmörg söfn sem gaman er að skoða. Borgin er helst þekkt fyrir árlega hátíð sem þar er haldin undir nafninu Októberfest en einnig er hún þekkt fyrir ölstofur, til dæmis hina frægu Hofbräuhaus krá sem stofnuð var árið 1589. Í gamla bænum, eða Altstadt eins og hann kallast á þýsku, er Marienplatz torgið þar sem eru kennileiti eins og Neo-Gothic Neues Rathaus (ráðhúsið), en í því er frægt klukkuspil (Rathaus glockenspiel) sem spilar og leikur sögur frá 16. öld.


munchen_sigling_dona.jpg

Föstudagur 13. ágúst - Munchen
Frjáls dagur í þessari yndislegu borg sem státar af mörgum áhugaverðum söfnum og er reyndar þekktust fyrir bjórinn og þá einna helst fyrir Októberfest.


munich_sigling_dona2.jpg

Laugardagur 14. ágúst - Munchen, Passau, Þýskalandi  
Eftir morgunverð er farið í skoðunarferð um borgina í u.þ.b. þrjár klukkustundir og síðan ekið af stað til Passau þar sem gist er í eina nótt áður en haldið er í siglinguna. Gist eina nótt á  Residenz Passau 


passau_sigling_dona.jpg

Sunnudagur 15. ágúst - Passau - Engelhartszell
Um hádegið er farið í rútu frá lestarstöðinni í Passau og ekið í u.þ.b. 30 mínútur til Engelhartszell þar sem farið er um borð í Fljótaskipið Donna frá A - Rosa skipafélaginu. Kl 17:00 er siglt af stað.
Engelhartszell er brottfararstaðurinn fyrir siglinguna þína um Dóná. Gaman að hafa upplifað stemminguna í Passau og Engelhartszell áður en skipið leggur af stað í spennandi ferð um Dóná hefur þú nú þegar upplifað einhver ævintýri.


engelhartszell_sigling_dona.jpg

Mánudagur 16. ágúst og þriðjudagur 17. ágúst - Vín, Austurríki
Fyrsti viðkomustaðurinn í þessari siglinu er Vín í Austuríki og leggst Donna við bryggju kl. 13:00 og liggur við bryggju fram á næsta dag kl.18:30
Þetta er hápunktur ferðarinnar um Dóná. Vín er höfuðborg Austurríkis og er alveg einstök borg. Íbúar hennar hljóma eins og þeir séu að syngja þegar þeir tala og það er venja að ákveðnir verslunareigendur ávarpi viðskiptavini með fullu nafni. Það er bara svona sem hlutirnir virka hér. Ríkuleg menningararfleifð borgarinnar inniheldur söfn, gallerí, hallir og kastala, hina virðulegu óperu og fjölmörg leikhús svo það er alveg ljóst að í borginni er blómlegt menningarlíf allt árið um kring. Vínarbúar eru stoltir af borginni sinni – og mega vera það!


vienna_sigling_dona2.jpg

Miðvikudagur 18. ágúst - Esztergom, Austurríki
Komið er til hafnar kl. 08:00 að morgni og er stutt stopp eða til 10:30
Esztergom var eitt sinn höfuðborg Ungverjalands. Borgin er staðsett á bakka Dónár og hægt er að njóta hennar vel frá því sjónarhorni, beint frá ánni. Kastalaturnarnir og hin mikilfenglega basilíka rísa upp frá bröttum bakka árinnar og skapa fallega borgarmynd sem þú munt vilja eiga myndir af. Það er auðvelt að koma sér vel fyrir og taka myndir frá þilfari A-ROSA.


esztergom_sigling_dona.jpg

Miðvikudagur 18. og fimmtudagur 19. ágúst- Budapest, Austurríki
Eins sólarhrings stopp í Budapest  Donna leggst að kl.  15:00 og leggur frá daginn eftir kl. 16:00 19.ágúst
Veistu þú hversu margar brýr eru í Budapest? Þær eru í heildina sjö og ná yfir ána frá hverfunum Buda og Pest. Frægasta brúin er örugglega Széchenyi Chain brúin. Skoðaðu stórbrotnar byggingar borgarinnar um leið og þú siglir niður Dóná.
Ef þú ferð út á þilfar A-ROSA getur þú notið ótruflaðs útsýnis yfir hið fræga alþingishús Budapest. Þetta er fullkomin leið til að upplifa þessa gríðarlega fallegu borg.


budapest_sigling_dona.jpg

Föstudagur 20. ágúst  - Bratislava, Slóvakíu
Í Bratislava búa um það bil 450.000 manns en borgin er staðsett á vinstri bakka Dónár. Borgin er ung höfuðborg – reyndar sú yngsta í Evrópu.  Í gamla bænum má sjá leifar af veldi Austurríkis-Ungverjalands, hvar sem farið er um. Þessi afslappaða borg í barokk- og rókókóstíl með hallir og menningu, list og kaffihús, er fullkominn staður til að ráfa um, njóta fallegra kennileita og slaka á í leiðinni.


bratislava_sigling_dona.jpg

Laugardagur 21. ágúst - Krems, Wachau dalur og Melk, Austurríki.
Með því að fara í gegnum Melk, borg sem stundum er nefnd „Hliðið inn í Wachau“, er komið inn í Wachau eða Dónárdalinn sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar er landslagið stórfenglegt og eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Eitt af því sem sérhver ferð til Wachau ætti að innihalda er heimsókn í Melk Abbey sem er benediktískt munkaklaustur. Þarna um slóðir renna þorp og landslag saman í algjörum samhljómi.


melk_sigling_dona.jpg

Sunnudagur  22. ágúst - Engelhartszell, Austurríki
Komið aftur til Engelhartszell snemma morguns, eftir morgunverð er farið frá borði og ekið til Salzburgar og farið í skoðunarferð um borgina áður en tékkað er inn á hótel Holiday Inn Salzburg City þar sem gist er í tvær nætur


salzburg_sigling_dona2.jpg

Mánudagur 23. ágúst - Frjáls dagur í Salzburg
Salzburg er falleg miðaldaborg með byggingum í barokkstíl. Gamli bærinn, Altstadt, er eins og klipptur út úr ævintýrabók þar sem hann kúrir neðst í bröttum hlíðum. Bærinn lítur enn nokkurn veginn eins út og þegar Mozart bjó þar fyrir 250 árum. Salzach áin flæðir hratt í gegnum borgina og ferðamenn virða fyrir sér tignarlega turna og hvolfþök, stórfenglegt virki efst á hæðinni og fallegan fjallgarðinn. Salzburg er frægust fyrir tvennt; Mozart og Söngvaseið, en þar fyrir utan einkennist borgin af blómlegri listasenu, bragðgóðum mat, fallegum görðum, rólegum hliðargötum þar sem hlýða má á klassíska tónlist út um opna glugga og tónleikasölum þar sem tónlistarmenningu er haldið á lofti allt árið um kring. Hvarvetna senda útsýnið, byggingarnar, tónlistin og sagan þig í hærri hæðir en Julie Andrews sem lék Maríu í Söngvaseið.

Þriðjudagur 24. ágúst Salzburg - Munchen. Heimferð
Eftir að tékkað er út af hótelinu er ekið sem leið liggur til Munchen og flogið heim í flugi Icelandair. Áætluð brottför er kl. 14:05 og lending í Keflavík kl.16:00

Sjá nánari ferðalýsingu

Siglingunni frestað um ár, ný ferð auglýst

Hafa samband
 • Hagnýtar Upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef MUC

  4 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun